Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Blaðsíða 13
fengið bandarískt vegabréf. En uppreisnin, sem ungverska þjóðin gerði gegn hinum kommúnísku valdaránsmönnum árið 1956, setti strik í reikninginn og varð þess vald- andi, að Starker varð um sinn að skrínleggja allar áætlanir sínar varðandi einleikstón- leika. Starker flutti foreldra sína og tengda- foreldra til Bandríkjanna á árunum 1956 og 1957, og til þess að greiða þær skuldir, sem hann varð að stofna til vegna þessa, hélt hann áfram að leika sem fyrsti sellisti Chicago-hljómsveitarinnar, þar til hann hafði greitt þessar nýju skuldir sínar. Vel- unnari hans, Fritz Reiner, lét í ljós óblandna ánægju sína yfir þessu ráðslagi Starkers að vilja halda áfram hjá hljómsveitinni undir I hans stjórn. Loks kom þó að því, að Starker hafði komið fjárhag sínum aftur á réttan kjöl, og honum var ekkert frekar að vanbúnaði að taka upp einleikara-þráðinn á ný. „Það var algjör léttúð og fásinna af mér, viðurkennir Starker núna. Og satt bezt að segja gat það varla talizt sérlega skynsamlegt af fjölskyldumanni — dóttir hans var átta ára gömul um það leyti — að hverfa frá öruggu og velmetnu starfí sem fyrsti sellóleikari Symfóníuhljómsveitar Chicago-borgar og halda á vit óvissunnar sem einleikari. Fljótt á litið jaðraði það við algjöra heimsku og ekkert annað. „Ég var hins vegar aldrei í neinum minnsta vafa hið innra með mér að ég mundi geta unnið fyrir mér sem einleikari. Það var einfaldlega það, sem ég hafði frá upphafi verið þjálfaður til að verða, og þess vegna varð ég að halda inn á þá braut.“ Tvíþættur Tónlistarferill Skömmu eftir að Starker hafði sagt starfi sínu hjá Symfóníuhljómsveit Chicago-borg- ar lausu, bauð Háskóli Indiana-fylkis honum fast starf sem prófessor við tónlistardeildina í Bloomington. Hann tók því boði og hefur æ síðan — með lagni og dálítilli útsjónarsemi — tekizt að rækja með framúrskarandi árangri starf sitt á báðum þessum sviðum tónlistariðkunar. Slíkir starfshættir kreíjast allt að því ofurmannlegs viljaþreks og út- halds. Starker á sér eftirlætiskjörorð, sem hann lætur menn gjarnan heyra: „Ef þú þarft að æfa þig í 25 klukkustundir á sólar- hring, skaltu bara fara klukkutíma fyrr á fætur.“ Á einu meðal-starfsári er hann jafnan á ferð og flugi anzi langt frá heimastöðvunum í Bloomington í Indiana: Leið hans liggur til Japans, Kóreu eða Taiwans, til Detroit, Montreal, Charlotte, Salt Lake City, Chicago, Cleveland, Toronto, New York- borgar og víðar og víðar. „Það kann að hljóma ankannalega, en ég hef komizt að raun um, að þetta fyrirkomulag að stunda tónleikahald út um víða veröld en búa annars fast hér í Bloomington, eru hreint og beint ákjósanlegustu lífshættir, sem unnt er að hugsa sér.“ Þegar hann staldrar við heima hjá sér í tvo daga inni á milli hljómleika, eru færri tímar á stundaskrá hans heldur en venju- lega. Núna er einmitt frí milli anna, og flestir stúdentamir hafa farið í leyfí frá Blooming- ton. Hús tónlistardeildar háskólans er óvenju kyrrlátt og fáir þar á ferli; aðeins einstakir flaututónar og strjálar tónstigaæfíngar heyrast óljóst í gegnum viðamiklar hurðim- ar, sem era enda þræl-hljóðeinangraðar. Starker bendir stoltur á þekkt nöfn, sem prýða dyraskiltin á æfíngasölum tónlistar- deildarinnar. „Það er ekki til neinn staður, sem getur boðið tónlistarnemanda meiri og betri kennslu," segir hann blátt áfram. „Ég fæ ekki séð, að aðrir tónlistarskólar geti boðið hvorki nemanda né kennara betri aðstæður en þær, sem eru fyrir hendi héma. Sjáðu! Héma er mikilhæfasti fiðlukennarinn, sem nú er uppi!