Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Page 6
NEW YOfítK WA&HIN6T0N, DC wm TOM BfíOKAW DONALD fí&QAN skýjabreiður líða yfir kortið aftur og aftur, samkvæmt því sem spáð er. Aftur á móti sá ég hvergi að vindur væri gefinn til kynna eins og við eigum að venjast og þrátt fyrir alla tæknina held ég að okkar hefðbundna aðferð við veðurspár á skjánum sé alveg eins skiljanleg og góð. Annars er eftirtektarverður sá mikli mun- ur á hraða í töluðu máli í bandarísku útvarpi og sjónvarpi annarsvegar og hjá okkur hins- vegar. Það væri til dæmis fróðlegt að rannsaka hvað þessir hraðmæltu Kanar koma út úr sér mörgum orðum á mínútu og bera saman við suma hjá ríkisútvarpinu með sínar „ýtarlegu þagnir". Hitt er svo annað mál, að sumir bandarískir fréttamenn tala mjög skýrt og mátulega hratt og það sama gildir um suma íslenzka starfsbræður þeirra. ÍSLAND í SVIÐSLJÓSINU Það kann að verða nokkur bið á því að ísland verði í bandarísku sjónvarpi uppá hvern dag, já, meira að segja margoft á dag eins og raunin var rétt áður en fundur Reagans og Gorbasjofs hófst ojg á meðan hann stóð yfir. Aldrei fyrr hefur Island feng- ið slíka auglýsingu í Bandaríkjunum og ugglaust hefur hún náð til alls heimsins, þótt í minna mæli sé. Allt sem ég sá af því tagi var mjög jákvætt og aldrei varð ég var við neinn hroka í þeirri umfjöllun eins og kannski má búast við þegar útsendarar risa- veldis fjalla um dvergþjóð. Það var óneitanlega skemmtilega óvenju- legt viðtalið við forsætisráðherrann nakinn og nýkominn uppúr laugunum. Það var tölu- vert minnst á draugaganginn í Höfða eða „Hofdi-haus“ eins og það var jafnan kallað og í því sambandi komið að trú íslendinga á drauga og huldufólk. Steingrímur var spurður um huldufólk, sem er víst óþekkt fyrirbæri í engilsaxneska heiminum, því þeir tala um „elfs" eða álfa. En eins og allir íslendingar vita, er verulegur munur á huldu- fólki og álfum. Steingrímur svaraði því til að amma sín hefði trúað á þessi fyrirbæri eins og hveija aðra stað- reynd og bætti síðan við: „Hvað höfum við svo sem í höndunum til að neita því að þetta sé til?“ Tom Brookaw frá NBC drap skemmtilega á ýmislegt með sínu góðlátléga gamni. Hann spurði Halldór Ás- grímsson um hvalamálið og Halldór svaraði vel og út- skýrði í stuttu máli rökin fyrir hvalveiðum og að það komi Bandaríkjamönnum ákaflega lítið við hvað við gerðum við kjötið af þessum fáu skepnum. Tom Brookaw rakti í framhaldi af því sögu Alþingis og sýndi myndir frá Þingvöllum. Sagði svo: „íslendingar hafa langa reynslu og hafa litla þolinmæði við byijendur (newcomers) í pólitík eins og okkur.“ Hvað eftir annað var Reagan sýndur á gangi úti með Vigdísi forseta; það voru sýndar loftmyndir, aðallega af þessu ein- manalega húsi á ströndinni, þar sem ekki sést eitt einasta tré. Sjónvarpsmenn höfðu jafnvel brugðið sér á báti úti á ytri höfn til að sjá húsið þaðan, svo og borgina. En Skúlagötustrandlengjan er nú ekki beint það fallegasta sem hægt er að mynda á íslandi og því miður gaf það ekki glæsilega mynd af borginni. Algengast var að þulurinn stæði með mynd af Tjöminni, gosbmnninum og Þingholtunum á bak við sig, en eftir að fundurinn hófst, var næturmynd af Höfða, böðuðum ljósum, í bakgmnni. Sennilega er ógjömingur að meta til fjár þá auglýsingu sem íslandi hlotnaðist þama og ætti ekki síst að skila sér í beinhörðum peningum með auknum ferðamanna- straumi. En það er líka víst að milljónatugir manna vom að frétta það í fyrsta sinn að þetta land væri til. Það var alveg