Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Síða 13
Fomgrísk myndlist: Helios, sonur sólarinnar, ekur á vagni sínum / dögun uppúr
hafifjúpunum.
Lítill, fomgrískur vasi getur
rúmað stórkostlega myndlist:
Stríð milli guða ogjötna.
heimur háttbundinn og samhljómandi vel,
þaðan sem okkar eigin menning er sprottin.
Þar stóð vagga okkar.
EFTIR1453: NlÐURLÆGING OG
Glundroði
Annars vegar mál fólksins og skáldanna
sem voru því samferða, hins vegar fræði-
mannanna, sambandslausra útlaga við sitt
fólk, embættismanna sem þjónuðu öðrum
sínu fólki til óþurftar. Annars vegar óstöðv-
andi gróður tilfínninga og hugvits; hins
vegar siðlátt og afturvísandi samræmt
tungutak fomt.
Þótt hér séu einkum hugleidd ljóðskáld
skal nefnt það prósaskáld grískt sem hæst
ber, og hefiir á sínu sviði átt meginþáttinn
í því að málið á vörum alþýðunnar sigraði
sem bókmenntatunga Grikkja: Demótika:
Það er Kazantzakis frá Krít. Hann stóð um
sinn hið allra næsta því að hljóta Nóbelsverð-
laun fyrir sínar miklu skáldsögur, sem við
eigum ýmsar í íslenzkum þýðingum. Og nú
er varla hugsandi að alvarlegur höfundur
skrifi á gervimálinu fína Kaþarevoussa; sem
var of fínt til að þjóna lífinu í hamsleysi
sínu, fjöri, ólgu og hrikaleik.
í grískum skáldskap verða straumhvörf
á þcssari öld. Tengsl tónlistar og ljóðs eru
að nýju vakin, skáld yriqa á máli alþýðunn-
ar. Ljóðið nær aftur til alþýðu. Aftur er
byggt á þjóðkvæðunum og þjóðlögunum þar
sem hugur fólksins var sagður á máli al-
þýðunnar, það var um sinn dulmál gagnvart
aðfluttum embættismönnum sem lögðu sig
eftir fína málinu úr fomöldinni sem átti að
vera. Skáldin leita nú að hinu sanna gríska
andliti; og Grikkir eignast nokkur höfuð-
skáld. Þó hér sé einkum horft til Elytis sem
hlaut Nóbelsverðlaunin 1979.
Það er önnur saga að segja frá því hvem-
ig þetta sundraðist, grísku borgríkin glötuðu
sjálfstæði sínu og urðu rómverskar hjálend-
ur, hvemig sigraðir sigmðu Grikkir Róm-
veijana, grísk hugsun fijóvgaði menningu
Rómveija, hið andlega líf. Síðan vex upp
aust-rómverska ríkið þegar Rómaríki er
fallið með sinni undarlegu þjóðarblöndu þar
sem saman komu Persar, Slavar, Serbir,
Albanir, Búlgarir, Arabar, Tyrkir auk
Grikkjanna með sérstæðri menningarþróun
sinni undir merkjum Býzanz; og jafnvel
slæddust í þann heim íslenzkir menn, og
sóttu kannski frjómagn til að blanda öðmm
áhrifum svo yrðu til gullaldarbókmenntimar
okkar. Það ríki hrynur 1453; og þá tekur
við niðurlæging, undirokun og glundroði,
og sundrar menningarreisn Grikkja um
aldir. Lifir þó í glæðum; uppreisnir verða
stundum sem náði lengst í frelsisstríðinu
1821, þar sem Byron bretatröll kom við
sögu, sem Matthías Jochumsson nefndi svo,
höfuðskáld rómantíkur. Á öldinni leið var
komið svo fyrir þessari fomu glæstu menn-
ingarþjóð að hún vissi ekki hvaða tungu hún
ætti að tala. Þá hófst málstríð sem hefur
staðið fram á þennan dag. Annars vegar
Kaþarevoussa og hins vegar Demótika.
Annað málið smíðað upp úr fommálinu
af akademískum frasðimönnum sem vom
flestir landflótta og sátu í Berlín að kald-
hamra málið með þýzkum vísindamönnum;
hreintungustefna sem gróf í fortíðina og
vildi helzt ekki líta við þvf lífí sem var lifað
samtímis, allt átti að vera innblásið af hinu
Iöngu liðna lífi og átti að ljóma eins og það
sem fortíðin leifði; enginn samtímadóna-
skapur eins og hið ógerilsneydda líf venju-
legs fólks.
Hins vegar hið sífijóa mál fólksins sem
hafði gróið á fomum grunni, vaxið upp úr
rústum fommenningarinnar, lífseigt og sí-
breytilegt eftir þróun lífsins, þörfun fólksins
að segja hug sinn, lýsa tilfínningum sínum,
lygnum og ólgandi.
