Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1986, Blaðsíða 14
MENNINGARVERÐLAUN KVÖLDBLAÐSINS Smásaga eftir Elísabet Brekkan enningarverðlaun kvöldblaðsins voru veitt í gær. Skál, Abraham! Blaðamenn ryðjast að skáldinu. Hvemig gaztu skrifað svona bók? Hljóðnemar á lofti. Krish krash flash, ljósmyndavélar í höndum myndasmiða glóa. Ja, hm, jam, við listamenn getum nú ekki svarað öllum spumingum; lítið á verkin. ísak hlaut myndlistarverðlaunin. Tárin renna í stríðum straumum niður ijóðar kinnar. Verkið, anddyrisskreyting nýja Seðlabankans; „Bömin og bærinn", talar sínu eigin máli. Tónlistarverðlaunin, G-lykill í gulli kremst í lófa Re- bekku Rakel. Hóteleigandinn, Sívert, gleðst, býður Saki. Skáldin skála með skáldinu, síðan verða þau að hverfa heim eða út í bæ, því að dinnerinn er aðeins ætlaður vinningshöfum og fjármögnumm. Myndataka undir borðhaldi er einka- eign kvöidblaðsins. Þó það nú væri, þetta er þó þeirra uppákoma. Litla konan, sem gengur um beina, framleiðir gijótmulningsmyndir í frístundum. Hún horfír á hafíð þreyttum augum. Þetta haf, sem hrifsar til sín fullt af sonum. Hún þeytist um með þunga bakka af veigum. Rut, Jóhannes og Ezra svolgra í sig Saki. Þau spjalla um síðustu hátíð hinná eðlu lista. Frumasóki er betri en Mirel, ísak púar reyk yfír þjóninn. Þar sprakk loftbólan! Rebekka Rakel hallar sér að eiginmanni sínum, Stavros. Mirel var bekkjarbróðir hans í kúnstakademíunni í Prag. Léttur bömmer. Leikkonan Lea brosir breytt. Lyftir þaliu, fjörugrjótsstyttunni, upp að andliti sínu. Abraham rekur hnefann út í loftið. Ljósmyndarar eru nú að verða jafn fullir og vinningshafar. Hvar eru allir arkitektamir? Stavros er seztur. Hann er fótaveikur. Sívert hóteleigandi heldur smátölu um erfíðleika föður síns við að fá fávísan pupulinn til þess að éta svínakjöt. Myndhöggvarinn Adam, 43 ára grænmetisæta, er annars hugar. Rebekka Rakel strýkur austurþýsk læri eigin- manns síns. Flestir setjast. Þjónar bera fram svínamúffur og austurrískar hvítlaukspylsur. Skáldinu verður óglatt. Maginn er ekki sem skyldi. Hátíð er gengin í garð. í holinu er hægt að horfa á sjónvarpið. Enginn verður óbarinn biskup. Konan er eyland, ekkert jafnast á við sultu. A hjólaskautum bruna auglýsingaleik- arar um Stúdíó. Vinningshafar hlussast oní leðursófa. Andlit breið sogast að skjánum. Skáldið þarf að pissa. Gengur úr sal og gegnum lobbí- ið. Minniháttar nýgræðingar stökkva upp tii og frá úr sætum sínum í leiknum. Við vorum ekki að horfa á sjón- varpið". Abraham hlaut menningarverðlaun skálda. Einn úr hópi allra skálda var hann valinn til þess að ganga með geir- fuglshöfuð í leðurbandi um hálsinn fram að næstu hátíð. Geirfuglinn tifar á þvölu bijóstinu. Skáldið þarf að gubba. Geirfuglinn, geirfuglinn, hvað verður um geirfuglinn? Eftirrétturinn, desertinn, tími er kominn fyrir hið sæta. Matreiðslukonur hópast inn með logandi ístertur,osta- bakka og kotasælu í litlum dollum. Ljósin slökkt, iúsíuhá- tíð listanna lekur yfír borðið. Vinningshafar karlkyns girða niðrum sig í skjóli dúka, ropa oní hálsmál sín og fínna, hvemig magasýrur þyrlast upp í hálsinn. Líkjörinn flæðir yfír borðin. Unaðsleg „fellesspisning". Hver kvakar inn í annars eyra. Jóna fer úr skónum frammi í eldhúsi. Ökklamir eru bólgnir. Hvar eru bömin? Hún hringir heim til bamanna, unglinganna, enginn svarar. Skáldið blæs í lúður. Stjarfír bíða nýgræðingar eftir sannleikskomi. Kokkurinn í eldhúsinu er eitthvað fumkenndur. Stífnar upp í annarri hendinni. Reynir með hinni að sæta hjartað úr bijóstinu. Hnígur niður í fítugt gólfíð. í fatahenginu situr Salvör með mítrimmaða kollu. Aron