Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Blaðsíða 4
Enginn verður
óbarinn biskup
Samantekt um rokksöngvarann
Bob Geldof
sem sneri sér að líknarmálum og skipulagði
m.a. Band Aid og Live Aid
Texti: Illugi Jökulsson. Fyrri hluti.
kki fékk Bob Geldof friðarverðlaun Nóbels í
þetta sinn enda þótt fáum blandist hugur um
að þessi írski rokksöngvari eigi þau fyllilega
skilið. Á síðustu áratugum hafa ekki margir
gert mönnum Ijósar en hann hvers einstakl-
ingurinn er megnugur til hjálpar nauðstödd-
um meðbræðrum sínum, ef ábyrgð, vilji og
hugkvæmni er fyrir hendi. Ferill Geldofs
er raunar hinn athyglisverðasti. Hann varð
þekktur á árum pönksins og alræmdur þeg-
ar hann lýsti því yfir að helstu metnaðarmál
sín væru að vera frægur, ríkur og að kom-
ast yfir sem flestar konur. Þá var hann
talinn helstur siðspillir unga fólksins en
hefur nú verið sleginn til riddara af Breta-
drottningu og útnefndur til Nóbelsverðlaun-
anna, vegna þess að þegar fréttir tóku að
berast um hræðilega hungursneyð í Eþíópíu
og víðar í Afríku þá sat hann ekki auðum
höndum og dæsti heldur ákvað að gera eitt-
hvað í málinu. Mikilvægi „heilags Bobs“ —
eins og farið er að kalla hann — felst ekki
síst í því að hann hefur leitt mönnum fyrir
sjónir að þegar hörmungar dynja yfír berum
við öll ábyrgð og enginn ætti að geta skot-
ið sér undan.
Eftirfarandi samantekt um Geldof og ævi
hans er einkum byggð á sjálfsævisögu hans
sem er nýkomin út og ber heitið Is that it?
— eða: Er þetta allt og sumt?
ElNN MEÐ SJÁLFUM SÉR
„Mér er sama þó ég sé í hávegum hafður
og heiðraður. Mér er meira að segja sama
þó ég sé gerður að svolitlum dýrlingi, svo
fremi sem enginn ætlast til þess að ég hagi
mér eins og dýrlingur."
Þessi tilvitnun í Sögu heilags Vespaluusar
eftir Saki er á titilsíðu sjálfsævisögu Gel-
dofs og lýsir anda hennar býsna vel. Þó
starfið fyrir hungraða í Afríku sé honum
mikið alvörumál tekur hann Bob Geldof
hreint ekki hátíðlega; hann gerir óspart gys
að sjálfum sér og er ófeiminn við að segja
frá brestum sínum og göllum. Svo til algert
hispursleysi einkennir bókina og á kápu
hennar er orðsending frá höfundi og útgef-
anda þar sem segir að foreldrum og öðrum
lesendum muni vafalítið gremjast ýmsir
kaflar hennar. Bókin er nefnilega ekki ein-
göngu saga Live Aid og Band Aid heldur
raunveruleg og sönn frásögn af ævi Geldofs
— enda varla seinna vænna þar sem maður-
inn er orðinn rúmlega þrítugur! Hann segir
hreinskilnislega frá harkalegum deilum
sínum við föður og skólayfirvöld á unglings-
árunum, rekur ansi skemmtilega og opin-
skátt tilraunir sínar til þess að komast yfir
konur og fer ekkert í felur með alls konar
vafasöm uppátæki sín. Þegar hann lendir í
bland við tröllin er hann heldur ekki spar á
stóryrðin. Á Englandi hefur bókin hlotið
geysigóða dóma og má taka undir þá hér.
„Heilagur Bob“ er kannski ekkert sérlega
heilagur en sjarmerandi er hann.
Hann fæddist í Dublin fyrir rúmlega
þrjátíu árum og er af millistéttarfólki kom-
inn. Heimilið var ekki auðugt en þar skorti
heldur engar nauðsynjar. Faðir hans fékkst
aðallega við gistihúsrekstur meðan Geldof
var að alast upp, var fjarri heimilinu alla
vikuna en kom heim um helgar. Af móður
sinni hafði Geldof lítið að segja því hún lést
þegar hann var um það bil fimm ára (það
er lítið af ártölum í bók hans) — hún var
ekki nema 44ra ára þegar hún fékk fyrir-
varalaust heilablóðfall og dó. Geldof átti
tvær systur sem í orði kveðnu sáu um upp-
eldi hans eftir að móðirin féll frá en þær
voru mun eldri en hann og urðu þvf hvorki
félagar hans né sannfærandi mæður. Afleið-
ingin varð sú að hann var mikið með sjálfum
sér á æskuárunum, átti að vísu vini meðal
jafnaldra sinna eins og gengur en hafði
engan sem hann gat almennilega treyst á.
Eins og títt er um böm sem þannig alast
upp varð sjálfsvitund hans óhófleg; hann
segir frá því í bókinni að hvað sem hann
taki sér fyrir hendur eða fyrir hann komi
þá sé ætíð eins og hluti huga hans standi
utan við allt saman og skoði og skilgreini
úr fjarlægð. Annars vegar er sjálfsöryggið
óskorað, af gömlum vana og illri nauðsyn;
hins vegar efast hann sýknt og heilagt um
að hann sé að gera rétt og finnst einhver
gervibragur á öllu saman.
