Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Blaðsíða 13
KESIO flJ»Í8 O) g.)k tenor a ppp L 7 m n *T ff v m l T , ; ~ Upphafskafli úr Glonu fyrir biandaðan kór. full ást, ekki án fegurðar, en fjarri því að vera yfirveguð og afskiptalaus. Höfundurinn gerir allt sem er í hans valdi til þess að draga fram sérkenni hvers hljóðfæris fyrir sig, og hann lætur reyna á þau og getu hljóðfæraleikaranna til hins ýtrasta. Fyrir þá Sem Hafa Getu TlL AÐ KAFA DJÚPT Hjálmar semur kammertónlist fyrir hljóð- færaleikara sem hann þekkir sjálfur per- sónulega og sem hann hefur sérstakt traust á. Fyrir nokkrum árum sagðist hann semja „fyrir þá sem hafa nægan áhuga til að bíða eftir verki frá mér, og hafa til þess getu að kafa djúpt í tónlistina og geta séð hana í vitsmunalegu samhengi. Hins vegar hlýtur það að vera hræðilega leiðinlegt að vinna með sinfóníuhljómsveit." Það er ekki bara á íslandi sem tónskáld og flytjendur hafa með sér nána samvinnu, en engu að síður er slík samvinna mjög einkennandi fyrir íslenzkt tónlistarlíf, og hvað kórtónlist varðar þá er hún afar mikil- væg. Kórsöngur dafnar mjög vel á ísiandi, og eins og við má búast þá er honum haldið uppi af áhugasöngvurum, en uppistaðan í verkefnavali margra kóranna eru ný tónverk innlendra höfunda. Af sinni eigin reynslu að dæma þá segist Hjálmar geta treyst áhugasöngvurunum fyrir ótrúlega erfiðum og kröfuhörðum tónsetningum. Kórverkið ('ANTO var samið árið 1982 og endurspeglar iþað viðbrögð höfundarins við fjöldamoriiunum í IJbanon. Það er sarnið við ýinsa texta úr Gamla testamimtinu, sem er raðað þannig saman, að þeir rriýrida dórrife- dags harrrileik (Dies irae), sem smám samari stigmagnast að því marki að tjáningin brýst út í einrödduðum söng. Hjálmar nýtur þess að segja sögur úr ferð sinni um Rússland með Háskólakómum, en CANTO var einmitt á efnisskránni í þeirri ferð. „Til að byrja með var ég svolítið kvíðinn fyrir því hvaða viðbrðgð þessi tónlist myndi vekja hjá sóvézkum áheyrendum, en það kom fljótt í ijós áð boðskapur verksins átti sér góðan hljómgrunn og var þetta 20 mínútna verk meira að segja klappað upp í heild sinni." VlÐ Texta Dunganons CORDA EXOTICA fyrir blandaðan kór og hljóðfæri er af allt öðrum toga en CANTO. Þetta verk er einnig frá 1982 og samdi Hjálmar það í tilefni söngferðalags Háskólakórsins um írland. Textamir em eftir sérvitringinn og fjöllistamanninn Karl Einarsson Dunganon, er titlaði sig Greifann af Sankti Kildu, en þeir era ortir á mismun- andi „tungumálum": kínversku, Maori- tungumáli, Hindustan-máli, þjóðtungu ísra- els og á mállýzku hins týnda meginlands Atlantis. Þessi ljóð era meiningarlaus í hinum venjulega skilningi þess orðs, og eins og tónskáldið hefur sagt um hÖfund þeirra þá „bjó Dunganon sjálfur til „tungumál" til að yrkja á, og hljóta ljóð á slíkum „tungu- rnálum" að vera sérstaklega áhugaverð fyrir tónskáld, því að þau veita tónskáldinu tækifæri til að fylla hin meiningarlau.su orð Ijóðanna „merkingum" með sinni eigin tón- list. Við æfingar kom I Ijós að þessir sér- kennilegu textar létu vel í munni, og urðu þeir tilefni orðaskipta hjá kórfélögunum sem engir nema innvígðir gátu skilið.“ Það er óhætt að segja, að Hjálmar Ragn- arsson beitir sjálfan sig ströngum aga við tónsmíðavinnu sína. Fyrir nokkram árum lét hann þau orð falla, að það væri ekki ætlun hans að íþyngja mannkyninu ttieð miklú flóði tónsmíða. llann eyðir miklum tíma — stundum jafnvel árum - við smíði sama tónverksins. Til dæmis tók það hann meira en ár að ljúka við smíði nýjasta verks- ins, sem er syrpa af fimm iirelúdíum fyrir píanó. Að vissu leyti má líta á þessar prelúd- íur sem eins konar persónulégar stílæfingar, þar sem tónskáldið gefur tilfinningum sínum lausan tauminn og yrkir óð til píanósins og til tónlistar píanóskálda, allt frá Liszt, Chopin, Rachmaninoff, til Satie og Hjálmars Ragnarssonar sjálfs. Hljómsveitarverkið, sem hann er að vinna að um þessar mund- ir, er svo sannarlega langtímaverkefni; ætluri hans er eingöngu sú að það verði flutt einhvem tímann í fjarlægri framtíð. Eitt af því sem gerir þetta verkefni forvitnilegt er sá efí sem Hjálmar hefur látið í ljósi um að sinfónískar hljómsveitir séu í raun lifandi tónlistarstofnanir. Þessi svipmynd af Hjálmari