Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Page 9
Bliadur Mínótárus. Viðfangsefni úr forn-grískum goðsögnum voru Picasso afar
hugstæð.
ríska raunsæismálarann Helnwein.
ts, bæði konur almennt, svo ogeiginkonur
at slegið á ólíka strengi, eru hérportret
þótt hann værifyrir iöngu genginn
ndaf Olgu konu sinni í raunsæisútfærslu
'j Maar, sem síðar varð eiginkona hans,
uáluð 1937.
umgerð svipmynda úr lífinu, — þetta eru
meginstefnin í verkum Picassos.
Maðurinn
Innan svimandi hrynjandi stflþróunar
Picassos og á öllum æviskeiðum hans birtist
ímynd mannsins æ ofan í æ eins og fastur
þáttur. Stundum eru það andlitsmyndir af
ættingjum og vinum, stundum dansmeyjar,
beinamenn, trúðar, nautabanar, riddarar og
stríðsmenn, framan af á raunsæisskeiðinu
með fáum formbreytingum, en síðar meir
með áberandi afmyndunum andlita og lík-
ama.
Maðurinn er meginstef hugsunar hans
og sköpunar, hvort heldur ímjmd hans birt-
ist okkur ljúf og notaleg á bláu og bleiku
tímabilunum, sundruð á skeiði kúbismans
og síðar, afmynduð en þó þekkjanieg í súrr-
eaiisma hans og í höggmyndunum, eyðilögð
á tímum borgarastyrj aldarinnar á Spáni og
svo endurheimt og fullþroska á síðasta
æviskeiði hans.
MÁLARINN, FYRIRSÆTAN
OGKONAN
Picasso tekur oft fyrir stefið um málarann
að vinnu andspænis fyrirsætunni, kemur
þar sjálfur að eins og hver annar áhorfandi
og leggur sig fram um að sýna yndisþokka
fyrirsætu sinnar og stellingu.
Mjúkar línur líkama fyrirsætunnar eða
einstaklega frjálslegar stellingar verða til-
efni margvíslegra formhugleiðinga og flytja
okkur ímynd konu, hvort heldur hún aðhefst
ekkert ellegar hefur sig í frammi í samskipt-
um sínum við málarann.
Konan er eitt höfuðstefið í verkum Picass-
os, sem uppspretta innblásturs, sem tákn
lífeins, sem félagi, í erótískum tilbrigðum,
hún er það stef sem langsamlega oftast
kemur fyrir. Áhyggjulaus hreinskilni hans
í kynferðismálum og sú sannfæring hans
að skynjanir mannsins í æsku séu öðrum
dýrmætari, svo og barátta hans gegn ellinni,
kemur fram í þeim ótal mörgu elskendum
í innilegum faðmlögum sem birtast í verkum
hans. Sem andstæðu þessarar munúðarfullu
ímyndar konunnar sýnir hann okkur í ótal
myndum af móður og bami ákaflega ljúfa
og vinalega konuímynd.
Skepnur Og Skrímsli
Picasso gaf alla tíð mikinn gaumi heimi
dýranna, allt frá því hann var fróðleiksfús
drengur heima í Malaga. Þar urðu til fyrstu
teikningar hans af dúfum, hönum, lömbum,
geitum, hestum og einkum og sérílagi
nautum, sem ætíð voru eitt af eftirlætisvið-
fangsefnum hans. Dýrið, skepnan, var
honum kjörið tæki til að túlka óraunsæjar
tilfinningar. Þess vegna gerir hann manninn
líkan dýri og dýrin mannleg að því marki
að þau verða að skrímslum, tákn sundur-
tættra vera sem þjást, eru full ótta og
ástríðna, sem fæðast í hugarflugi lista-
mannsins á sögulegu augnabliki þar sem
listrænar afmyndanir hans samsvara hrika-
legri eyðileggingu manna í Evrópu á þessum
árum. Er hann svo, á árunum eftir 1950,
að heimsstyijöldinni iokinni, kemur aftur
heim til Miðjarðarhafsslóðanna gamalkunnu
birtast á ný í verkum hans hinar þekkilegri
ímyndir skógarpúkans, kentársins sem leik-
ur á flautu sína, dísarinnar sem dansar,
kiðlinganna sem lofsyngja sólina og allt
umhverfis himinn og jörð í hreyfingarlausu
ríki náttúrunnar, þar sem lifandi verur þurfa
að koma til ef eitthvað á að gerast.
Naut Og Nautaat
Einstakt dálæti Picassos á nautunum
byijaði þegar í bemsku er hann vann sér
inn með teikningum sínum peninga til þess
að komast á nautaat síðdegis á sunnudög-
um. Hann var alla ævi tryggur aðdáandi
nautaatsins, þessarar baráttu upp á líf og
dauða milli manns og skepnu. Jafnvel í ell-
inni sótti hann reglulega nautaöt sem efnt
var til í Arles til þess að halda beinum
tengslum við list nautaatsins.
