Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Blaðsíða 6
Teitur við vinnu sína í íslenzk-þýzku orðabókinni sem Örn og Örlygur munu gefa út. „í Frakklandi dvaldi ég við nám, og þá aðallega í Strassborg á sumrin, og þar lagði ég stund á frönsku og þýsku, en þó meira frönsku. A þeim árum var ég farinn að kenna. Ég kenndi fyrst einn vetur við barna- og unglingaskólann á Ólafsfirði, og það var góður vetur. Við Gagnfræðaskólann í Kópa- vogi og svo við Menntaskólann við Hamrahlíð, en þar hef ég kennt latínu, þýsku, ítölsku og frönsku, síðustu árin þó eingöngu latínu og ítölsku. Jafnframt hef ég lítillega sinnt stundakennslu í latínu við Háskóla Islands." Teitur, hversvegna lærir fólk iatínu? Augnaráðið sem menntamaðurinn sendir mér er í senn vorkunnsamt og góðlátlegt, hann veit sem er að ég spyr eins og „fávís kona“. „Af öllum erlendum málum hef ég mest- ar mætur á latínu. Ég álít að latínunám sé mjög nytsamt öllum þeim sem leggja fyrir sig tungumálanám, það er mín reynsla. Hinsvegar held ég helst að ástæðan fyrir því hversu mikils ég met hana og nýt henn- ar sé hversu erfið hún er. Ég skal segja þér, að það er margt líkt með stærðfræði og latínu — það er svo mikil rökhyggja í báðum þessum greinum. Já, ég hef átt margar ánægjustundir með latínunni — að glíma við hana og sigra hana. Ánægjan sem felst í því að lesa fomu höfundana sem rituðu á latínu er mér ómet- anleg. Hvað þeim viðkemur hef ég mest dálæti á Cícero sem prósahöfundi, en af skáldum latneskum met ég Horatíus og Catullus mest.“ Það er sérkennilegt að heyra Teit nefna nöfn þessara fornu stórmenna í skáldskap, því hann gerir það af alveg sérstakri tilfínn- ingu sem er einkennandi fyrir hann — röddin verður nánast ástúðleg en um leið lotningar- full. Teiti eru rit þessara manna sem helgir dómar. Nú kannt þú og talar mörg tungumál Teitur, hvaða mál fmnst þér fegurst? „Það er reginmunur á því að geta talað dálítið eitthvert tungumál eða að kunna það. Ég vil ekki fullyrða að ég kunni mörg tungumál, en auðvitað hef ég átt við nokk- ur þeirra. í þessu sambandi langar mig til að segja frá lítilli stúlku sem var í skólanum hjá mér norður á Ólafsfírði um árið. Hún spurði mig einn daginn: „Af hveiju kemurðu alltaf lausfóta í skólann Teitur?" Ég varð að viðurkenna að ég skildi bamið ekki. Samt átti ég að kunna mitt eigið mál. En stúlkuna langaði að vita hversvegna ég kæmi fótgangandi í skólann en ekki á skíðum, það var að vera „lausfóta“. Svona geta hlutir vafíst fyrir manni. En hvaða mál mér fínnist fegurst — því er erfitt að svara. íslenska er ákaflega mergjað mál, mér fínnst hún falleg. Svo er ítalskan afar hljómfagurt mál með sína hreinu sérhljóða. En það er staðreynd, að þegar maður heyrir eitthvert tungumál í fyrsta sinn og skilur ekki neitt, þá fínnst manni það hrein- asta bull og þar kemur engin fegurð fram. Síðan, þegar skilningur eykst á viðkom- andi máli nær fegurð jafnframt eyrum manna, sé hún fyrir hendi. Eins og þú veist, þá er það landlægt á íslandi að álíta dönsku ljótt mál, og ég verð að viðurkenna að mér var eins farið sem unglingi. En eftir að hafa dvalið í Danmörku og kynnst málinu breyttist afstaða mín algjörlega gagnvart dönsku. Núna fínnst mér danska fremur fallegt. mál.“ Við víkjum nokkrum orðum aftur að skólanum og ég spyr Teit um afburða nemendur — hvort þeir fínnist nú á tímum þegar svo ótal margt glepur fyrir unglingunum. „Já, já, mikil ósköp. Og oft er það svo að það eru einmitt afburða nemendumir sem velja sér latínu til að kljást við. Það er ákaf- lega gaman að kenna fólki sem bæði vill og getur lært.