Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Page 12
Þareru
rætur
_ okkar
IGrikklandi er kallað að hafí staðið vagga menningar
okkar: Hellas. Þar standa rætur okkar í jörðu. Og
hinn fomi gríski menningararfur er sameign alls
mannkynsins, grundvöllur menningar Vesturlanda.
Flest getum við þulið stór nöfn þaðan án aðstoðar
FYRRIHLUTI
Um gríska skáldið
Elytís o g annan grískan
skáldskap
EFTIRTHOR
VILH J ÁLMSSON
ferðaskrifstofanna, nöfn sem segja okkur
eitthvað sem skiptir máli; landið, fólkið,
guðir, listin, heimspeki, bókmenntir, sagan.
Aþena, Sparta, Kórinþa, Þeba, Delfi. Eða
Salamis, staðurinn þar sem Hellenar sigruðu
Persa og stöðvuðu mannflæðið úr Asíu rétt
eins og Karl Martel Frakkakóngur stöðvaði
flóð Araba yfir Evrópu rúmum 1000 árum
síðar, andlit Evrópu hefði orðið annað,
menning okkar öðruvísi hefðu þessar þjóð-
rásir úr útjöðrum Asíu náð að svamla alla
leið, með merki sín og sína menningu og
gera Evrópu að útlendum sínum. Ellegar
orðið Laugaklif Þermopyiæ þar sem Spörtu-
kóngurinn Leonidas vaiðist ofureflinu með
fámenna sveit og táknar síðan þá sem leggja
allt í sölumar til að halda því sem þeim er
trúað fyrir; og óttast hvorki ben né bana.
Eða íþaka, heimkynni Ódysseifs, sem var
alltaf á leiðinni þangað, langa leiðin heim
sem víkur ekki úr huganum í hvers kyns
háska ograunum, heim.
Vagga menningar okkar. Þama hófst
leikritun upp í hinar mestu hæðir, harm-
leikjaskáldin Æskýlos, Sófókles, Evripýdes,
varla hefur snilld á þessu sviði risið hærra
en þegar þeir vom á dögum þessir jötnar
og fjölluðu um mannleg örlög.
tímabil Þegar Allt Hefst
Til Þroska Og Fullnaðar
Hvenær? — Þetta 300-400 árum fyrir
Krist. Og snilli þeirra ljómar enn á degi
nútíðarmanna, slær leiftrum sínum í huga
okkar og ljósfærir sannindi um okkar eigið
líf í djúpunum, örlagamynstur okkar og
geðþætti, margslungin list og auðug sem
við getum helzt rakið til Hómers hins blinda
sem sagður var, þessa mikla jöfurs allra tíma
sem haldinn er hafa lifað einhvem tíma á
10. -8. öld fyrir Krist, svo ómunasnjall að
líkt og í dæmi Shakespeare hefur löngum
vafízt fyrir mönnum að skilja að úr einu
geði, einum huga væri sprottinn slíkur auður
skáldskapar þekkingar vitsmuna að kenn-
ingar hafa komið fram um að þar væri
komið verk margra manna í þessu sem
einum er eignað, heils skóla í dæmi hvors
um sig sem ber svo hátt jrfir aðra menn;
og felast víst nokkur sannindi í slíkum álit-
um þó ekki væri nema það að ekkert verður
af öngvu, og sérhver sækir til annarra; og
slíkir menn draga saman og nýta og fella
í mót margra eða ótal annarra hugmjmdir,
sögur og afurðir alls konar. — Líkt og gjöra
menn eins og Bach í tónlist eða Mozart, eða
Rembrandt í mjmdiist eða Picasso. Og sagan
gengur í bylgjum, og sum eru þau tímabil
sögunnar þegar allt virðist skyndilega heíj-
ast til þroska og fulinaðar sem á sér langan
aðdraganda; stundum furðu hratt og óvænt;
og fijósamlega svo allt ber blóm og hvar-
vetna ávexti og hefst svo hátt að lifir og
ljómar um vegferð mannkyns æ síðan, og
verður nesti á veginum þeim mönnum sem
síðar fæðast og fara sinn útmælda ævispöl
í sögunni. Slíkt tímabil er skeið hinna miklu
harmleikjaskálda grísku sem fyrr voru
nefnd: Evripýdes, Sófókles, Æskýlos: og svo
kemur auk gamanskáldið Aristofanes með
dár sitt og spé sem nístir enn og hugljómar,
háð og ádeilu sem bítur enn: eftir hann
þekkjum við Lýsiströtu og segir frá blíðu-
banni eða verkfalli kvennanna sem snerust
á móti ófriðnum ng kúguðu sína karla til
að vera til friðs með því að neita að þýðast
þá meðan þeir voru að stríða og slást. Varla
getur tímabærara leikrit, og ættu kvenna-
hreyfingamar að taka þetta upp um allan
heim þangað til karlamir em gengnir til
liðs við friðarhrejrfíngamar og hafa Iofað
öllu fögm og neyðst til að efna það hvar
sem væri, í Kreml og Hvíta húsinu og
Pentagon. En í þetta samsæri yrði að ganga
að minnsta kosti einn og einn karl utan
sviðsljóss á þeim stöðum þar sem kellingam-
ar em orðnar að körlum við að halda um
stjómvölin of lengi.
