Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Blaðsíða 5
Sorgin vegna Gagaríns Smásaga eftir Ivar Lo-Jóhansson Unnur Guðjónsdóttir þýddi Ivar Lo-Johansson nokkrum vikum fyrir áttræðisafmælið. Boðskapur bókmennta hefur megfinþýðingu, segir þessi aldni höfundur, sem fræg- ur varð fyrir skáldsögu sina „Gatan" sem lýsir líf i gleðikvenna við Kóngs- götuna í Stokkhólmi. um að skrifa um verkafólk í öllum löndum færi út um þúfur, ævin myndi ekki endast mer, svo ég hætti við það.“ Einungis Rithöfundur „Frá 1930 hef ég bara verið rithöfundur. Ég byrjaði eiginlega í öfugum enda, því ég hafði hafið ritstörfin í útlöndum og síðan komið heim. Þegar ég skrifaði fyrstu skáld- söguna mína, „Mona er dáin“, sögðu gagn- rýnendumir að ég væri ágætur að skrifa ferðabækur, en ekki skáldsögur. Ég hélt nú samt áfram að skrifa þær. Nú byrjaði ég á því verkefni, sem ég hafði ailtaf hugsað mér að vinna, en það var að skrifa um „statare". Statare var stétt vinnufólks sem vann við herrasetur og óðöl úti á landi. Þessi stétt var hin lægsta af öllum lágum í landinu og hafði verið við lýði í að minsta kosti 250 ár. Fólkið var ákaflega fátækt og niðurlæging þess mikil. Foreldrar mínir höfðu verið „statarar" og nokkrir ættingjar mínir voru það ennþá, þegar ég byijaði að skrifa „statar“-bækumar. Það tók mig 12 ár að skrifa þær. Með bókunum vildi ég vekja athygli á þessari þrælkun og vinna að því að stéttin hyrfi úr þjóðfélaginu. 1945 var statar-kerfið afnumið og mér fannst ég nú hafa gert skyldu mína með skrifum mínum. 1945 var ég 44 ára og réðst með krafti á elliheimilakerfið í landinu, sem mér fannst vera til háborinnar skammar. Ég ferðaðist í því sambandi um allt land og skrifaði um ástandið greinar, sem birtust jafnóðum í dagblöðum og vikuritum. Þetta bar árangur og var ég meira að segja beðinn að vera með í opinberri nefnd, sem skyldi vinna að betri lífskjörum fyrir gamalmenni. Ég vildi það nú ekki, ég er enginn stjómmálamaður, bara rithöfundur." Boðskapurinn Nauðsynlegastur „Mér hefur alltaf verið ljóst, að bókmennt- ir verða í fyrsta lagi að flytja boðskap. Það listræna hefur minni þýðingu en boðskapur- inn. Sem raunsær rithöfundur hef ég alltaf sett mér mark. Það hefur oft gert mig óvin- sælan, bæði hér á landi og erlendis, að ég hef sett markið framar listinni. (Bækur ívars hafa komið út á 27 tungumálum.) Ég held því þó fram, að stórar og góðar bókmenntir hafi alltaf sinn ákveðna boðskap, eins og t.d. „Don Quijote" eftir Cervantes. Rit- höfundar hafa ritmálið sem verkfæri til þess að nota það. Rithöfundar og annað listafólk tilheyra þjóðfélaginu og eig að vinna í þágu þess. Hina gömlu kenningu um snillinga sem svífa hátt yfir þjóðfélaginu gef ég ekki mikið fyrir." KÓNGSGATAN OG Vændiskonan „Fyrsta bókin sem kom út eftir þig á íslandi var „Kungsgatan", sem í íslenskri þýðingu heitir „Gatan“. Þegar bókin kom út í Svíþjóð 1935 vakti hún strax geysi- lega athygli og jafnvel hneyksli. í bókinni lýsir þú á mjög raunsæjan hátt vændislíf- inu í Stokkhólmi, en Kóngsgatan var þá aðal-mellugata borgarinnar. Þú vissir greinilega um hvað þú varst að tala, því í endurminningum þínum skrifar þú að þú hafir oft fengið þér mellu. Leyfist mér að spyrja: gerir