Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1986, Page 6
Guðmundur Guðmundsson hlynnir að gróðri við danska sendiráðið. Ragnar Jónsson heyrði leikið á píanó, var það í „Húsinu" á Eyrarbakka. Þá veit maður það að dönsku kaupmennimir voru ekki menningarlausir. Dönsku kaupmennirnir við einokunar- verslunina höfðu margir mikil áhrif á menningu okkar. Til dæmis má nefna að prófessor Haraldur Sigurðsson sem hefur kennt við tónlistarskólann í Kaupmanna- höfn, kynntist fyrst tónlist í „Húsinu“. Hann hefur sagt frá því. Þar fékk hann að leika á píanó. Ragnar hefur sagt mér það. Það finnst mér gott. Loksins fengum við bíl og keyrðum til Reykjavíkur. Það var þoka og ferðin tók langan tíma. Ég man að biskupinn sat og kenndi ungu prestunum hvaða skímamöfn mætti nota á Islandi. Flestir vilja skíra staðbundnum þekktum nöfnum, ekki undar- legu samblandi útlendra nafna. Þegar við komum til Reykjavíkur hefði hann getað látið mig taka próf. Þá og um alla framtíð hafði ég lært hvaða nöfnum fólk gat látið bömin sín heita á íslandi. Ferð eins og þessi var einkennandi fyrir innihaldsríka, mannlega og gamansama upplifun sem alltaf hendir þegar maður er á ferðalagi á ísiandi. Það er einkennilegt að maður veit aldrei hvað fyrir kann að koma, en alltaf kjmntist maður fólkinu betur og betur. Viljið þér nú ekki segja okkur frá herran- um sem þér dönsuðuð við um daginn? Já, það var fyrir þremur vikum í lýð- háskóla. Þar var listsýning og hátíð þegar sýningin var opnuð. Þá fóru allir að dansa eins og venja er á lýðháskólum, allir í kring- um tré, sönginn um Þymirósu, kvæði sem þekkist einnig á íslandi. Og þá var maður vinstra megin við mig sem ég þekkti ekki og veit ekki enn þann dag í dag hver var. Allt í einu segir hann við mig þama á lýð- háskólanum um miðja nótt: „Kunnið þér að beygja hestur í fleirtölu á íslensku?" Þetta var svolítið undarlegt, en ég verð að segja að ég var ánægð því þetta kunni ég vel. Eitt af því sem undraði mig nokkram dögum eftir að við komum til Reykjavíkur oggekk niður Hverfisgötu að utanríkismála- ráðuneytinu, hitti ég mann sem ég þekkti dálítið frá gömlu dögunum og þegar við skildumst sagði hann: „Bið að heilsa bónd- anum.“ Og það tók mig dálitla stund að skilja og ég áttaði mig ekki alveg strax á því hvað hann átti við og að á íslandi notuðu menn heiðursnafnbótina bóndi. Einn helsti kostur hússins á Hverfisgötu sem á margan hátt hafði verið niðumítt var að þar var mikið húsrými og vegna þess að íbúðin var á efri hæðinni og skrifstofum- ar á neðri hæð, gat maður einnig notað neðri hæðina til að taka á móti gestum. Það gerðum við þrisvar eða Qóram sinnum. Einnig breyttum við þeim og gerðum að litlum görðum í „Pileallén" og breyttum með ýmsum hætti. Það var hægt að borða niðri og svo var safnast saman og dansað á efri hæðinni. Ég hafði mikla ánægju af þessu. Okkur þótti ákaflega gaman að bjóða til okkar fulltrúum íslenskra félagasamtaka, t.d. þegar bændur héldu fundi í Reykjavík. Einnig þegar norrænir prestar héldu fundi, sömuleiðis á mótum íslenskra kvenna þar sem vora frú Sigríður Magnússon, sem var formaður kvenréttindafélagsins, og frú Guðrún Pétursdóttir frá Kvenfélagi íslands. Það var ein af mínum anægjulegustu stund- um þegar ég fór frá íslandi að frú Guðrún Pétursdóttir, sem í sannleika sagt var ekki sérstakur Danavinur gekkst fyrir miklu