Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Blaðsíða 13
Horft inn í Qingorssuag-fjörð. Sólarhliðið, sem svo ernefnt, er fyrir miðri mynd. loósm. greinarhðf.
Sauðnautaveizla hjá bæjar-
stjóranum í Angmagssalik
Að morgni þess 4. september héldum við á vit
nýrra ævintýra og var ferðinni heitið til Serm-
iligaq-fjarðar eftir Ikateq-sundi. Þoka var á
sundinu og nokkurt ísrek. Hið fýrsta, sem
við gerðum var að leggja 9 neta laxatrossu
Á tilraunaveiðiim við
Austur-Grænland. Fjórði
og síðasti hluti.
EFTIR
GUÐNA ÞORSTEINSSON
út af höfða, sem nefnist Ikerasak. Var þama
töluvert af ísjökum af öllum stærðum. Lét-
um við netadreka í annan endann en Brim-
nes-baujuna í hinn. Var svolítið glæfralegt
að leggja þama vegna íss, en við höfðum
þá trú á Brimnes-baujunni, að hún myndi
ekki týnast svo auðveldlega.
Að þessu loknu héldum við áfram norð-
austur sundið. Bráðlega kvaðst Gísli sjá
grilla í akveg á landinu á bak. Mönnum
þótti þetta miðlungi sennilegt, en lítið bar
þó á mótmælum, enda reyndist þetta rétt
vera. Næst sáum við flugvöll, síðan haf-
skipabryggju og því næst þúsundir af tóm-
um olíutunnum, bflhræ og krana og talsverð-
ar húsarústir. Ekki kom þetta okkur alfarið
á óvart, því að hér var um gamla herstöð
bandamanna síðan úr stríðinu að ræða.
Hafskipabryggjan hafði þó þann leiða galla
að vera á þurru á fjöru.
Á þessum undarlega stað urðu þau undur,
að við urðum varir við fiskilóðningar, sem
við töldum stafa frá ioðnu. Inntum við
Kristján eftir því, hvort fiskistofn væri á
þessum stað og kvað hann svo vera, enda
hafði fiskast ágætlega þama árið 1963.
Enda þótt ekki hafi verið ætlunin að leggja
þama varð það þá úr, enda línan löngu
beitt. Við renndum samt fæmm þama og
fengum það sama og alls staðar annars
staðar.
Eftir þetta héldum við áfram sundið á
enda. Yfir Sermiliqaq-firðinum grúfði
svartaþoka, en við sáum svo mikinn ís í
radar, að okkur féll allur ketill í eld. ætlunin
var annars að toga fyrir grálúðu í firðinum
ef slíkt væri gerlegt og svo var meiningin
að leggja þar haukalóðina. Ekkert varðs þó
úr þessu og fór þá að fækka verkefnum
okkar.
Við héldum nú aftur að herstöðinni og
fórum að hegða okkur undarlega. Sú er
saga þess máls, að íbúar Kungmiut grafa
gjaman upp smyrslingsskeljar á vorin, þegar
þröngt er í búi og eta þær með þara. Krist-«
ján taldi nú gengið svo á smyrslingsstofninn
við Kungmiut, að vel væri þess virði að
grafa svolítið við herstöðina. Var nú haldið
í land á Rauðku með stunguskóflu og fötu
og voru þeir Kristján og Sólmundur aðal-
menn þess leiðangurs en við Guðmundur
fengum að fljóta með. Tók ég mynd af
fyrstu skólfustungunni en iét þá Kristján
og Sólmund síðan í friði við jarðvinnsluna.
Guðmundur gekk svo upp í mó og tíndi blóm
en ég var að lalla í fjörunni og hirti það sem
mér sýndist áhugavert og voru þar á meðal
þrír lifandi smyrslingar. Á meðan á þessu
stóð bar gesti að garði á Dröfninni, reyndar
tvo báta. Vom þeir frá þorpinu Sermiligaq
frá samnefndum firði. Annar báturinn hélt
strax áfram áleiðis til Kungmiut en menn-
imir af hinum bátnum spurðu eftir Kristjáni
en gátu lítt gert sig skiljanlega að öðm
leyti. Kallaði égþví til Kristjáns og Sólmund-
ar og vildi binda endi á þessa skeljafjöru
okkar. Mér til undmnar höfðu þeir tvímenn-
ingar pælt til einskis, því að enga höfðu
þeir skelina.
Sermiligaqar
Eg varð þess strax var, að Kristjáni var
lítt um þessa heimsókn gefíð, enda sá hann
í hendi sér, að hér myndi vera um fólk frá
Sermiliqaq að ræða. Pólk þaðan hafði fyrir
nokkm sýnt tilraunum Kristjáns ekki aðeins
áhugaleysi heldur frábeðið sér allar veiðitil-
raunir á sínu svæði, enda vildi það sitja eitt
að sínu. Að öðm leyti bar hann því vel
söguna.
íbúar í Sermiligaw em um 200 en ársafli
þeirra af selum er aðeins um 600 dýr og
stunda þeir þó veiðar langt norður eftir,
enda held ég, að engin byggð sé þaraa fyrir
norðan fyrr en við Scoresby-sund. Sermil-
igaqamir verða því að treysta meira á
fiskafla en flestir aðrir og þeir em dijúgir
að veiða grálúðu bæði sér til matar og
einnig selja þeir grálúðurikling til Ang-
magssalik. Þeir veiða grálúðu í gegnum ís
á línu á mjög skemmtilegan hátt. Þeir setja
léttan hlera um 50x60 cm að stærð og
v-laga í endann á línunni og láta strauminn
bera hlerann inn undir ísinn og halda við
eftir þörfum. Á þennan hátt ná þeir að
ieggja línu með 60—70 krókum klára á
botninn.
Annars fór vel á með Kristjáni og gestun-
um um borð. Kristján er mikill diplómat og
gleymir því ekki, að hann er útlendingur
að uppmna. „Man muss ihnen etwas am
Arsch lecken, dann sind sie zufrieden".
Herstöðvarganga
Um kvöldið lögðumst við við ankeri utan
við herstöðina og margir fóra í land á þess-
um einkennilega stað, sem engu hlutverki
hefur gegnt nú í 40 ár. Ég fór í land með
Gunnari, Gísla og Sigurði vélstjóra. Gunnar
var með veiðistöng með sér, enda rann
töluverður lækur til sjávar við enda flug-
brautarinnar og kemur hann úr vatni þama
skammt fyrir ofan. Þar hafði silunganeti
verið lagt. Þetta var ágætis göngutúr en
Gunnar lét lítið af veiði.
Brátt gengu 2 ungir menn frá Sermiliqaq
upp með læknum og var hvor um sig með
húkk eða fjórkrækju og höfðu gimi í aug-
anu. Hófu þeir þegar veiðar með þessum
útbúnaði og kunnu vel til verka. Fengu
þeir strax 4 bleikjur. Var þá mælt: „Þetta
er ágæt aðferð til að komast hjá því að
fara til fisksalans."
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 25. JANÚAR 1986 13