EKSTASE: AÐ FARA ÚT FYRIR
Sjálfan Sig
Annað tímabil slíkrar Ijómunar þegar það
sem byltist í djúpunum einstefnir upp til
fullþroska og samhijóms, summast upp og
kristallast, það er ítalski renessansinn, enn
annað Elísabetartímabilið, öldin Shake-
speare, ellegar íslendingasagnaskeiðið okk-
ar; barokköldin í tónlist, ritunartími sagna-
bálksins mikla Genji Monogatari í Japan á
11. öld eftir frúna Murasaki sem skapar
þessar miklu skáldsögur sínar, meðal há-
tinda heimsbókmennta — svo eitthvað sé
nefnt. Á öld hinna miklu harmleikjaskálda
grísku var háð keppni skálda, heitin eftir
og helguð guðinum Dýonysosi, guði yndis
og nautna, víns og gróðurs, alls sem sólin
glæddi; þessa guðs sem framan af var tákn
óhemjuskapar, þess guðmóðs sem tryllti,
gerði menn en einkum konur þá hamslausar
með vinnautn og hljóðfæraslætti, og menn
gátu sameinast á hátíðum guðdómi, öðlast
goðmegni, — við blót, í launhelgum; með
lífsnautn og fiygð með ftjósemdardýrkun;
og fylgir Ekstase eða Ekstasis: sem táknar
að maðurinn fari út fyrir sjálfan sig, fari úr
ham, verði gagntekinn mætti guðsins, —
og miðuðu orgíur svonefndar að því það
mætti verða, og í launhelgum ærðust blót-
konur Dýonýsosar þær sem eru kallaðar
Bakkynjur eftir guðnum Bakkusi sem er
hinn sami, ellegar Meinöður. En við skulum
ekki hætta okkur inn á það svið þótt þangað
sé sprett fingri: að skondnum goðheimi
Hellena nákomnum mannlegri veröld; þar
trónar Seifur með sínu fjöllyndi og óseðjandi
kvensemi og kemur vel sú gáfa að geta
brugðið sér í alls kjms líki til að komast
yfir konur, hvort sem er mynd nautsins, eða
þá hann hvolfist yfir þær sem gullský giltr-
andi, og lætur seitla í skaut þeim sytru af
gullnu dufti. Hera húsfrú hans sem reynir
stundum á laun að rétta hlut þeirra sem
ofríki hans gengur yfír, Appolló söngguðinn
og skáldskapar, í senn andstæða og þó
samsvörun Dýonýsosar sem fyrr var nefnd-
ur, svo með hætti mjmda heild þess vegna.
Aþena vizkugyðjan sem bístóð og bjargaði
einlægt Ódysseifi krókarefinum glæsta, og
andstæða hennar veiðigyðjan Afródíte hin
undurfagra.
Greiður Vegur Að
VeröldHomers
Við íslendingar eigum greiðan veg að
veröld Hómers vegna þýðinganna eftir
Sveinbjöm Egilsson frá öldinni leið; sem auk
þess eru góður skóli í íslenzku máli, vegur
að tæmm lindum þess, fijósamlegu og ríku
af tilbrigðum. Ekki tjóir þama þó að leita
að Dýonýsosi. Hér er hann ekki kominn til
sögunnar, — síðar var farið að dýrka hann
og verður almennt, og æ spaklegra í Aþenu,
og hann hylltu skáldin miklu þegar þau
kepptu um sigurinn á leiksviðinu. Þökk sé
Helga Hálfdánarsyni eigum við nokkrar
snjallar þýðingar á verkum grísku harm-
leikjaskáldanna; en flestar má þakka Jóni
Gíslasjmi sem manna mikilvirkastur var á
því sviði.
Auk guðanna sem bjuggu á Ólympstindi
þótt þeir flengdust rejmdar um allar jarðir
að skipta sér af mannlífinu og togast á um
fólkið afbrýðisamir og dyntóttir, þá bjuggu
vættir hvarvegna í fljótum og lækjum og
vötnum og hafinu, í vindinum, tindum fjalla,
og sólin ók vagni sínum um himinhvel; hin
rósfingraða morgungyðja færði heiminum
hvem dag nýjan.
Þessi mannblendni goðheimur lifir enn í
hugmyndum nútimamanna; hvarvetna í
menningarsögu okkar iðar hann og ómar;
og hjá skáldum nútíðar eins og Elytis vakir
hann bak við það sem skáldið yrkir og seil-
ist líka í ljóðin fram.
Hin gríska menning óx upp af þessum
grunni margþætt á öllum sviðum, og mögn-
uð af hugsjónum um manninn: að hann
mætti verða goðum líkur. Og mjmdlistar-
mennimir þeir hylltust til að sýna manninn
ekki eins og hann var heldur eins og hann
ætti að vera: Fídías, Pólíklítos frá Argos,
Praxitelis, Lýsippos.
Meðan heimspekingamir færðu þekking-
una í kerfi og grófust fyrir um rök lífsins
og vísuðu mönnum veg, og gera jafnvel
enn: Sókrates, Plato, Aristoteles, Zenon.
Vísindamenn gerðu strandhögg í myrk-
viði fáfræðinnar og numu ný lönd og gerðu
byggileg mannlegri hugsun, smíðuðu með
hugviti forsendur fyrir blómberandi fræðum,
voru dijúgir að færa kosmíska skipan út
yfír Kaos, studdu heimspekingana í því að
skýra fyrirbæri náttúrunnar, vísuðu leið frá
hinu einfaldasta til hins margslungna og
flókna, reiknuðu gang himintungla, teikn-
uðu lögmál flatarmálsfræði og fóm í hugsun
sinni út í hnattasundin, reiknuðu tímann
og allt að tama: Arkímedes, Ptolemæjus,
Evklíð.
Og skáldin sungu hinn skammlífa dag inn
í eilífðina, og héldu í þá hraðfleygu stund,
svo hún mætti dvelja: Pindaros, Sappho frá
Lesbos.
Þama blandast þjóðimar margar, og af
uppsprettulindum á fomum menningar-
skeiðum einsog Mykene og Mínóa, vex til
þroska margþættur heildstæður vitundar-