Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Qupperneq 12
I
Fraacois-Xavier Dillmann gaf sér tíma til að snúa sér frá skrifborðinu, þar sem
bann hefur verið að ganga frá riti um galdra og galdramenn í íslenzkum fom-
bókmenntum.
Beatrice La Farge að vinna við orðaathuganir sínar, greinilega skemmtileg vinna
eftir brosinu að dæma.
i
að þetta ljós sé krabbameinsvaldandi, svo
ljósmyndaramir reyna frekar að nota filtera,
þó þeir gefi ekki eins góðan árangur. En
starfsmenn stofnunarinnar hafa líka þótzt
sjá að handrit sem er myndað í kvartzljósi í
annað sinn, myndist ekki eins skýrt, svo það
er eins og ljósið deyfí letrið.
Framköilunarvél er þama sem getur fram-
kallað 300 svarthvítar myndir á dag á plast-
pappír. Um 10% myndanna sem eru teknar
eru stórar litmyndir, en slíkt er mjög dýrt.
Núorðið er á stofnuninni stórt safn handrita-
Ijósmynda. Það er oft auðveldara að vinna
með myndir en handrit. Það er líka sjálfsagt
að hlífa handritunum sjálfum og vemda þau
fyrir sliti. í því vemdarstarfí eiga Ame
Mann-Nielsen og samverkamenn hans dijúg-
an þátt.
Fornmálsorðabók
ÁRNANEFNDAR
Það er ekki aðeins í anda Arna Magnússon-
ar að gefa út handrit heldur var ákveðið
1937 að það væri vel við hæfi að á vegum
Ámanefndar yrði samin orðabók. Það var
ákveðið að hún næði yfír óbundið mál og
tímabilið afmarkað við elztu 'nandritin, frá
um 1150 og til 1540, árið sem fyrsta íslenzka
prentaða bókin kom út. Nýja testamentis-
þýðing Odds Gottskálkssonar. Svo eru tekin
orð úr norskum handritum fram til um 1370,
en eftir það voru þessi tvö mál orðin svo
ólík að hægt er að tala um þau sem tvö
aðskilin mál. Eg er viss um að það eru fleiri
en ég sem eiga erfítt með að skilja hvemig
orðabók verður til. Bjöm Hagström forstöðu-
maður orðabókarinnar, sagði mér undan og
ofan af sögu verksins og vinnu við það. Árið
1939 var hafizt handa við að safna dæmum
og orðtaka bækur. Því verki var að mestu
lokið 1979.
Þegar texti er orðtekinn eru ekki tekin
öll orðin heldur valin orð. Því fylgir sú áhætta
að venjulegum orðum sé sleppt en aðeins
tekin þau óvenjulegu. Einhvem tímann þegar
orðið hom var athugað, kom í ljós að það
var til nóg af dæmum um það orð í merking-
unni drykkjarhorn, en það vantaði dæmi um
hom á dýri, algengustu merkinguna. Seðlarn-
ir eru handskrifaðir án þýðinga. Á hvem
seðil er skrifað orðið, sem er verið að safna
dæmum um og svo næstu orð, orðið tekið
upp í samhengi. Svo fylgir tilvísun í verkið,
sem dæmið er tekið úr. Nú eru seðlamir um
milljón.
Af mörgum ástæðum er þetta seinunnið
verk. Dæmin eru tekin stafrétt úr textunum.
Á þessum tíma var engin lögboðin stafsetn-
ing, svo rithátturinn getur verið með ýmsu
móti. Það er mikilvægt að til að hægt sé að
setja orðin í málsögulegt samhengi. Þó þetta
sé fommálsorðabók, þá er ekki þar með sagt
að það sé setið við handrit og orðum safnað
úr þeim, heldur eru notaðar prentaðar út-
gáfur, eftir því sem hægt er. Áð baki hvers
útgefins texta geta legið mörg handrit og
þess er getið í vönduðum útgáfum, úr hvaða
handriti hver hluti sé. Þegar textamir voru
svo orðteknir, var ekki aðeins tiltekið úr
hvaða útgáfu orðið er, heldur einnig hvaða
handrit liggi að baki. Til hliðar við þessa
vinnureglu hefur svo verið tekin saman skrá
yfír aldur handrita og yfír ritara, eftir því
sem þetta er þekkt. Þessar skrár hafa sjálf-
stætt gildi og koma víða að notum utan
orðabókarvinnunnar. Um hvert orð er svo
tekið fram hvert sé elzta dæmi þess, hvar
megi fínna þau í eldri orðabókum og hvar
sé að fínna lesefni um þessi orð.
Um forsetningar og algengar sagnir eru
flestir seðlamir, flest dæmin, geta verið allt
að 2000 seðlar. Það þykir ávallt grunsamlegt
ef aðeins fínnst eitt dæmi um orð. Þá er
athugað gaumgæfílega hvort þarna sé á
ferðinni svokatlað draugorð, orð sem hefur
komizt inn fyrir misskilning, t.d. fyrir mislest-
ur. Slík orð er að fínna í flestum orðabókum.
