Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1986, Side 14
Benedikt Jónsson
Vetur
Vetur
kom heim;
stakk
svefnþomi læki
stökkti fogli úr mó
dró
hvítan feld
yfírlitverpa
ásjónu jarðarinnar
setti
rósiríglugg
þegargengið var til
náð-
a
Vér undrumst
Vér undrumst eigi
ægivald aðdráttaraflsins.
Vér undrumst eigi
kraftmikinn samruna kjamanna.
Vér undrumst eigi
tortímingarmátt púðursins.
Vérundrumst
aðí húsi hjarta þíns eru mörghíbýli.
Van Gogh
Meðan vindurinn
leikur ígulum komöxum
nálægtAuvers
liggur afskorið eyrað
á blótstalli mannlegrar fávisku!
Benedikt Jónsson er framkvæmdastjóri í Reykjavík.
Halldór Kristjánsson
frá Kirkjubóli
Til Eiríks Eiríkssonar
frá Dagverðargerði
Þú ert fugla fjömgastur,
færir Mogga ýmsa bragi,
en vitlauslega vanafastur
að vella allt af sama tagi.
Fremst á skætings-skálda vegum
skimpimálum villtu flíka,
oft er hressing hyggjutregum
að hitta fyrir sína líka.
Þínum flokki þó að unnir,
—þína flokkstryggð síst ég efa, —
aldrei sé ég að þú kunnir
afþér sjálfum neitt aðgefa.
Ég er alltafeins að bíða
í eftirvænting þinna Ijóða
aðþar finnist einh ver þíða,
einhverglæta Ijóssins góða.
Eitthvaðþað sem á má trúa,
eitthvaðsem viðmegum treysta,
eitthvað sem þarfekki að snúa,
einhverskonar vonarneista.
13.janúarl986.
Halldór Kristjánsson er þingvörður í Alþingi.
Anna Svanhildur Björnsdóttir
Lífsregla
íorðiogæði
vertu ávallt hlý.
Hlýogopin
svo allirgeti séð
kvikuna þína
og þjarmað svolítið
að henni.
íorðiogæði
vertu ávallt bljúg.
Bljúgogblauð
svo allirgeti séð
viðkvæmni þína
ográðskast svolítið
með hana.
íorðiogæði
vertu ávallt kát.
Kát ogglöð
svo allirgeti séð
hjartalagið þitt
og dæmt það svolítið
og vegið.
Anna Svanhildurer kennari i Reykjavík
Stefán Snævarr
Reykjavík
Þessi borg Ijósa!
Enginn skógur
að skýla nekt ljósanna
ognóttin lyftir Ijósunum
°g þjappar saman
íljóshnött
sem þýtur afstað út í
buskann ogtímann.
Stefán Snævarrervið nám í Noregi
u R M I r N U H O R N 1
Stóradómssaga
að vestan
Eg verð að hafa nokkurn
formála, en hann verð-
ur að vera stuttur, því
rúmið er takmarkað.
Tveir gamlir menn voru öðrum
fróðari um fornar sagnir og ættir
á Patreksfirði í æsku minni.
Annar var Guðmundur Sigurðs-
son hreppsstjóri og hinn Bjart-
mar Guðfinnsson verkamaður.
Ég kynntist þeim báðum. Sá
síðarnefndi átti ættartölu sína
ritaða af Gísla Konráðssyni hin-
um fróða, sem síðustu ár sín var
í Flatey.
I ættartölunni voru sagnir um
suma þeirra er þar komu við sögu
og leyfði Bjartmar mér að afrita
þær. Seinna komst ég í handrit
eða jafnvel prentuð gögn í Lands-
bókasafni og ritaði eftir þessu
þátt, nokkuð i öðru formi en hér
kemur, og birti í fylgiriti dag-
blaðs. Síðan eru rúm fjörutíu ár.
Ætt svokallaðra Sellátra-
bræðra er alkunn vestra. Þeir
karlar voru orðlagðir fyrir
krafta. Einn þeirra niðja var Jón
Jónsson og bjó í Hænuvík við
Patreksfjörð. Hann var gildur
bóndi þar á fyrstu árum átjándu
aldar. Hann átti dóttur, sem hét
Helga, og þótti hún góður kostur,
bæði vegna ættar, fríðleiks og
einnig sökum mannkosta. Hún
lagði hug á fátækan vinnumann
föður síns og bað hann hennar.
