Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Blaðsíða 7
III Það var mikið skrifað um hvemig tekið var á móti Gagarín á flugvellinum fyrir utan Moskvu, þar sem allir helstu frammá- menn Ráðstjómarríkjanna höfðu safnast saman. Meðan flugherinn söng „Fljúgðu hærra, fljúgðu hærra" hafði geimfarinn fengið að hitta á rauðum dregli hinn grát- andi Krúsjoff, sem sló hann til ofursta á staðnum, sigurvegara geimsins og „hetju Ráðstjómarríkjanna“. A flugvellinum höfðu einnig foreldrar Jurij Alexvitjs verið, en hafði verið flogið með þau þangað frá heimabæ sínum. Þau voru ennþá mgluð eftir fyrstu flugferð sína á ævinni. Faðirinn var með derhúfuna sína á sér. Móðirin var með sveitasjalið sitt á herðum sér. — Þér var þó ekki kalt? spurði hún fyrsta geimfara jarðarinnar. Og hefurðu haft tíma til þess að fá þér að borða? Ég tók með mér nokkra kjötsnúða, sem ég gaf mér tíma til að baka handa þér áður en ég fór. Skildi Jurij Alexevitj það sjálfur á þessari stundu, hvað hann hafði gert og hvar hann hafði verið? Þegar hann hafði séð grænar heimsálfur, geysilega heimshluta, háa fjallhryggi, óend- anlega skóga, heimshöf og lönd hverfa fyrir neðan sig á jörðinni hafði hann ef til vill skilið það. A meðan hann fann ekki til þyngdar sinnar og þaut í gegnum tóman geiminn hafði hann ef til vill skilið það. En við orð móðurinnar um kjötsnúðana gerði hann það kannski ekki. Hann var hylltur svo ofboðslega einmitt af því, að hann hafði verið aleinn. Tveir eða þrír eða fleiri geimfarar hefðu ekki getað vakið slíka hrifningu. Fólk vildi hetjur einar sér. Hetjur verða að vera einar sér. Þótt það hefðu verið þúsundir og aftur þúsundir tæknimanna og verkamanna sem tekið höfðu þátt í afrekinu sem þessi eini geimfari var hylltur fyrir sást þeim ekki bregða fyrir. Svo óréttlátt var mannlífið. Við móttökuhátíðahöldin á Rauða torginu hlýtur Jurij Alexevitj að hafa fundið fyrir óöryggi. Orðrómur fór um að hann hefði sagt að sig langaði heim til þess að hjálpa Völju, konunni sinni, við að skipta á smá- bömum og fá að vera í eldhúsinu og þvo upp. Gagarin var kosinn til þess að verða fyrsti maðurinn sem steig á tunglið. Vega- lengdin sem hann fór var bara spor í áttina. Mannkynið flutti fram mark sitt. Fimm- hundmð ámm áður var það Kristófer Kól- umbus sem hafði komist til Nýja heimsins. Nú var það Jurij Alexevitj Gagarín sem vildi ganga á tunglinu. Oft fannst mér, þegar ég sá tunglið skína kringlótt og gult á haustkvöldum, ég veita Jurij Gagarín athygli, þar sem hann gekk fram og til baka þama uppi og las bók eftir Tjechov. Hann var lítill, ekki stærri en ég var, þegar ég reyndi að fljúga ofan af hlöðu- þakinu. Ég hafði verið langtum fyrri til en hann. í sannleika sagt var það, ég sjálfur sem ég sá ganga um meðal tunglgíganna. Gagarín uppfyllti ekki alveg minn eða annarra barna flugdraum en hann komst áleiðis. Milli hlöðuþaks og geimskipafarar- tækis vom bara nokkrar tommur. Farkostur minn úr tréslám og strigapokum var byggð- ur úr efni sama flugdraums og Vostok II. Hversvegna ég hef sagt frá Jurij Alexe- vitj Gagarín og flugtilraun minni frá hlöðu- þaki? það er af því að afl mannkynsins liggur í þrá til þess að ná þeim mörkum, sem það hefur sett sér. Það var þessvegna sem ég syrgði Gagar- ín, fyrsta geimfarann, sem lést í flugi með jarðarflugvél úr lítilli hæð og var jarðaður í Kreml-múmum. Við rætur múrsins, alveg eins og annars staðar á jörðinni, myndu böm halda áfram að eltast við flugdrauma sína. Má eigi sköpum renna? Ekkert gat komið í veg fyrir þá ófyrirleitni og skamm- sýni að útrýma geirfuglinum. Nú erum við stödd á Eldey örlaganna og nú er spurningin hvort hlutskipti íslenzkrar tungu og menningar verði hið sama og beið geirfuglsins. Eftir Kjartan Ámason Aðfaranótt hins 3. júní 1844 skreið áttæringur úr lægi í Kirkjuvogi á Reykjanesi. Um borð vom þrettán menn á leið útí Eldey; þeir æt- luðu að sækja þangað fugl sem herra Christian nokkur Hansen hafði gert pöntun í; fuglinn hét geirfugl. Áhugi á þessum fugli var ættlægur með þeim Hansenum enda hafði Peter Hansen, faðir þessa Christians, verið