Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1986, Blaðsíða 13
skilda konu drýgir hór.“ Á þessum orðum
nýja testamentisins reisir Lúther skoðanir
sínar um varanleika hjónabandsins og það
sem því getur slitið. Hann lítur svo á að
þar geti aðeins hórdómur komið til greina.
Það er sá mesti þjófnaður sem hægt er að
fremja að hans áliti. í ljósi þess sem hér
hefur verið vitnað til er augljóst að rök fyrir
slíkri refsihörku sem í Stóradómi er að finna
mátti sækja beint í röksemdir Lúthers.
Það þykir sennilega unggæðisleg fræði-
mennska að kenna munkinum frá Eisleben
um Stóradóm eða svo gott sem, með þeim
hætti sem hér er stungið upp á. Frá sagn-
fræðilegu sjónarmiði eru einstaka tilvitnanir
í rit Lúthers og heilaga ritningu alls ófull-
nægjandi til að byggja á fullyrðingar um
flókið sögulegt ferli. Slík framsetning dugir
í besta falli til að sýna að þarna er visst
samræmi á milli, a.m.k. frá sjónarhóli leik-
mannsins, enda þótt eflaust mætti sýna
fram á hið gagnstæða með einhvetjum
guðfræðilegum loftfimleikum. Með athugun
á réttarþróun í ýmsum löndum N-Evrópu í
kjölfar siðaskiptanna kemur hins vegar í
ljós að samtengingin er alls ekki svo fjarri
lagi.
Enda þótt siðaskiptin hafi í fyrstu atrennu
fyrst og fremst snert kirkjuna fór ekki hjá
því að þau hefðu víðtækari áhrif og næðu
til fleiri þátta samfélagsins. Einn angi þess
er sá að í kjölfar siðaskiptanna varð refsi-
framkvæmd öllu harkalegri en áður hafði
verið.28 Benda má á ýmislegt sem skýrt
gæti þessa þróun. í fyrsta lagi helst þetta
í hendur við eflingu konungsvalds á mörgum
sviðum í samræmi við hugmyndir Lúthers
um verkaskiptingu ríkisvalds og kirkju.
Hefur ýmislegt verið nefnt í þessu sam-
bandi, m.a. það að eftir siðaskiptin hafi
afbrot færst mjög í aukana vegna minni
afskipta kirkjunnar af fátækraframfærslu
en áður. Þá hefur sú skoðun verið sett fram
að aukin refsiharka fyrir siðferðisbrot hald-
ist í hendur við útbreiðslu kynsjúkdóma á
þessum tíma. Að síðustu má og benda á
að aukin þéttbýlismyndun eftir lok miðalda
og vöxtur borga og bæja er iíkleg til að
hafa aukið áfbrotatíðni og því síðan mætt
með harðari viðurlögum. Þó skiptir hér eftir
vill mestu máli áhrif frá mósaískum rétti,
sem setti mjög svip sinn á refsirétt ýmissa
norðurálfuþjóða eftir siðaskiptin. Koma
áhrif þessi einna skýrast fram í hugmyndum
valdhafa um hvað sé refsivert og hvað ekki.
Var hér heilög ritning höfð til grundvallar.
Notuðu mótmælendafurstarnir í Evrópu
ritninguna með þessum hætti. Fyrir ýmis
afbrot, sem áður hafði verið refsað fyrir
samkvæmt lögum kirkjunnar, voru nú settar
af hinum veraldlegu yfirvöldum refsingar
og í mörgum tilfellum voru þær hertar.
