Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Blaðsíða 2
KASTALI HUNDERTWASSERS Austurríski listmálarinn Friedensreich Hundertwasser er áhugasamur um umhverfis- mál og arki- tektúr. Hann vill hafa gras á húsþökum og segir beinar línur „óguðleg- ar“. Nú hefur hann fengið að spreyta sig á heilli íbúða- blokk, sem óneitanlega er sérkennileg og frábrugðin frystikistustíln- um, sem setur svo mjög svip sinn á borgir. Við búum í byggingum, sem teljast verða glæp- samlegar,“ voru um- mæli, sem höfð voru eftir austur- ríska málaranum Friedensreich Hundertwasser fyrir um það bil tuttugu árum. Hann sagðist sann- færður um, að „beina línan væri í senn óguðleg og siðlaus." Lista- maðurinn berst gegn sviplausum, tilbreytingasnauðum og „sálar- vana“ húsum, þar sem rétt hom virðast miklu þýðingarmeiri atriði heldur en vellíðan íbúanna sem einstaklinga. Að sögn Friedensreichs Hund- ertwasser eru það arkitektamir, sem sökina eiga. „Arkitektinn," sagði hann fullur reiði og vandlæt- ingar í Múnchen fyrir tveimur ámm, „er huglaust himpigimpi og ekki annað en handbendi ófyr- irleitinna byggingaraðila." Nú verður hinn 56 ára gamli Hundertwasser hins vegar að láta sér lynda að vera sjálfur veginn og metinn að eigin verðleikum sem arkitekt og með beinni hlið- sjón af þeim kröfum, sem hann gerir í þessum efnum til annarra. I fæðingarbæ hans, Vínarborg, var í september síðastliðnum lokið við smíði svonefnds „Öko-húss“ (þ.e. „hús í tengslum við lífríkið") með 50 fbúðum, sem Hundert- wasser hefur sjálfur teiknað. Hús- ið er byggt á vegum félagsmála- stofnunar Vínarborgar, og em íbúðimar ætlaðar fólki, sem búið hefur í heilsuspillandi húsnæði eða hefur af öðmm ástæðum leitað aðstoðar í húsnæðismálum. Stór- hýsi þetta hefur þegar verið harð- lega gagnrýnt á margan hátt — þrátt fyrir iðgræna þakgarða, gyllta lauktuma, homskakka veggi og þrátt fyrir tólf mismun- andi gerðir af gluggum. Bak við hina einkar íjörlegu framhlið með allt að því austurlenzku svipmóti, hefur þessi rúmlega 165 milljóna króna dýri steinsteypti lífríkis- kastali nefnilega lítið annað að státa af en ósköp hversdagslegum og venjulegum smáíbúðum, ætl- aðar þurfandi fólki á vegum fé- lagsmálastofnunar borgarinnar. Áætluninni varðandi byggingu þessa sérstaka fyrirmyndarhús- næðis í þriðja borgarhverfi Vínar, nánar tiltekið á hominu á Löw- engasse og Kegelgasse, var raun- ar strax breytt árið 1981, þ.e. einu ári eftir að Hundertwasser hafði lagt fram hugmyndir sínar um byggingu þessa. Arkitektinn og lífnTcisfræðingurinn Josef Krawina, sem þegar fyrir 25 árum Sveigðar línur gefa framhlið húasina aératakt avipmót. Hversdagalegar amáibúðir á bak við austurlenzka framhlið. Friedenareich Hundertwasser hafði espað byggingareftirlit Vín- arborgar upp gegn sér með dirfskufullum hugmyndum sínum um gerð þakgarða, hafði upp- haflega ætlað að starfa með Hundertwasser við hönnun húss- ins. En sú samvinna fékk skyndi- ieg endalok, þegar Krawina lýsti því opinberlega yfír, að hann hefði hætt öliu samstarfi við listamann- inn: „Ég vil ekki bara byggja frumlega framhlið," sagði Josef Krawina, þegar hann rökstuddi synjun sína á frekara samstarfi við Hundertwasser. Krawina vildi að sjálf gerð hússins yrði hugsuð innan frá og út og lagði höfuð- áherzluna á þá byggingarþætti, er ylg'u beinlínis fbúðarhæfni Svalahandrið eftir gamalli uppskrift. Líkan af „Öko-húsinu “ / Vínarborg: Jðgræn þðk, gulinir tumar. -* m Steinstólpi með gullband um sigmiðjan. hússins, en Hundertwasser hafði hins vegar mestar áhyggjur af því, hvemig einstök atriði sómdu sér í heildarútliti framhliðarinnar. Hinn ófaglærði byggingar- meistari Hundertwasser, sem hvort eð er hafði öllu meiri huga á að fá byggingartæknifræðing sér til aðstoðar en arkitekt og líf- ríkisfræðing, var ekkert sérlega hnugginn yfir uppsögn Josefs Krawina. Hann þóttist sjá þama gullið tækifæri til að hrinda í framkvæmd smíði þessa 5230 m stallaða íbúðarhúsnæðis „í beinni samvinnu við byggingar- skriffinnana." Hundertwasser átti þó anzi erfitt um vik að verjast spamaðar- atlögum embættismanna í heima- borginni, því hann er jafiian lang- dvölum víðs fjarri á jarðeign sinni á Nýja Sjálandi, þar sem hann festi kaup á allstórri landareign árið 1974. Afleiðingin varð sú, að ýmsum sameiginlegum þæg- indum fyrir íbúa væntanlegs Hundertwasser-húss var hrein- Iega sleppt, eins og t.d. sundlaug hússins og sánubaðstofu, fok- dýrum tígulsteinaveggjum var einnig að mestu sieppt, nema á einstaka stað, þar sem tígulstein- ar em notaðir til skrauts og augnayndis. Húsaleigan reiknast kr. 107.- á hvem fermetra íbúðarhúsnæðis, en í Vínarborg þykir það ekki beinlínis ódýrt fyrir félagslegar íbúir á vegum borgarinnar; þar við bætist, að nýhýsið er staðsett í heldur óhijálegu borgarhverfi, þótt litadýrð Hundertwasser- hússins reiknist hins vegar næsta nágrenni til tekna. Það er þó langur vegur frá því, að þessi nýsmíði þyki vera nokkur fyrir- mynd í nýrri, umhverfismeðvitaðri húsagerð. Játning Hundertwass- ers, „ég er stoltur af því, að ég skuli vera fegrari", þykir nú hafa snúizt gegn honum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.