Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Síða 8
JL JLðalpersónan í
•ðalpersónan
dularfyllsta
morðmáli
tónlistarsögunnar.
— Átti hann þátt í
dauða Mozarts?
EFTIR OSCAR HEDLUND
Um allan heim fer kvikmyndin „AMADEUS“
sigurför, alls staðar nema í ítalska bænum
Legnano. Niðurbæld reiði og hneykslun fékk
loks útrás í sumar í mynd nýrrar tónlistarhá-
tíðar — Salieri Festival. Ný þykir nefnilega
sumum nóg komið af ósvífninni. Hinn mikli
sonur bæjarins, Antonio Salieri, er fórnar-
lamb rógsherferðar um heim allan, þar sem
honum er lýst sem hræsnisfullu hirðfífli,
miðlungsmanni í tónlist, en valdasjúkum í
meira lagi, þjófí og morðingja. Sjálfur hljóm-
sveitarstjórinn við hirð Jósefs 2., sem þar
með gegndi æðsta tónlistarembætti í Evr-
ópu, er látinn hverfa í skuggann af ungum
æringja, sem fyllir hallarsali í Vín af flissi,
freti og fagurri hljómlist. 0g þessi háttsetti
hirðmaður, sem átti glæsilegan feril í þjón-
ustu keisarans í 50 ár, á ekki aðeins að
hafa stolið verki þessa æringja, sálumessu...
— Fyrirgefðu mér, Mozart. .. fyrirgefðu
morðingja þínum, hrópar Salieri þegar í
inngangi myndarinnar. Síðan kastar hann
róðukrossi sínum á eldinn og formælir skap-
aranum fyrir að hafa gert sig að miðlungs-
manni, en fómarlamb sitt að snillingi. . .
Maður þarf ekki að vera ítalskur kaþólikki
til að rétta vel úr sér í sætinu í bíóinu.
Menn voru furðu lostnir í Legnano. Fund-
ir voru haldnir í skyndi meðal ráðamanna
í bænum. Menn ræddu hálfringlaðir um hið
alvarlega ástand, sem skapazt hefði. Hvílík
meðferð á hinum mikla syni bæjarins! Það
þurfti eitthvað að gera til að bjarga heiðri
hans. Minningu hans hafði að vísu ekki
verið sýndur ýkjamikill sómi í bænum,
áþreifanlega eða sýnilega, en þó hét götu-
spotti eftir honum og leikhús, sem var í
niðumíðslu.
En skyndilega beindist athygli umheims-
ins enn meira að Legnano, litlum iðnaðarbæ
með innan við 30.000 íbúa, en nágranna-
borginni Verona.
Antonio Salieri varð 75 ára, en saga hans
hefur aðeins verið skráð í stómm dráttum.
Hann fæddist 18. ágúst 1750 í Legnano og
var fimmti sonur efnaðs kaupmanns þar.
Hann var alinn upp við tónlistamám, og
einn bræðra hans, Ferdinand, sem var nem-
andi fiðlusnillingsins Tartini, kenndi honum
að leika á sembal og fiðlu með þeim til-
þrifum, sem þá tíðkuðust.
Skyndilega varð hann foreldralaus og var
honum þá komið fyrir hjá vinum fjölskyld-
unnar í Feneyjum, hinni miklu tónlistarborg,
sem þá var, og ómaði öll af barokktónlist
eftir menn á borð við Vivaldi, Torelli, Monte-
verdi, Gabrieli og Tartini, sem segja má að
VIÐ REISUM Styttu
— Við verðum að reisa af honum styttu
miðsvæðis í bænum, gera við leikhúsið og
byija að spila öll verk hins mikla Salieris,
sagði bæjarstjórinn og sósíalistinn Buoso.
— Við verðum að veita Saliemi okkar
uppreisn æm, þó að við höfum eiginlega
ekki efni á því einmitt núna, sagði formað-
ur fræðslunefndar bæjarins, Guliani Mario,
og hann sendi út söfnunarlista í fyrravor.
Það, sem inn kom, nægði að minnsta
kosti fyrir nýju blaðgulli í skiltið á Salieri-
leikhúsinu og til að halda allmerkilega
hljómleika að gefnu tilefni.
Þar var flutt í fyrsta sinni á Italíu það
Requiem, sem Mozart byijaði á að dauða
kominn og Salieri lauk við — það er að
segja stal samkvæmt kvikmyndinni.
Þá tók fólk að uppgötva Legnano og
verða forvitið. Hver var hinn raunverulegi
Antonio Salieri?
Um Mozart er meira vitað. Menn hafa
reynt að færa hvem tón og blæbrigði hinna
36 ára hans í tónlistarsöguna.
Kvikmyndin Amadeus hefur endurlífgað Salieri og nú er spurt: Var hann svonaT
hafi ráðið tóninum í þjóðlífinu þama á þess-
um tíma. Því að þetta tímabil er stórveldis-
tími ítölsku barokk-tónlistarinnar, og
háborg hennar var St. Markúsarkirkjan.
Hljóðbylgjumar náðu inn í hvem kima borg-
arinnar, og til dæmis tíðkaðist það á öllum
sómasamlegum rakarastofum að hafa hljóð-
færi og nótur til reiðu fyrir þá, sem biðu.
Það fór ekki á milli mála, hvað Antonio
Salieri ætlaði að verða: tónlistarmaður.
Auk þess að leika á sembal og fíðlu tók
hann nú til við bassafiðlu og söng.
Árið 1766 kom hirðhljómsveitarstjórinn í
Vín, Florian Leopold Gassman, í heimsókn
til Feneyja. Hann hlustaði á leik hins unga
bassafiðluleikara og sannfærðist um hæfi-
leika hans, því að hann gerði honum þegar
það boð, að hann kæmi til Vínar til fram-
haldsnáms við hirðhljómsveitina þar undir
leiðsögn sinni og vemd.
HVÍLÍK TÆKIFÆRI
Það kom fljótt í ljós, hvílíkt kostaboð hér
var um að ræða. Þegar árið eftir var hann
kynntur fyrir keisaranum, Jósef 2., við
kammerhljómleika, en þó var það enn mikil-
vægara, að hann átti eftir að kynnast öðmm
manni, hinu mikla tónskáldi Christoff Willi-
bald Gluck. Það varð einnig eins og að
komast undir andlegan vemdarvæng keis-
ara, því að Gluck tók þegar að koma
skjólstæðingi sínum á framfæri og láta hann
spreyta sig.
Og tækifærin buðust víða um Evrópu.
Gluck hafði lofað að semja vígslutónlist fyr-
ir nýju óperana La Scala í Mílanó, en hann
varð lasinn og fól Salieri verkefnið. Seinna
hljóp hann á svipaðan hátt í skarðið á ör-
lagaríkri stund, og það varð til þess, að
Af keisarans náð varð hann æðsti yfirmaður tónlistarmála í Vín: Antonio Salieri. Myndirnar eru úr kvikmynd-
inni Amadeus.
Mozart sem Tom Hu
að hafa stolið verkin