Barsmíðar í Skóla
OgHeima
Það efldi líka einsemd og staðfestu Gel-
dofs þegar hann lenti í vandræðum í
skólanum. Eitt haustið átti hann sjálfur að
afhenda skólagjöldin í skóla sínum en í ein-
hveiju bríaríi stakk hann peningunum í eigin
vasa. Þetta var ekki há upphæð og enginn
gerði athugasemd í bili svo Geldof var á
endanum farinn að halda að öllum væri
sama. Um vorið var föður hans hins vegar
sendur reikningur fyrir skólagjöldum sonar-
is og þá komst allt upp. Geldof baðst
afsökunar og sagðist ekki hafa haldið að
þetta væri sérlega mikið mál en faðir hans
og skólayfirvöldin voru á öðru máli. Fyrst
var hann barinn í skólanum og síðan tóku
systur hans og faðir heldur kuldalega á
móti honum. Honum sveið sárt að systumar
skyldu ekki bera í bætifláka fyrir hann en
því fór fjarri. Faðirinn fór síðan með hann
upp á loft og sagðist ætla að beija hann
sex sinnum með bambusstöng sem hann
hafði keypt af þessu eina tilefni. Geldof
blöskraði, fannst það ansi kaldrifjað af föð-
ur sínum, og blöskraði enn meira þegar
faðir hans sagði, eins og gert er í bíómynd-
um: „Þetta mun meiða mig meira en það
meiðir þig!“ Eftir þijú högg lagði hann á
flótta en faðirinn elti hann um herbergið
og sló til hans hvað eftir annað. „Ég trúði
ekki að hann væri að þessu. Síðan reyndi
skepnan í lokin að faðma mig að sér. Hvem-
ig dirfðist hann að reyna að friða sína
vesæiu samvisku með annarri eins hræsni?
Ef maður ætlar að meiða einhvem þá á
maður að meiða hann en ekki láta sem það
sé ást. Það er viðbjóðslegt. Ég varð fullur
andstyggðar og ég hataði hann. Sársauk-
inn, reiðin, skömmin og undrunin voru mér
um megn. Frá og með þessum degi vorum
við faðir minn svamir óvinir. Hann skyldi
fá að borga fyrir þetta."
Falsaðar Einkunnir
Eftir þennan atburð tók Geldof jafnan
mjög kuldalega öllum tilraunum föður síns
Geldof á hátindiævisinnar (?), aðsyngja IDon’tLikeMondays fyriráhorfenda-
skarann & Wembley meðan á Live Aid-tónleikunum stóðum.
til að nálgast hann; hann hélt sig í sínum
eigin heimi og fannst faðirinn fyrirlitlegur
ef eitthvað var. í skólanum varð svipað upp
á teningnum. Fram að þessu hafði Geldof
staðið sig býsna vel, verið talsvert yfir með-
allagi og unnið til verðlauna í ýmsum
greinum. Eftir þetta gaf hann skólann hins
vegar alveg upp á bátinn og árangri hans
hrakaði sem því nam. Þá tóku meiri barsmíð-
ar við því í lok hverrar viku fór hann með
vitnisburðarspjald heim til föður síns til að
fá kvittun hans, og í hvert sinn, og það var
oft, sem árangur var ekki fullnægjandi dró
faðirinn fram bambusstöngina. Geldof
fannst þessar barsmíðar óréttlátar og óþol-
andi en hafði jafnframt þvílíka skömm á
skólanum (sem var rammkaþólskur klaust-
urskóli) að það hvarflaði ekki að honnum
að leggja sig fram þar. Loks greip hann til
þess bragðs að ræna auðu vitnisburðar-
spjaldi og falsaði eftir það ágætan vitnisburð
handa föður sínum, um leið og hann líkti
eftir rithönd föðurins á hið raunverulega
spjald. Þannig lék allt í lyndi um hríð og
faðirinn var hinn kátasti með framfarir son-
ar síns. Þar kom þó að sannleikurinn í
málinu varð lýðum ljós og faðirinn reiddist
ofsalega. Hann og prestamir sem kenndu
í skólanum höfðu allt frá stuldinum á skóla-
gjöldunum sagt hveijum sem heyra vildi að
Geldof væri ekki treystandi og að hann
væri lygari, jafnvel í áheym hans sjálfs.
Nú sló faðirinn hann rækilega utan undir
og sagði: „Þú ert enn að ljúga. Ég skal
kenna þér að ljúga aldrei framar!" „Eg fok-
reiddist," segir Geldof í ævisögu sinni. „Ég
hafði ekki viljað þetta. Ég hafði verið neydd-
ur í þessa aðstöðu af þeim. Mér fannst ég
hafa fullan rétt til að gera það sem ég hafði
gert til þess að sleppa úr þessum óþolandi
aðstæðum sem þeir höfðu komið mér í. „Þú
skalt ekki voga þér að beija mig oftar,"
sagði ég Hann varð furðu lostinn en hann
gerði það ekki framar."
„Mikið HATUR, LÍTIÐ PLÁSS“
Nú er löngu gróið um heilt með þeim
feðgum og þeir eru bestu vinir en sú þróun
tók tímann sinn og faðirinn hirti lítið um
son sinn næstu árin. Hann hélt áfram í
skólanum en einkunnimar urðu æ lélegri
og að lokum féll hann á því prófi sem veitti
inngöngu í háskóla. Hann var þá átján ára
gamall og í aðra röndina var honum sama
en samt var þetta þó nokkuð áfall. Hann
hafði, skal tekið fram, ekkert á móti mennt-