Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Qupperneq 11
hún skírð. Ekki er hægt að sjá hvað af
henni varð og sennilega hefúr hún dáið á
fyrsta ári, en presti ekki þótt taka því að
færa dánardag í bók, en fæðingardagur
Áslaugar er skráður 6. apríl 1855.
Rúmu ári síðar áttu þau son saman, er
Hannes var skírður, faeddur 7. nóvember
1856. Þá eru þau til húsa á ípishóli.
Enn liðu tvö ár. Þá fæddist þeim Maríu
og Hannesi enn sonur, þann 30. desember
1858. Hann hét Rósinkar Frímann. Þá var
Hannes húsmaður í Brekku hjá Víðimýri,
en María vinnukona á Valabjörgum á Skörð-
um.
í kirkjubók Glaumbæjarprestakalls er
skráð 1859: „Hannes Hannesson og María
Bjömsdóttir fluttu frá Brekku fram í Tungu-
sveit, húsfólk með syni, Hannes og Frí-
mann.“
Ekki er sagt á hvaða bæ þau fluttu, en
Tungusveit var þá skipt milii Mælifells og
Goðdalaprestakalla og manntöl tekin á 5
ára fresti, eins og áður er getið um.
I þætti Stefáns á Höskuldsstöðum er
skráð: „í manntalinu 1860 er Hannes til
heimilis í Húsey „lausamaður, lifír af sínu“
segir þar. Þá er Hannes sonur hans á næsta
bæ, Ytra-Vallholti, „tökubam" kallaður, þá
fjögurra ára. En María er þá vinnukona á
Ysta-Vatni með Rósinkar Frímann tveggja
ára.“
Árin 1861 og 1862 er María á Syðsta-
Vatni, vinnukona hjá Jónasi Jónssyni hrepp-
stjóra. Rósinkar er þar líka með móður
sinni, skráður tökubam. 1863 og 1864 er
María með son sinn í Efra Lýtingsstaðakoti,
en 1865 flytjast þau að Sveinsstöðum og
em þar til 1869. Ekki er hægt að sjá annað
en María hafí unnið fyrir syni sínum þessi
ár sem þau vom á Sveinsstöðum.
Þessi ár var Hannes Hannesson í Lýtings-
staðahreppi, en ekki vom þau María á sama
bæ, en í nágrenni. Árið 1862 er Hannes
vinnumaður á Skíðastöðum með Hannes son
þeirra Maríu. Árið 1863 em þeir feðgar á
Hafgrímsstöðum, en María komin í Efrakot.
Árið 1864 fluttist Hannes með son sinn frá
Hafgrímsstöðum að Breið og var þar, það
sem hann átti eftir.
Þessi nafnkenndi gáfu- og kvennamaður,
Reykjarhóls-Hannes eins og hann var stund-
um kallaður, andaðist á Breið 12. júní 1866,
47 ára. Bamsmóðir hans María Björnsdóttir
gæti hafa fýlgt honum til grafar að Goð-
dölum, en hún var þá á Sveirisstöðum, eins
og fyrr er sagt.
HÚSFREYJA VILDIHAFA
BóndaSinnEin
Árið 1869 hafði María vistaskipti, fór
frá Sveinsstöðum að Villinganesi með Frí-
mann son sinn. í Villinganesi bjó þá Þorlákur
Pétursson, föðurbróðir séra Friðriks Frið-
rikssonar, með konu sinni Sigríði Gott-
skálksdóttir, en þau vom bamlaus. Þorlákur
var góður bóndi, tíundaði 12 lausafjár-
hundmð 1865. Vorið 1870 fluttist Þorlákur
búferlum frá Villinganesi að Breið. María
og Rósinkar fóm þangað líka, en vist Maríu
þar varð stutt, því Sigríður húsfreyja vildi
hafa bónda sinn ein. í kirkjubók Goðdala
1870 er þetta skráð: Breið: Á manntali þar
er Amfríður Soffía Ásmundsdóttir vinnu-
kona 17 ára: „Sögð í vistaskiptum frá Litla-
dal fyrir Maríu, sem þangað fór ólétt í 18.
viku sumars."
Þessi ráðstöfun er skiljanleg, því þá bjó
í Litladal bróðir Þorláks, Jóhannes Péturs-
son.