“ Eins og drepið ér á í upphafi þessa pist- ils, er Teitur framúrskarandi kennari sem á auðvelt með að hrífa nemendur með sér í hita augnabliksins. Hann er spurður í hveiju þessi galdur hans sé fólginn. „Ég hef nú áður verið spurður á svipaðan hátt, en þessu er ekki auðvelt að svara. En alltaf geri ég ráð fyrir því, að allir nemend- ur mínir vilji læra og ætli sér að læra mikið. Þessvegna er það, að þegar ég kem inn í fyrsta tímann hjá nemendunum, og reyndar alla tíma, þá hugsa ég með mér að þeir skuli fá að læra og fá nóg að gera. Annars er það alltaf einn maður sem lærir mest í þessum tímum — og það er ég sjálf- ur, ég læri alltaf mest. Það er kannski aðalástæða þess hversu vel mér fellur kennslustarfíð. Hinsvegar hef ég lítið hugsað um sérstak- ar aðferðir, og ég verð að segja, að margt sem maður heyrir um kennslutækni og námstækni minnir mig á mann sem verður sér úti um fallegan gjafapappír en gleymir gjöfínni — þetta er lítið meira en umbúðir. Að vísu má fínna ýmislegt nýtilegt í þessum fræðum, en mér finnst margt kreddukennt í þeim.“ Hvernig er það Teitur, ertu lítið gefinn fyrir hin veraldlegu gæði? „Ég hef að minnsta kosti mjög takmark- aðan áhuga á leikföngum tuttugustu aldar. Til að mynda hef ég ekki sjónvarp og engan á ég bílinn. En útvarp hef ég hérna og plötu- spilara, því ég hlusta mikið á klassíska tónlíst og nýt þess. Líklega hlusta ég einna mest á Beethoven og Mozart, en sitthvað annað er í uppáhaldi hjá mér, t.d. ítalskar óperur, en til þess að njóta þeirra þarf rúm- an tíma því að þær eru svo langar. En það er með þessi veraldlegu gæði, menn leggja auðvitað mismunandi merkingu í það hugtak. Ég verð að segja eins og er, að ég er ákaflega ánægður með mitt hlut- skipti, ég er sáttur við starf mitt og þar af leiðandi þarf ég ekki að kvarta. Nú ætla ég að koma með eina setningu á latínu sem mér finnst hæfa mér vel: Bene qui latuit, bene vixit. Þetta þýðir: Sá hef- ur lifað vel sem hefur falið sig vel, eða með öðrum orðum að sá hefur lifað vel sem Iítið hefur látið á sér bera. Þetta sagði Ovidius skáld fyrir óralöngu, en er samt ennþá í fullu gildi. Það er langt síðan ég tók eftir þessari setningu, ég hef gaman af henni.“ Ekki vill Teitur viðurkenna að hann hafi haft þessi orð að leiðarljósi í lífí sínu þó hlédrægur sé, en mér er nær að halda að svo sé. Þar sem Teitur er skarpgreindur maður ogmenntaður vel, erhann spurður hvort honum svíði ekki þegar heimska og sinnuleysi verði fyrir honum. „Ég skal segja þér, að með árunum er slíkt hætt að angra mig. Það er í og með vegna þess að ég er svo heppinn að ég kenni eingöngu svokallaðar valgreinar en ekkert í „kjarnanum" sem þýðir það, að nemendur velja sjálfir það sem þeir ætla að læra hjá mér, svo yfirleitt hef ég mjög góða og duglega nemendur." Nú berst talið að langskólanámi og vísind- um og hvort það geti verið að vísindin séu raunverulega að kollvarpa mannkyninu. „Ef þú átt við kjarnorkuslys, þá er ég nú fremur svartsýnn. Þessir háu herrar segja að hitt og þetta stafí af mannlegum mistökum, en mín reynsla er sú að allt bilar með tímanum. Og hvað gerist ef um náttúru- hamfarir verður að ræðá og starfsemin fer úrskeiðis í kjamorkuverunum? Ég verð að segja eins og er, að mér líst ekkert of ve! á kjamorkuna, þar getur orð- ið stórslys. Sannleikumn er sá, að þrátt fyrir allt hyggjuvitið er maðurinn kominn með tæki sem hann ræður ekki við. Annars er ég bjartsýnismaður að eðlis- fari og ég trúi á menninguna, ég held að hennar vegur dafni þrátt fyrir allt. Og ef ég vík að tungumálum, þá álít ég þekkingu á þeim bæði nytsamlega og af hinu góða. Því sá sem lærir tungumál erlendrar þjóðar skilur þá þjóð svo miklu betur á eftir, og því vil ég segja að tungumálanám sé gott framlag í þágu friðarins — við öðlumst miklu dýpri skilning en ella á fólki ef við lærum tungumál þess. Og nú ætla ég að koma með eina setn- ingu á frönsku handa þér. Frakkar orða þetta svo'fallega þegar þeir segja: Tout comprendre, c’est tout pardonner. Á íslensku verður þetta: Að skilja allt er að fyrirgefa allt. Finnst þér þetta ekki fallegt?" Og nú verður Teitur eins og ég þekki hann fyrir framan stóru, svörtu töfluna í skólanum, því ég hrífst svo með honum að •mér fínnst ég aldrei hafa heyrt neitt eins fallegt á ævinni. Ertu trúaður maður Teitur? „Ekki á þann veg sem þú sjálfsagt mein- ar, og ég hugsa ekki mikið um slík mál. Á hinn bóginn hef ég mætur á Biblíunni og les hana mikið. Það er