Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1986, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1986, Qupperneq 6
legra, veðurbarinna kvenna á leið niður að lendingunni með fiskbagga, hópur lítilla, kafloðinna hesta og var hver þeirra bundinn í tagl þess næsta á undan, nokkrir grind- horaðir hundar snuðrandi í ruslahrúgum eftir einhvetju ætilegu — þetta var það sem ég sá af Reykjavík, hinni frægu höfuðborg íslands ..." ÖMURLEGIR MANNABÚSTAÐIR . í báðum endum bæjarins eru litlar þyrpingar torfkofa þar sem fiskimenn og fjölskyldur þeirra búa eins og kanínur í holum. Það vekur undrun ferðalangs, sem gægist inn í hin fúlu, gleðisnauðu greni er þetta vesalings fólk hírist í, að það skuli ekki vera étið af sniglum eða látast úr gigt. Fiskslor og reykur er í bland við græna mygluna á steinunum, andstyggilegar snílq'ujurtir teygja sig niður veggina og vatnspollar eru í stað ábreiða á gólfunum. Jörðin er undir því og ofan á og dagsljósið á ekki auðvelt með að smjúga inn um gluggaborumar." Þetta er ömurleg lýsing og Browne hefur undirstrikað hana með nokkrum penna- teikningum, sem vel eru þekktar og sýna til dæmis konur burðast með fisk á bömm, en karlmaður reykir pípu og horfír á. Browne hrósar konunum fyrir lífsorku og dugnað, en þykir karlmennimir latir og drykkfelldir. Þrátt fyrir allt hefur hann þó komið auga á ljósglætu: „Því fer flarri að ég vilji gefa í skyn, eins og skilja má af hinni stuttu lýsingu minni á Reykjavík hér á undan, að í bænum fínn- ist ekki fágað mannlíf. Þar em fjölskyldur sem skortir ekkert í menningarlegum hátt- um á við það sem gerist annars staðar í veröldinni og aðvífandi ferðalangur hlýtur að furða sig á þeirri fegurð og þeim glæsi- leika sem kemur í ljós, þegar efnt er til dansleiks eða veizlu." Af þessu virðist mega ráða, að þrátt fyrir næsta almenna fátækt í Reykjavík, hafí samt verið til yfírstétt, sem bjó í betri húsum og gat puntað sig á evrópska vísu þegar einhvers staðar var boðið til veizlu. Þetta hafa umfram allt verið kaupmenn og emb- ættismenn: „Yfírvöldin illa dönsk/á annarri hverri þúfu.“ Browne hafði að fylgdarmanni Geir Zoéga, sem var brautryðjandi á því sviði og einstaklega vel látinn. í ferðinni um landið var í fyrsta lagi haldið austur á Þingvöll, þar sem gist var hjá Þingvalla- presti. Browne lýsir öllu nákvæmlega þar og getur sú lýsing ugglaust átt við flesta sveitabæi á þeim tíma. Um Þingvallabæinn og gistinguna þar segir Browne svo: „Sóknarpresturinn á Þingvöllum og fjöl- skylda hans búa í kofum, sem standa rétt við kirkjuna. Þessi ömurlegu hreysi eru sannarlega furðuleg á að líta. Ekkert þeirra er meira en tíu til fímmtán fet á hæð og þau kúra saman í skipulagslausri þyrpingu líkt og hópur sauðkinda í óveðri ... Gólfið er hraunið, sem bærinn stendur á, og hér og þar eru skólpvatnspollar. Reykurinn fyllir hverja smugu auk hvers kyns ólyktar og bitar, stoðir og gömlu, óhijálegu húsgögnin eru gegnsósa af hinum ramma, fjölbreyti- lega daun sem umlykur þau.