Á þessu herrans ári 1870, 13. desember,
ól María Bjömsdóttir son í Litladal, sem
Þorlákur bóndi á Breið var faðir að. Hann
var skírður Valdimar. Ekki gat María fengið
að hafa þetta bam hjá sér nema fyrstu
vikumar, ep samt fór þessi drengur ekki á
hrakning. Árin 1871 og 1872 var Valdimar
hjá föður sínum á Breið, en árið 1873 flutti
Þorlákur með fólk sitt til Ameríku, nema
Valdimar. Hann fór þá að Litladal til Jó-
hannesar bróður Þorláks og var fósturbam
hans, fyrst í Litladal og síðar á Stekkjarflöt-
um. Árið 1882 fór Jóhannes Pétursson frá
Stekkjarflötum til Ameríku með fólk sitt
og Valdimar þar með talinn.
Synir Maríu og Hannesar frá Reykjarhóli
fengu góða vitnisburði hjá prestum á upp-
vaxtarárum, kunnu vel kristinfræði og sið-
ferðisgóðir. Þeir urðu báðir dugandi menn
í harðri lífsbaráttu. Eftir að foretdramir
hættu að geta unnið fyrir þeim vom þeir
með framfærslustyrk, líklega frá Seylu-
hreppi, því þar vom þeir fæddir, en þó ekki
lengur en til 13 ára, þá vom þeir skráðir
matvinnungar.
Rósinkar Frímann var á Sveinsstöðum
1872 til 1880, fyrst léttadrengur, síðan
vinnumaður. Eftir 1880 er hann tvö ár
vinnumaður í Goðdölum. Á þeim ámm
kvæntist hann Helgu dóttur Jóhannesar
Magnússonar bónda á Hóli. Hann bjó á Hóli
tvö ár 1885—1887 á móti tengdaföður sínum
við mikla fátækt. Á þessum ámm vom hin
ótrúlegustu harðindi. Vorið 1887 kolféll
búfé og þá mun Jóhannes á Hóli hafa verið
fátækasti bóndi í Lýtingsstaðahreppi, taldi
fram eitt lausafjárhundrað, sem var ein kýr
eða sex ær.
Árið 1888 fóm Frímann og Helga með
tvö ung böm til Ameríku ásamt öllu tengda-
fólki sínu á Hóli.
Eftir að Hannes frá Reykjarhóli andaðist
á Breið var Hannes sonur hans í Bakkakoti
fram yfir fermingu. Eftir það var hann á
nokkmm bæjum í Skagafjarðardölum,
Bjamastaðahlíð, Þorljótsstöðum, Bústöðum
og Skatastöðum. Þaðan fluttist hann 1879
norður að Bægisá til séra Arnljóts Ólafsson-
ar. Þar fyrir norðan kvæntist hann Pálínu
Jóhannesdóttir frá Þríhyrningi í Hörgárdal.
Þau bjuggu á Skjaldarstöðum og fóm þaðan
til Ameríku 1887.
Eiður Guðmundsson á Þúfnavöllum segir
frá Hannesi í einni fræðibók sinni: „Hannes
Hannesson Skjaldarstöðum. Mjög vel viti
borinn og hagmæltur, bjó þar 1883 til
1886.“
í Akrahreppi Og Víðar
Eftir að María Bjömsdóttir hvarf frá syni
sínum nýlega fæddum í Litladal er erfitt
að rekja feril hennar. Ef til vill hefur hún
verið laus í vistum. Það var ekki alltaf hirt
um að skrifa í bækur þó eignalaust vinnu-
fólk flyttist milli bæja. Meira að segja kom
það fyrir þó bjargálna bændur ættu í hlut.
I prestsþjónustubók Miklabæjar er ekki einn
stafur um það, þegar Jóhannes Pétursson
fluttist búferlum með ijölskyldu sína frá
Litladal í Dalsplássi að Stekkjarflötum á
Kjálka 1879 og ekki heldur, þegar hann
flytur með fólk sitt frá Stekkjarflötum til
Ameríku 1882.
Árið 1872 var María á Vindheimum og
árið 1876 fer hún frá Ytra-Vallholti að
Miklabæ í Blönduhlíð og líklega hefur hún
verið í Akrahreppi næstu árin. Árið 1882
var hún á Keldulandi, en þá er Valdimar
sonur hennar á næsta bæ, Stekkjarflötum,
á föram til Ameríku. Svo 1884 fluttist
María frá Stekkjarflötum að Skjaldarstöðum
í Öxnadal, en þar bjó þá Hannes sonur
hennar.