“ Hann bendir á hurðina á æfingasal vinar síns Jósefs Gingolds, sem í mörg ár var konsertmeistari Symfóníu- hljómsveitarinnar í Cleveland undir stjóm George Szells. „í öllum greinum fræða — ekki bara á sviði tónlistar — era hér framúr- skarandi menn." Á Heimaslóðum Starker leggur mikla áherzlu á mikilvægi þess fyrir stúdentana, að Bloomington skuli vera raunverulegur heimabær þeirra ein- Ieikskennara, sem starfa við tónlistardeild háskólans, jafnvel þótt þeir fari víða um lönd til tónleikahalds inn á milli. Hann segist ekki vera hrifinn af því fyrirkomulagi við tónlistarkennslu, sem tíðkast við marga tónlistarháskóla að halda uppi eins konar „fallhlífadeildum", þar sem prófessorar í ýmsum listgreinum koma í skyndiheimsókn- ir til að leiðbeina nemendum sínum í flýti. „Inn og út-aðferðin!“ segir Starker og það vottar fyrir örlítilli vandlætingu í röddinni. „Þeir úða örlitlu af vígðu vatni en eru ekki að kenna." Hann gengur inn í kennslustofuna, sem hann hefur til umráða. Á hurðinni er skilti með nafni hans og titlinum „virtur prófess- or“, en þar fyrir framan hafði einhver skrif- að ósköp settlega með blýanti atviksorðið „mjög“. Starker virðist ánægður með þessa viðbót. „Krakkarnir era alltaf að skrifa eitthvað þarna. Stundum setja þeir „ó-“ fyrir frarnan!" En það er greinilegt að nemendurnir taka virðulegt yfirbragð hins virta prófessors ekki of alvarlega. Nemendur Starkers dá hann: „Hann er mér eins og faðir,“ segir einn þeirra. „Það fínnst líka mörgum öðrum í mínum hópi.“ Hinn rúmgóði, sólríki æfingasalur Star- kers ber þess vitni, að hann er mikið notað- ur. Við stóra gluggana, sem snúa út að háskólahlaðinu, stendur flygill, hlaðinn háum stöflum af nótnaheftum; hér og þar standa stólar með beinu baki, en þeir era svo sem engan veginn allir af sömu gerð. Starker hefur þann háttinn á við kennslu sína, að öðram nemendum hans er velkomið að sitja sem áheymarfulltrúar inni í æfínga- salnum, á meðan hann leiðbeinir einhverjum skólafélaga þeirra í einkatíma. GOFFRILLER GEFUR RéttanTón Hin ófrávíkjanlega krafa Starkers varð- andi alveg óaðfinnanlega — sumir segja „grafalvarlega" — nákvæmni í flutningi tónlistar hefur ýtt undir þá almennu gagn- rýni, að tónlistarflutningur hans sé kulda- legur og skorti hæfilegan tilfinningahita og ástríðufuna til þess unnt sé að kalla hann stórbrotinn. Starker andmælir þessum aðfinnslum af stökustu rósemi: „Að því er mér viðvíkur, er hin heilaga músíkalska þrenning í mínum augum einfaldleiki, tær tónlistarflutningur og jafnvægi. Ég lærði commedia dell’ arte frá öllum hliðum, þegar ég lék í hljómsveit Metropolitan-óperannar í New York. Ég kann öll brögðin, sem beitt er. En ég hef enga trú á slíkum leikaraskap, hef ekki álit á froðufellandi átökum og hamagangi í túlk- un. Allur góður tónlistarflutningur byggist einfaldlega á fæmi og kunnáttu. Það er þetta sem ég hef trú á. Atvinnulistamenn eiga að miðla, og það sem þeir miðla felur meðal annars í sér fullkomna tónbeitingu." Hljóðfærið, sem Starker notar núna til að framleiða á sinn einstaka tónblæ, var smíðað í Feneyjum árið 1705 og var það snillingurinn Matteo Goffriller, sem smíðaði gripinn. „í íjórtán ár lék ég á Stradivarius-selló,“ segir Starker til skýringar. „Það er eitt stærsta sellóið, sem til er, og reyndin var sú, að það hljóðfæri lék á mig fremur en að því væri öfugt varið. Þar var ef til vill ekki svo mjög stærðinni um að kenna, þegar á allt er litið; ég held að Stradivarius-hljóð- færi hafi sinn eigin hljóm. Því er aftur á móti eins varið með mig og fiðluleikarana, sem vilja ná fram sínum eigin tónblæ á hljóðfærið: Þeir leika fremur á fiðlur smíðað- ar af Guamerius del Gesu heldur en á Stradi- varius-fiðlur. Og Goffriller-selló er hliðstæða við del Gesu-fiðlu.