Það hefur verið reynt eftir mætti að hafa
upp á slíkum orðum og koma þeim fyrir
kattarnef.
Hagström tók við forstöðu orðabókarinnar
1978, þegar dæmasöfnuninni sjálfri var að
mestu lokið. Þá var eftir erfíð vinna við að
setja vinnureglur um sjálfa útgáfuna; um val
á tilvitnunum, skiptingu efnis, uppsetningu,
beygingarmyndir, setningafræðileg atriði,
um hvernig ætti að nota punkta, kommur
og semikommur, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta
hefur verið aðalvinnan undanfarin ár og svo
að gera prufur. í svona vinnu er alltaf ótrú-
lega stutt í ósamræmið.
En hvemig á svo þetta mikla verk að líta
út? Orðabókin verður 12 bindi, hvert bindi
um 500 bls. svo samtals verða þetta um 6.000
bls. I fyrsta hefti verður inngangur, skrár
og lyklar að verkinu. Þar verður m.a. áður-
nefnd handritaaldursskrá og lykill að því úr
hvaða handritum textamir em. Uppsetning
á orðunum er hefðbundin, en þar er að finna
ýmsar upplýsingar um orðin og sem skýrast
í áðumefndum skrám og lyklum. Með orðun-
um eru svo þýðingar á ensku og dönsku.
Danska hefur alla tíð verið vinnumálið en
strax í upphafí var ákveðið að hafa enskar
þýðingar. Fyrir nokkrum árum var ákveðið
að taka líka danska þýðingu með. - í fyrir-
hugaðri bók er hægt að vitna í um þriðjung
allra seðlanna. Ef dæmin em fá, þá em þau
öll tekin með, annars valið úr og svo eingöngu
vitnað í aðra staði, þar sem þessi orð em.
Og hvenær fáum við, áhugsamir lesendur,
svo fyrsta bindið í hendurnar? Þegar
Hagström tók við verkinu, áleit hann að það
tæki um 7 ár að koma fyrsta bindinu út.
En það varð fljótt séð að það stóðst ekki.
Nú síðast varð seinkun af tæknilegum ástæð-
um. Það hefur komið í Ijós að það er óskyn-
samlegt að iáta setja handrit að verkinu í
prentsmiðju, mun skynsamlegra að orðabók-
arfólkið sjálft setji bókina á tölvu. Það hefur
tekið tíma og nokkra umþenkingu að koma
sér niður á heppilegar vélar og hugbúnað til
þeirrar vinnu, en lausnin er í augsýn.
Annars em flestar meiriháttar orðabækur
unnar á löngum tíma, svo ekki sé sagt undir
merki eilífðarinnar. Orðabókargerðarmenn
Árna geta rifjað upp að það tók Þjóðverja
hundrað ár að gera sína stóm orðabók, Svíar
þurftu heldur lengri tíma, en Danir vom
eldsnöggir, aðeins 40 ár, enda með mikið lið.
Hagström sagðist ekki getað annað en dáðst
að Fritzner, gamla norska prestinum, sem
tók sig til á síðustu öld og gerði íslenzka
fornmálsorðabók í þremur þykkum bindum
í elli sinni.
Að Hagström meðtöldum em fjórir starfs-
menn í fullu starfi, enskur þýðandi í hálfu
starfí, ritari í hálfu starfí og tveir stúdentar
sem vinna samanlagt eitt starf við alls kyns
uppflettivinnu sem nóg er af. Aðstaðan er
góð með allt bókasafn stofnunarinnar og svo
Konunglega bókasafnið á næstu grösum. Auk
bóka þarf að fletta í handritum og þá em
ljósmyndir mest notaðar.
Og allt þetta merkilega starf fáum við
Islendingar að gjöf frá þessari fyrmrn herra-
þjóð okkar, því danska ríkið greiðir fyrir
verkið. Og ef einhver ályktar sem svo að
dönskum skattgreiðendum standi á sama um
hvort út komi íslenzk fornmájsorðabók, þá
er það mesti misskilningur. Á randi mínu
um stofnunina rakst ég á úrklippu úr Politik-
en frá 9. júní, þar sem Hansen nokkur í
Fredriksberg spyr um orðabókina í óþolin-
mæðistón, orðabókarinnar hafi lengi verið
saknað og hún muni hafa ómetanlega þýð-
ingu, ef norræn mál eigi að haldast á háu
fræðilegu plani áfram. Eg minnist þess ekki
að hafa séð hér í blöðum kvörtunarbréf eftir-
væntingarfullra lesenda tilvonandi orðabókar
háskólans eða fommálsorðabókar vegna ill-
þolanlegra tafa ...
Gestir árna Magnússonar
Á Ámastofnun í Kaupmannahöfn er sí-
felldur straumur gesta. Þangað kemur fólk
hvaðanæva úr heiminum til að vinna á stofn-
uninni. Gott bókasafn, handritin og handrita-
myndimar, orðabók og allt sem hendi fylgir,
laða að fræðimenn. Og síðast en ekki sízt
sækjast menn eftir að hitta mann og annan.
