Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Blaðsíða 7
Listasöfn í einkaeign í.
Sú stefna að styðja við bakið
á listamönnum og safna
íslenzkum listaverkum var
tekin upp í Landsbanka
íslands með veggmynd Jóns
Stefánssonar í bankanum
1923 og skömmu síðar
freskum Kjarvals. Síðan
hefur bankinn eignast íjölda
afbragðs listaverka, bæði
eftir brautryðjendur okkar í
myndlist, yngstu kynslóðina
og allt þar á milli. Listaverk
bankans eru ekki höfð í
geymslum, heldur þar sem
þau sjást í afgreiðslum og á
skrifstofum, starfsfólki og
viðskiptavinum til yndis og
ánægju.
Veggmynd Jóns Stefánssonar frá 1923 markar upphaf þeirrar stefnu að bankinn eignist listaverk og að þeim sé komið fyrir
þar sem allir geta notið þeirra. Þessi mynd er á vesturvegg í afgreiðslusal aðalbankans. Hún sýnir daglega önn í bændaþjóð-
félaginu, sem ennþá stóð á traustum fótum, þegar Jón málaði myndina. Það er hluti af myndinni sem hér sést.
Ur listasafni
Landsbanka
Islands
að er ætlun Lesbókar að
kynna lítillega listasöfn í
einkaeign hér á landi; það
er að segja listasöfn í eigu
stofnana, fyrirtækja og
einstaklinga. Fyrirtæki
og stofnanir hafa í mjög
vaxandi mæli keypt listaverk og sett þau
upp, þar sem starfsfólkið getur notið þeirra,
svo og gestir og gangandi. Þetta gerir
umhverfið menningarlegt og listrænt og
gerbreytir húsakynnum, sem annars væru
nakin og kuldaleg. í samtölum við forráða-
menn hefur komið fram, að ný húsakynni
Jóhannes KjarvaI kemur snenuna við.sögu hjá Landsbaukanum og verður merkasta
verki hans þar, freskunum úr sjávarútvegi, gerð skil síðar. Landsbankinn á ýmiss
konar myndir eftir Kjarval, þar á meðaJ þessa teikningu af Einari. Benediktssyni
skáldi.
eru oft afar illa til þess fallin að hafa þar
uppi listaverk vegna þess að veggrými skort-
ir.
Hér á landi er þó nokkur hópur einstakl-
inga, sem hægt er að segja, að eigi verðmæt
listaverkasöfn — og þá er átt við þá, sem
eiga t.d. 20—30 listaverk eftir góða lista-
menn. Frumkvöðull á því sviði yar Markús
ívarsson í Héðni, sem ánafnaði Listasafni
íslands safn sitt eftir sinn dag og þar er
það nú. Af samtímamönnum eru tveir safn-
arar, sem uppúr gnæfa: Þorvaldur Guð-
mundsson og Sverrir Sigurðsson, sem hafa
ásamt eiginkonum sínum staðið að söfnun
í marga áratugi. Lesbókin hefur birt mynd-
ir af þeim hluta úr safni Þorvalds, sem sést
á Hótel Holti, og einnig af nokkrum Kjar-
valsmyndum Þorvalds í tilefni sýningar á
100 ára afmæli Kjarvais í fyrra. Lesbókin
kynnti einnig höggmyndasafn Sverris og
Ingibjargar í fyrra, en safnið sem þau gáfu
Háskólanum hefur ekki enn verið kynnt í
Lesbók.
Af stofnunum og fyrirtækjum hafa bank-
arnir verið langsamlega stórtækastir í
söfnun listaverka og allt er það með tíman-
um að verða markvissara og farið að líta á
það sem sjálfsagðan og ómissandi þátt, til
dæmis ver Landsbankinn ákveðinni upphæð
til listaverkakaupa á ári hveiju.
Þetta blasir við, þegai- komið er inn í flest-
ar bankaafgreiðslur og er gott til þess að
vita, að bankaútibúin úti á landi hafa ekki
verið látin mæta afgangi. Listaverk setja
sérstakan svip á afgreiðslusali bankanna,
en stórfyrirtæki eins og Eimskip og Sam-
band fsl. samvinnufélaga eiga einnig tals-
verð söfn.