Meginatriðið var að í Guðs lögum, eins og
þau opinberast okkur í boðorðunum tíu var
ákveðið hvað teldist til refsiverðra athafna,
en hins vegar vai- hinum veraldlegu yfirvöldum
Íátið eftir að finna hæfilega refsingu og er
þetta einmitt kjarninn í kenningum Lúthers
um þessi efni. Jafnframt því vann sú hug-
mynd sér nokkurt fylgi að það væri ein-
faldlega ekki á valdi hinna veraldlegu yfir-
valda að miskunna þeim er brotið hefðu
gegn Guðs lögum, heldur væri skylda þeirra
einmitt sú að sjá til þess að misindisfólk
fengi réttláta refsingu. Sem dæmi um lög-
gjöf sem sækir afl sitt til þessara hugmynda
eru hin þýsku refsilög Karls V frá 1532,
Constitutio Criminalis Carolina, en á þeim
hvíldi þýskur refsiréttur að verulegu leyti
um þrjú hundruð ára skeið. Talið er að þessi
refsilög hafí haft mikil áhrif í öðrum löndum
Evrópu á þessum tíma. Danskur fræðimað-
ur, Frantz Thygesen, hefur m.a. sýnt fram
á áhrif laganna á danskan refsirétt, einkum
á S-Jótlandi.29 Hugmyndir þessar höfðu enn
frekari áhrif í Danmörku og má minna á
áðurnefnt bréf háskólakennaranna dönsku
og tillögur þeirra til úrbóta á siðferðis-
ástandinu á Islandi. Þá má einnig minna á
Koldingsrecess, en hann var lögleiddur í
Danmörku 1558.
Yfirlit það um þróun refsiréttarins sem
sett er fram hér að framan sýnir að Stóri-
dómur er ekki án hliðstæðna í erlendum
rétti. Þróun í átt til meiri refsihörku eftir
siðaskiptin er fjarri því að vera séríslenskt
fyrirbæri. Hvort hér ráða mestu um siða-
skiptin og hugmyndir siðaskiptafrömuðanna
eða önnur atriði skal þó ekkert fullyrt um.
Tii þess að slíkt væri unnt þyrfti að koma
til mun ítarlegri könnun á þróun refsiréttar
í N-Evrópu en hér hefur verið kostur á að
framkvæma. Sú ályktun er engu að síður
býsna nærtæk að sögulegar forsendur
Stóradóms séu einmitt að finna í hinni
almennu þróun refsiréttarins.
Um þessi erlendu áhrif segir Páll E. Óla-
son: „Hegningarnar eftir þeim lögum,
(Stóradómi) líflát, voru nýjung í íslenzkri
löggjöf, apaðar eftir ómannúðlegum, útlend-
um lögum, er í öllum greinum voru síðri
hinum innlendu. Hér var því um fullkominn
afturkipp að ræða í menningu og mannúð,
beinlínis tilraun til að spilla hugsunarhætti
þjóðarinnar og réttarmeðvitund
almennings".30 Hvort rétt er að taka svo
djúpt í árinni sem Páll gerir hér er e.t.v.
umdeilanlegt. Hitt er þó víst að Stóridómur
er ekki einangrað fyrirbæri, en hverjum eða
hveiju beri um að kenna skal ekki að öðm
leyti lagður á dómur hér.
Framkvæmd Stóradóms,
Helstu Breytingar á
ákvæðum hans Og Endalok
Fyrstu áratugina eftir lögtöku Stóradóms
virðist sem nokkurar tregðu hafi gætt hjá
yfirvöidum á íslandi til að beita honum af
fullri hörku. Skýringarnar á þessu geta verið
margar. Sennilega ræður þar mestu, að um
innfluttar réttarhugmyndir var að ræða sem
höfðu í för með sér róttækar breytingar á
eldra réttarástandi. Réttarvitund fólks verð-
ur ekki rifin upp með rótum á einum degi
með nýjum lögum. Nýjar hugmyndir þurfa
tíma til að síjast inn í réttar- og siðgæðisvit-
und valdsmanna og alemnnings. Vægðar-
leysi Stóradóms hefur og eflaust farið fyrir
bijóstið á valdsmönnum og þeim fundist
harka hans keyra úr hófi fram. Þessi til-
hliðrunarsemi dómenda leiddi til þess að
konungur sendi tilskipun hingað til lands
27. apríl 1571, þar sem hann fór þess á
leit við hirðstjóra að hann hefði gætur á
að menn tækju út refsingu fyrir skírlífisbrot
eins og lög gerðu ráð fyrir.31 Ekki dugði
þetta til, enda neyttu dómendur ýmissa
bragða til að sneiða hjá ákvæðum Stóradóms
og notfæra sér þær smugur sem í honum
fundust. Í fyrsta lagi með því að skjóta líf-
látshegningu til konungs, ef hann vildi milda
dóminn. Þá var gjarnan gripið til þess ráðs
að vísa mönnum til kirkju og notfæra sér
þannig forn ákvæði um kirkjugrið sem enn
voru í gildi. Kirkjugrið voru hins vegar
afnumin 1587 eins og áður segir.