Næstu átta ár var María á ýmsum stöðum
fyrir norðan, en 1892 fluttist hún frá Búðar-
nesi í Bægisársókn að Ánastöðum í Goð-
dalasókn og á næsta ári að Neðra-Lýtings-
staðakoti og er líklegt að hún háfí verið í
Mælifellssókn næstu árin, þó ekki sé gott
að rekja það, því prestsþjónustubók Mæli-
fells frá þessum tíma brann hálf. Árið 1899
var María húskona á Breið og á Hóli 1901,
sjálfrar sín skrifuð.
Þá sótti hún um styrk úr „Styrktarsjóði
handa alþýðufólki."
„ÉGÁENGANÞANN
MannAð...“
Umsóknarbréfíð skrifaði séra Sveinn
Guðmundsson prestur í Goðdölum, en hann
var listaskrifari, og fer bréfíð hér á eftir:
„Jég undirrituð leyfi mér hér með virðing-
arfyllst, að færa þess á leit við hina hátt-
virtu hreppsnefnd í Lýtingsstaðahreppi, að
henni mætti þóknast, að veita mér nokkuð
af peningum þeim, sem á þessu hausti
verður útbýtt úr Styrktarsjóði handa al-
þýðufólki.
Jafnvel þótt ég þykist vita, að hinni hátt-
virtu hreppsnefnd séu kunnugar kringum-
stæður mínar, þá vil ég samt leyfa mér að
taka eftirfylgjandi atriði fram þessari beiðni
minni til stuðnings.
í 1. er ég komin á gamals aldur, þar sem
ég er 66 ára að aldri
í 2. er ég gjörsamlega eignalaus
í 3. er heilsa mín að mestu leyti þrotin
í 4. á ég engan þann mann að, er á nokk-
urn hátt geti styrkt mig
í 5. að ég hefi verið í vinnumennsku
í 6. að ég, eins og nefndinni hlýtur að vera
kunnugt, hef aldrei notið sveitarstyrks
í 7. að ég hefí ávallt leitast við, að hafa
sjálf ofan af fyrir mér, eftir því sem
heilsa og kraptar hafa leyft mér.
Ég ber það traust til hinnar háttvirtu
hreppsnefndar, að hún taki þessa beiðni
mína til greina, og veiti mér eins mikið af
ofannefndum peningum og hún frekast sér
sér unnt að veita mér.“
Hóli 27. september 1901
Virðingarfyllst,
María Bjömsdóttir
(handsalað)
Til hreppsnefndarinnar í Lýtingsstaða-
hreppi.
„Við undirritaðir, sem erum persónulega
kunnugir Maríu Björnsdóttir á Hóli, vottum
hér með, að öll þau atriði, sem hún telur
hér að ofan styrkbeiðni sinni til stuðnings,
era í fyllsta máta sannleikanum samkvæm,
og teljum við hana fyllilega verðuga til að
verða þess styrks aðnjótandi, sem hún fer
fram á að fá í ofanrituðu bréfí sínu.“
Goðdölum og Sveinsstöðum
28. sept. 1901.
Sveinn Guðmundsson,
Bjöm Þorkelsson.
Það var varla von, að þau prestur og
bóndi og María vissu um það, að hún var
skráð á sveit hjá Ásmundi á Irafelli 1845
tíu ára gömul.
Maríu Björnsdóttir var veittur einhver
styrkur eins og hún bað um og naut hans
eftir það meðan hún lifði.
Hún var á Brúnastöðum 1902 til 1907 á
Sveinsstöðum 1907 til 1912 á þeim tíma
er ég var að vaxa úr grasi. Síðast var
María á Hóli frá 1912 fram á árið 1916,
að hún andaðist.
GRÖF hennar týndist
Fljótt
Fermingarfaðir minn séra Sigfús á Mæli-
felli hafði þann sið, að kalla böm, sem vora
orðin tiu ára, til spuminga eftir messu þegar
leið á vetur. Ég og önnur tíu ára böm voram
kölluð til spuminga í fyrsta sinn til Goð-
daiakirkju 5. mars 1916.
Ég vissi að María á Hóli var dáin og
þegar komið var til kirkju þennar. dag, stóð
kista hennar í kirkjunni og var hún jörðuð
eftir messu. Annars var aldrei jarðað á
sunnudögum, en þetta mun hafa verið gert
til að nota daginn. Hagsýni er alltaf góð.
