Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Blaðsíða 14
Bragi Sigurjónsson if T AFTURA UNDIRSTÖÐUNA Fransmenn farnir að efast um frjálsræðið Sá franski ráðherrann sem er lengst til vinstri, Jean-Pierre Chevénement, er að hafa enda- skipti á frönskum skólum, íhaldsmönnum til ánægju. Síðan hann varð menntamálaráðherra í júlí 1985, hefur hann ekki einungis samið frið við einkaskóla og skóla kaþólskra manna, heldur hefur hann hafnað þeirri ftjálslæt- isstefnu sem hefur ráðið franskri mennta- hugsjón í tvo áratugi eða lengur. í stað þess að líta á skóla sem staði þar sem hæfileikar barna geti blómstrað með sem minnstri áreynslu og aðhaldi, heldur Chevénement fram ágæti dugnaðar, árangurs, ættjarðarástar og, umfram allt, aga. Þeir sem veija nútímastefnuna ásaka hann um að draga taum úrvalshug- myndarinnar. Eftir því sem gagnrýnendur hans segja, er Chevénement að færa menntastefnuna til baka um 50 ár. Ráð- herrann lætur þetta samt ekkeit á sig fá. Honum líður heldur ekkert óþægilega vegna þess lofs sem hann hefur hlotið frá hægrisinnuðum stjórnmálamönnum fyrir viðhorf sitt. Chevénement trúir því, að hann sé að verða við útbreiddum óskum foreldra með alls ólíkar stjómmálaskoðan- ir. Það er útbreidd skoðun foreldra að of margir franskir ríkisskólar standi alls ekki í stykkinu. Eftir því sem Chevéne- ment segir, yfirgefur fimmtihluti franskra skólabarna grunnskóla þau eru þá um 11 ára gömul án þess að kunna að lesa. Stefna síðustu-20 ára eða svo hefur verið að draga úr úrvali og samkeppnis- prófum, þó svo að franskir framhaldsskól- ar haldi enn uppi ströngu einkunnakerfi. Böm em ekki lengur látin lesa bækur eftir sígilda, franska höfunda, heldur bækur sem vekja frekar stundaráhuga. Þjóðfélagsstefnur, ekki utanaðlærðar dagsetningar og ártöl og skýring atburða, hafa verið ráðandi í sögukennslustundum. þetta þjóðfélagsmálatal hefur þótt tíska sem hefur vakið andstöðu margs fólks, þar á meðal Mitterrands forseta. Fijáls- lætismenn hafa haft það að leiðarljósi að í skólunum ættu böm að „læra að læra“, en ekki bara að vera troðin út af þekkingu. Chevénement er ekki á sama máli. Börn komast best að raun um hvernig á að læra, segir hann, með því að læra. Þetta er mikil breyting á þeirri menntun- arvenju sem er vinstrimönnum svo kær. Hinn nýi ráðherra leggur áherslu á mikil- vægi prófa, sígildra bókmennta og hefð- bundinnar mannkynssögu. Til þess að friða vinstrisinna hefur Chevénement kveðið á um samfélagsfræðikennslu í gmnnskólum næsta haust. Þessari kennslu er ætlað að vekja stolt franskra skólabarna af franskri lýðræðishefð og að gera Chevénement kleift að benda á, að hann hafi nú ekki alveg svikist undan merkjum. Þýtt úr „The Economist" frá 5. janúar 1985. MAT Á MÖNNUM eftir Hilmar Biering einni af fomsögum okkar er sagt að fáir bregði hinu betra ef viti þeir hið verra og þótt langt sé síðan þessi orð vom sögð em þau því miður sönn enn í dag. Opinskár og einlægur maður er gjaman talinn vitgrannur vegna þess að hann kann ekki að dyljast en þó em þetta eiginleikar sem við metum hvað mest meðal þeirra sem við þekkjum Athugasemd Fyrir margháttaðan misskilning birti Lesbók Morgunblaðsins „ljóð“ eftir undirrit- aðan sem bar heitið „Reykjavík“. Tekið skal fram að hér er um að ræða uppkast að Ijóði sem er engan veginn í prenthæfu ástandi. Ég er enn að vinna þetta ljóð. Virðingarfyllst, náið. Ef til vill væm fleiri opinskáir og einlægir ef þeir óttuðust ekki að skoðanir þeirra féllu ekki viðmælandanum í geð eða að þeir óttast að segja eitthvað sem orðið gæti skotspónn þeirra sem um þá tala síðar. Einnig kann ótti við að verða uppvís að fákunnáttu að leggja hömlur á það sem menn þora að segja því það nálgast dauða- synd að hafa rangt fyrir sér í viðurvist annarra og um langan aldur hefur sú