Áður hafi konungur þó sent hingað opið
bréf 29. apríl 1585 þar sem enn var lagt
fyrir valdsmenn að dæma eftir lögunum
fyrir skírlífsbrot, þ.e. beita líflátshegningu,
en dæma ekki sektir þess í stað.32
Fram til ársins 1595 eru aðeins tveir
dauðadómar kveðnir upp á Alþingi eftir
Stóradómi og var það raunar í sama málinu.
Það var árið 1573 að þau Jón Þorfinnsson
og Járngerður Runólfsdóttir voru dæmd til
dauða fyrir að hafa fallið þrisvar sinnum í
hórdóm.33 Um framkvæmd þessara dóma
er hins vegar allt á huldu. í Álþingisbókun-
um fram til aldamótanna 1600 er mjög
sjaidan vitnað til Stóradóms og er það
raunar ekki fyrr en eftir þann tíma sem
farið er að beita honum af einhverri hörku.
Árið 1602 er fyrsta aftakan eftir Stóradómi
framkvæmd á Alþingi. í Alþingisbókunum
segir um þetta: „Anno 1602 tekinn af lífi
Björn Þorleifsson fyrir kvennamál og svall.
Fékk góða iðran. Biskupinn herra Oddur
áminnti hann sjálfur. Hann kvaddi menn
með handabandi áður en sig niður lagði og
bauð svo öllum góða nótt. Var hann með
öllu óbundinn. Jón böðull er höggva skyldi
var þá orðinn gamall og slæmur og krassaði
í höggunum, en Björn lá kyrr á grúfu og
þá sex höggin voru komin leit Bjöm við og
mælti „höggðu betur maður“. Lá hann svo
grafkyrr en sá slæmi skálkur krassaði ein
þtjátíu högg áður en af fór höfuðið og var
það hryggilegt að sjá. Voru þá áminningar
gerðar yfírvöldunum þeim verslegu að hafa
örugga menn til slíks embættis svo iandið
yrði ekki að spotti í þeirri grein."34
Upp frá þessu má segja, að Stóradómi
sé nokkuð örugglega framfylgt, að svo miklu
lejdi sem Alþingisbækurnar geta vitnað um
slíkt. Er fjöldi mála slíkur að ekki reyndist
fært að setja saman um það tölfræðilegar
upplýsingar. Er ekki betur að sjá en íslensk-
um almúga hafi verið heldur en ekki hált á
vegi dyggðarinnar í siðferðisefnum, þann
tíma sem Stóridómur var við líði. Á það
skal enn fremur bent, að Alþingisbækurnar
segja ekki alla söguna um framkvæmd
Stóradóms í gegnum aldimar, enda var
Alþingi við Öxará áfrýjunardómstóll og
komu því ekki öll mál þangað. Fjöldi ein-
staklinga mátti því þola vægðarleysi Stóra-
dóms heima í héraði. Heimildir þar að lút-
andi liggja í haugum niðri á Þjóðskjalasafni
og em að mestu leyti ókannaðar. I tímarit-
inu Sagnir 1982 er að finna rannsókn
Þorgeirs Kjartanssonar á sakfallsreikning-
um áranna 1641—1650. Skulu hér tilgreind:
ar nokkrar tölur úr nefndri rannsókn.36 í
sakfallsreikningum fyrir áðurgreint tímabil
em tilgreind alls 1909 afbrot og þar af em
1765 skírlífisbrot eða 92,5% allra brotanna.
