Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Blaðsíða 10
hvers staðar í mistri gremju sinnar finnst
Mozart hann sjá þennan bannsetta Salieri.
Á sama tíma njóta óperur Mozarts mik-
illa vinsælda í öðrum löndum Evrópu, og
þeir, sem sýna þær, raka saman fé, en frum-
kvöðullinn, höfimdurinn, hlýtur samkvæmt
þeirrar tíðar viðskiptavenjum ekkert nema
heiðurinn.
Mozart hefði verið fyrstur manna til að
ganga í STEF, en hann hefði sennilega
trassað að greiða inntökugjaldið.
Hann átti þó griðastað í Prag og lyfti sér
þar upp, en lét skömmina hann Salieri um
sína Vín á meðan.
Sjálfur féll Salieri í ónáð, þegar Josef 2.
lést og við tók Leopold 2. sem hafði minni
áhuga á músík en fyrirrennarinn.
Eftir öll sín ár í sölum og göngum við
baktjaldamakk hafði þó Salieri vit á því að
segja sjálfur af sér störfum við fram-
kvæmdastjóm hirðleikhúsanna, áður en
honum yrði sagt upp sjálfum. Hann náði
góðum samningum, er hann lét af emb-
ætti, og byggðust þeir meðal annars á því,
að hann seldi Schönbrunn-leikhúsinu eina
óperu á ári. Hann sá um, að hinn holli nem-
andi sinn, Weigl, tæki við starfi hljómsveit-
arstjóra eftir sig, og síðan var hann allt í
einu reiðubúinn að þiggja glæsileg boð frá
Tónlistarskólanum, Félagi tónlistarmanna,
Hljómlistarfélaginu og tónlistarskólanum í
París.
Furðuleg Samsetning
En Mozart býr í æ lélegra leiguhúsnæði
og hamast við að skrífa nótur fýrir eilífð-
ina, meðan húsráðandinn ber að dyrum með
reikninginn fyrir húsaleigunni.
Frá myndrænu sjónarmiði er þetta ekki
efnilegt, svo að Forman, leikstjóri, tekur til
sinna ráða við endalokin.
Mozart liggur í hálfgerðu óráði á bana-
beði, meðan Salieri í öllu sínu vélræði veiðir
upp úr honum tón fyrir tón það, sem átti
að verða Requiem, síðasta verk hans.
Þetta er æsispennandi lokaatriði myndar-
innar, en úti í salnum sitja menn, sem
þekkja til mála og furða sig á þessari sam-
setningu. Svona verður tónverk ekki til —
með því að tónskáld lesi fyrir veikum rómi
með sprungnar varir, meðan annar tónlistar-
maður, verr gefinn, en þeim mun lævísari,
skrifar nótumar, eins og hann eigi lífið að
leysa.
Mozartfræðingurinn Wolfgang Hildes-
heimer, sem hefur rannsakað raddskrána
að Sálumessunni ítarlega, gerir þessa frá-
sögn vægast sagt ósennilega:
„ ... við höfum fyrir okkur rithönd heil-
brigðs manns að öllum líkindum og að
minnsta kosti manns, sm er skýr í hugsun
og sýnir engin merki þreytu eða skjálfta —
sem eru óhjákvæmileg viðbrögð deyjandi
manns — og örugglega hefur engin nóta
verið skrifuð af honum liggjandi...“
En það var hvorki Milos Forman eða
Peter Shaffer, sem komu af stað tilgátunni
um eiturbyrlunina, eða þeirri morðkenningu,
sem hefur loðað svo fast við dauða Mozarts.
Og eitt er nokkum veginn víst, eftir að
þessar sögusagnir hafa gengið í 195 ár, að
það hefur ekki verið Salieri... því að hann
var ekki nálægt Mozart, fyrr en eftir að
hann var grafinn í kirkjugarði fátækiinga.
En kannski beindist athygli blaðanna að
honum einmitt þess vegna, og í Berlín var
skrifað:
„ ... hann kom veikur heim frá Prag og
versnaði stöðugt. Sagt er, að hann hafi
haft vatnssótt og hafi dáið í Vín í lok fyrri
viku. Þar sem líkaminn bólgnaði og þrútn-
aði eftir dauðann, halda menn, að honum
hafi verið byrlað eitur.“
Síðan koma nokkrar línur, þar sem gefið
er í skyn, að helzti keppinautur hans hafi
verið „hinn kunni hljómsveitarstjóri, Anton-
io Salieri". Auk þess hefði ekkja Mozarts
breitt það út, að maður hennar hefði sagt
það í lokin, að verið væri að byrla sér eitur.