“ Túlkunarformi Starkers hefur verið lýst sem ólýmpískum stfl, og listamaðúrinn kýs að flytja tónlistina á látlausan hátt, lausa við alla kyngimögnun. „Ég hef einfaldlega ekki trú á því, að góður tónlistarflutningur eigi fyrst og fremst að byggjast á sérstakri náðargáfu," heldur hann áfram. „Ef einhver fremur í tónlistarflutningi þessi dulmögnuðu brögð, sem vekja óskipta athygli og verða listamanninum til svo mikils framdráttar, þá á slíkur tónlistarflutningur sér sína skýr- ingu, og er þá ýmist um að ræða beitingu hraða eða áherzluþunga eða þá einhver önnur atriði. Á músíkmáli er að finna skýr- ingar á slíkum brögðum og einnig era fyrir hendi tæknilegar skýringar. MISKUNNARLAUS SJÁLFSÖGUN Janos Starker fer hvergi dult með einlæga andúð sína á ýktum tónlistarflutningi, hvort sem það er gert til þess að vekja á sér athygli eða — það sem verra er — til þess að breiða yfir ófullkomleika sinn á tækni- sviðinu. „Ég get hreint ekki þolað skyndilega hraðaspretti í tónlistarflutningi, sem ekki eru til komnir af því að flytjandinn hafi gert ráð fyrir þeim þannig, heldur sökum þess að um er að ræða hljómþrep, sem menn hafa ekki náð fram í tæka tíð. Að halda nótu eins lengi og mér sjálfum sýnist, er einfaldlega skortur á aga. Áginn er skýr- ingin á öllu,“ segir hann ákveðið. „Frelsið sprettur af aga; frjálsræðið á ekki að koma fyrst og skella svo aganum ofan á það!“ Við kennslu er Starker hámákvæmur og gagnorður í leiðbeiningum sínum, ekki óvin- gjarnlegur en gerir ekki minnstu tilraun til að slá nemendum sínum gullhamra. Hvöss, blá augu hans fylgjast grannt með hverri einustu hreyfingu nemandans. Hann rekur tæknilega örðugleika upp í einstaka þætti. „Innkoman hjá þér, þar sem þú grípur í strengina, kemur of seint. Staccato felur fremur í sér að stöðva strenginn heldur en að taka á honum." Hann leikur þetta fyrir nemandann á sitt eigið selló: „Sjáðu til! Stöðvaðu strenginn við lok nótunnar. Það er það, sem skiptir máli. Eftir því sem líður á kennslustundina, verða leiðbeiningamar örari: „Nærfærnari áslátt! Ekki þessi loðnu hljóð! Miklu meiri hrynjandi og miklu meiri orku! Hlustaðu, hlustaðu ... Þú ert kominn á eftir sjálfum þér! Sýndu, að þú ert farinn að verða sann- færður um þessa laglínu!" Undir lokin verður Starker beinlínis æstur; hann stekkur á fætur, tekur að syngja, stjóma, vaggar sér, stappar í gólfið, klappar, kemur nemandan- um til að leggja sig allan fram við að túlka Beethoven. GlLDI SANNRAR LISTAR Eftir kennslustundina segir Starker: „Það fylgir því mikil ábyrgð að hafa orðið fyrir þeirri blessun — eða bölvun — að hljóta þess háttar hæfileika, sem unnt er að beita á æðra sviði, sama á hvaða sviði það er. I Það skiptir þá Qandakornið alls engu máli, hvort það sem maður er að fást við hlýtur < mikla viðurkenningu — er hafið upp til skýj- anna á einhvem hátt eða skráð einhvers staðar í yfirlitsrit. En ég held, að það sem ég hef verið að starfa að sé hið rétta, og það er mitt hlutverk að rækja þetta starf eins lengi og ég get. Mitt starf er þess eðlis, að það kann að hafa þýðingu fyrir komandi kynslóðir. Ekki þannig, að mitt nafn eigi að blífa að eilífu; það er öllu fremur það, sem ég trúi á, sem á að haldast við lýði eins lengi og kostur er. Það er þetta, sem ég er að leitast við að géra. Grandvallarat- riðin ... eða einfaldlega það að ná tökunum á tónlistinni, hvort sem það gerist með því að leika hana eða með því að kenna.