Núna í haust voru þama meðal annarra tveir
íslendingar, þeir Stefán Karlsson og Bjami
Einarsson. Morguninn, sem ég var þama,
rabbaði ég við tvo gestanna og forvitnaðist
um hvað þau væm að sýsla.
Fran?ois-Xavier Dillmann kemur frá París.
Hann er í rannsóknarstöðu hjá nokkuð ein-
stakri stofnun, Centre national de la recherc-
he scientifíque. Þarna em rannsóknarstöður
í mörgum greinum. Fran?ois er sá, eini í
norrænum fræðum og vinnur í tengslum við
norrænudeild Sorbonne-háskóla. Hvernig
rambar Frakki á forníslenzk efni? Hann las
fyrst rómönsk mál og sögu, en leiddist út í
norrænu vegna miðaldaáhuga síns. Það er
nokkur hefð í Frakklandi fyrir áhuga á nor-
rænum fræðum, nægir að minna á Voltaire
og Montesquieu segir hann. Framjois fékk
styrk til að fara til Kaupmannahafnar, segist
hafa valið staðinn vegna orðabókarinnar,
Konunglega bókasafnsins og sérfræðinganna
á stofnuninni.
Og hvert er þá viðfangsefni Frangois?
Hann er um það bil að ljúka doktorsritgerð,
sem hann hyggst leggja fram í Caen. Hún
flallar um galdramenn í íslendingasögum og
Landnámu. Þetta er ekki athugun á raun-
verulegum aðstæðum, heldur um það hvemig
þessir fírar birtast í bókmenntum. Þama er
hugað að mörgu varðandi galdramenn, svo
sem útliti, sálrænum eiginleikum, karakter-
einkennum, þjóðfélagsstöðu, uppruna þeirra,
landnámi, búsetu, t.d. hvort þeir bjuggu á
sérstökum svæðum eða meðal annarra, hjú-
skaparstöðu, þátttöku þeirra í þjóðlífinu og
almenningsáliti. Franqois nefndi að galdra-
menn hér hefðu sérstöðu miðað við starfs-
bræður þeirra annars staðar í Evrópu, því
hér em þessir menn þátttakendur í þjóð-
félaginu, en víðast annars staðar væru þeir
utangarðs. Hugsanleg skýring væri sú að á
heiðnum tíma hefðu þetta verið mikilsmeg-
andi menn í þjóðfélaginu.
Eftir þetta verk hyggst Framjois snúa sér
að útgáfu norrænna texta, ætlar að byija á
Gylfaginningu og vinna að því í 1 ár hér á
Islandi. Auk íslenzka textans fylgir frönsk
þýðing og svo trúarbragðasögulegar skýring-
ar, á frönsku, auk orðasafns. Og síðan vildi
Franqois gjarnan taka Ynglingasögu og
Völsungasögu á sama hátt. Bráðlega er að
koma út bók eftir Frangois um rúnir í íslenzk-
um bókmenntum. Fyrri hluti bókarinnar er
skrá yfir hvar rúnimar er að finna og texta-
fræðilegar athugasemdir, en í seinni hluta
er rakið um hvers konar efni er verið að
flalla, þegar rúnir em nefndar.
Frangois hefur áhuga á að kynna íslenzkar
fombókmenntir í Frakklandi og hefur í
hyggju að gefa út skrá yfir frönsk rit, sem
varða fornnorrænar bókmenntir og menn-
ingu. Það vantar því ekki áhugann hjá Fran-
Qois-Xavier Dillmann á að útbreiða íslenzkan
miðaldalærdóm meðal frakkneskra ...
Annar gestur Áma nú í haust var Beatrice
La Farge, bandarísk stúlka, sem hefur verið
í Þýzkalandi síðastliðin 10 ár. Hún segist
hafa byijað á fom-ensku heima fyrir, en
ætlaði alltaf í fom-íslenzku. Svo lenti hún út
í þýzku, íslenzkan gleymdist um stund, en í
Þýzkalandi sneri hún sér svo að henni.
Beatrice er að vinna að þýskri doktors-
prófsritgerð um orð yfír líf í eldri, germönsk-
um málum. Hún er m.a. að athuga hvers
vegna orð í ensku og þýzku, hliðstæð orðinu
Qör, em horfín. í því sambandi athugar hún
önnur skyld orð, merkingu þeirra og notkun,
t.d. orð eins og andi, sál, aldur og ævi. Og
það er orðabókin sem dró hana til Kaup-
mannahafnar fyrir ári og þar verður hún til
jóla. Beatrice vonast til að koma til íslands,
gjaman einhvern tímann til lengri dvalar og
ná þá tökum á íslenzkunni, sem hún segist
aðeins lesa, en ekki tala.
Sigrún Davlösdóttir er cand. mag. I ísl. bókmenntum
og hefur oft skrifaö greinar I Morgunblaðið.
1 12
aigngKgaaaamj.a