umhverfísverðlaunahafí rís úr sæti. Skolar smjatt- andi niður sætum veigum. „Við emm hér saman komin í kvöld, til þess að fagna velgengni kúnstarinnar. Þrátt fyrir geldingahnappa heimsmenningarinnar tekst okkur að stimulera okkar fólk til fantasíu. Arrabal reit um riffílbera beggja vegna skotgrafanna, en við fáum þá til þess að syngja saman „soft songs" á máli negranna." Rebekka Rakel veinar háa C-ið. Fagnaðarlæti gesta ætla enga endi að taka. Stavros skilur ekki allt, þrátt fyrir íjögurra ára dvöl í landinu, en ber þó saman lófum af áfergju. Ljósin tendrast eitt af öðm. Sívert eigandi er horfínn. Gamanið er búið. Hin venju- lega partýleit hefst. Guði sé lof fyrir skáldin, sem bíða í næsta húsi, húsi kvikmyndaframleiðandans, sem dó nakinn á Slysó og fékk nafnspjald á stómtá vinstri fótar. Fyrrverandi fegurðardís alheims læðist inn á kvenna- klósett. „Mér fínnst svo gasalega eðlilegt, þegar fólk rembist." Rebekka Rakel frussar. Svívirðing hennar nær hæðum í dórískum tóntegundum. Fegurðardísin læsir sig inn í bás sínum og bíður eftir piltung þeim, er hún hefur ætlað sér fyrir kvöldið. Rebekka Rakel tryllist í fataheng- inu. Gefur út vel valda yfírlýsingu um það hneyksli, að plebeiisminn geri innrás á aritolum. Stavros bíður í leigu- bíl fyrir utan. Hann er þreyttur, fótaveikur og þráir að komast í bólið, þrátt fyrir uppákomur heimamanna. Hann er stundum hissa á því, að það skuli vera sama fólkið, í nákvæmlega eins partýum. Um síðustu helgi ræddi hann við fíðluleikarann og eiginkonu hans. Eiginkonunni varð fótaskortur og lenti með höfuðið inni í cellói. Tvöfald- ur skaði. Rebekka Rakel sendir skilaboð í leigubílinn. Stavros fer einn heim til tengdaforeldranna. Þau drekka saman ákavíti og spila manna. Fegurðardísin læðist út í holið og verður hluti af hópn- um, sem er að koma sér saman um partý. Jeremías vill ekki, að Adam komi til kvikmyndaframleiðandans. Sólin getur skyggt á tunglið. Elisabet Brekkan býr í Svíþjóð ásamt eiginmanni sínum, Þor- valdi Friörikssyni, fornleifafræðingi, sem oft hefur skrifaö í Lesbók. Elísabet er leiklistarfræðingur og starfar sem leikstjóri í Gautaborg. Hún hefur auk þess samið leikrit og Ijóð og tvö leikrit hennar hafa verið flutt í Gautaborg. Smásaga eftir hana var valin til birtingar I árbók ungra skálda I Sviþjóð, sem út vargefin 1981. IngólfurJónsson frá Prestsbakka Skóla- mynd Tileinkað Leifi Breiðfjörð Löngu liðnir dagar í Laugamesskólanum rifi'ast upp fyrirmér öðru hvoru erég, kennarinn, sé andlit bamanna á örhraðri mynd af skólastofu. Eitt bamanna erdrengur meðóvenju þykkarhendur og úfinn hárlubba og ekki fylgist hann alltaf vel með, því hendurhans hafa ávallt fólginn blýant íannarri hvorri greipinni. En árin liðu í Laugamesskólanum sem og annarstaðar ognú grefurþessi drengur ginnhelg myndverk í eitilhart gler fyrir íslenskar kirkjur ogerlendar. Ingólfur Jónsson hefur fengizt við ritstörf og yrkingar. Hann býr í Reykjavík. Jakob S. Jónsson ítakt við Þegar vfxlamir í taugakerfinu eru komnir í eindaga rifjaégupp dægurlagatextann áhyggjulausa Eg vildi aðég væri einsog þú og vakaðgæti bæði daga ognætur Ogéghleyp til góða læknisins sem skrifar út lyfseðil Eftir það er ég á áhyggjulausu amfetamínflippi og vaki einsogþú bæðidaga ognætur búinn að framlengja í taugakerfinu og bíð næsta eindaga Viltu með mér vaka ínótt og ínótt og ínótt og . . . ? Einka- mál Karlmaður fæddur og uppalinn óskar eftir kunningsskap við konu með samskonar uppruna og hjónaband fyrir augum Algjörri þagmælsku heitið á kvöldin horfum við bara á sjónvarpið Höfundurinn er búsettur í Stokk- hólmi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.