“ Starker er harla ánægður með Blooming- ton vegna þeirra hagsýnisjónarmiða, sem ríkjandi era við tónlistarháskólann þar. Skól- inn leitast við að veita nemendum sínum réttan undirbúning sem verðandi sérhæfðir starfskraftar, þrautþjálfaðir í samleik, því mest iíkindi era á, að það verði einmitt hlutskipti þeirra. Starker ljómar beinlínis af stolti, þegar hann tekur að þylja upp nöfn þeirra nemenda sinna, sem núna hafa fasta stöðu hjá framúrskarandi hljómsveit- um. Einn af þessum sellóleikuram, Don Mol- ine, sem búinn er að spila með Symfóníu- hljómsveit Chicago-borgar í sextán starfsár, leggur alveg sérstaka áherzlu á þann hæfi- leika, sem gerði Janos Starker að svo „æðislega góðum“ kennar fyrir sig. „Hann verður að fyrirmynd, sem er feiknalega hvetjandi fyrir nemendur, sama á hvaða kunnáttustigi þeir era, en þó alveg sérstak- lega þeim nemendum, sem hafa í hyggju að gera hljómsveitarleik að atvinnu sinni. Hann er ekki einungis tæknilega fullkominn sellóleikari, heldur er hann líka afar skarpur „analýtiker" á huglægum sviðum, og hann kann að gera skýra grein fyrir hlutunum, sem er alltaf innst inni kjarni góðrar kennslu." Moline rifjar upp eitt atvik frá kennslu- stund hjá Starker, þegar hann áleit sig hafa staðið sig afar vel. „Þá spilaði Starker sama stykkið fyrir mig, og það hljómaði þá svo ólíkt kunnáttusamlegar og göfugar. Og þá fór ég að kvarta: „Hvemig stendur á því, að það er alveg sama, hve vel ég leik eitthvert verk, þú spilar það alltaf betur?“ 1 Starker svaraði þá: „Nú, sjáðu til, ég stend ekki heldur í stað.“ Og þessum orðum hans sló eins og leiftri niður í huga minn, ég gleymi því aldrei. Þessi ummæli hans lýsa því svo einkar vel, hvað það táknar að vera alvöra-atvinnuhljóðfæraleikari. Gífurlegur Munur Á Huómsveitum Starker fer hvergi í launkofa með þær miklu gæðakröfur, sem hann gerir til tónlist- arflutnings og framar öllu til þess, að virð- ingin fyrir tónlistinni sé í fyrirrúmi. Hann nefnir hroðaleg dæmi um misþyrmingar á músík hjá nokkram hinna stærri symfóníu- hljómsveita: „Á einu starfsári vildi svo til að ég spilaði með fjórum af stærstu hljóm- ^ sveitunum á minna en þriggja mánaða skeiði. Það var anzi fróðlegt að kynnast mismuninum á flutningi þessara hljómsveita og hegðun. Annars vegar var um að ræða Symfóníuhljómsveit Chicago-borgar, sem mér finnst vera ein sú bezta í heimi, og Cleveland-hljómsveitin, sem kemst nálægt því að teljast ein af þeim beztu — og það af einni ofureinfaldri ástæðu: Þetta era þær tvær einustu hljómsveitir í Bandaríkjunum, sem hafa þá sjálfsvirðingu til að bera, að ef einhver stjórnar þeim ekki vel, þá taka þær til að spila jafnvel enn beturi Það er af því að hljóðfæraleikaramir hugsa sem svo: „Við erum þó ennþá hin eina og sanna symfóníuhljómsveit. “ Tvær ömurlegustu hljómsveitimar í heimi eru L’Orchestre de Paris og New York Philharmonic. I þessum hljómsveitum era alveg frábærir hljóðfæraleikarar, en þeir era allir saman í hóp bara annars flokks lið eins og hópur af krökkum í neðsta bekk, og þegar einhver birtist til þess að stjóma þeim, þá segja þeir „Náið í kennarann"! Þessar hljómsveitir geta spilað frábærlega vel... og svo geta þær líka tekið upp á því að spila eins og svín.“ Starker tekur sér málhvíld eftir þessar útlistanir um mismunandi gæði hljómsveit- anna en segir svo að lokum: „Og það er eitt, sem ég hef lært á öllum þesum áram, og það er þetta“ — það kemur glettnisglampi í augun — „maður verður að taka tónlistar- flutning sinn alvarlega, maður verður að taka kennsluna alvarlega. En aldrei sjálfan sig.“ Halldór Vilhjálmsson tók saman eftir ýmsum heimildum. Þegar Starker er kominn aftur heim til Bloomington eftir löng og ströng hijóm- leikaferðalög um viða veröld nýtur hann þess að kiæðast þægilegum hversdags- fötum og taka tii við kennsiuna sem háttvirtur músíkprófessor. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. MARZ 1986 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.