“ Eftir að hafa lýst undrun sinni yfír því, að íslendingar skuli ekki yfírleitt jarma eins og sauðkindur, segir Browne svo og á sú lýsing enn við Þingvallabæinn: „Eg get ekki gert mér í hugarlund aumari mannabústaði. Þeir eru sannarlega ekki betri en refagreni og áreiðanlega lykta þeir ekki betur. En í þessum frumstæðu híbýlum leggja íslenzku prestamir stund á fommálin og rannsaka bókmenntir þjóðar sinnar." Sú einkunn heimshomaflakkarans, að ís- lenzkir bæir séu hliðstæðir refagrenum er dálítið ýkt, en ekki út í bláinn þegar þess er gætt, að Browne hafði kynnst því vel hvemig efnafólk í Bandaríkjunum bjó á þessum tíma og á því hefur vægast sagt verið hrikalegur munur. Vafasamt er að álykta sem svo, að lýsing Brownes á Þing- vallabænum vísi ótvírætt til sóðaskapar. / ð vísu er það ekki til fyrirmyndar ef skólp- vitnspollar hafa verið á gólfum, en það segir sig sjálft, að örðugt hefur verið að koma í veg fyrir reykjarsvæluna frá hlóða- eldhúsinu. Stundum „sló niður í strompinn" eins og sagt var. Það hefur ekki verið auðvelt að lofta út og reykurinn hefur í bland við fúkkalykt, sem alltaf fylgdi torf- bæjum, orðið til þess að mynda stækju eða óþef, sem Browne og fleiri ferðamenn tala svo oft um. Hvað sem álykta má um sóða- skap í þessu sambandi stendur það ótvírætt eftir, að torfbæir eins og Þingvallabærinn, hafa verið reykmengað og heilsuspillandi húsnæði. Niðurlag i næstu Lesbók. Interleukin-2 Nýtt krabbameinslyf, sem vonazt er til að geti orðið gott vopn í baráttunni og byggir á að efla hvítu blóðkornin og gera þau „vígmóð66, svo þau ráðast af krafti gegn krabbameinsfrumum Interleukin-2 hefur enn ekki verið leyft opin- berlega, en læknar um allan heim eru farnir að kynnast þessu undralyfi. Það er þó galli á gjöf Njarðar, að enn er mjög lítið til af lyfinu. Magnið nægir enn aðeins fyrir átta sjúklinga á mánuði. etta var bezta fréttin á liðna árinu: Bandarísk- ir læknar hafa búð til lyf, sem hefur dugað jafnvel gegn vonlausum krabbameinstilfellum. Lyf, sem eflir hið eðlilega varnarkerfi líkamans þúsundfalt. Það hefur verið reynt á 25 sjúkl- ingum, en milljónir veikra manna bíða og vona. Heimurin leggur við hlustimar, þegar dr. Steven A. Rosenberg, bandarískur vísinda- maður á sviði krabbameinsrannsókna, til- kynnir fyrir framan myndavélar sjónvarps- stöðva í Bandaríkjunum með fáum og skýr- um orðum, að „við virðumst nú loksins hafa í hendi nýtt, áhrifamikið lyf gegn krabba- meini: Interleukin-2“. Rosenberg er almenningi ekki ókunnugur. Það em ekki nema fimm mánuðir síðan þessi læknir, sem er 45 ára gamall, stóð fyrir framan sjónvarpsmyndavélar ogflutti mönnum þessi tíðindi: „Forsetinn er með krabbamein." Þegar hann sagði þetta, var hann þegar búinn að annast skurðaðgerð á Ronaid Reagan. Og með góðum árangri, eins og nú er vitað. Rosenberg er yfírlæknir skurðlækningadeildar hinnar frægu Krabbameins rannsóknarstofunar Banda- ríkjanna í Bethesda í Maryland. Það var því ekki að undra, þótt um- heimurinn legði einnig trúnað á hina nýju yfirlýsingu læknisins. Daginn eftir sjón- varpsútsendinguna bilaði símakerfí stofnun- ar hans vegna hins mikla álags. Yfír 1000 manns, sjúklingar, starfsbræður og frétta- menn reyndu að ná sambandi við hann sím- leiðis. Skömmu áður en