Elytis - Skáld Frá
landi Minótársins
Elytis fæddist á Krít, landi Minótársins,
mannnautsins í völundarhúsinu foma sem
Þesevs vann á í goðsögninni. Elytis fæddist
2. nóvember 1911 eins og Kazantzakis í
Iraklion sem áður hét Herakleon. Reyndar
var Qölskylda hans frá eyju skáldkonunnar
fomu Sappho, Lesbos. Ungur breytti hann
nafni sínu; því faðir hans átti sápuverk-
smiðju sem gerði ættamafnið helzt til
óskáldlegt. Elytis, hið nýja nafn sitt, spann
hann úr þrem orðum: Ellada sem er Grikk-
land eða Hellas, Elefteria sem þýðir frelsi
og svo Politis sem þýðir ekki pólití heldur
samborgari. Æsku sína lifði Elytis í mikilli
sólbirtu við ferðalög með flölskyldu sinni
og sökkti sér í skáldskap þegar í æsku,
grískan sem annan. Heilsuleysi batt hann
þá löngum við bóklestur.
Súrrealisminn kveikti í honum, ungum
manninum, svo um munaði. Þessi skáld-
skaparstefiia sem logaði upp á milli styijalda
og skipti sköpum bæði í bókmenntum og
myndlist, og enn ekki séð fyrir endann á
því standi, og verður ekki f bráð meðan
vélheilar hafa ekki hrifsað völdin að fullu.
Súrrealisminn dafnaði undir áhrifum manna
eins og André Breton, Tristan Tsara, Éluard
og Aragon í Frakklandi í skáldskapnum;
málaranna Margritte, Dali, Max Emst, Yves
Tanquy, Paul Delvaux í myndlistinni og ljós-
myndarans fjölhæfa Man Ray í París, ellegar
kvikmyndahöfundarins Louis Bunuel.
Einkum hafði Éluard mikil og varanleg
tendrandi áhrif á hinn unga Elytis. Elytis
þótti annar skáldskapur tíðarinnar grískur
og franskur flestallur of þröngur, einangrað-
ur, í fflabeinstumi. Flest sem var ort í
Grikklandi þótti honum ekki hæfa grísku
máli því sem hann unni, Demótika, hinu
lifandi máli fólksins sem fyrr sagði frá,
grískum veruleika dagsins, landinu sjálfu,
I hinum gríska arfi eins og hann mat hann.
En súrrealisminn kveikti geð hans og
knúði til sjálfstæðra viðbragða, til sérstöðu
í svöram sínum við veraleika dagsins,
magnaði hann upp til að segja skilið við þá
skynsemishyggju sem honum virtist binda
of mjög annan Vesturlandaskáldskap, þann
sem hann þekkti þá; fjötra skáldin, væng-
stífa; og gera þau vanhæf að tjá anda tíðar-
innar, kraumandi ólguna eftir eina heim-
styijöld; sýna heiminn eins og honum sýnd-
ist hann vera í umrótinu og allsheijar endur-
skoðuninni sem var svo brýn eftir þessa
miklu styijöld. Þá verða skil milli einnar
veraldar sem var að vakna, verða til, vaxa
fram og leita síns eigin svipmóts, og hinnar
annarrar veraldar sem var; svo margt varð
gjaldþrota sem fyrr var trúað, andleg verð-
mæti úr gildi fallin frá fyrri tíð. Nú þurfti
nýja tækni að tjá og skýra ný viðhorf. Túlka
nýtt líf með háttum sem hæfðu því.
ÁHERSLAÁ
ÚNDIRVITUNDINA
Súrrealistamir lögðu áherslu á undirvit-
undina. Þau öfl sem búa þar í djúpinu í
manninum, þeir reyndu að kafa eftir því.
Seilast eftir hugboðinu, tilfinningunum,
grun sem lá marandi undir því sem var
nærtækt í hversdagsleikanum, stundum
undir siðfestu fargi virkra daga, ræktuðu
fasi og háttemisvenjum. Þessu fargi þurfti
að létta af. Kafa í þann skynheim og hulda
dóma sem vora innar og dýpra. Skynsemis-
venjumar, vanaviðbrögðin, vanatengingar
hugarins varð að ijúfa svo hægt væri að
sjá allt að nýju, ferskt, allt varð nýtt með
því að skoða það ótraflað af kennisetningum
og arfteknum svöram fyrri manna, félags-
hugpun.
Kynnin af þessum skáldskap höfðu úr-
slitaáhrif á Elytis á æskuskeiði hans, vöktu
afl hans til skáldskapar.
Hið magíska, hið töfrafulla, galdurinn.