Aftur á móti varð sá orðrómur ekki eins
útbreiddur eða lífseigur, að hirðtónskáldið
Hofdemel hefði ráðið Mozart af dögum, þar
sem hann grunaði hann um að vera föður
að bami sínu. Daginn eftir dauða Mozarts
réðst hann að minnsta kosti á konu sína
með hnífi og framdi síðan sjálfsmorð.
Þekktari er sú kenning, að frímúrarar
hafi myrt Mozart í hefndarskyni fyrir að
hafa afhjúpað leyndarmál reglunnar í
„Töfraflautunni", en hver þau voru er þó
ekki vitað.
En Pusjkin þótti meira varið í söguna um
Salieri.
Og nú verður Antonio Salieri enn að betj-
ast fyrir sakleysi sínu gegn heimsbókmennt-
unum og kvikmyndalistinni.
En hann hefur þó fengið nýjan Ijóma á
nafn sitt á Ieikhúsinu í heimabæ sfnum,
Legnano.
Sv. Ásg. þýddi úr „Mánadsjoumalen"
lengsl truar
og þjóðar
í
þessari grein mun ég fyrst fjalla um félagsfræðileg-
ar skilgreiningar hugtaksins trú eða trúarbrögð og
síðan ræða um trúarlíf íslendinga og trúarstofnanir
frá sjónarhóli félagsfræðinnar. Tengsl trúar og þjóð-
ar hér hjá okkur eru athyglisverð eins og nýlegar
EFTIR PÉTUR
PÉTURSSON
Eru aðeins 7%
íslendinga ákveðið
kristnir? Svo gæti virzt
eftir niðurstöður
könnunar Hagvangs á
lífsskoðunum og
gildismati f slendinga.
Samt eru íslendingar
miklir trúmenn
samkvæmt þessari
könnun. En til að
útskýra trúarlíf
þjóðarinnar virðist
þurfa að grípa til
víðtækari
skilgreiningar og
ástæða er til að spyrja,
hvort hin mikla trú
íslendinga eigi sér ekki
rætur, að minnsta kosti
að hluta, utan
hefðbundinna
trúarbragða.
skoðanakannanir sýna og hefur saman-
burður við aðrar þjóðir vakið athygli. Ég
mun leitast við að bregða nýju ljósi á þátt
trúarinnar í andlegu lífi þjóðarinnar og skýra
hvemig trúarbrögð íslendinga eru tengd
þörfum þjóðfélagsins engu síður vitund
einstaklinga. í þessu sambandi verður staða
og hlutverk kristinnar kirkju verðugt við-
fangsefni.
Segja má að trúarlífsfélagsfræðingar
geri sér erfitt um vik þegar þeir leitast við
að skilgreina nákvæmlega hugtakið trú, eða
það sem á erlendum málum er kallað „relig-
ion“. Fyrir sagnfræðinga og fræðimenn í
kirkjusögu er þetta ekki sérstaklega stórt
vandamál. Þeir fjalla um ákveðnar stofnanir
og ákveðin tímabil og það liggur oftast í
augum uppi hvað er trú og hvað ekki. Fyrir
félagsfræðinga sem reyna að koma sér upp
allsheijar skýringu á þessu fyrirbæri mann-
legs lífs og samfélags vandast málið, þegar
skilgreiningin á að geta gilt fyrir öll þjóð-
félög á öllum tímum.
Vel Skilgreind Kerfi
TÁKN OG HELGISIÐIR
Sagnfræðingar og guðfræðingar fjalla
oftast um hin opinberu trúarbrögð og trúar-
bragðafyrirbrigði þeim nátengd. Hin opin-
beru trúarbrögð birtast í tiltölulega vel
skilgreindum og aðgreindum kenningakerf-
um, táknum og helgisiðum og tengjast
ákveðnum hlutverkum og stofnunum.
Tengsl þessara trúarbragða við þjóðfélagið,
valdastéttir og hópa eru margslungin. Það
sem feliur utan hins opinbera ramma er þá
kallað hindurvitni, vantrú eða villutrú eftir
atvikum, enda eru þessi síðamefndu hugtök
runnin undan rótum sérfræðinga og helgi-
siðameistara hinna opinbem trúarbragða.