20 km eru frá Mælifelli að Goðdölum og
allar ferðir þá famar á hestum eða gang-
andi.
Ég hafði ekki áður verið við jarðarför.
Sex menn báru kistuna öruggum skrefum
úr kirkju og upp í garðinn og létu hana síga
ofan í gröfína svo engu skeikaði. Gröfín var
mátulega stór fyrir kistuna og svo vel graf-
in, að grafarveggimir vora sléttir eins og
hefluð fjöl.
Kista Maríu Bjömsdóttir var nú komin á
sinn varanlega stað.
Grímur Tomsen kvað um Sverri konung:
„ Vel er, að þér sálma syngið
og saman öllum klukkum hringið,
meðan eg skaflinn moldar klýf.“
Og María Bjömsdóttir hafði nú klofið
moldarskaflinn, með þau siðferðisbrot er
skrifuð voru hjá henni. Vafalaust hefur
presturinn flutt guðsorð sköralega yfír kistu
hennar eins og hans var vandi og ekki hefur
skort þróttmikinn söng hjá Guðmundi í
Litluhlíð og ekki hefur Guðmundur í Bjama-
staðahlíð látið hjá líða að hringja klukkun-
um.
Þá var eftir það síðasta, sem sveitar-
stjómarmenn og fulltrúar þeirra áttu að
sjá um, að moka ofan í gröfína og það var
ekki látið bíða.
Þegar moldin af fyrstu skóflunum féll
ofan í gröfina hvein í kistulokinu og ég
fann mikið til. Og ég heyri hvininn og fínn
til ennþá, þó liðin séu 70 ár.
Löngu síðar las ég það, sem skrifað var
í kirkjubókina um þessa jarðarför.
Nafti: María Bjömsdóttir.
Stétt og heimili: Sveitarómagi Hóli.
Aldun 80 ár.
Dánarorsök: Ellihrumleiki.
Rétt er að María var 81 árs þegar hún
dó. Gröf hennar týndist fljótt. Þó er hún á
vísum stað undir grænni torfu, austarlega
í Garðinum, norðan miðju.
Björn Sveinsson frá Egilsstöðum er fræði-
maður, og býr á Sauðárkróki.
Guðmundur L.
Friðfinnsson
Útfarar-
sálmur
Þú eilífa verðbólgvvofa
er vöktu menn forðum
þú ert vorþjáningogsæla
þjónn vorogherra
þó drepum þigdaghvem íorði
ogdæmum úrlandi
vérkijúpum þérjafnan að kvöldi
klökkviríbæn
með einum allsheijar barka
upphefjum róminn
og biðjum þig bljúgir að dvelja
og blessa okkar gróða
verðtrygging strax láttu víkja
og vextina lækka
lát prósenturegluna prúða
punta upp á launin
ekkert um ellilaun hirtu
elskaðu þingmenn
lát bændurá brókinni standa
og brölta ískítnum
álagning Ieystu úránauð
ölföngin bjarga.
Hálaunin hækkuðu ígær.
HÓ!
HÁLA UNIN HÆKKUÐU í GÆR.
Guðmundur L. Friöfinnsson skáld býr á
Egilsá i Skagafirði.
W.B. Yeats
Gamli
fiðlarinn
Byggt á norskri þýðingu
eftir O.H. Hauge
cf35,8,7 Þeir dansa svo létt íDúney
við dillandi fiðlunnar mál;
minn bróðir erguðsþjónn íGaiIway,
oggildir um frænda minn Pál.
Fyrirsex dögum sá égþá báða,
þeir sungu lofgjörð á bók;
égles kvæðin sem égkeypti
afkarliíþorpinu Slók.
Þegar tíminn er allur á enda,
og ég stend við Péturs dyr,
mun hann góður við öldunginn unga,
um ávirðing mig ei spyr.
Þeirgóðu eru ávallt glaðir,
oggleðin er prýði manns,
þeim glöðu geðjast fiðlan,
þeim glöðu fellur dans.
Þegarfólk kemur auga á mig
mun það ærslast við næruveru hans
fiðlarans foma íDúney
ogflykkjast á stundinni í dans.
Séra Sigutjón Guðjónsson þýddi. Þess
skal getið að hann þýddi einnig Ijóð
eftir Knut Ödegárd, sem birtist í
Lesbók 3. maf.
W.B. Yeats er enskt skáld, sem fæddist
1869, d. 1939.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 31. MAl 1986