Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Blaðsíða 3
iggitng
iliiiiSBSIiiES®
Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoó-
arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulltr.:
Gisli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjóm: AÖalstræti 6. Sími 691100.
Forsíðan
er portret Jóhannesar S. Kjarval af Bimi Kristjánssyni
bankastjóra og mun þetta listaverk eitt af þeim elztu,
sem Landsbankinn á í listasafni sínu.
Listasöfn
í einkaeign em nokkur hér á landi, ekki sízt í
bönkunum. Á 100. afmælisári Landsbankans
hefur Lesbókin litið á og kynnir nú valin verk
úr listasafni bankans, sem spannar vítt svið
frá veggmynd Jóns Stefánssonar 1923 til
nútímaverka.
Latínan
er stóra ástin í lífi Teits Benediktssonar
menntaskólakennara, en aftur á móti hefur hann
takmarkaðan áhuga á leikföngum 20. aldar. Teitur
sökkvir sér niður í fleira en latínu, ítölsku til dæmis,
en við þennan kennara af guðs náð hefur Ellý
Vilhjálms rætt.
Þorgeir Sveinbjarnarson
Útþrá
Þú nemur staðar
og hlustar.
Lækurinn handan við ásinn
hefur annan tón
en seyran við túnið.
En þú treystir þér ekki
að athuga þetta nánar
sízt einn þíns liðs.
Og enginn verður til
að bjóða þér samfylgd.
Um síðir kemur dauðinn
og gerir sig líklegan
að vísa þér veginn.
En þá er landið þagnað.
Og þér er um og ó
að leggja af stað
undir nóttina.
Þorgeir Sveinbjarnarson er faeddur í Efstabæ
í Skorradal 1905 en varð siðar bóndi þar og
í Langholti i Bæjarsveit, kennari við Lauga-
skóla og forstjóri Sundhallar Reykjavíkur til
dauöadags 1971. Eftir hann liggja þrjár
Ijóöabækur.
Stríálbýlisþankar
að var ekki fyrr en í sum-
ar að mér varð fyllilega
ijóst hvað felst í hugtak-
inu stijálbýli. Eg var á
ferð um Vestfjarðakjálk-
ann, m.a. um firðina við
norðanverðan Breiðafjörð
og við ísafjarðardjúp. Það
var yndislegt sumarveður og sólargeislarnir
gældu við hafflötinn við ystu nes og innstu
fjarðarbotna. Hvarvetna blöstu við mikilúð-
leg fjöll eða háar heiðar sem tóku á sig
vinalegt viðmót í veðurblíðunni, þótt ferða-
langinn renndi grun í að þau gætu ygglt
sig þegar hann væri á norðvestan með linnu-
lausum stórhríðum. Sums staðar stóðu
blómleg bú en iðulega ókum við langar leið-
ir án þess að finna nokkurn vott um
mannabygðir önnur en gömul tóftarbrot,
yfírgefna hússkrokka og fúna báta í fjörum.
Það lá við að maður kenndi til með landinu
sem var að mestu í eyði lagt eftir aldalanga
sambúð við menn og skepnur. Úti fyrir vog-
skorinni strönd sá yfir Breiðafjiirðinn með
eyjunum sínum óteljandi. í eina tíð þótti þar
ein mesta matarkista landsins en eyjabú-
skapur er nú að mestu aflagður. Það er
tilgangslítið að búa við hlunnindi á borð við
scl, fugl og reka þegar helstu vandamál
þjóðarinnar cru óseljanlegar birgðir af fjalla-
lambi, kjúklingum, svína- nauta- og hval-
kjiiti, að ckki sé talað um smjörfjallið sem
ku vera orðið álíka óbifanlegt og Látrabjarg.
Átakanlegt er að sjá gróin byggðarlög
leggjast í eyði, ekki síst þegar maður á lcið
þar um á björtu sumarkvöldi og náttúran
hefur búið sig sínu besta skarti. Maður verð-
ur svolítið undrandi á að fólk skuli hafa tímt
að yfirgefa svona indæla firði og voga sem
öldum saman hafa verið gjöfulir við land-
seta sína, og heiðar og eyjar með beitilönd
fyrir búpening. Og óforbetranlegt borgar-
barnið verður skyndilega gripið þrá eftir
kyrrð og sveitasælu langt frá skarkala
heimsins, kapphlaupi við klukkuna, lífsþæg-
indin, nági-annana. Er ekki maðurinn
óaðskiljanlegur hluti af náttúrunni og líður
honum þar af leiðandi ekki best í nánu sam-
býli við hana? Og svona veltir maður vöngum
á meðan bíllinn brunar áfram eftir malar-
veginum, þar til mikið hvarf verður fyrir
og nauðsynlegt er að draga úr hraðanum.