Af þeim em frillulífsbrotin algengust eða
alls 1411 (u.þ.b. 80%), 231 hórdómsbrot
(13%), 113 blóðskammarbrot (6,4%) og
óskilgreind brot era 10 (0,6%). Á sama tíma-
bili era 255 einstaklingar teknir fyrir endur-
tekin brot, eða 14%. Síðastnefndu tölurnar l
gefa til kynna að refsingarnar virðast ekki
hafa verið með öllu árangurslausar. í Al-
þingisbókunum og annálum fyrir sama tíma-
bil er greint frá níu líflátum fyrir skírlífis-
brot, átta fyrir sifjaspell og eitt fyrir hórdóm.
Ef allt er saman dregið lætur nærri að einn
íslendingur hafi verið látinn gjalda fyrir
syndsamlegt líferni annan hvem dag á
nefndu tímabili. Stóridómur hefur á um-
ræddu tímabili verið, m.ö.o. sívirk löggjöf.
Vissulega em 9 ár stuttur tími í 275 ára
sögu Stóradóms og augljost að varlega ber
að fara í að draga af tilvitnuðum tölum
heildarályktanir um beitingu hans. En hitt
er víst, að þær heimildir, sem aðgengilegri
era, gefa ekki til kynna að réttvísinni hafi
með hörku sinni tekist að hafa hemil á
siðferðisástandinu á íslandi á öðmm tímabil-
um, s.s. Alþingisbækurnar, annálar og
Lovsamling for Island vitna um. I þessu
sambandi er einnig rétt að rifja upp það sem
sagt var hér áðan um afgjaldreikninga
áranna 1588—1660, sem gefa til kynna það
sama. Það em því ekki augljós rök fyrir
því að ætla að tímabilið 1641—1650 hafi
verið meira gróskutímabil í siðferðilegri
vandlætingarsemi en önnur meðan Stóri-
dómur var við líði, ef undanskildir em síð-
ustu áratugirnir áður en hann var aflagður.
Nánar verður vikið að því síðar.
Áður hefur verið á það minnst að Stóri-
dómur hafi verið í gildi allt fram á 19. öld.
Venjulega hafa endalok hans verið miðuð
við tilskipun 24. janúar 1838, sem innleiddi
danskan sakamálarétt í heild hér á landi,
með nokkrum undantekningum sem reyndar
em í tilskipuninni. Ekki er skoðun þessi þó
alveg einhlít, enda kemur ekki fram bemm
orðum í nefndri tilskipun að Stóridómur sé
formlega afnuminn. Með athugun á þeim
ákvæðum um siðferðisbrot, sem í tilskipun-
inni er að finna og í Dönsku lögum frá
1683 er þó ljóst, að nánast ekkert stendur
eftir af Stóradómi eins og hann var í upp-
hafi. Vangaveltur um það hvort hann hafi
nokkurn tíma verið formlega aflagður hafa
því ekki raunhæfa þýðingu.