skilnaðarhófi. í því hófi töluðum við beint frá hjartanu, eins og við meintum, um kynni okkar og hvað áunnist hefði um skilning okkar á milli. Mesta og stærsta verkefnið var að semja um það sem við tæki er sambandslögin féllu úr gildi. Það vora mörg sérmál, ríkisborg- araréttur Dana á íslandi og íslendinga í Danmörku. Það var spumingin um rétt Færeyinga við veiðar á íslandsmiðum og um verslunarmál, ýmis fjármál sem þurftu að ræðast, þar sem skoðanir vora skiptar, en þó fór allt fram með friði og ró. Það má þó segja þrátt fyrir ýmis vandamál sem þurfti að leysa í viðskiptum ríkjanna. Þegar maður minnist jákvæðra hluta verður manni hugsað til íslenskra stúdenta og dvalar þeirra_ á stúdentagarðinum í Kaupmannahöfn. Ég held að það hafi verið strax á tímum Friðriks konungs annars að stúdentar frá íslandi og Norður-Noregi fengu þrjár máltíðir á dag þar sem ekki var gert ráð fyrir að fjölskyldur þeirra gætu sent þeim mat. Svo seinna þegar stúdenta- garðurinn var reistur á stjómaráram Krist- jáns ljórða, fengu íslendingar sinn hlut og þar með aðgang að evrópskri menningu og þeim námsgreinum sem hafa verið svo mikils virði fyrir ísland, æskulýð íslands og ísiands gáfuðu ungmenni í gegnum aldimar. Það hefur ekki aðeins verið yfirstéttarfólk, efnafólk og auðmannssynir sem var valið vegna auðlegðar til náms. Þetta hefur mér alltaf þótt vænt um og ég hef hugsað um það. í sambandi við sambandsslitin, einnig af hálfu Dana, urðu handritamálin mikils- verðust allra mála. Það er mér mikil gleði að minnast þess að þeim málum lyktaði á glæsilegan, fagran norrænan hátt. Það varstund sem aldrei gleymist. Má ég afhenda yður þennan bækling. Hann er um garðinn í Reykjavík. Þakka yður fyrir. Má ég biðja yður að segja frá blómaræktun yðar í Reykjavík? Fannst yður ekki kvíðvænlegt að koma til þess hrjóstruga lands, þar sem tæpast er ræktað grænmeti svo nokkru nemi? Já, þá er nú fyrst að segja frá því að ég hef ekki sérstakt dálæti á grænmeti svo það varð nú ekki mikið um þess konar ræktun. En hvað um blóm? Já, blóm. Það var óhætt að treysta Guð- mundi Magnússyni fyrir blómaræktun. Þar áttum við hauk í homi. Ég held að hann hafi um áratuga skeið með einstökum hætti hugsað um blóm og gróður sendiráðsins með þeirri alúð og nærfæmi að ég hef aldrei séð meira blómaskrúð en í Reykjavík. Ég held að það sé vegna þess hve næturnar vora bjartar að blómin döfnuðu svona vel. Aftur á móti fannst mér svolítið leiðinlegt að þessar ítölsku skálar við inngangshliðið áttu heima í öðra loftslagi og þar var ekki annað að sjá en hálf visin blóm. Én heimsókn konungshjónanna gladdi okkur. Þá fengum við stóra sendingu af blómalaukum frá Danmörku og við gróðursettum blóm í skál- arnar við innganginn og einnig í garðinn, þannig að í byrjun aprílmánaðar var allt í fullum blóma. Það hafði mig ævinlega deymt um. Ráðskona mín sá um allt húshald í sendi- herrabústaðnum. Það var frú Nielsen. Hún var einstök og óviðjafnanleg. Hún kom með mér frá Danmörku og var mér til mikillar hjálpar þau sjö ár sem ég dvaldist á íslandi. Það birtust margar myndir frá konungs- heimsókninni. Þérmuniðþann tíma vel. Já, það verður minnisstæður atburður. Það var sögulegur viðburður. Fyrst og fremst vegna þess að það var í fyrsta sinni er dönsk konungshjón heimsóttu fijálst ís- Iand og það var til mikillar gleði að allt heppnaðist