Rosenberg kom fram í sjónvarpinu og skýrði frá Interleukin-2“, birtist grein í einu virtasta læknablaði heims, „New England Joumal of Medicine", um árangur hans og samstarfsmanna hans af meðhöndlun þeirra á 25 krabbameinssjúkl- ingum, sem hafði verið gefið hið nýja lyf. Þetta voru sjúklingar með krabbamein í húð, þörmum, nýrum og lungum og höfðu allir hlotið venjulega lækningameðferð án árang- urs. Og nú, tæplega ári seinna, skýrði Rosen- berg svo frá: „Hjá 22 sjúklingum tók krabbameinið að hörfa. Hjá 11 minnkaði það meira að segja um helming og í einu tilfelli hvarf það með öllu. Það voru aðeins þrír sjúklingar, sem ekki varð bjargað." Þessi frétt vakti feiknaathygli. En Rosen- berg varaði menn við of mikilli bjartsýni. „Enn höfum við aðeins reynslu af 25 sjúkl- ingum." Og að sjálfsögðu hefur það ekkert vísindalegt sönnunargildi. Þess vegna má ekki líta á það opinberlega sem krabba- meinslyf ársins. „En við höfum tekið skref, sem lofar mjög góðu, í nýja átt,“ segir Rosenberg. Interleukin-2 er efni, sem hvítu blóðkomin mynda í örlitlum mæli. Það hefur bein áhrif á hið flókna vamarkerfi líkamans, stjómar herkvaðningu, ef svo má segja, ef veirur gera innrás eða venjulegar frumur breytast í krabbameinsfrumur. Þessi staðreynd færðu þeir Rosenberg og menn hans sér í nyt. „Við setjum einfaldlega vamarkerfí sjálfs líkamans duglega í gang.“ Það er auðvitað alls ekki svo einfalt. Og þá sérstaklega af því að efnið fyrirfínnst í svo afar litlum mæli í líkamanum. Það var ekki fyrr en fyrir fímm ámm, þegar erfða- tækni hafði náð svo langt, að hægt var að rækta Interleukin-2, að vísindamennimir gátu hafíð verkið. Með Interleukin-2 gerðu þeir hvít blóðkom í tilraunaglasi svo herská, að þau réðust „af vígamóði" markvisst að krabbameini. í reyndinni fer þetta þannig fram: í einn mánuð er sjúklingurinn daglega í §óra tíma tengdur blóðdælu, sem skilur úr blóðrásinni um það bil 10% af hvítu blóðkomunum. Síðan em hvítu blóðkomin höfð í einá konar klakkeri í Interleukin-2 lyfínu í fjóra daga og breytast þá í „vígmóðar eitilfrumur" („lymphokinaktivierten Killerzellen"). Þess- ar frumur fær sjúklingurinn síðan aftur í æðar sér ásamt meiri skammti af Interleuk- in-2. Það sér svo um, að enn fleiri hvít blóð- kom í líkamanum taki upp baráttuna gegn krabbameininu. Prófessor Robert Gallo einangraði fyrst og skilgreindi Interleukin-2 árið 1976. Og það er einmitt hinn frægi ónæmistæringar- eða eyðnisérfræðingur, sem einnig starfar við bandarísku krabbameins-rannsóknar- stofnunina í Bethesda. Hann uppgötvaði, að viss hvít blóðkom, hinar svonefndu T-eitilfrumur, yxu harðar fyrir tilstilli Interleukin. Það var það, sem yfirleitt gerði honum kleift að fínna eyðni- verúna HTLV III. Interleukin-1 er stjom- efhi, sem áður hafði verið uppgötvað. Það Sigur erfðatækninnar: InterIeukin-2 er framleitt með ræktun frumna. Viss hvít blóðkom, T-eitiIfmmur, fjölga sér og framleiða lyfið um leið. Læknar við hina frægu krabbameins- rannsóknarstofnun í Bandaríkjimum í Bethesda i Maryland fundu upp og reyndu lyfið Interleukin-2 ■ n- 7V:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.