Fram til aldamótanna 1800 em gerðar
mjög fáar eiginlegar breytingar á ákvæðum
Stóradóms, sem veralega þýðingu hafa. Með
fyrirmælum 3. júní 1746 er refsingunni fyrir
fimmta frillulífsbrot breytt og kom þá tugt-
húsrefsing í stað líkamsrefsingar áður og
skyldu hinir lauslátu sendir til Kaupmanna-
hafnar til að taka út vistina þar.36 Með til-
skipun 8. júní 1767, sem tók gildi hér á
landi með kansellíbréfi 22. maí 1770, var
opinber aflausn í legorðsmálum afnumin,
en þess í stað sett átta daga varðhald upp
á vatn og brauð. Sýslumenn sem höfðu
sakeyrinn á leigu settu sig hins vegar upp
á móti þessu og var það til þess að þessu
var breytt stuttu síðar í sekt.37 Með tilskipun
13. júní 1771 er enn gerð tilraun til að
breyta ákvæðum Stóradóms um frillulifnað
og svo mælt fyrir að refsingar fyrir slíkt
afbrot skyldu með öllu leggjast niður.38 Rök-
in sem færð vora fyrir þessari breytingu
voru einkum þau, að ekki skyldi draga úr
möguleikum foreldra til að ala upp börn sín
með sómasamlegum hætti, með þungum
refsingum. Stuttu síðar, þ.e. 27. febrúar
1772 sendir konungur hins vegar aðra til-
skipun þar sem tilskipunin frá 1771 er felld
úr gildi. Er það fært ráðstöfun þessari til
stuðnings, að refsileysi fyrir frillulífi hafí
gefist illa og siðferði Islendinga mjög við
það hrakað.39 Að síðustu má svo geta um
konungsbréf Í5. maí 1779 þar sem felld
er niður brottvísun úr fjórðungi fyrir fjórða
frillulífsbrot, en þess í stað var það brot
látið varða sektum.40
Með þesu eru taldar upp eiginlegar breyt-
ingar á ákvæðum Stóradóms. En enda þótt
þær hljóti að teljast óveralegar, er öðra máli
að gegna um réttarframkvæmdina. Þegar
líða tekur á 18. öldina gerist það algengara
að fólk sé látið taka út refsinguna með
öðram hætti en bókstafur laganna gerði ráð
fyrir. Ber fjöldi konungs- og kansellíbréfa
sem hingað era send á tímabilinu
1745—1803, vitni um þetta, þar sem refsing
fyrir siðferðisbrot er ýmist felld niður eða
milduð veralega. Var algengt að í stað
hinnar dæmdu refsingar kæmi varðhald upp
á vatn og brauð. Að einhveiju leyti má rekja
stefnu þessa til konungsbréfa 28. maí 1735,
þar sem svo var mælt fyrir að dauðadómum
skyldi ekki framfylgt fyrr en þeim hafði
verið skotið til konungs til fyrirvegunar.41
Hins vegar er ljóst að fleira kemur hér til,
enda náðu þessar mildanir og náðanir lengra
en konungsbréfið frá 1735 gefur tilefni til.
Af rökstuðningi yfirvalda fyrir einstökum
ráðstöfunum sínum má kenna áhrifa upplýs-
ingarstefnunnar. í konungserindum þessum
er gjarnan vísað til efnahagslegrar afkomu
fólks, t.d. 25. apríl 1749, 26. maí 1753 og
28. maí, „Da de er ytterlige fattige".42 Þá
er og höfðað til heilsufars viðkomandi og
afkomumöguleika fjölskyldu hins brotlega.
í konungsbréfi 18. febrúar 1773 er Magnús
Einarsson nokkur úr Mýrarsýslu dæmdur
til að missa höfuðið fyrir hórdóm,. „Men ...-
at han er 78 Aar gammel, skröblig og
sengeliggende" þótti rétt að náða hann og
)ess í stað láta hann sæta átta daga varð-
haldi upp á vatn og brauð.43 Þannig mætti
halda lengi áfram að tína til dæmi um þessa
)róun en hér skal látið staðar numið.
