Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Blaðsíða 4
ÖNLIST AISLANDI Elzta kirkjuklukka sem vitaA er um á íslandi. Hún er frá Hálsi i Fnjóskadal. Átján tónleikar í febrúar Til dæmis um framboðið á tónlistar- sviðinu eru 18 tónleikar af ýmsu tagi búnir eða fyrirhugaðir í febrúar. Tón- listarunnendur geta með öðrum orðum farið á hljómleika meira en annan hvem dag. Þann 1. febrúar stóð Sin- fónían að helgartónleikum og fékk hingað píanóleikarann Barbagallo. Hann lék fyrir hálfu húsi í Háskólab- íói. 2. febrúar söng Garðar Cortes lög Gylfa Þ. Gíslasonar í Norræna húsinu, 5. febrúar voru Háskólatónleikar á sama stað; Kristinn Sigmundsson söng við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar. Þann 6. febrúar voru fímmtu- dagstónieikar Sinfóníunnar, 8. febrúar hélt Nancy Weems píanótónleika á vegum Tónlistarfélagsins. 12. febrúar hélt Einar Kr. Einarsson gítartónleika í Norræna húsinu og sama dag hélt Martin Berkofsky píanótónleika í Kirkjuhvoli í Garðabæ. Þann 14. fe- brúar hélt Philip Jenkins píanókonsert í Norræna húsinu og 15. febrúar lék hann í Hafnarfjarðarkirkju. Kammer- músíkklúbburinn stendur að hljóm- leikum í Bústaðakirkju 16. febrúar en 17. febrúar kynnir Klauspeter Seibel Carmina Burana og höftmd þess í Norræna húsinu. Þann 19. febrúar heldur Gunnar Bjömsson sellókonsert í Norræna húsinu ásamt David Know- les, sem leikur á píanó, en íslenzka hljómsveitin leikur í Langholtskirkju sama dag. Þann 20. febrúar eru fimmtudagshljómleikar Sinfóníunnar í Háskólabíói, þar sem flutt verður Carmina Burana eftir Carl Orff og syngur kór íslensku óperunnar ásamt einsöngvurum. Þann 23. febrúar er Renaissance-tónlist í Kristskirkju: Musica Antica og Musica Nova — Tónlistarfélagið með tónleika í Norr- æna húsinu sama dag, þar sem Elísa- bet Erlingsdóttir syngur, en Kristinn Gestsson við píanóið. Þann 24. febrúar verða flutt í dómkirkjunni verk eftir J.S. Bach á vegum Félags ísl. organ- leikara og Háskólatónleikar í Norræna húsinu 27. febrúan Sextett, blásarar og píanó. Páll ísólfsson og Jón Leifs. Myndin er tekin íLeipzigá námsárum þessara miklu tónlistarfrömuða. Á sýningunni í Norræna húsinu, sem lýkur eftir viku, kemur margt skemmti- legt í ljós um tónlist á íslandi, m.a. hversu margir eru beinir þátttakendur, sem bezt sést af því að 60 tónlistarskólar eru starfræktir í landinu. '■i Eftir Aslaugu Ragnars

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.