Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1986, Blaðsíða 10
 ■* væntingar og vonar, áfengissýki og sjúk- dóma og ótimabærs dauða. I Saigon eru engar árstíðir, bara stöðugur, lamandi hiti. ÓSIGURINN VIÐ DienBienPhu í heimsstyijöldinni síðari, þegar Frakk- land var á valdi Þjóðveija, reiknuðu flestir Frakkar austur í Víetnam fastlega með því, að Þýzkaland og Japan mundu vinna stríðið. Lengi vel létu Japanir þó frönsku nýlenduherrana í Víetnam í friði, þar til þeir af einhverri ástæðu réðust skyndilega inn í landið í marzmánuði 1945 og hemámu það á skömmum tíma, rétt áður en þeir biðu sjálfír sinn mikla ósigur í heimsstyijöld- inni, þegar Bandaríkjamenn vörpuðu atóm- sprengjum á Hirosima og Nagasaki. Um sama leyti áttu Fakkar ásamt Englending- um í stöðugum skærum við norður-víet- namskan uppreisnarher undir forystu Ho Chi Minhs. Bandaríkjamenn, sem alltaf hafa haft megnustu andúð á nýlendustefnu Evr- ópumanna, studdu á þessum tíma Ho Chi Minh og þjóðfrelsishreyfingu hans með ráð- um og dáð í baráttunni við frönsku nýlendu- herrana. Þegar heimsstyijöldinni síðari lauk, heldu Frakkar einir áfram að beijast við Víet Minh-liða Ho Chi Minhs, og áður en varði logaði allt Vietnam í styijaldarátökum á nýjan leik. Úrslitaorustan milli franska ný- lenduveldisins og víetnömsku þjóðfrelsis- hreyfíngarinnar var svo háð við Dien Bien Phu árið 1954, þar sem Frakkar biðu alger- an ósigur og misstu mikinn liðsafla. Veldi þeirra í Víetnam var þar með lokið, tæplega hundrað ára franskt nýlendutímabil á enda. Þá komu Bandaríkjamenn skyndilega til skjalanna og hófu sitt eigið Víetnamstíð, þar sem Frakkar höfðu orðið frá að hverfa í baráttunni við Víet Minh. Eins og venjulega skildi enginn í Saigon þá pólitík, sem lá til grundvaliar þessum styijaldarátökum. Enn Meiri Hernaðarlegar Hrakfarir Ótrúlegt, nær algjört þekkingarleysi Bandaríkjamanna á landi og þjóð Víetnams kom strax í upphafi berlega fram í styijald- arrekstri þeirra þar eystra. Þetta land var gjörólíkt Virginíufýlki eða Vestur-Evrópu, viðhorf Víetnama og hugsunarháttur, siðir og venjur voru algjörlega framandi, bar- dagaaðferðir þeirra komu óþægilega á óvart. Gífurlegur fjöldí bandarískra hermanna féll í valinn í árangurslausum sóknarlotum hins volduga herveldis gegn Víet Minh, sem Bandaríkjamenn tóku að kalla Víet Cong- liða; feikilegt magn dýrustu hergagna, þaulhugsaðra morðtóla og herbúnaður, tapaðist ýmist með öllu á fenjasvæðunum, í frumskóginum eða féll í hendur Norðan- manna og var brátt beint gegn Bandaríkja- mönnum sjálfum. Ameríkanar vissu aldrei almennilega, hvaða Víetnamar voru á þeirra bandi og hveijir voru óvinir. Þjónninn á bamum í Saigon gat verið Víet Cong, vændiskonan, sem bandaríski foringinn var að gamna sér við um nóttina, gat átt það til að draga upp hníf og keyra í bakið á ástmanni sínum, víetnömsku hermennimir, sem börðust við hlið Bandaríkjamanna úti á vígvöllunum, gátu verið Víet Cong-liðar í dularklæðum. Allt var svo fjarstæðukennt, svo ótrúleg fásinna, jafnvel í verzlun og viðskipum. í Saigon gekk sú saga, að banda- rísk hemaðaryfirvöld hefðu helzt keypt sementið í hemaðarmannvirki sín í Suður- Víetnam í Singapore, en Kínveijar þar í borg fluttu sementið inn frá Hanoi í Norður- Víetnam. Bandaríkjamenn notuðu sementið m.a. til að steypa flugbrautir á herflugvöll- um við Saigon, en þaðan flugu svo sveitir bandarískra sprengjuflugvéla til árása á sementsverksmiðjumar í Hanoi og víðar í Norður-Víetnam. Tuttugu ára styijöld Bandaríkjamanna