vel, heimsóknir hjá einstakling- um, sýningin í leikhúsinu og vitundin um það að almenningur fagnaði dönsku kon- ungshjónunum. Eg verð að segja að það vora indæl þáttaskil á ferli mínum áður en ég hvarf heim. Ég held að konungsheim- sóknin hafi átt mikinn þátt í að bæta sambandið milli landanna. Einhvem veginn fannst mér að íslending- ar er sóttu Dani heim að loknu stríði og skilnaði væru þeirrar skoðunar, að Danir felldu sig ekki við málalok, skilnað íslands ogDanmerkur. Nei, það var erfitt fyrir íslendinga að skilja þá auðmýkingu sem Danir urðu að þola vegna hemáms Þjóðveija. Almenn afstaða Dana, vel að merkja þeirra sem ekki þekktu sambandslögin, var sú, að ís- lendingum bæri að taka tillit til hins aldraða konungs, sem naut mikilla vinsælda í Dan- mörku. A hvetjum degi söðlaði hann hest sinn og reið um götur Kaupmannahafnar til þess að hvetja þjóð sína. Af þeim sökum hefðum við gjarnan óskað þess, að íslend- ingar hefðu slegið ákvörðun sinni á frest. Það má ekki glepja okkur sýn. Margir hafa bent á það að við vorum líka hersetin þjóð, hernumin og gátum þvi ekki fylgst með fréttum frá Danmörku. Það er hugsanlegt. Það verður oft mis- skilningur vegna skorts á upplýsingum og þess vegna var það mjög fallegt og karl- mannlegt af konungi að senda símskeytið 17. júní 1944. Eg mætti kannski spyija yður um afstöðu til kvenréttinda. Maður opnar naumast blað án þess að sjá greinar varðandi þau mál. Já, en ekki eftir mig lengur. Hefur yður aldrei fundist þér vera undir- okuð? Ég held að við sem eram svo heppnar að hafa fæðst um 1900 lifum hamingjusama tíma og getum verið algjörlega kvenlegar og þroskað hæfileika okkar án þess að þurfa að vera kúgaðar. Láita kúga sig, sjá fyrir sér eða á annan hátt vera háður gömlum lifnaðarháttum. Þess vegna koma nú svo margar konur til starfa ekki bara í opinber embætti en í ýmis önnur störf í þjóðfélaginu og það er mjög gleðilegt. Að það taki langan tíma þarf engan að undra, þar sem misrét- tið hefur viðgengist þúsundir ára um allan heim, stutt af öllum trúarbrögðum. Það er ekki hægt að neita því að fólk reyndi stundum að stríða mér á íslandi f þeirri von að ég tapaði jafnaðargeðinu. Það held ég hafi hent mig aðeins einu sinni og það var við 100 ára afmæli póstþjónustunn- ar á Islandi að mig minnir. Það var gesta- móttaka í húsinu við tjömina, Ráðherrabú- staðnum. Það stóð heill hópur af fólki, starfsmenn og aðrir sem höfðu haft störf með höndum við póst og síma. Guðmundur Hlíðdal var þarna. Svo byijaði ég að heilsa fólkinu, þangað til einn af gestunum segir um leið og hann kynnir sig: „Ég er svo óheppinn að vera fæddur í Danmörku." Þá gat ég ekki setið á mér lengur og sagði: „Ég held, hr. prófessor, að óheppnin hafi verið okkar megin." Þetta vora mjög alvarlegir tímar milli landa sem höfðu á ýmislegan hátt unnið saman og tilheyrt hvert öðru í fimm hundruð ár, þess vegna var ég mjög þakklát fyrir að eiga þátt í því að treysta vináttubönd þjóðanna er áttu svo margháttuð samskipti um aldaraðir og stofna til nýrrar vináttu. Pétur Pétursson er útvarpsþulur. Um Ole Kortzau sem bæði er arkitekt, málari og einn kunnasti listhönnuður Dana um þessar mundir Skreytingar & postulín fyrir Den Konge- lige Porcelinsfabrik. Bekkurinn — vatnslitamynd frá 1972. Klæðnaður, hannaður af Ole Kortzau.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.