Það sem verður ekki skýrt en býr yfir sér-
stökum mætti - þetta efldi hið unga skáld
til að varpa af sér fjötram menntafordóma
sem aðskildu löngum alþýðu manna og
andans mennina.
Hin fyrstu ljóð sín birti Elytis í tímaritum
árið 1935, tuttugu og flögurra ára gamall.
Það var árið eftir að fyrsta ljóðabók eftir
Yannis Ritsos kom út Traktorar (sem þýðir
dráttarvélar). Og flóram áram eftir að
Strofi eftir Seferis kom út. Þannig koma
þessi höfuðskáld nútíðarinnar sem drottna
í grískum skáldskap samtíðarinnar öll fram
um líkt leyti, — enda kennd við fjórða ára-
tuginn. Mjögólík skáld þótti sitthvað tengi.
Elytis var strax tekið vel, þótt margir
helztu gagnrýnendur væra mótsnúnir súr-
realistum. Enda lætur Elytis aldrei félagsag-
ann sem takmarkaði ýmsa súrrealistana og
batt þá undir kennivald André Bretons,
þvinga sig né takmarka heldur beitti nýju
með sjálfstæðum hætti í tækni og viðhorf-
um.
Síðan koma fyrstu ljóðabækur hans: Ori-
enteringar, 1939 og Sólin hin fyrsta sem
svo nefnist 1943. Og fjalla um grískt
umhverfi: Eyjahafssviðið; eyjamar, töfra
þeirra, hina miklu birtu sem ríkir þar; hafið,
kletta, víddimar miklu, trén og blómin; sól-
ina sem alltaf skín og skírir allt, og eyðir
öllum skuggum; þar ríkir bjartsýni; fólkið
er oftast bjart og fagurt; náttúran óendan-
lega rík í ljósflæðinu. Þar ríkja ijóssins öfl
vegna réttlætis sólarinnar; sumarparadís
sem virðist eilíf, þó undir niðri sé togstreita
ljóss og myrkurs. En sólin og birtan mega
sín ennþá betur, og æskan ljómar.
Strax í fyrstu ljóðabókinni kemur afburða
formskyn Élytis skýrt fram og ýmis einkenni
í formi hans sem hafa síðan sett svip á ljóð
hans, svo sem hnitmiðuð línulengd og jöfn-
uður þar, markviss bygging með skipulegum
línufjölda í hveijum þætti ljóðabálkanna og
háttbundinni víxlun; og hann beitir hinum
súrrealísku áhrifum líkt og væri til að
galdra, opna fyrir lindir framstreymandi
drauma, leysa hugmyndaflugið og fljúga
fijáls samkvæmt eigin lögmálum skáldskap-
arins.
LAGANÁM - EN HUGURINN
Var Við Skáldskap
Átján ára gamall hafði hann kynnzt ljóða-
bókum eftir Paul Éluard sem olli straum-
hvörfum. Um sinn hafði hann verið hálfum
huga að fikta við laganám í Aþenu; hugur
hans var við skáldskapinn svo hann lauk
aldrei prófí, þá binzt hann ævilangri vináttu
við Andreas Embirikos sem kom frá París
úr súrrealistavatikaninu þar með blessun
sjálfs súrrealistapáfans André Bretons, og
styrkti hið unga skáld fyrsta spölinn þegar
hann var að þreifa sig áfram. Mikilvægast
var fyrir Elytis að komast í samband við
framúrstefnuhópinn sem var kenndur við
nýtt tímarit Néa Ghrámmata, Nýjar bók-
menntir, þar sem hann fór að birta Ijóð sín
fyrst.
Með annarri bók sinni Sólin hin fyrsta,
sólarljóðum sínum, lætur Elytis svo mjög
kveða að sér að hann öðlast þegar traust
og aðdáun hinna yngri manna sem leituðu
nýrra leiða; æskan lítur á hann sem helzta
lýriska skáld sinnar kynslóðar, sem sitt
skáld.
Hann er skáld gleði og birtu, alls þess
er unaðslegt. Hvarvetna ljómar æskan í ljóð-
um hans. En það er draumæska, myndbreytt
æska, — goðsögn í töfrafullum heimi, þar
teygjast vínekrur og ólífulundar vítt og ná
til hafsins. Þar ríkir ástin, og atlot þeirra
sem elskast; söngvamir óma, loftið titrar
af tónum. Óspjallaður heimur með víðemum;
og skáldmyndimar breiðast fyrir sjónir sem
Elytis yrkir, fléttar líkt og mósaik, fletir sem
tengjast í glöðu djörfu og björtu spili. Elytis
notar blóm fugl ský, steinvölur á strönd og
skeljar, og glitrandi hafið; bindur litum ljóm-
andi, og með einfaldri frískri teikningu
tengir hann strönd við strönd, strendur sem
era stundum mannlausar en oftast er líf
þeirra kátt og bundið í sólarhita; sakleysi
og vongleði þegar kynvitundin vaknar.
