Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Blaðsíða 3
Janos Starker er talinn vera enn af albeztu cellóleikurum heimsins um þessar mundir. Hann er Ungverji að uppruna, býr í Bandaríkjunum, leikur um allan heim og kemur nú hingað til að leika fyrir Tónlistarfélagið og með Sinfóníunni. LESBOE @ [®3 ® @ @ ® ® E ® @ ® [H [mJ ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. Forsíðan er af málverki eftir Gísla Sigurðsson og er á sýningu hans, sem opnuð verður í dag á Kjar- valsstöðum. Að þessu sinni er myndefnið mestan part úr þjóðlífínu og mannlífínu, sumt frá liðinni tíð, annað úr nútímanum og þar á meðal myndin á forsíðunni, sem heitir „Sláturhúsballið". Saigon er barmafull af bijálæði mannkynsins og fáar borgir hafa orðið eins fyrir barðinu á hernaði. Fyrst voru það Kínveijar, síðan Frakkar, þá Bandaríkja- menn og nú þegar þeir eru famir, eru rússneskir „ráðgjafar" komnir í staðinn. Sænski blaðamaður- inn Gunnar Frederiksson segir frá. var Lo-Johansson er eitt af höfuðskáldum Svía og þekktur hér á landi, m.a. fyrir „Götuna", sem Norðri gaf út á sínum tíma. Nú nýlega varð Ivar áttræður og átti þá samtal við Unni Guðjónsdóttur balletdansara, sem þekkir hann vel. Hún þýddi einnig smásögu eftir Ivar, sem hér birtist. Ólafur Jóhann Sigurðsson Firring Égþóttist horfa út um glugga á glugga. ígarðinum, þarsem sólskin og tunglskin léku, sá égáflötinni reika skugga afskugga. Ég skundaði þegar útum dyr, á dyrum, en dökkar og bjartar hurðir fyrir mér véku. Og þegar ég stóð loks andspænis glugga á glugga ígarðinum, þarsem sólskin og tunglskin léku, komu á móti mér ótal skuggar afskugga, en skugginn sem áttiþá hvarf inn um dyr á dyrum og dökkar og bjartar hurðimar undan véku. Og fyrr en mig varði sortnaði gluggi á glugga. ígarðinum, þarsem sólskin og tunglskin léku, reikuðu saman skuggar af horfnum skugga. Ég skalf og fann ekki lengur dyr á dyrum, þar sem dökkar og bjartar hurðir fyrir mér véku. Á flötinni undir myrkvuðum glugga áglugga, ígarðinum, þarsem sólskin og tunglskin léku, hlaut égþann dóm að verða skuggi af skugga. Eg legg til að íslenskan sem skólafag hjá unglingum, þ.e. í framhaldsskólum og eldri bekkjum grunn- skóla, verði klofín í tvennt: bókmenntirnar og hitt. Af hverju? Jú, það er svo hætt við að bókmenntirnar vaxi hinu yfir höfuð. Ekki bara stafsetningunni og málfræðinni, heldur ritgerðasamningu og allri þeirri þjálfun í málbeitingu, bæði í ræðu og riti, sem þyrfti að veita þótt það sé kannski ekki gert nógu markvisst núna. Ekki svo að skilja að bókmenntir séu neitt ómerkilegt viðfangsefni eða bók- menntakennslan lítils virði. Þvert á móti er það einmitt vandamálið hvað bókmennta- kennslan er víða að verða merkileg og ágæt. Hún er bara vaxin upp úr sambýlinu við aðra þætti íslenskukennslunnar. Fyrir 10 eða 20 árum var bókmennta- kennsla víðast miklu ómerkilegri og frum- stæðari en nú. En hún fór betur saman við alvöru-íslenskuna. Þá voru bókmenntatext- ar aðallega lesnir til að læra að skilja öli erfiðu orðin í þeim, kannski líka til að læra eitthvað um beygingu þeirra og uppruna. Og kennararnir — ef þeir voru réttindamenn — voru norrænufræðingar eða íslenskufræð- B Bókmenntir