þátttakandi í leiðangri undir stjórn Johns Gilpins löggilts víkings og kafteins á hinu tuttugu og tveggja kanóna skipi Salamine. Eftir að hafa nánast lagt Þórshöfn í Færeyjum i auðn setti víkingurinn kúrsinn á Island og felldi ekki segl fyrren við Geirfuglasker, þar sem hann varpaði akkerum og áhöfnin gekk í land. Þarna eyddu nú Gilpin og menn hans — að Peter Hansen meðtöldum — heilum degi við glaum og gleði í fríðum fuglafansi og unnu það þrekvirki að murka lífið úr hundruðum fullorðinna geirfugla og troða egg þeirra og ungviði niðrí klöppina. Nokkmm ámm eftir þetta var fuglavinur- inn Hansen enn á ferð hér við land og nú á eigin vegum og í því skyni að bjarga Færeyingum frá bráðum hungurdauða sem við þeim blasti þegar Danir bönnuðu þeim að versla við Breta; og þareð Hansen var elskur að fugli hljóðaði hans einlæga ráða- gerð uppá að uppræta sult Færeyinga með íslenskum geirfugli. Kafteinn Hansen á skonnortunni Færöe, tíu kanóna skeiði, sigldi uppað Geirfuglaskeri og lét sækja þangað slíkan fjölda geirfugla sem hæfði stórhöfðingja en sökum þess að veður skip- uðust í lofti varð hálfur annar hellingur af dauðum fugli eftir í skerinu; um það bil viku seinna sigldi Færöe inntil Reykjavíkur; meðal farmsins um borð vom tuttugu og fjórir geirfuglar ásamt fáeinum tunnum af söltuðum fugli sömu tegundar; áhöfnin var ijóð í kinnum bústin og sælleg, Hansen hinn kátasti. Einn hinna ósöltu fugla var færður Geir biskupi Vídalín, fyrsta Reykjavíkur- biskupnum, sem hafði litlar vöflur á og sendi vini sínum suður á Englandi og er það önnur saga. Árla morguns lónaði áttæringurinn úti- fyrir lendingunni í Eldey; það var ekki tiltak- anlega vont í sjóinn en þó bullaði og sauð fyrir neðan stallinn þar sem er eini land- tökustaðurinn við eyna. Þrír menn úr hópi Þrettánmenninganna buðu sig til að reyna landgöngu og sækja fuglinn; þetta vom þeir Jón Brandsson, Sigurður ísleifsson og Ketill Ketilsson, hraustir menn og vaskir en Jón nokkuð tekinn að rekjast; sá fjórði sem beðinn var fylgja þeim þvertók fyrir að eiga nokkuð við þetta verk, sagðist láta sér annara um líf sitt en þá íþrótt að stúta fugli yfir kraumandi kvikupotti. Þremenn- ingarnir réðust þá til landgöngu og gekk það áfallalaust. Þegar þeir koma uppá stallinn sjá þeir hvar tveir geirfuglar sitja í samlyndi við annað fiðurfé og ugga ekki að sér sem vonlegt er. Þeir reyna ekki að veijast innrás mannanna með nokkmm hætti heldur hlaupa þegjandi og hljóðalaust innundir bergstálið sem rís uppaf stallinum; hnakka- kerrtir, vaggandi, vængstubbarnir lítið eitt útstæðir, hljóðir, flýjandi á um það bil gönguhraða manns. Jóni tekst með út- breiddan faðminn að króa annan fuglinn af uppvið bergið en Sigurður og Ketill ráðast að hinum og koma loks höndum á hann yst útá brún stallsins í nokkurra faðma hæð yfir bullandi kvikunni. Sigurður beitir fugl- inn fangbrögðum en Ketill snýr til baka og finnur þá egg liggjandi á berri klöppinni; hann þykist sjá að þetta sé geirfuglsegg en þegar hann tekur það upp reynist það vera brotið svo hann leggur það niður aftur; þetta var eina eggið. Vemlega hafði bætt í vindinn meðan á þessu stóð svo þeir félagar höfðu nú hraðar hendur; tóku fuglinn kverkataki og kyrktu, fleygðu síðan yfir í bátinn; ungu mennimir stukku á eftir en Jón gamli hikaði, báturinn þeyttist upp og niður útifyrir lendingunni og Jón hikaði; formaðurinn hótaði honum öllu illu, hrópaði til hans að hann mundi húkka hann með stjakanum ef hann stykki ekki eða jafnvel skilja hann eftir. Á endanum hentu þeir til hans kaðli og drógu hann gegnum brimið. I botni bátsins fyrir þrettán manna fótum lá alka impennis, álkan ófleyga, mörgæs vestursjávarins; tegundin minning; síðasta eggið brotið. Grundvöllur Sjálfsmynd- arOkkar Og nú emm við hér — á Eldey örlaganna, Eldey tungu og menningar. Það er sagt að skömmu fyrir miklar hamfarir í náttúmnni sæki á fólk óútskýran- legt slen, einhver höfgi sem leggist í hvetja taug og geri menn einna hallasta undir djúp- an svefn; slík verða þyngslin að margir ná ekki einu sinni að bregðast við þegar hörm- ungamar