En bónda og ætt hans var sá
ráðhagur mjög á móti skapi, og
var þessum biðli hafnað. En nú
var það á margra vitorði, að
stúlkan bar undir brjósti barn,
sem hún vildi kenna ástmanni
sínum.
Á næstu grösum var annar
maður, ungur og efnilegur, sem
einnig lagði hug á heimasætuna
í Hænuvík. Hann hét Sigurður,
kenndur við Ella. Hann var ætt-
aður norðan úr landi, hafði víða
farið, harðgjör og hugmikill.
Sökum dugnaðar gerði hann all-
miklar kröfur um kaup og hafði
því eignast meiri fjárhlut en
almennt var um lausamenn.
Hann bauðst til að taka við
spjallaðri stúlkunni og gangast
við barni hennar. Varð þetta að
ráði. Um vilja stúlkunnar var
ekki hirt. Vonbiðillinn hét Gunn-
ar.
Norðan fjarðarins, þar sem
síðar varð kauptúnið, og lengi
áður verslunarstaður, voru tvær
jarðir, Vatneyri og Geirseyri. Og
var sú síðarnefnda betri til bú-
skapar, en hin til útræðis. Þau
Helga og Sigurður settust í bú á
Geirseyri og komust fljótt í góð
efni. Sonur þeirra sem kallaður
var, hét Einar. Hann var bráð-
gjör, og er hann hafði aldur til,
gat hann barn við stúlku, sem
Guðrún hét Valdadóttir. Síðan
sigldi hann til Danmerkur og
lærði úrsmíði. Kemur ekki meir
við sögu.
Sigurður Ella missti konu sína
á góðum aldri, en hvort \ \ áttu
saman réttfeðruð börn, e ekki
getið. Sigurður bjó með ráÖLnon-
um, og ein þeirra varð Guðrún
sú, er barnið átti með Einari, sem
kallaður var sonur hans..
Þegar þetta gerðist voru lög
„stóra dórns" enn í fullu gildi.
Samkvæmt þeim var það dauða-
sök, ef það sannaðist að sonur
og faðir lægju með sömu konu
og að kona ætti börn með feðgum.
Mikil hætta var því samfara að
slíkt fólk hefði of náin kynni.
Þegar Guðrún fór að nýju að
þykkna undir belti grunaði
flesta, að hér væri komið í óefni,
Sigurður myndi eiga barnið.
Ekki var Sigurður óvinsæll
maður, en hann þótti allmikill
fyrir sér og lét ekki hlut sinn
fyrir neinum. Um hugrekki hans
og manndóm er sögð þessi saga:
Það vildi við brenna að frans-
menn á duggum gengju á land
og gripu sauði og lömb. Sigurður
hafði einhverju sinni af því
spurnir, að hópur útlendra sjó-
manna hefðu króað af nokkrar
kindur. Hann hljóp til með hund
sinn og sigaði honum á hópinn:
Þeir misstu þeirra, en beindu nú
reiði sinni að komumanni. Einn
þeirra var með byssu og miðaði
á bónda. Hann krosslagði hendur
á brjóst sér og horfði við byssu-
hlaupinu óhræddur. Karl tók í
gikkinn, en skotið hljóp ekki af,
eins fór öðru sinni. Þá héldu
komumenn að galdrar réðu og
gáfust upp. Þetta er auðvitað
þjóðsaga.
En nú er að segja af Gunnari,
raunverulegum föður Einars
Danmerkurfara, sem Sigurður
hafði tekið frá æskuunnustuna
og barnið. Hann bar haturshug
i brjósti. Þegar nú Sigurður fór
á hans fund og bað hann að lýsa
því yfir, að hann væri réttur faðir
Einars, harðneitaði hann að
verða við þeirri ósk. Sigurður
greip þá til þess ráðs að kaupa
mann, sem Þórður hét, til þess
að gangast við væntanlegu barni
Guðrúnar. Varð hann að greiða
honum mikið fé til þess. En
Gunnar lét þessa sögu, og hver
brögð væru í tafli, berast til
sýslumannsins, sem sat í Haga á
Barðaströnd. Hann hét Ólafur
Árnason og var hann frægur
fyrir það, að hann notaði sér
aöstöðu sina miskunnarlaust til
auðsöfnunar.
Sýslumaður kallaði nú Þórð
fyrir sig. Hann glúpnaði fljótt
og játaði. Sigurður var háls-
höggvinn í Haga. Guðrúnu var
drekkt í Mikladalsá og jörðuð var
hún í móum þar nærri.
Jón úr Vör
14