þú það ennþá?" „Nei, ég geri það ekki. Ég hef sem betur fer ekki þurft að notfæra mér vændiskonur eins mikið og margir aðrir. Vændislífið hefur eiginlega mest með hjónabandið að gera, því það eru aðallega þeir giftu sem notfæra sér það. Annars sé ég enga ástæðu til að líta niður á hórur, ég met þær eins mikils og húsmæður. Atvinna þeirra hefur verið stunduð um allar aldir í öllum löndum og ekkert við það að athuga, nema ef væri hætta á smitun kynsjúkdóma. Kynlífið hefur mikið að segja í lífi fólks, því kynþörfin er sterkt afl. Afi minn t.d. hafði.samræði við ömmu alla ævina og hann varð næstum 85 ára. Amma var ekki alveg eins ijörug og hann, hún vildi ekki sofa í sama herbergi, því hún hafði engan frið fyrir honum á nætumar. Það var afi sem ól mig upp, foreldrar mínir máttu ekki vera að því, og ég er mjög ánægður og þakklátur fyrir að hafa erft ijör hans! Þó að ég hafi kosið að lifa lífi mínu ógift- ur, þýðir það ekki að ég hafí lifað einlífi. Ég hef oft verið með konum árum saman, þó ég hafi ekki búið með þeim. Ég hef kosið líf án fjölskyldu til þess að geta einbeitt mér algjörlega að ritstörfunum. Ég hef aldrei séð eftir þessu vali. Ég sakna þess heldur ekki að eiga ekki böm. Mér þykir þó mjög vænt um böm, annarra manna böm.“ ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR „Hvað veistu um íslenskar bókmennt- ir?“ „Ég skammast mín fyrir hvað ég veit lítið um þær. Ég hef ekki lesið margar íslenskar bækur. Af fomsögunum hef ég lesið örlítið en aðeins meira af nútíma-skáldskap. Ég ber auðvitað mikla virðingu fyrir fom- bókmenntum ykkar eins og allt bókmennta- fólk gerir." „Hvað segirðu um Laxness?" „Það fyrsta sem ég las eftir hann var „Salka Valka", fyrir löngu síðan. Mér fannst hann þá alls ekki vera íslenskur, persónum- ar hans voru svo óíslenskar. Ég hafði skapað mér allt aðra mynd af íslandi og íslending- um. En svo þegar ég las Islandsklukkuna og aðrar bækur eftir hann skipti ég um skoðun." „Hefur þú hitt hann sjálfan, og ef svo er, hafið þið rætt um bókmenntir?" „Ég hef hitt hann nokkmm sinnum en við höfum aldrei talað um bækur, það gera rithöfundar sjaldan þegar þeir hittast. Þegar við Laxness höfum hist höfum við bara skemmt okkur og gefið skít í bókmenntim- ar. Þegar Laxness fékk Nóbelsverðlaunin fannst mér verðlaunanefndin velja einn af sfnum allra bestu bókmenntaverðlaunahöf- um. Til gamans get ég sagt þér, að Laxness hefur stungið uppá mér sem verðlaunahafa! Fyrir nokkmm ámm sá ég framhalds- mynd í sjónvarpinu sem var gerð eftir bók- inni hans „Paradísarheimt". Ég hef ekki lesið bókina en ég varð samt ákaflega hrif- inn af myndinni.“ „Margar af þínum sögum hafa verið kvikmyndaðar." „Já, en mér hefur sjaldan fundist vel takast. Kvikmyndaframleiðendur og leik- stjórar vilja gjaman taka tilbúnar frásagnir til að vinna úr, af því að þeir annað hvort nenna ekki eða geta ekki fundið uppá neinu sjálfir." „íslenski leikstjórinn Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndaði smásögu eftir þig fyrir sænska sjónvarpið fyrir stuttu. Hvað segir þú um það?“ „Svo sem ekkert." „Ég veit að þú hefur séð kvikmyndina hans „Hrafninn flýgur". Hvernig fannst þér hún?“ „Ekki góð.