sama hvort maður talaði við leigubílstjóra í Chicago eða svartan þjón í Atlanta, San Francisco eða Seattle, þeir vom með á nót- unum og vissu um landið, þar sem þessi toppfundur var. Blaðamenn erlendra stórblaða em ekki endilega mjög jákvæðir í fréttaskrifum sínum og vel_ hefði mátt búast við ýmsu meinlegu um ísland; jafnvel hroka gagnvart þessu agnarsmáa peði, sem íslenzka þjóðin er. En það var nú eitthvað annað. Blöð eins og Time og Newsweek em svo kunn og mikið lesin á íslandi, að ástæðulaust er að fara mörgum orðum um greinaskrif þeirra. En það kom mér að minnsta kosti á óvart, hvað sú umQöllun sem ísland hlaut þar var jákvæð; til að mynda ritgerð Rosenbaums í Time Magazine, þar sem hann lýsti Þing- völlum og reyndi að finna hliðstæður úr Njálu, Grettis- og Hrafnkels sögu við friðar- viðræðumar í Reykjavík. í sjónvarpinu í Houston í Texas sá ég sjónvarpsþátt nokkr- um dögum eftir að ósköpin vom gengin yfir á Islandi, þar sem sjónvarpsmaðurinn hafði einnig bmgðið sér til Þingvalla. Hann stóð við Almannagjá með gráhvítt hraunið að baki og Hrafnabjörgin snævi þakin og sagði frá því hversu viturlega íslendingar komust að friðsamlegri niðurstöðu um trúar- brögð í landinu árið 1000. Allt var það mjög jákvætt en ósköp vom Þingvellir kuldalegir og þó var þetta snemma í október. BaseballOgMór- ALSKAR SPURNINGAR Daginn sem Reagan flutti sjónvarpsávarp sitt til þjóðarinnar eftir Reykjavíkurfundinn, var ég í Houston í Dallas; nánar tiltekið í Hyatt-Regency-hótelinu, þar sem em 33 hæðir undir loft í lobbýinu. Þar var risasjón- varpsskermur, því allt verður að vera stórt í Texas. Stór ráðstefna stóð yfir í hótelinu og mikill fjöldi manna var við skerminn. En ekki til að horfa á eða hlusta á Reagan. Það stóð nefnilega yfir keppni í baseball þar sem Houston keppti við New York að mig minnir — og það var það sem menn horfðu á þarna. Mér fannst einnig eftirtekt- arvert, hvað sjónvarpið gerði sér lítinn mat úr niðurstöðum toppfundarins. Þetta sama kvöld var Gary Hart, senator frá Colorado, spurður álits og hann var eindregið á móti öllum stjömustríðs- eða SDI-vamarkerfum. Engar umræður vom um málið í sjónvarp- inu á þessu svæði og fréttaumfjöllun Houston Chronicle, stærsta blaðsins þar í borg, var eins og niðurstaðan frá fundinum skipti ósköp litlu máli. Mér fannst stundum að það væri fyrst og fremst ísland sjálft sem athyglina fékk og víða varð ég að svara spumingum um álfa, sem sagt var að þessi_ merkilega þjóð norður í ballarhafi tryði á. Á hótelinu í San Fransisco fékk ég ekki herbergislykil fyrr en ég hafði leitt afgreiðslufólkið í allan sann- leika um álfa og huldufólk. Að sjálfsögðu hafði ég ekki tíma til að fylgjast með sjónvarpi nema á morgnana og stundum á kvöldin. Heimilisvinur allra Bandaríkjamanna, Johnny Carson, sem bú- inn er að halda úti sjónvarpsþætti síðan elztu menn muna, var með á nótunum og gerði ísland að umtalsefni í einum þátta sinna. Mér fannst oft miklu bitastæðara sjónvarpsefni á morgnana en á kvöldin, til dæmis Good Moming America. Morgunefn- ið á sunnudögum er aftur á móti afar sérstakt og oft virðast allar rásir helgaðar kirkju og kristni. Sumar rásir virðast vera seldar trúarfé- lögum og prédikurum, sem kunna vel sitt fag og eru álíka sannfærandi og jafnvel enn ákafari en Einar Gíslason í Fíladelfíusöfnuð- inum. Mér er minnisstæður þáttur af þessu tagi, sem ég sá í Atlanta. Ég man ekki leng- ur hvað prédikarinn heitir, enda skiptir það ekki máli. Hann hefur fastan þátt á sunnu- dagsmorgnum