í Víetnam lauk svo hinn 29. apríl 1975 með algjörum ósigri, þegar hersveitir Norður- Víetnama tóku Saigon með áhlaupi; daginn eftir var allt Víetnam á þeirra valdi. Banda- ríkin, voldugasta herveldi heims, höfðu gefíst upp í Saigon. Bandarísku herforingj- amir og fjölskyldur þeirra fluttu út úr stóru, glæsilegu einbýlishúsunum, sem Frakkar höfðu reist á nýlendutímabilinu; leiðtogar frelsishreyfíngar Sunnanmanna og fulltrúar stjómvalda í Norður-Víetnam fluttu inn. ÁFRAM SlGLT UNDIR NÝJUFLAGGI Einnig í þetta skiptið skrapp ég út í Cholon, útborg Saigons þar sem um það bil ein milljón Kínveija bjuggu hér áður fyrr. Margir þeirra, sérstaklega hinir auðug- ari, hafa selt eigur sínar, tekið fjármuni sína í gulli og horfið úr landi, sumir á löglegan hátt, aðrir sem bátaflóttafólk. Kínveijamir frá Cholon skjóta svo upp kollinum síðar meir í Singapore, Thailandi, Kalifomíu eða í Ástralíu. Síðdegis á hveijum fimmtudegi hefur sig á loft flugvél frá Air France á flugvellinum Than Son Nuth við Saigon. Þúsundir manna safnast þar saman til að kveðja ættingja sína, sem eru að flytjast úr landi. Ennþá býr mikill §öldi Kínveija í Cholon; það sézt m.a. af áletrununum yfir verzlunum þeirra og verkstæðum. Á götunum er ennþá sami manngrúinn, sama háreystin eins og þegar Marguerite og kínverski elskhuginn hennar lágu bak við rimlatjöldin og hlustuðu í hitasvækju síðdegisins á raddklið veg- farenda fyrir rúmlega hálfri öld. Saigon, Parísarborg Austurlanda, er eins og fallegur skrúðgarður, skrifaði franski landstjórinn um síðustu aldamót og enn þann dag í dag eru það sannmæli. Saigon er líka stríð og ást, ósigur og uppgjöf, sjúk- leiki og dauði, örvænting og von. Saigon er barmafull af öllu því bijálæði, sem einkennt hefur mannkynssöguna á síð- ustu áratugum. Hún er óræð gáta, miskunn- arlaust heit borg, þar sem allt of mikið hefurþegargerst. Þúsund ár styrjaldarátaka Á 10. öld Víetnamar losa sig undan yfirráðum Kín- veija og taka að setjast að í syðri hluta landsins. 1858 Frakkar heija landvinningastríð í Víetnam. 1859 Frakkar hertaka Saigon. 1867 Frakkar ráða orðið yfir öllum suðurhluta Víetnams. 1884 Allt Víetnam á valdi Frakka. 1897-1903 Paul Doumer landstjóri Frakka í Víetnam. 1930 „Kommúnistaflokkur Indókína" stofiiaður. 1940 Franska Vichystjómin snýst gegn Jajiönum. 1941 Þjóðfrelsishreyfingin Víet Minh stofnuð. 1945 Ho Chi Minh lýsir jrfír sjálfstæði Víet- nams; Englendingar, Frakkar og Japanir beijast saman gegn Víet Minh-liðum, síðar eru það Frakkar einir, sem stríða gegn þjóð- frelsishreyfíngunni. 1954 Frakkar bíða ósigur við Dien Bien Phu. Sáttmáli undirritaður í Genf, sem í reynd verður til þess að skipta Víetnam í tvo hluta. Styijöld á nýjan leik, þar sem Banda- ríkjamenn verða hinn stríðandi aðili gegn þjóðfrelsishreyfingunni, í stað Frakka áður. 1973 Samkomulag um vopnahlé gert í París. Víetnam áfram skipt í tvo hluta. 1975 Hersveitir Norður-Víetnama og þjóðfrels- ishreyfíngar Suður-Víetnama taka Saigon herskildi. IKaliforníu tók hópur sérfræðinga í líffærafræði taugakerfisins sér nýlega fyrir hendur að rannsaka sýni úr heila Alberts Einstein með það að markmiði að öðlast skilning á eðli snilldar. Vísindamennirnir gerðu samanburð á heila Einsteins og heilasýnum úr „venjulegum" einstaklingum og gerðu sér vonir um að þannig fengjust líffræðileg sönnunargögn sem skorið gætu úr því í hveiju munurinn á sérstöku hæfíleikafólki og venjulegu fólki væri fólginn. Áþekkar rannsóknir hafa farið fram áratugum saman en árangurinn