“ „Þú sást myndina um Erró í sjón- varpinu um daginn. Hvað segir þú um hann?“ „Mér geðjaðist ákaflega vel að mannin- um, en ekki að verkum hans.“ ÁKVEÐNAR SKOÐANIR Skoðanir ívars em mjög ákveðnar — og óútreiknanlegar. Nýlega fómm við á lista- verkasýningu, þar sem sýnd vom verk frá öllum Norðurlöndunum. Islensku listaverkin vom eftir Kjarval og Jón Gunnar Ámason. Málverkin eftir Kjarval vom 7 stórar lands- lagsmyndir, hver annarri fallegri. Ivar var nú ekki alveg sömu skoðunar: „Nei, svona getur Island ekki verið, það hlýtur að vera fallegra — og allt þetta dökka dmngalega hraun!“ Jón átti bara eitt verk á sýningunni, en það var geysistór abstrakt bátur úr stálrör- um, sem stóð á stálplötum. Verkið hét „Draumabátur". ívar var mjög hrifinn af bátnum, gekk mörgum sinnum í kringum hann og kvað þetta með betri bátum sem hann hefði séð á ævinni. yÉg ætti bara að fara með þessum bát til Islands," sagði hann hugsandi. Eg syrgði Gagarín. Var hægt að syrgja mann- eskju, sem maður hafði aldrei hitt? Ég held það. Það er einmitt þesskon- ar fólk, sem maður getur syrgt, vegna rþess að maður veit að það er ekki lengur tíþ-j/egna þess að það er enginn möguleiki á því að maður rekist á það. Maður hefur að sumu leyti dáið með því. Það verður tvöföld sorg. Ævisaga hans er í stuttu máli á þessa leið: Jurij Alexevitj Gagarín, ekki skyldur aðalsættinni með sama nafni, fæddist 9. mars 1934 í Ghats í rússneska Smolensk- héraðinu, þar sem faðir hans í byijun var bóndi, en sem vegna fótmeiðsla hafði orðið að gerast trésmiður. Þegar stríðið kom nokkrum árum eftir að Jurij Alexevitj bytj- aði í skólanum slapp faðirinn við að verða kallaður í herinn, vegna örkumlunar sinnar. Hann gat verið heima í trésmíðaverkstæðinu sínu. Þar smíðaði hann falleg húsgögn úr birki, hlyn og eik. Þegar þýski herinn nálg- aðist varð Jurij vitni að því þegar rússnesk JAK-flugvél af þýskri Messerschmidt-gerð var skotin niður. Flugmennimir lentu ómeiddir á engi. Áður en Jurij byijaði í skóla hafði hann lært að lesa með því að notast við leiðbeiningabók fyrir hermenn, sem rússneska fótgönguliðið hafði skilið eftir sig. Jurij Alexevitj, yngri bróðir hans Boris og nokkur önnur böm dreifðu flöskubrotum á vegina sem þýsku herbílamir óku um. Bíldekkin spmngu. Rauðhærðum bæjara, sem hét Albert, tókst að ná í Boris, tók í hnakkadrambið á honum og hengdi hann með trefli upp í tré. Móðirin og Jurij horfðu á hann beijast við dauðann, en þorðu ekki að gera vart við sig. Þjóðveijanum leiddist hvað hengingin gekk hægt. Hann hvarf á braut. Nánustu ættingjunum tókst að bjarga lífi Borisar, en hús fjölskyldunnar var brennt til kaldra kola. Þegar allt var um garð gengið byggði faðirinn nýtt hús handa þeim. Að lokinni skólagöngu vann Jurij Alexe- vitj við þungaiðnað í verksmiðju, sem fram- leiddi dráttarvélar. Frá unga aidri hafði hann haft óbilandi áhuga á flugvélum. í trésmíðaverkstæði föður síns hafði hann búið til líkön úr tré, sem hann lét heija sig til flugs út um glugga. Við lendinguna höfðu þau rekist á höfuð vegfarenda og hafði hann verið flengdur fyrir vikið. Seinna á ævinni dreymdi hann um að verða fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Þegar Jurij var átján ára gamall gerðist hann meðlimur í flugklúbbi