nefnilega þannig, að þeir sem eru að Iæra erlent tungumál þurfa helst að lesa eitthvað í Biblíunni á því máli. í Biblíunni eru orðatiltæki sem allir nota — eða allir þeir sem eru á þessu kristna svæði sem við tilheyrum. Og ég hef lesið mikið í Nýja testa- mentinu á ýmsum tungumálum." Nú gerist ég eilítið nærgöngul og spyr Teit hvort hann hafi aldrei kvænst. „Nei, það hefi ég ekki gert, en á fimm ára gamlan son sem ég er ákaflega hrifinn af. Hann er mér dýrmæt gjöf. Annars hef ég ekki búið einangraður og gæti t.d. aldr- ei hugsað mér að búa aleinn sem einsetu- maður fjarri öllu, af og frá, það gæti ég ekki. En ég álít að manni sé nauðsynlegt að geta verið aleinn með sjálfum sér og sínum hugðarefnum, að minnsta kosti stundum. “ Það er erfitt að hugsa sér Teit án bóka, án þeirra getur hann eflaust aldrei ver- ið. Enda ber mikið á bókum á heimili hans. Bókamaðurinn Teitur handleikur bækur sínar á sérstakan hátt, af stakri nákvæmni og varfærni, nánast eins og hann sé með viðkvæmar sálir í höndun- um. Það er því ekki úr vegi að spyija hann um lesefnið þessa stundina. „Sem stendur les ég mikið orðabækur vegna þess að ég er að semja íslensk-þýska orðabók. Ingvar Brynjólfsson, menntaskóla- kennari, byijaði á því verki árið 1959, en hann lést 1979. Ég hófst svo handa 1965, en Kjartan Gíslason vinnur að þessu verki með mér. Að vísu gerði ég sama og ekkert frá árinu 1977 til 1984, tók mér langt frí, en ég hef unnið við þetta frá árinu 1984. Þetta er óhemju mikil vinna og fæstir sem gera sér grein fyrir öllu því sem að baki stórrar orðabókar liggur." Að svo mæltu stendur hann upp og sýnir mér inn í eitt herbergið, en þar er þá allt fullt af miðum og blöðum, sem liggja í mis- háum bunkum út um allt. „Sjáðu, hérna eru miðar sem ég varð að skrifa, orð sem þurfti að þýða og skil- greina. Svo þarf að flokka orðin og flokka síðan flokkana í aðra flokka..." Hann brosir sínu óræða brosi, og ég verð algjörlega orðlaus yfir því sem ég sé. „Já, þetta er mikil vinna, en nú sér fyrir endann á þessu verki, það er bytjað að setja bókina, en þá þarf auðvitað að lesa prófark- ir, alveg endalaust. Það tekur mörg ár að semja orðabók sem þessa, og þessvegna tekur maður eftir hvernig tungumál eru alltaf að breytast. Hugsaðu þér t.d. allt tölvumálið sem kom inn í málið eftir að byijað var á þessu verki, það var nýtt — hafði ekki verið í málinu fyrr, og svona er um fleiri hluti. En sá sem vinnur að orðabók lærir mikið, hann lærir geysilega mikið. Það er bókaforlagið Örn og Örlygur sem stendur að útgáfu þessa verks, sem vonandi á eftir að verða mörgum að gagni í framtíð- inni.“ Tilvonandi þýskunemendur geta farið að hlakka til að komast yfír góða orðabók, enda ekki vanþörf á, nógu er nú þýskan strembin. Það er með vilja gert að minnast síðast á ítölsku og Ítalíu við Teit, en þetta tvennt er honum ákaflega kært, kemur líklega fast á eftir latínunni, enda skylt. Teitur dvaldi um tíma í klaustri á Ítalíu, ekki sem munkur, heldur til að fræðast og nema eins og honum var líkt. pÞað er rétt, ég dvaldi um skeið í klaustri á Italíu. Þar lærði ég latínu og ítölsku og hafði afskaplega gaman af þegar munkarn- ir töluðu saman á latínu, en þeir léku sér við það á stundum, og það var nú leikur að mínu skapi. Ég reyni að fara til Ítalíu einu sinni á ári, ég kann vel við mig þar og svo fæ ég æfingu í málinu. ítalska er falleg mál og hljómfagurt. Hlustaðu t.d. á þetta: Lieto, sempre lieto — hvað þetta hljómar fallega." í sameiningu dáumst við að ítölskunni, hreinu sérhljóðunum og formfegurðinni, og aftur fínn ég fyrir þessum hæfileika Teits að hrífa fólk að sér, því mér finnst þessi setning næstum ennþá fallegri en sú franska sem hann fór með fyrr í samtalinu. Og Teitur heldur áfram: „Og sjáðu nú til, þetta þýðir: Glaður, ávallt glaður — eða teitur alltaf teitur. Þú veist að Teitur þýðir glaður.. .“ Nú vantaði bara töflu og krít. Ég held að það fari ekki á milli mála: Teitur Bene- diktsson er KENNARI. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.