dynja yfir; og þeirra bíður auðvitað ekkert nema dauðinn. Einhvemtíma sagðist einhver vilja grípa harkalega í taumana í málefnum tungunnar og stöðva upphlaup þeirra ólmu gradda sem vildu hlaupa með hana í meintar gönur. Slík innígrip em vitanlega til alls líkleg en viðbrögð talenda þessarar sömu tungu em á sama veg og þeirra sem lifa undir yfirvof- andi hamfömm: óskiljanlegt áhugaleysi, einskonar algleymi. Það virðist mega tótusk- ast með móðurmáli þessarar þjóðar eins og hvern annan aumingja án þess nokkur hreyfi andmælum að neinu gagni. Og það er sem ekkert sé sjálfsagðara en að ráðist sé að því með hörku og fruntaskap því hver em viðbrögðin?: yppa öxlum og tu' ,jæja, ókei, olræt; fyrst þeir endilega vilja" og svo er allt gleymt. Ef einhver heldur að það dýrmætasta sem þjóðin á sé þorskur þá er það glómlaus misskilningur; það mikilsverðasta í fómm hennar er nefnilega móðurmálið, tungan sem hún talar og gerir sig skiljanlega á, tungan sem hún hugsar á, hlær og grætur á — tungan sem hana dreymir á. Þetta mál er gmndvöllur sjálfsmyndar okkar og virð- ingar og það sem gerir okkur að þjóð. Hver tími hefur sitt tungutak og málið hefur þann undursamlega eiginleika sem mennina skortir oft svo tilfinnanlega að geta lagað sig að breyttum aðstæðum og nýjum hug- myndum svo sem ekkert sé; engu síður er það viðkvæmt fyrir skorðum og höftum, það verður að fá að flæða og finna sinn farveg — rétt eins og hugsunin. Ef einhver vill eyðileggja þetta tungumál þá ætti sá hinn sami að grípa harkalega í taumana og það strax; vængstubbar þjóðarinnar í þessu landi virðast ekki nægja til að hefja hana á loft; þeir sem vilja skemma fá að dunda við það í friði. Skilgetið afkvæmi tungunnar er menn- ingin. Eða er það kannski öfugt? í sjálfu sér skiptir það engu, því ef annað deyr, deyr hitt líka. Einu sinni var ráðherra í landinu sem lýsti því sem einu af sínum æðstu markmiðum í menningarmálum að stuðla að gerð listrænna auglýsinga; það verður ekki annað séð en að ráðherranum hafí tekist þetta og er það vel því svona lagað færir þjóðina á það menningarstig sem hún á skilið. Aragrúi Hansena hefur í gegn- um aldirnar setið um menningu þjóðarinnar og gert ótal pantanir í menningararfleifð hennar, húkt eins og hræfuglar }rfir henni illa haldinni reiðubúnir að kroppa úr henni augun um leið og færi gæfíst. Og þeir bíða enn. Hinsvegar hefur mörlandanum alltaf tekist að varðveita þetta fjöregg sitt þótt hann ætti ekkert annað að éta en horina úr nefínu á sér; það er sem þjáningamar sameini menn. Nú er þjóðin afturámóti komin úr svelti, hefur nóg að borða og sumir ríflega það. Hansenamir bíða vissulega en mesta ógnin virðist koma innanfrá. Leiðir velmegun af sér andlegt dugleysi, „ég er vitlaus og mér líður vel“ — hugarfar? „Gefðu þeim að éta og svíktu þau svo“ hefur jafnan þótt þjóðráð og vænlegt til árangurs. Svo virðist einnig ætla að verða nú: Þjóðin liggur á meltunni og á meðan er verið að saga gat í gólfíð undir henni; fyrir neðan er hyldýpi menningarmálareglugerða, tungu- málauppskrifta og listamannaniðurskurðar- skráa, afgrunnur andlegrar ritstýringar; og það er enganveginn víst að þama niðri bíði Virgill til að leiða okkur uppí sjöunda himin. Auðna þjóðarinnar liggur ekki í skiftingu þegnanna í þjóðholla og óþjóðholla eftir því hver hugðarefni þeirra eru í starfí, leik eða námi; og ekki sakar að hafa hugfast að það þarf ekki þrettán til að gera útaf við eina tegund, einn stofn eða eina þjóð. Nú er geirfuglinn dauðastur fugla og hans hlutskipti hefur orðið að öðlast frægð fyrir það eitt að vera ekki til; þeir sem eyddir em fá upphafningu og hún er oft mikil vegsemdin sem minning þeirra hlýtur. En hvað gagnar það geirfuglinum nú? Fyrir löngu sagði maður nokkur að mannskepnan lifði ekki á brauði einu saman; hann var tekinn og negldur uppá tré. Ætli það sama mundi ekki gerast í dag? Kjartan Árnason hefur lagt stund á málvísindi í Ósló og er nú í islenzkunámi við Háskóla íslands. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 1.MARZ 1986 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.