í Saratov við Volgu. Hann var hvað eftir annað ávítaður fyrir slæmar lendingar þangað til dag einn að hann uppgötvaði að hann var of stuttur til að geta séð niður á jörðina úr flugstjórn- arglugganum. Hann fann þá uppá því að setja púða í flugstólinn. Skömmu seinna lauk hann flugprófi sem besti flugmaður klúbbsins. Hann giftist kvenlækni sem hét Valentína og kölluð var Valja. Þau eignuðust tvö börn. Að nokkrum tíma liðnum var hann kosinn úr hópi nokkurra fárra verðandi geimfara, neyddist til þjálfunar sem lílga mátti við pyntingar og varð síðan tæknimaður, sér- fræðingur á sínu sviði. Hann hélt sig nú hafa möguleika á því að verða fyrsti maður- inn í geimnum. Þegar Jurij Alexevitj Gagarín fór í háttinn kvöldið þann 12. apríl 1961 vissi hann ekki að snemma næsta morgun yrði hann valinn til þess að fara úr gufuhvolfi jarðarinnar í geimferðaskipi. Það var vegna þess hvað hann var lítill vexti og léttur sem hann hafði orðið fyrir valinu. Hann var látinn klifra upp stiga uppí farartækið. Geimferðaskipið Vostok II vó 4.725 kfló og hann fór með því einn hring í kringum jörðina í 320 km hæð. Hraðinn var 30.000 km á sekúndu. Hann fór úr gufuhvolfí jarð- arinnar eftir nokkurra mílna ferð frá yrfir- borði hennar. Innan stundar hafði hann líka jónhvolfið að baki sér og komst inn í hinn tóma geim. Tækin í geimskipinu sáu um sig sjálf. Inni í stjómklefanum var allt þyngdarlaust. Þegar hann losaði skrifblokkina frá vinstri handlegg sveif hún frá honum. Eins var það með þá þyngri hluti fyrir ofan plássið hans í flugstólnum þar sem hann lá á bakinu fastbundinn með reimum sem héldu honum kyrrum. í fyrstu skýrslunni sem Gagarín sendi stöðinni á jörðinni gegnum senditæki gleymdi hann því að hann var tæknimaður, vélmenni í fyrsta geimgerðaskipi mannkyns- ins. Fyrsta tilkynning hans var á þessa leið: - Ég sé jörðina sem bláa fjólu. Eftir eitthundrað og átta mínútur fyrir utan jörðina snéri hann til baka í gegnum gufuhvolfið og lenti á stað í hálfrar mflu íjarlægð frá þeim stað sem áætlaður hafði verið. Rétt fyrir utan Bajkonor unnu tvær konur á akri. Þær urðu fyrstar til að sjá hann. Þær hlupu yfir skoma akrana og hrópuðu: — Ertu fallhlífarstökkvari? - Já. Þegar þetta gerðist var Jurij Alexevitj tuttugu og sjö ára gamall. Sjö áram seinna fórst hann í reynsluflugi með hljóðfrárri flugvél. Bak við hið opinbera bros hans við öll hátíðahöldin og hyllingarnar leyndist lít- illátur, hugsandi Rússi, sem á unglingsáran- um hafði lesið bækur eftir Ijechov. I andliti hans var ör eftir slys, sem óprýddi hann og hann hafði orðið fyrir löngu fyrir geim- ferðina og sem alltaf var afmáð á myndun- um. Gagarín hafði kennt okkur að sjá fjóluna í nýju ljósi. í orðabókinni hafði maður áður lesið: „Fjóla“, ættkvísl Violaceae. Blóm fimmföld, lausblaða, neðra krónublað með spora. Aldin, skilveggjalaust hylki sem opnast gegnum þijú göng. Mirabellis fjóla hefur bleikblá vorblóm." Samtímis því sem Jurij Gagarín talaði fyrstu orðin frá geimnum kenndi hann okkur að sjá plánetuna Tellus, jörðina okkar, á nýjan hátt. Hann fékk fólk til að gera sér grein fyrir því að hún var óskaplega við- LEfiBOK MORGUNBLAPSINS 1. MARZ 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.