Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Qupperneq 9
 ir framtíðargerðir af flugvélum, aumar á hugmyndastigi, en tvær, sem þegar fljúga. ■ flugvélin í miðju: Teikning af vöruflutningafiugvél frá Lockheed, sem knúin er 6 lum og á að geta flutt 600 þúsund pund af farangri, sem komið er fyrir jöfnum um í skrokk vélarinnar oghinum geysibreiða væng. Myndin efst: í Langley-vindgöngun- ru nú gerðar tilraunir með yfirsónska (nýyrði, sem merkir að vélin flýgur hraðar en ða hljóðsins) farþegavél, sem virðist hafa svipað útlit og sú brezk-franska Concorde. st til hægri: X-29, sem gerð er að umtalsefni í greininni. Lengst til vinstri: Þetta flykki sýnist ekki rennilegt á flugi, en hefur reynst vel: AFTI/F-16 frá bandaríska flug- hernum, afburða orrustuvél. Neðst, talið frá vinstri: Hugmynd frá Boeing um yfirsónska farþegaþotu, sem leggur vængina aftur með hliðunum á flugi. í miðju: Hugmyndir frá Lockheed um yfirsónska farþegaþotu, sem á að geta borið 300—400 farþega á 2,7 földum hljóðhraða. Lengst til hægri: AD-1 frá NASA er með hefðbundinn væng í flugtaki og við lendingu, en vængnum er síðan snúið langsum eins og myndin sýnir til þess að draga úr loftmótstöðu. framvængi (canards) eru staðsettir rétt fyrir framan aðalvænginn. Þessir tveir láréttu fletir eru „nátengdir", svo að notuð sé lýsing verkfræðinganna, þannig að loftstraumur- inn frá framvængjunum beinist beint á stóra vænginn til þess að auka lyftið og bæta höggstjórnunina (hvort tijónan rís eða hníg- ur). Strikflappi, sem er þunnur, flatur og fastur, er aftast á skrokknum og eykur stöðugleikann. Vængflappamir ásamt hin- um þremur stillanlegu flötum skapa það sem Schaffer kallar „afar lipra flugvél“. Hinn nýstárlegi lipurleiki X-29 væri óhugsandi án þriggja svartra kassa á stærð við skókassa, sem í er rafeindabúnaður. Kössunum er komið fyrir rétt fyrir framan stjórnklefann. Við kynnumst þessu nánar við skoðun á X-29 sem fer fram í flugskýli NASA í Mojave-eyðimörkinni. Schaffer frá Grumman og Walter Sefic frá NASA leið- beina okkur. „Þessir framvængir geta hreyfst fjömtíu sinnum á sekúndu. Þessir þrír kassar sjá um það,“ segir Schaffer með stolti. „Enginn flugmaður gæti breytt stell- ingunum svona oft. Þetta gerir flugvél stöð- uga, sem í rauninni er óstöðug. Stjórn hennar byggist á raflínukerfi líkt því sem notað er í geimskutlunni. Þegar flugmaður- inn togar í stýrisstöngina flyst hreyfingin ekki eftir hreyfanlegum vírum til hæðarstýr- isins, heldur berast skilaboð til tölvu sem skynjar hreyfinguna og hún sendir skilaboð eftir raflínum til búnaðar sem síðan hreyfir hæðarstýrið mátulega mikið. Þetta raf- boðakerfi er þrítryggt. Ef eitt þein-a bilar tekur annað við sjálfvirkt og svo getur flug- maðurinn sjálfur gripið til sinna ráða. Það á því öllu að vera borgið." tölvanErAðal HÖNNUNARTÆKIÐ X-29 er enn á byijunarstigi með sína sérstöku hönnun, trefjaefni og rafeindastýr- ingu. Fyrsta flugið fór fram í desember 1984 en vegna illviðra var ekki hægt að halda tilraunum áfram. Síðastliðið sumar var henni fyrst flogið á meira en hljóðhraða. „Ég er viss um að þetta verður aðal tilrauna- flugvélin næstu tíu árin,“ segir Sefic. Þótt X-29 sé liður í framfömm í flugtækni kunna framfarir á öðrum sviðum að verða mikilvægari. Hér er um að ræða hreina tækni. Hvernig flugvélar fljúga er svo meira grundvallaratriði. I þremur aðalrannsókna- stöðvum NASA — Langley í Virginíu, Ames í Mountain View í Kalifomíu og Lewis í Cleveland, Ohio — og líka í aðalbækistöðvum stærstu flugvélaframleiðendanna hefur nýtt hjálpartæki verið tekið í þjónustu rannsókn- armanna. Þetta er ofurtölvan á sviði flæðis- orku. Nú þegar er tölvan orðin aðal hönnun- artækið á sviði flugtækni. Síðan á dögum Wright-bræðra hafa flug- vélaverkfræðingar verið að kanna hvernig loft streymir um fleti, hvað skapar lyfti (lyftikraft) og hvað veldur dragi (mótstöðu) og núningi, hvers vegna loft hreyfist stund- um sem í heild í einu lagi eða í einstökum straumum og leysist svo stundum upp í hvirfla og iður. Flugtæknimenn hafa ekki haft neitt einkaleyfi til að leita svara við spurningum um loftstrauma. Verkfræðingar sem sjá um mannvirki í vatni og hönnuðir alls konar pípulagna hafa leitað að svörum við svipuðum spumingum. Flæðisorkuna og fræðin um hana má draga saman í stærð- fræðilegar formúlur sem flestar eru ótrúlega flóknar og niðurstöðunum má breyta í kenningar um hönnun flugvéla. Hin endan- lega prófun á milliverkun flæðisorkufræð- innar og fyrirhugaðs fyrirkomulags eða hönnunar flugvélar fer alltaf fram í vind- göngum. Í vindgöngunum er hægt að líkja eftir aðstæðum sem nálgast raunveruleik- ann. Gert er smækkað líkan af flugvélinni og upplýsingum er safnað um hversu vel hún muni standast þær kröfur um flugeigin- leika sem hönnuðimir hafa gert. Tölvur hafa nú nálgast hlutverk vind- ganganna. Nú er hægt að reikna út flókna loftstrauma í hvaða flugstellingu sem er við I *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.