Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1986, Page 8
Sandro Chia. Málarinn ernúSSára ogí
þann reginn að flytja alfarinn tilNew York
fráítaiíu.
ítalinn Sandro Chia er
einn af frægustu málur-
um nýbylgjunnar svo-
kölluðu, þótt myndefni
hans séu sízt af öllu ný,
en oft úr heimi klass-
ískrar listar og goð-
sagna. Chia er dæmi um
listamann, sem tekizt
hefur að síá í gegn og
hefur orðið frægur og
ríkur á fáeinum árum.
Verð á myndum eftir
hann er frá 800 þúsund
og upp í 2.400 þúsund
ísl. krónur.
Hann á þrjár vinnustofur: Feiknastóra ris-
hæð í húsi við 23. stræti á Manhattan, og
þaðan hefur hann gott útsýni yfir Hudson-
fljótið og skipakvíarnar; nýbyggt hús með
vinnusölum á landsetri einu skammt frá
Maður kemst ekki hjá því að sjá, að
Chia er hrifinn af andstæðum, lætur heill-
ast af hinu margræða, af þverstæðunum.
Ein stofan í íbúð hans í New York er troð-
full af húsgögnum, öll blámáluð (hann
keypti þau fyrir fáeina dollara í einhverri
skranbúð). Annað herbergi er næstum því
tómt — þar stendur aðeins einn vasi með
blómum á gólfinu og einn stóll, sem jakki
hefur verið hengdur á. Einn daginn borðar
Chia einn hamborgara í sjoppu á næsta
götuhorni, næsta dag snæðir hann uppá-
klæddur að evrópskum sið hina dýrðleg-
ustu máltíð á góðum veitingastað fyrir
hundrað dollara. Hann málar geysistórt
málverk, sem bandarískt listasafn hefur
pantað hjá honum, og jafnframt þessu
verkefni er hann að fást við að mála and-
litsmynd ljóðskáldsins Arthurs Rimbaud
með lakklitum, og myndin er vart stærri
en lófi málarans. Hann tekur sér flugfar
með Concorde-þotu til Parísar til þess að
fara í klukkutíma göngutúr á Signubakka
— og þá vitanlega á Vinstri bakkanum. Á
Manhattan glymur í eyrum hans allur
hávaðinn frá Hudson-skipakvíunum, en úti
í Rhinebek er hann umvafinn kyrrð skógar-
ins. Hann á einn kött, því að hundur gæti
raskað ró hans með gelti og ýlfri. Hann
hefur yndi af traustum, vel gerðum hlut-
um: sveitasetri í fögru umhverfi, bifreið
af gerðinni Eagle GM, Mercedes 200, jeppa-
bíl, vélknúnum snjósleða, Hondu VRX,
Berettu — því að hann veit fátt skemmti-
legra en að iðka skotfimi.
Hann hefur auðvitað sérstakt dálæti á
New York vegna þeirra andstæðna, sem
borgin hefur upp á að bjóða: Á þessum
stað hafa allar hugsanlegar öfgar mælt sér
mót, hafa runnið saman og oft á tíðum
ummyndast í einstaka og ævintýralega
feeurð.
Það er allt að því svolítið undrunarefni,
að þessi rétt 38 ára gamli ítali frá Flórens
skuli á fáum árum hafa aflað sér heims-
frægðar. Því að hann heldur hvorki neinar
bramboltsýningar, né heldur hefur hann
tekið upp á því að reifa Metropolitan
Museum inn í voðir til þess að vekja á sér
athygli fjöldans, og ekki ástundar hann
að logsjóða risastórar stálplötur saman,
ekki stendur hann að neinum dulúðgum
launhelgunum með kynsvalli sem ívafi. Við
opnum sýninga á eigin verkum er honum
gjarnara að láta ósköp lítið á sér bera;
hann hrækir ekki framan í neinn gagn-
„Konan og hetjan “ 2.80x3 metrar, frá árinu 1983. Gama
nantmrogð neitirþessi mynd eftir Chia og erfráárinu 1981. Hér er barizt, en eins ogsjá máafböfði
kvenverunnar, erhún ekki venjulegkona, en hefur einbrerja tálcnræna merkingu.
Rhinebek, sem hann festi kaup á fyrir
skömmu. Það tekur um það bil hálfan
annan tíma að aka þangað frá New York.
Og svo á hann stóra vinnustofu í Roncig-
lione skammt frá Róm, og þar er hann
vanur að dvelja yfir sumarmánuðina. Hann
hefur í hyggju að taka á leigu húsnæði
með hentugri vinnuaðstöðu í París næsta
ár. Hann er einkar hrifinn af umskiptum,
breytingum — en um leið af staðfestu
hlutanna. Af hinu frábrugðna og hinu óum-
breytanlega.
„Þegar ég loka dyrunum að baki mér,“
segir hann, „og er einn með myndunum
mínum, þá finnst mér ég vera heima hjá
mér, alveg sama hvar ég er staddur í það
og það skiptið. Allt annað er þá gleymt
og mér horfið."
Hann hefur dálæti á andstæðum: Þegar
hann fer eitthvað út að loknu dagsverki
sínu, tekur hann kyrrð skógarins með
fögnuði eða sækir uppörvun og brýningu í
allan þann manngrúa, sem flæðir um götur
Manhattan og þau margbreytilegu svip-
brigði, sem fyrir augu ber.
Nútímamálari á Ferð Og
Flugi
rýnenda, og hann er ekki einu sinni kyn-
hverfur. Það eru eingöngu myndirnar hans,
sem hafa aflað honum frægðar, myndir
af mönnum, myndir úr mannlífinu, myndir
sem lýsa trúnaðartrausti og fögnuði yfir
tilverunni.
List Chias Laus Úr Viðjum
Tímans
Viðfangsefni Sandros Chias eru ekkert
sérlega óvenjuleg í sjálfu sér: „Smalinn",
„Konan og hetjan", „Vatnsberinn", „Tveir
elskendur", „Maður að hanastélsdrykkju",
„Tveir vangefnir", „Maður að skjóta upp
flugeldum", „ókátur ferðamaður". En það,
sem einkennir alla þessa persónugervinga
Chias, er að þeir eru hugfangnir af lífinu
og tilverunni, beinlínis heillaðir af jarðn-
eskri tilvist sinni, djúpt snortnir andspæn-
is hinum óendanlega alheimi. Jafnvel
maðurinn í málverkinu „Bein, líkkista,
gröf“ lætur ekki í ljós neinn ótta, þrátt
fyrir skuggalegt heiti myndarinnar, heldur
öllu fremur vissa forvitni, eftirvæntingu.
Sama er að segja um manninn, sem steypir
sér á höfuðið ofan í blátt vatnið í hellinum,
Goðsagnaverur
og gras af seðlum