H. Ragnars- syni motast einkum af hinum næstum því byggingarfræðilegu aðferðum sern era ríkj- andi í tónsmíðavinnu hans. En annað mikil- vægt atriði er starf hans í hinu viðhafnar- lausa og margbreytilega tónlistarlifi lands- ins og hin allt að því pólitíska afstaða sem harin hefur til hlutverks tónskáldsins í samfélági nútímans. „Það sem við enim í raun að gera er að koma skipulagi á heila- framurriar, og það er mikilvægt að við geram okkur það ljóst að við tökum þátt í að móta hugmyndir framtíðarinnar. Við eram ekki aðeins að skemmta fólki eða láta því líða vel ... við skipuieggjum og höfum áhrif á hvemíg fólk kemur til með að skynja umhverfi sitt í framtíðinni. Það era riiörg sterk öfl sem virina á móti okkur, en það er von mín að rödd okkar muni heyrast," Göran Bergendal er skipulagsstjóri tónlist- armiðstöðvar sænska ríkisins og forseti sænsku NOMUS-nefndarinnar. Þessi grein birtist á síðastliðnu ári i tímaritinu NORDIG SOUNDS. Jiaiió1 •* j i U 3ja>,Tvcu>L^tUr t exj Zr rvdL^ L 1^'e^oXjLf-^Uno. Yngsta skáldakynslóðin yrkir Barnatíminn í sjónvarpinu, Stundin okkar, efndi nýlega til Ijóðasamkeppni og áttu Ijóðin að vera um dýrin. Tilgangurinn var að kanna, hvort einhver áhugi væri á Ijóðum meðal barna og hlýtur niðurstaðan að vera að svo sé, því á fimmta hundrað Ijóð bárust frá börnum víðs vegar að af landinu landinu. I dómnefnd áttu sæti umsjónarmaður þáttarins í sjónvarpinu, Agnes Johansen, Ijóðskáldið Sjón og ung stúlka úr Landakotsskóla, Hildi- gunnur Hafsteinsdóttir. Dómnefndin varð sammála um, að bezta Ijóðið væri „Stjörnufiskar" eftir 9 ára dreng, Hallvarð Ásgeirsson. Það er birt hér ásamt nokkrum öðrum, sem dómnefndin valdi úr. Yfirleitt eru höfundarnir 9 ára og það er athyglisvert, að þeim ertamara að nota endarím en mörgum sem eldri eru og birta Ijóð sín, t.d. hér í Lesbók. Þessi mikla þátttaka kemur á óvart og sýnir betur en margt annað, hvað Ijóðið stendur föstum fótum. Þessi börn eru ugglaust ekki farin að gaumgæfa Ijóðagerð hinna eldri neitt að ráði, en þeim er samt fullkomlega eðlilegt að yrkja og setja fram hugsanir sínar í Ijóðrænu formi. Þetta er kynslóðin, sem uppalin er við sjónvarp og myndbönd og þekkir Bubba og Megas trúlega betur en Einar Ben., Davíð og Tómas. Þessi kynslóð mun yrkja á sinn hátt, en það er auðséð, að hún glatar ekki Ijóðinu. Stjörnufiskar Stjörnufiskar synda, það má sjá hvað þeir eru fallegir. Stjörnufiskarsynda, hægt ogrólega. Þegar ég lít á stjörnufiska er eins og það séu eyðimerkur á þeim, því að það rísa alls konar hrukkur á þeim og þær eru eins og sandfjöll. Svo eru þeir bleikir á litinn og það er eins og sandurinn. Stjörnufiskar, stjörnufiskar eru fallegir. Stjörnufiskar, stjörnufiskar eru fallegir. Hallvarður Ásgeirsson, 9ðra, Blönduhlfð 14, 105 Reykjavík. Músin og kötturinn Meðan hríslurnar hvísla og læðist um mó vindurinn blásandi hleypur mýsla móð og másandi. í holuna skríður vel henni líður. Hnuplarosti búrinu í. Vonar að enginn taki eftir þvi. Köttinn hún hræðist. Ef hún nú næðist yrði hún dauðans matur. Ámaganum liggur kötturinn flatur. Smári Rúnar Þorvaldsson, Holtsgötu 17, 220 Hafnarfirði. Dýrin Ég á lítinn hest, hann er með gubbupest. Hanná marga vini sem eru af mörgu kyni. Það er kind sem er nú út við lind. Hann þekkir líka hund sem æfirmikiðsund. Og hann þekkir líka stóran strút og einngamlanhrút. En gamli hrúturinn þekkir gauk sem borðar barna-mauk. En greyið gaukurinn var sendur út í geim og vinir hans vona að hann komi fljótt heim Erla Siguröardóttir, 9ára, Breiðvangi 3, 220 Hafnarfirði, «>9 Vilborg Þórðardóttir, 9ára, Breiðvangi 25, 220 Hafnarfirði. Eitt sinn kona elskaði svín, „Elskan" hún kvað. „Silfurstía þér ætluð er, elskan" hún kvað. „Ágæta svín viltu eiga mig?" „Aha", sagði það. „Og una í stíunni alla tíð?“ „Aha," sagði það. Sigurlfna Bjarnadóttir, 9ára, Jörundarholti 204, 300 Akranesi. Svanurfagri Svanur fagri syng þú Ijóð, ég sit hér á meðan þú yrkir það. Svanur fagri syng þú Ijóð, ég sit hér á meðan og hlusta á það. Svanurfagri nú kveð ég þig, kannske þú yrkir Ijóð um mig. Ingibjörg A. Ólafsdóttir, Norðurtúni 20, 221 Bessastaðahreppi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. FEBRÚAR 1986 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.