hefur orðið harla lítill. Þessi rannsókn leiddi ekki til niðurstöðu. í þessu sambandi vaknar spumingin um það hvort slíkar rannsóknir séu siðferðilega réttlætanlegar jafnvel þótt þær bæru árang- ur sem hefði vísindalegt gildi. Þeirri spum- ingu leitast Walter Reich við að svara í grein sem birtist í New York Times Magaz- ine, um leið og hann skýrir frá ástæðu þess að hætt hafi verið við slíkar rannsóknir á heilum manna á borð við Lenín og Ivan Pavlov. Greinarhöfundur er geðlæknir í Washington D.C. og höfundur bókarinnar A Stranger in My House: Jews and Arabs in the West Bank. Reich segir um þessar heila- rannsóknir: „Kannski við ættum að sýna þeim látnu þá virðingu að láta heila þeirra ífriði." ElNSTEIN: TÁKN FULLKOMNUNAR I auglýsingaherferðum þar sem glysgimi er ríkjandi kom alþjóðafyrirtæki því inn hjá neytendum að snilld framleiðslunnar jafnist á við snilld Alberts Einstein. Síðan Einstein lézt fyrir 30 árum er hann orðinn þvílíkt tákn um fullkomnun og hámark mannlegra yfirburða að jafnvel kaupsýslumenn eru famir að bera lotningu fyrir kostum hans og manngildi enda þótt honum tækist aldrei að hafa reglu á eigin fjárreiðu. Það er því ekki að undra þótt vísindámenn séu enn þann dag í dag að grafast fyrir um ástæður þess að hann var svo snjall. Aðferðin sem þeir nota kann að virðast algjörlega rökrétt: Þeir rannsaka heila hans. Hópur sérfræðinga í líffærafræði tauga- kerfisins, sem starfandi er í Kalifomíu, hafði nýlega upp á heila Einsteins í Missouri þar sem líffærið hafði varðveizt og verið geymt í pappakassa á bak við ölkæli í Kansas en verið flutt þaðan þegar meinafræðingurinn er á sínum tíma hafði krufið lík Einsteins fluttist búferlum. Vísindamönnum, er starfa undir stjóm Marian C. Diinond og Amold B. Scheibel, tókst að fá meinafræðinginn til að láta þeim í té fjögur lítil sýni úr heilan- um og þau vom síðan athuguð í smásjá. Rannsóknin leiddi til niðurstöðu sem gaf ástæðu til að ætla að í einu þessara sýna væri vefur sem kynni að hafa gegnt sérstöku hlutverki varðandi snilld Einsteins. Niðurstaðan vakti vemlega athygli meðal vísindamanna á þessu sviði en jafnframt ágreining. Þó kann að vera að í þessu sambandi hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til þess að rannsóknir, sem Einstein- rannsóknin var einungis liður, í eiga sér langa sögu. í þeirri sögu em kaflar er varða aðra merkilega heila, m.a. Leníns, og hún kann fremur að varpa ljósi á það hvemig litið er á snillinga og það vald sem þeir hafa yfir öðm fólki en að skýra ástæðumar fyrir sjálfri snilldinni. HEILILENÍNS: 34 ÞÚS. SNEIÐAR Árið 1925, ári eftir að Lenín safnaðist til feðra sinna, fól Sovétstjórnin Oskar Vogt prófessor og forstöðumanni Kaiser Wilhelm heilarannsóknastofnunarinnar í Berlín að rannsaka heila hins látna Sovétleiðtoga. Vogt var fenginn til að koma á fót sérstakri stofnun í Moskvu sem hafði það hlutverk eitt að skýra frá sjónarmiði „efnishyggjunn- ar“, þ.e. efnafræðilega, orsök hinnar póli- tísku og heimspekilegu snilldar Leníns. Skv. fréttaklausu í Prövdu 1927 skýrði Vogt háttsettum sovézkum embættismönn- um frá því að honum hefði tekizt að skipta heilanum í 34 þúsund sneiðar svo unnt væri að rannsaka hann til hlítar. Skömmu eftir að greinin birtist í Prövdu birtist í The Joumal of the American Medical Association grein þar sem tekið var undir sjónarmið Vogts, en þar segir m.a.: „Merkjanleg þróun strýtulaga fmma (í heilaberki Leníns) hafði það óhjákvæmilega í för með sér að starfsemin í hinum margvís- legu