Stundum jafnvel birtist bemskan sem undan
fer. Oft era fyrri unglingsár viðfangsefni
þessara ljóða. Það gengur gegnum þessi ljóð
sem Steingrímur Thorsteinsson segir: Bless-
uð sólin elskar allt, allt með kossi vekur...
í þessum ljóðum er hún alls staðar hin
mikla uppspretta, sólin; vaki alls, aflið sem
særir burt illsku, skírir allt til hreinleika,
lætur allt lifa og ljóma. En skáldið lýsir
ekki lífinu sem hann lifir sjálfur, lffinu f
heiminum eins og það er, heldur eins og
það ætti að vera; hann veit af dimmunni,
af skuggum þó hann beiti því ekki í ljóðum
sfnum, myrku spili, af átökunum góðs og
ills, ljóss og myrkurs. En hann leggur sitt
fram til að efla ljóssins makt, bæta lífið,
gleðja og fegra. Styrkja.
Hann Yrkir Eins Og
Matisse Málaði
Þetta er hugsjón, draumur skáldsins um
hvemig lifið ætti að vera. Hann er ekki að
segja frá sinni eigin æsku, eins og hún leið,
sinni reynslu; heldur birta ljóð hans hugsýn,
draum, og minna þannig á hina fomu
myndlist Hellena, f anda sínum og viðleitni,
höggmyndimar af fögram líkama með fagra
sál. Sagt er að Rómveijar sýndu betur öðram
í sinni höggmyndalist hvemig menn væra
en Grikkir eða Hellenar f sinni list hvemig
þeir ættu að vera. Þegar í þessum ljóðum
koma líka fram ljóslega eiginleikar sem síðar
gerðu Elytis að einum áhrifamesta myndlist-
argagnrýnanda Grikklands og brautiyðj-
anda nýrra viðhorfa í myndlist sem voru
innblásin af dálæti hans á jöfrum samtíðar-
myndlistarinnar í Frakklandi, Matisse og
Picasso. Það er eins og Matisse hafi þó rík-
ust áhrif haft á þetta skáld. Elytis yrkir
með björtum litum, stundum hvellum á
flötinn, líkt og franski meistarinn gerði, og
vefur saman það sem saman getur leikið
til hugvekju, án þess að hirða um þrívídd,
raunsæilega röktengsl út frá staðreynda-
mati.
í þessum skáldheimi vefst lika saman
fornt og nýtt, verður tímalaus heild, eða
sinfónn ofar, með sfnum eigin tíma, varan-
legt svið þar sem vonin skal mega ríkja,
æska, fegurð og birta. Þetta er andlegur
heimur; hugséður með djörfu, frísku upp-
finningarviti og auðgi mynda, skáldaður
heimur. Viðleitni að gera hádegi þó sé um
miðja nótt, láta lífið ljóma; upprisa til feg-
urðar á sviði rústa og fátæktar og niðurlæg-
ingar, þar sem hræin hafa hrannazt upp.
Elytis ætlar sér ekki að tjá heiminn eins
og hann er, heldur í léttölvuðum hetjumóði
að beijast við hann.
Elytis fjölyrðir ekki um það sem hann fór
sjálfur á mis við þegar hann glímdi ungling-
ur við vanheilsu, heldur hvemig hann vildi
vera, eða hafa verið. Og hvemig hann vildi
og dreymdi um að heimurinn væri.
Landi hans sem áður var nefndur sagna-
skáldið Kazanzakis frá Krít á sammerkt
Elytis í því hvemig sólin og birtan ríkja í
verkum hans, hve fjálgur lífsþorstinn er,
Iffsnautnin geyst, dansinn. Sífellt verður að
færa sólinni fómir, lifandi og dauðir: Svo
sólin megi snúast þarf mikið strit, segir í
ljóði eftir Elytis. Hjá honum drýpur sólin
af tijánum, greinar þeirra era löðrandi í
olíu sólarinnar, hún flæðir sem elfur yfir
óslegna akra, og æskan reikar undir sindr-
andi brana hennar, ölvast af vessum hennar,
drekkur hana í sig, svelgir þróttinn þaðan,
lærir utan að sálma hennar, á þá lund talar
Elytis. Og galdur hennar bægir burt allri
illsku.
-Öll viðleitni skáldsins miðar að því að
myndbreyta lífinu svo undur þess vaícni að
nýju, svo veröldin verði fögur að nýju allt
frá upphafi samkvæmt mati hjartans.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 31. MAl 1986 13