bá- bilja fengið að þrífast að vitur maður þegi en hinn vitgranni tali. Enginn á þess kost að kynnast náið öllum þeim sem þeir umgangast og af því leiðir að mat okkar á mönnum fer oft eftir því hvemig menn koma fyrir. Við sjáum svipinn, hlustum á það sem sagt er og tökum jafnvel mið af klæðnaði þegar við gemm upp hug okkar um hvem mann þessar umbúðir hafa að geyma. En hvort sem maður er har vexti eða lágur, feitur eða grannur þá segir það auðvitað ekkert um hinn innri mann. Veki maður athygli okkar og ef okkur langar til þess að vita meira þá er algengasta ráðið að spyijast fyrir um manninn og enn kemur það, að fáir bregða hinu betra ef vita þeir hið verra. Við rekum upp stór augu ef við sjáum í minningargrein um mann að ekki hafi allt hans líf verið fellt og slétt. Sé þess til dæmis getið að viðkomandi hafí skilið við maka sinn mundi enginn ætla sem lesið hefur allt lofíð að slíkt gæti verið þeim að kenna sem lofaður er. Þó ætti flestum að vera það ljóst að sjaldan veldur einrr þá tveir deila. Öll emm við vegin og metin næstum í hvert sinn sem við gerum eitthvað eða látum eitthvað ógert og því miður eru allt of margir léttvægir fundnir vegna þess að fáir bregða hinu betra nema í minningargrein- um. Einn er þó sá hópur manna sem sagt er að þyki betra illt umtal en ekkert en það eru stjómmálamennimir enda gæti það bundið endi á stjómmálaferil ef hætt væri að tala um þá, samt em þeir háðir sama lögmáli og aðrir. Þessi nákvæma athygli sem stjómmálamanninum er veitt getur reynst honum erfíð því þá er honum bmgðið um hið verra jafnt af andstæðingum sem jafnvel af samheijum. Eitt er það mat á mönnum sem mun einna erfíðast en það er þegar menn em metnir til launa og þar með settir á ákveðna hillu í brauðstriti sínu. Við það mat er lagður sami mælikvarði á stóran hóp manna og þá kemur ef til vill í ljós gallinn á því að menn em ekki metnir hver og einn heldur starfíð sem slíkt. Þar sem um það er að ræða að meta einstaklinga til launa leynist að vísu sú hætta að litið sé frekar til þess sem manninum er ijötur um fót en hins sem til framdráttar má verða. Við mat á mönnum til launa er líklegast að árekstur verði á mati annarra á mannin- um og sjálfsmati hans. Mat manna á sjálfum sér er án efa viðkvæmasti þátturinn í öllu mati á mönnum en vanmeti menn sjálfa sig er varla von til þess að aðrir meti þá mikils. Að meta sjálfan sig hæfan til þess að tjá sig opinberlega í ræðu eða riti er áhætta og þar þarf í raun að fara saman kjarkur og kæruleysi. Kjarkur til þess að segja það sem mönnum býr í bijósti og það kæruleysi að hætta hugsunum sínum í dóm annarra. Sá sem þessar línur ritar veit að einnig hann verður veginn og metinn af þeim sem lesið hafa og að eina vonin er að verða ekki léttvægur fundinn. í hálfum hljóðum Þegar ég sofna sáttur burtu héðan sýnist mér rökin hnígi öll aðþví að lokið verði lífi mínu beinu, ogskuliég vera alveg fordómsfrí finnst mér það muni ekki skipta neinu, ekki þó vegna þess égþykist lakar þorranum hafa starfað yfirleitt — margt hefégsýslað sumurjafnt og vetur — en ég held ekki að í mér búi neitt sem ástæða er til aðreyna nokkuð betur. Það er svo annað mál að ekki að heldur úrlausn éghafi skynjað nokkra á því hvað hafi í fýrstu rofið myrkrið rauða eða til hvers — ogkomið okkurí óþrotleg heilabrot um lífogdauða. Þau mistök urðu við lokavinnslu á Lesbók 22. febrúar að ein myndanna með grein Bjarka Jóhannessonar arkitekts um mið- borgir og þátt verslunar og viðskipta þar féll niður. Myndin er því birt hér og textinn sem henni fylgdi: „í miðborgum er landverð hæst. Myndin sýnir landverð í borginni Topeka í Kansas í Bandaríkjunum." Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Stefán Snævarr Höfundur er borgarstarfsmaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.