hlutum heilans varð örari en ella. Fjöldi boðleiða frá stiýtuframunum tengdi þá hluta heilans sem annars hefðu verið algjörlega aðskildir. Þessar boðleiðir skýra ennfremur hina miklu fjölbreytni og marg- breytileika þeirra hugmynda sem til urðu í heila Leníns og einkum og sér í lagi hæfi- leika hans til að gera sér á svipstundu grein fyrir kjama málsins þegar hann stóð frammi fyrir flóknum vandamálum og viðfangsefn- um . . . Hinar fjölbreytilegu hugmyndir og margslungið eðli þeirra, ásamt því hve Lenín var skotfljótur að átta sig á við- fangsefnum og skilja þau, gæddi hann óvenjulegu innsæi... Með öðmm orðum má skýra heilastarfsemi Leníns svo að aragrúi samstilltra hljóða, sem streymdu fram í hröðu og stöðugu flæði, hafi myndað heildarbylgju stórfenglegs jafnvægis ... Þetta er lykill efnishyggjunnar að því hvern- ig snilld Leníns var háttað." Samkvæmt frásögn Stefans T. Possony í bókinni „Lenin: The Compulsive Revolut- ionary" hafði Vogt uppi metnaðarfullar áætlanir um framhaldsrannsóknir á heila Leníns. Gerðar vom áætlanir um rannsóknir á heilum einstaklinga sem enn vom í tölu lifenda. Þannig var ætlunin að rannsaka heilahvel sovézkra snillinga á borð við rit- höfundinn Maxím Gorkí, skáldið Vladimír Majakovskí og það sem kemur mest á óvart, Ivan Pavlov sem uppgötvaði það fyrirbæri í náttúmnni sem nefnt hefur verið viðbröggð við umhverfisáreiti. Ekki leið þó á löngu áður en yfirvöldum í Sovét hætti að lítast á skoðanir Vogts varðandi mismunandi heilastarfsemi meðal fólks af mismunandi kynþætti. Árið 1930 var hann kominn aftur heim til Þýzkalands og Heilastofnunin í Moskvu tók að helga sig öðmm viðfangsefn- um en heila Leníns. Engin Tengsl Sannanleg Tilfellið Lenín var að þessu leyti aðeins einn fjölmargra liða í tilraunum með það að markmiði að finna taugafræðilega orsök snilldar. Heili Jozefs Pilsudski marskálks sem var þjóðarleiðtogi og forsætisráðherra í Póllandi á millistríðsámnum var líka skor- inn í sneiðar — 13 þúsund talsins — og sama er að segja um heila annarra mikils- háttar manna í Evrópu, m.a. vísindamanna, heimspekinga, listamanna og stjómmála- manna. í engu þessara tilfella reyndist unnt að sanna að tengsl væm milli líffærafræði taugakerfisins og afburðagreindar eða andlegra hæfileika. Reyndar greindu sumir þættir Einstein- rannsóknarinnar hana frá öðmm slíkum rannsóknum. í fyrsta lagi vom yfirburðir Einsteins augljósari en yfírburðir Leníns, Pilsudskis og annarra sem áður höfðu komizt undir smásjá taugafræðinga á þess- ari öld, a.m.k. að svo miklu leyti sem slík er skilgreinanlegt. Að auki beittu taugafræðingamir í Kali- forníu nýstárlegri aðferð við að nálgast viðfangsefnið. Aðferðin gmndvallaðist á verklagi sem einn vísindamannanna, Marian Diamond, hafði beitt er hún athugaði áhrif auðgandi umhverfis á rottur. Hún veitti því athygli að rottur sem settar vom á stað þar sem aðrar rottur vom fyrir, auk marg- víslegra og valinna hluta, framleiddu fleiri fmmur í taugavefnum sem flytja ekki boð en styrkja taugungana og stuðla að viðhaldi þeirra en átti sér stað hjá rottum sem lifðu í vanræktu umhverfi. Þessar stoðfmmur virðast m.a. hjálpa til við efnaskipti í nær- liggjandi taugungum sem talið er að annist andlega starfsemi heilans. Þannig taldi Diamond ástæðu til að ætla að fjölgun stoðfmma kynni að hafa endurspeglað aukna starfsemi taugunga hjá rottum sem lifðu í auðgandi umhverfi. VÍSBENDING STOÐFRUMA Með því að beita þessari aðferð — að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.