Aðdáun Picassos á framvindu og stfgandi
nautaatsins kemur hvað skýrast fram í
aquatint-ætimyndunum frá 1976, sem til-
einkaðar eru nautabananum Pepe Illo. Þar
dregur listamaðurinn upp með leikandi hendi
og ömggri tækni í skuggum og sveipum
allar hinar fastmótuðu hreyfingar nautaats-
ins og sýnir okkur stungumann (picador),
veifupilt -(banderillero) og nautabanann
sjálfan á örlagastundum í starfinu.
StríðOgFriður
Maður sem sífellt var með hugann við
lífið og dauðann hlaut að endurspegla harm-
leik stríðsins með engu minni þráhyggju-
og ástríðuþunga í málverkum sínum.
„Gueraica“ er óefað frægasta verk Picass-
os. Það er ekki sögulegt málverk þótt það
greini frá hræðilegum, sögulegum atburði,
ekki heldur líkinga- eða táknsaga heldur
er það ákall, neyðaróp málaralistarinnar
gegn villimennsku, óraunsæi og grimmd
mannskepnunnar. Ekki leikur nokkur efi á
því að stríðin mörkuðu djúp spor í vitund
hans og í mörgum málverkum sínum tjáir
hann andstyggð sína á stríði. (Maison cham-
el 1944, Masacre en Corea 1951, Guerra
1952.)
LANDSLAGOG
Mannamyndir
Líklega hefur Picasso ekki gefíð jafn lítinn
gaum að neinu viðfangsefni á afkastamikl-
um ferli sínum og einmitt landslaginu.
Landslag er í verkum hans alltaf háð öðrum
meginsteflum, sem hann túlkaði í líki
manna, dýra, atburða eða hluta. Landslagið
var einungis eðlileg umgerð um viðburði
mannlífsins, einatt umhverfi innanhúss, sem
hann nýtti sér sem baksvið meginstefja
sinna eða myndgerða.
Mannamyndimar lúta öðmm lögmálum.
Þær eru alltaf af fólki sem honum er nákom-
ið eða nátengt, af vinum hans, konunum í
lífi hans, sem vom margar. Francoise Gilot,
Maia, Claude og Paloma, Marie Therése
Walter, Dora Maar, Sylvette David og
Jacqueline Roque, sem hann gekk að eiga
árið 1961 og túlkar í verkum sínum á stilli-
legri hátt.
Teikningar þær er hann tileinkaði á sínum
tíma Stravinsky og Erik Satie em meistara-
legar og nefna má sjálfsmyndir hans, sem
honum þótti sjálfum litlu máii skipta.
Tónlistin Og Hljóðfærin
Gítarinn, fiðlan, mandólínið og yfirleitt
öll strengjahljóðfæri og svo flautumar birt-
ast oft í verkum Picassos. Á kúbismatímabil-
inu em þau oft sundurbútuð, ásamt dag-
blöðum og borðum, í höndum hljómlistar-
manna, eða sem vínskenkir, sem sérstök «
listaverk gerð af einstöku hugarflugi,
skemmtilegt stef og gagnlegt í listrænu
tilliti, en hafði ekki neina sérstaka þýðingu
í lífi hans.
Er við íhugum hinn stórkostlega afrakst-
ur af ævistarfi Picassos sjáum við að merki-
legast við hið ótrúlega framlag hans til list-
sögunnar er þó ekki myndefnið í sjálfu sér,
heldur það sem kalla mætti staðföst sér-
kenni hans, hinn skáldlega og lýsandi sann-
leiksþorsta, sem gerir honum kleift að vera
í senn vandfýsinn ogsfleitandi, eyðileggjandi
og uppbyggjandi, stjómleysingi og góður »;
skipuleggjandi.
Með tilliti til hins mikla og margbreytilega
framlags Picassos til listarinnar er ekki
unnt að setja hann undir mæliker neins eins
stfls, neinnar einnar tækni né tfmabils i
listinni, persónuleiki hans og stef þau er
endurspeglast í allri listsköpun hans em
öllu heldur til marks um opinhuga listamann
sem kann að hlita mannlegum tilfinningum
og breyta þeim í sannfærandi myndir með
óþijótandi sköpunargleði sinni.
Sonja Diego þýddi.
Aitor Yralo er lektor i spænsku við Háskóla íslands.
Málarinn og fyrirsæta hans. Viðfangsefni, sem þó nokkuð oft kemur fyrir hjá Picasso. Myndin
erfrá 1963.
I
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 31.MAH986 9