Önnur námsgrein en íslenska ingar, sem svo voru kallaðir, og höfðu lært jöfnum höndum málfræði og bókmenntir, eða öllu heldur málsögu og bókmenntasögu. Framfarimar í bókmenntakennslu byij- uðu í háskólanum. Þar var farið að kenna meiri bókmenntafræði, ekki einbera bók- menntasögu. í háskólanum urðu líka fram- farir í málfræði, en þær gerðu málfræðina dálítið strembna fyrir þá sem höfðu aðallega áhuga á bókmenntum, þannig að áhuga- menn um bókmenntir fóru að sækja í að læra íslensku með sem minnstri málfræði. Nú er hægt að verða kandídat í íslenskum bókmenntum og hafa minna en sjöunda hluta af háskólanámi sínu í málfræði og skyldum greinum. A sama hátt getur ís- lenskufræðingur núna verið fræðingur í nærri eintómri málfræði. I skólunum, unglingaskólum og fram- haldsskólum, er líka farið að kenna bók- menntir á mjög skemmtilegan hátt og áhugavekjandi. Kennslan um íslenskt mál hefur fremur dregist aftur úr. Þegar mál- fræðinni sjálfri sleppir hafa kennarar ekki við mikið að styðjast af vel til reiddu náms- efni, og sumir þeirra eru líka að áhuga og undirbúningi fyrst og fremst bókmennta- kennarar. Þá verður ansi freistandi, bæði fyrir kennara og nemendur, að nota tímann, sem íslenskunni er skammtaður, aðallega í bókmenntimar. Það er ekkert undarlegt. Hugsum okkur að söngur og leikfími væru af einhveijum sögulegum ástæðum talin ein námsgrein og falin sama kennara. Ef hann hefði sjálfur verið einkar söngelskur, lært aðallega söng, en alla tíð verið lélegur í leikfími, þá myndu tímamir í þessari skrítnu námsgrein senni- lega fara mest í það að syngja, enda þætti nemendum það vísast miklu skemmtilegra, eins og í pottinn væri búið með kennsluna. Ráðið væri vitaskuld það að kljúfa náms- greinina í tvær, skammta kennslustundir í tvennu lagi fyrir söng og leikfími og ráða annan leikfímikennara. í öðmm skólum, þar sem sami kennari hefði áður kennt hvort tveggja af fullum áhuga og með góðum árangri, þar myndi hann auðvitað halda því áfram þótt það hétu orðið tvær náms- greinar. Svona er það einmitt í íslenskunni. ís- lenskar bókmenntir em merkilegt skólafag sem á að fá sitt rúm vel úti látið á stunda- skrám skólanna. En þær koma ekkert í staðinn fyrir raunvemlega íslenskukennslu: æfingu í að tala og rita íslenskt mál, skoða það og skilgreina. (Og skoða fleiri tegundir af textum en einberar fagurbókmenntir, þær em kannski gómsætasti rétturinn í íslensku- veislunni, en heldur fábreyttur kostur einar sér.) Víða hafa sömu menn kennt bæði bók- menntir og íslensku af fullum áhuga, og þá er auðvitað ekkert á móti því að þeir haldi því áfram. En sumir hafa bara alls ekki áhuga á hvom tveggja, og þá væri heppilegt að geta skilið á milli, haft sinn kennarann í hvort (sem mjög trúlega gætu líka kennt fleira, t.d. erlend mál), hvom með sitt ákveðna rúm á stundaskrá. Þannig ætti að vera fyrir það girt að ís- lenskan sjálf verði homreka fyrir bók- menntakennslunni, sem er viða í skólum orðin svo skemmtileg og áhugaverð að það er stórhættulegt fyrir önnur viðfangsefni að teljast til sömu námsgreinar og hún. HELGI SKÚLIKJARTANSSON LESB0K MORGUNBLAÐSINS 1.MARZ1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.