og þama var sjónvarpað frá troðfullu húsi. í hvert skipti er fjallað um einhveija móralska spumingu (Key quest- ion) og í þetta sinn var spumingin um framhjáhald og hvemig væri hægt að forð- ast þann voða að sofa hjá kvenmanni, sem ekki er konan manns. Þessu var sumsé beint til karla rétt eins og konur væm almennt sem hver önnur fómarlömb karlpeningsins og gætu ekkert gert í málinu. Prédikarinn, maður á bezta aldri; fljúg- andi mælskur baptisti, var ekki í vandræðum með þessa mórölsku spumingu. Hann leit yfír söfnuðinn eins og sá sem valdið hefur og sagði síðan með gífurlegum sannfæring- arkrafti: „Kæru bræður. Ef þið lendið í því að fara í rúmið með einhverri konu, sem gift er öðmm eða kannski ógift, þá er þetta Tom Broakaw /yá NBC var daglega með fréttasending- arfrá íslandi. Sjónvarpstæki þykir víst sjálfsagður hlutur á hverju hótelherbergi, nema komið sé neðarlega í verðflokkinn. Það er fyrst og fremst forvitni sem rekur mann til þess að opna fyrir sjón- varpið hvenær sem komið er inn á hótelherbergi; Fáeinar athuganir á fólki, lífi og Qölmiðlum í sjö borgum vítt og breitt um Bandaríkin EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Fyrstu vikuna íoktóber varðhitinn í höfuðborginni sá mesti sem mælst hefur á öldinni á þessum árstíma, yfir 30 stig á celcius. samt er það sífellt undmnarefni hvað sjón- varpið almennt er lélegt og óskaplega erfítt að fínna eitthvað bitastætt þótt sífellt sé verið að stökkva á milli stöðva og leita fyr- ir sér. Þó er þetta misjafnt eftir ríkjum. I Washington var það svona þokkalegt á köfl- um, slakara í Chicago og ennþá verra í Atlanta og suður í Houston í Texas. Auglýsingar tröllríða þessu alls staðar; þannig eru tryppin rekin og ekkert við því að segja. Ég gat samt ekki séð að banda- rískar sjónvarpsauglýsingar væm á neinn hátt fremri þeim sem íslenzka sjónvarpið flytur, hvorki tæknilega né á annan hátt. Það er þó einn reginmunur, bæði á aug- lýsingum og öðm efni: Kanar tala svo hratt að þeir koma áreiðanlega helmingi fleiri orðum út úr sér á mínútu en fslenzka sjón- varpsfólkið. íþróttafréttamenn em alls staðar óðamála, en það er svolítið fyndið þegar veðurfræðingamir fara að keppa við þá eins og þeir geta heyrt sem opna sjón- varpið nánast hvar sem er, austan Kletta- Qalla eða vestan. Venjulega sitja þrír saman við borð: fréttaþulurinn, íþróttafréttamaður- inn og veðurfræðingurinn. Það er auðvitað afskaplega mikill munur á því hvað þetta er allt saman óþvingaðra og léttara en hér hjá oss. Þeir koma með fyndnar athuga- semdir hver um annan og skellihlægja. Sportfréttimar em yfírleitt allar af þessum slagsmálum sem þeir kalla American Foot- ball, þar sem jötnar með hjálma og jám- grindur fyrir andlitinu hlaupa hver á annan og kútveltast. í annan stað er sagt frá gangi mála í baseball, sem er undarlegur boltaleik- ur og ekki mikið varið í að horfa á hann þegar maður þekkir ekki reglumar. Það er sumsé svipað og hjá oss þar sem Bjami Fel. einokar þennan miðil fyrir knattspymu og svo er handboltinn frekar en ekki neitt jrfír veturinn. Það stóð yfír meistaramót í amerískum fótbolta þegar ég var í Washington og fréttamaðurinn stóð á öndinni af æsingi. Það var þó skiljanlegt. En þegar veðurfræð- ingurinn tók við og fór að lýsa meinlausu ágætisveðri svo hann saup hveljur af æs- ingi, þá fannst mér það einungis broslegt. Þeir hafa geysilega margslungna rafeinda- tækni við veðurlýsingar; til dæmis láta þeir um risaveldið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.