Þá bölvar maður vegagerðinni og gleymir
allri náttúrurómantík. Svo fer maður að
huga að því hvar hægt sé að stansa næst
og fá sér pylsu.
Trúlega eru það einkum efnahagslegar
forsendur scm ráða búsetu manna. Þegar
fólksflóttinn til Ameríku var í algleymingi
urðu Norðlendingar og Austfirðingar fúsast-
ir til að tygja sig á brott, því að þar voru
lífskjör lökust á landinu. Vestfirðingar sátu
flestir um kyrrt enda bjuggu þeir vel að
sínu. Það var ekki fyrr en eftir kreppu,
heimsstyrjöld og gjörbyltingu á atvinnuhátt-
um að byggðir þar tóku að eyðast. Og þær
halda áfram að eyðast. Það er til marks
um ræktarsemi Hornstrending og annarra
við forna átthaga að þeir dveljast þar í leyf-
um. Og í ýmsum eyðifjörðum í Barðastrand-
arsýslu getur að líta snotra sumarbústaði,
þar sem fólk dvelur sér til hvíldar og hress-
ingar. Atvinnu sína og viðurværi hefur það
annars staðar. Kannski býr hugurinn að
hálfu leyti á hijóstrugri jörð við klettótta
strönd. Það fer ekki hjá því að mörgum finn-
ist ánægjulegra að sýsla við sauðfé og lifa
á landsins gæðum en að stunda andlausa
færibandavinnu í þéttbýli. Við verðum samt
öll að beygja okkur að einhverju leyti undir
efnahagslegar staðreyndir og þær eru ekki
sérlega hughreystandi fyrir Vestfirðinga.
Þrátt fyrir nýtískuútgerð og fiskvinnslu í
gi-ónum sjávarþorpum og kaupstöðum em
lífskjör á Vestfjarðakjálkanum lakari en í
öðrum landshlutum.
Lengi hefur verið grunnt á því góða með
þéttbýlis- og stijálbýlisfölki. Stijáíbýlisfólk
sakai- byggðarliigin á suðvesturhorninu um
að soga til sín fé og mannafla og spáir því
að með áframhaldandi þróun verði ísland
einungis borgríki við Faxaflóa. Þéttbýlingar
saka íbúa hinna dreifðu byggða um fyrir-
hyggjuleysi og heimtufrekju, og hafa ítrekað
bent á hvílík ósvinna það sé að þeir skuli
eiga obbann af kjörnum fulltrúum á Al-
þingi. Slíkar umræður þykja mér alla jafna
ófijóar og tilgangslitlar og trúlega á vegar-
spotti hér og sundlaug þar sáralítinn þátt
í því hvort byggðaröskun verður eður ei.
Sú staðreynd að Vestfirðingar skuli eiga
fimm alþingismenn, eða jafnmarga og íbúar
Reykjaneskjördæmis hafa, virðist ekki hafa
haft teljandi áhrif á byggðaþróun. Hún
ræðst af iiðrum þáttum. Trúlega er það þjóð-
hagslega óhagkvæmt að halda í byggð
héruðum þar sem afkomumöguleikar eru
sáralitlir á tímum offramleiðslu í landbún-
aði. En hver treystir sér til þess að greiða
þeim byggðarlögum náðarhöggið? Það er
cðlilegt að þau verði í byggð á meðan fólk
vill vera þar og treystir sér til að búa þæg-
indasnauðu lífi í einangrun. Það er þó heldur
ekki rétt stefna hjá opinberum aðilum að
halda dauðahaldi í byggð hér og þar í þessu
stóra landi þar sem útilokað er að búa fólki
þau lífskjör sem sæmir í samfélagi nú-
tímans.
Eigi að síður gleðst ferðalangurinn þegar
hann sér merki um mannabústað í litlu
koti við lygnan fjörð í margra kílómetra
fjarlægð frá næsta bæ. Á sama hátt hrygg-
ist hann yfir húsarústum og brotnum báti
í fjöru, því að bláköld skynsemi og efnahags-
legar staðreyndir segja sjaldnast allt sem
segja þarf.
guðrún egilson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. SEPTEMBER 1986 3