Þegar kemur fram yfir aldamótin 1800
fer fyrst að gusta veralega um ákvæði
Stóradóms og eiginlegar tilslakanir að koma
fram. í konungsbréfi 25. júlí 1808 er í
fyrsta skipti hreyft við ákvæðum Stóradóms
svo gagn sé að. Er þar einkum að finna
mildanir á refsingum við hórdómi og frillu-
lífi. Líflátshegning fyrir þriðja sinn framinn
hórdóm er afnumin, en þess í stað refsað
með tveggja ára tugthúserfiði. Fyrir hórdóm
framinn í fyrsta og annað sinn voru sektir
lækkaðar til muna og líkamlegar hegningar
fyrir það brot afnumdar. Fésektir fyrir frillu-
lífi vora og einnig aflagðar. Annars konar
refsingar fyrir það brot voru hins vegar
látnar haldast, s.s. missir húðar fyrir fimmta
brot.44 Með konungsbréfi 21. maí 1823 era
aftur gerðar nokkrar tilslakanir varðandi
hórdómsbrotin og eru sektir þá lækkaðar
um helming. í 2. og 3. gr. bréfsins eru
merkileg nýmæli. 2. grein veitir dómuram
heimild til að hverfa alveg frá refsingu fyrir
hórdóm, þegar sá maki sem brotið er á,
fyrirgefur hinum brot þess. í 3. grein er
að finna athyglisvert ákvæði sem gerir ráð
fyrir að sektir megi falla niður vegna fá-
tæktar viðkomandi.46 Enn á ný verða svo
róttækar breytingar á siðferðislöggjöfinni
með tilskipun 24. janúar 1838, sem innleiðir
danskan sakamálarétt í heild hér á landi.46
Hvað snertir nefnd brot, er efni bréfanna
frá 1808 og 1823 staðfest, með smávægileg-
um breytingum þó, sem ekki verður fjölyrt
um hér. Þó skal á það bent, að refsingar
við blóðskömm höfðu staðið óbreyttar gegn-
um aldirnar og verður að iíta svo á að þau
hafi verið gildandi réttur þegar tilskipun
24. janúar 1838 er send hingað til landsins.
Samkvæmt þess hafa konungsbréfin áður-
nefndu verið afnumin með nefndri tilskipun,
en þess í stað komið ákvæði Dönsku laga
frá 1683. Ákvæði þeirra laga vora ekki
afnumin í Danmörku fyrr en með hegningar-
lögunum dönsku frá 1877. Með tilskipun
24. janúar 1838 virðast því ákvæði Stóra-
dóms hafa verið hreinsuð úr íslenskum rétti
eða 275 áram eftir setningu hans. Munu
ugglaust margir telja að það hafí verið orðið
tímabært.
Höfundur lauk-B.A. prófi í sagnfræði og heimspeki
frá HÍ í febrúar 1982 og embættisprófi i lögfræði í
júní 1985.
Heimildarskrá:
- Alþingisbækur íslands I—III, Reykjavík
1912-1918.
- Althaus, Paul: The Ethies of Martin Luther,
Philadelphia 1972.
- Brown, Colin: Philosophy and the Christian
Paith, London 1973.
- Davíð Þór Björgvinsson: Þættir úr sögu refs-
inga. Þróun íslensks refsiréttar á upplýsingar-
öld, ritgerð til BA-prófs við heimspekideild
Háskóla íslands, febrúar 1982.
- Diplomaterium Islandieum (íslenskt fombréfa-
safn) XIII-XV, Reykjavík 1933-1939.
- Eiríkur Þorláksson: Stóridómur, Mfmir 1976
(24).
- Hurwitz, Stephan: Den Danske Krimminalret
I, Kaupmannahöfn 1971.
- Iuul, Stig: Lov og Ret i Danmark, Kaupmanna-
höfn 1966.
- Jakob Benediktsson. Inngangur að deiluriti
Guðmundar Andréssonar. (Diseursus Oppositiv-
us). íslensk rit sfðari alda II, Reykjavík 1948.
- Kristinréttur Áma biskups Þorlákssonar.
- Lönning, Pcr: Politikken og Kristendommen hos
Martin Luther.
- Reformasjonen sett pá 450 árs avstand, Oslo
1968.
- Lovsamling for Island. I—XI, Kaupmannahöfn
1857-1863.
- Ólafur Lárusson: Lög og saga Reykjavik 1954.
- Páll E. Ólason: Menn og menntir siðskiptaaldar-
innar I-IV, Reykjavík 1919—1926.
- Saga íslendinga IV, Reykjavík.
- Tamm, Ditlev og Jörgensen Jens Ulf: Dansk
Retshistorie i Hovedpunkter. Fra landskabslover
I & II, Kaupmannahöfn 1975.
- Thygesen, Frantz: Tysk strafferets indtrængen
i Söndeijylland mellam 1550—1800, Kaup-
mannahöfn 1968.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. SEPTEMBER 1986 13