Á 100. afmælisári Landsbanka íslands
hefur verið ákveðið að hefja þessa kynningu
tneð úrvali úr listaverkaeign Landsbankans.
Á afmælinu efndi bankinn til sýningar í
nýja Seðlabankahúsinu og kom þar í ljós,
að bankinn er vel stæður að þessu leyti.
En einnig þar var um úrval að ræða. Úrval
Iæsbókarinnar er. ekki byggt á því, sem þar
var hengt upp, heldur var allt, eða svo til
allt, skoðað,; sem bankinn á. Það scjgir sig
Jón Reykdal: Vorboði, grafíkmynd.
sjálft, að í heildarsafni bankans kennir
margra og misjafnra grasa og hefur ugg-
laust komið fyrir oftar en einu sinni, að
mynd hafí verið tekin af málara, sem ekki
gat borgað víxilinn sinn. En þegar um er
að ræða að velja svo sem 10—15 myndir
úr öllu listasafni bankans, er sjálfgefið, að
valið verður erfítt. Þar eru fleiri dýrgripir
en svo, að þeim verði öllum komið að í einni
opnu. Þar má sjá verk brautryðjendanna í
íslenzkri myndlist, en einnig nýjabrumið,
sem heyrir til yngstu kynslóðinni í myndlist
okkar.
Til að koma betri og markvissari skipan
á safnið og aukningu þess hefur Lands-
bankinn falið tveimur mönnum að vera
bankastjórninni til ráðgjafar um listaverka-
kaup. Þeir líta á það, sem til greina kemur
að kaupa og gera sínar tillögur, en banka-
stjórnin ákveður það síðan. Þessir menn er
Jóhann Ágústsson fi-amkvæmdastjóri í Lands-
bankanum og Sigurður K. Ámason myndlist-
armaður og einnig starfsmaður bankans. Þeir
hafa komið upp skrá með ljósmyndum af
hveiju listaverki í eigu bankans og upplýsing-
um um það. Það sem kemur til athugunar
er einkum tvíþætt: Annai-svegai' verk eftir
brautryðjendurna og aðra gengna myndlist-
armenn, en hinsvegar nútímaverk eftir fólk,
sem til dæmis er að sýna og þá ekki sízt
unga fólkið. Þegar unnið er svo markvisst
er gefið mál, að safnið verður betra með
hveiju árinu. En bæði í Landsbankanum og
víðar er vaxandi skilningur á því að kaupa
ekki bara „fjárfestingarmálverk" eftir
Kjaival eða Jón Stefánsson, heldur að eign-
ast hlutdeild í nýjabruminu.
Ekki liggur ljóst fyrir, hvemig eða hve-
nær Landsbankinn eignaðist fyrsta listaverk
sitt. Það gæti þó hafa verið sú fræga mynd
af Birni Kristjánssyni bankastjóra, sem
Kjai-val málaði og er prentuð í málverkabók-
inni um Kjarval, sem Helgafell gaf út. Það
markaði hinsvegar tímamót, þegar bankinn
réð tvo málara, þá Jón Stefánsson og Kjar-
val til þess að mála vcggmyndir þær, sem
enn prýða aðalbankann. Mynd Jóns Stefáns-
sonar er á vesturvegg í afgreiðslusalnum
og sýnir líf og störf sveitafólks á íslandi,
meðan bændaþjóðfélagið var ennþá veru-
leiki. Jón málaði þessa mynd sumarið 1923
og hún kom fyrir almenningssjónir, þegar
húsið var tekið í notkun snemma árs 1924.
Þessi mynd er að minnsta kosti eitt af
fyrstu listaverkum bankans og markar upp-
haf þeirrar stefnu að fá listamenn til að
skreyta húsakynni á þennan hátt. Sumarið
eftir kom röðin að Jóhannesi Kjarval. Voru
reistir vinnupallar fyrir hann á austurenda
gangs á annaiTÍ hæð, þar sem hann málaði
. Sjánæstusíðu
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 20. SEPTEM8ER 1986 1