Þess ber þó að geta að þjóðháttafræðingar,
sagnfræðingar og aðrir fræðimenn hafa nú
á seinni ámm sinnt meir en áður rannsókn-
um á því sem kalla mætti alþýðutrú sem
lifir og hrærist ýmist undir eða við hliðina
á hinum opinbem trúarbrögðum. Alþýðutrú-
in er hluti af menningu og menningarsögu
þjóðanna engu síður en hin opinbem trúar-
brögð. Þetta sýnir að trúarbrögð og trúarlíf
birtist í margbreytilegum myndum við hinar
ýmsu aðstæður, jafnvel innan eins þjóð-
félags, hvað þá heldur þegar um er að ræða
samanburð milli þjóðfélaga og menningar-
heilda.
HVAÐ ER TRÚIN í EÐLISÍNU
í félagsfræði hafa komið fram tvær
aðalstefnur varðandi skilgreiningu hugtaks-
ins. Hina fyrri, sem er þrengri, getum við
kallað inntaksskilgreininguna. Þar er
reynt að afmarka hvað trúin er í eðli sínu,
hvað hið sérstaka inntak hennar er sem
aðgreinir hana frá öðmm fyrirbæmm. Þessi
stefna gengur í raun út frá því að hægt sé
að komast að þessum innsta kjama og gefa
honum heiti, t.d. Guð, yfimáttúruleg fyrir-
brigði, yfírmannleg öfl og svo framvegis.
En þessar skilgreiningar standast ekki
ströngustu kröfur félagsfræðinnar þar sem
þær em ekki algildar. Konfúsíanisminn í
Kína og ýmis afbrigði Búddatrúar hafa t.d.
enga eiginiega guði og mörkin milli þess
náttúmlega og yfimáttúrulega er ekkijiægt
að draga í öllum trúarbrögðum. Það getur
einnig verið ógjömingur að draga skörp
skil á milli trúarstofnana og hlutverka
annars vegar og veraldlegra hlutverka og
stofnana hins vegar þannig að þetta getur
heldur ekki orðið óyggjandi skilgreiningar-
atriði. í hindúisma renna t.d. hið trúarlega
og veraldlega svið inn í hvað annað svo að
ekki er hægt að tala um trúfrelsi þar á
sama hátt og við þekkjum. Aðgreining
þessara tveggja sviða, hins trúarlega og
veraldlega, hefur verið talið einkenni á
hinum vestrænu trúarbrögðum sem mnnin
em undan rótum gyðingdómsins.
Það trúarlega hefur afmarkast við
ákveðnar stofnanir sem virka sem fulltrúar
annars heims. Þetta á raunar aðeins við
þegar um er að ræða hin opinbem trúar-
brögð sem ég minntist á í upphafi.
Hina aðalskilgreiningaraðferðina mætti
kalla hlutverksskilgreininguna. Fræði-
menn sem aðhyllast hana hafa gefist upp
á því að koma orðum að því hvað trúin er
og leggja í stað þess áherslu á hvað trúin
gerir, eða hvaða hlutverki hún gegnir fyrir
einstaklinginn, hópinn og þjóðfélagið. Talað
er um að það sem einkenni trúna sé að hún
gefi lífi einstaklingsins gildi, eða takmark,
komi jafnvægi á persónuleika mannsins,
birtist í samstöðu hópsins og táknum heild-
arinnar. Flestar þessar skilgreiningar gera
ráð fyrir því á einn eða annan hátt að trúin
sé sameiningarafl og tjáning samstöðu. Hin
trúarlegu tákn em heilög vegna þess að
allir em, eða eiga að vera, sammála um
þau. Þau em hafín upp yfir hversdagsleik-
ann og þau málefni sem menn deila um og
glíma við með veraldlegum ráðum. Hin
æðstu gildi og hinar göfugustu hugsjónir
era eðli málsins samkvæmt trúarlegar og
það er ekki hægt að segja fyrir um hvert
sé inntak þeirra, það getur verið breytilegt
eftir hópum og þjóðfélögum. Það má lengi
upp telja þau tákn, stofnanir og stöður sem
fá trúarlegt gildi út frá þessum forsendum,
það getur verið leiðtoginn, flokkurinn, kerfið
eða kóngur. Því síður er hægt að segja fyrir
hvaða efnisleg fyrirbæri verða heilagir hlut-
ir, nefna má tótemstaurinn meðal fmm-
byggja Ástralíu eða bláa dúkinn okkar með
hvítum og rauðum krossi í miðjunni.
BREYTINGAR = AFHELGUN
Sé þessum trúarhugsjónum, stofnunum
og táknum ógnað eða þeim lítilsvirðing sýnd
er voðinn vís, þá riðar gmndvöllur tilvemnn-
ar til falls. Taki t.d. unga kynslóðin upp á
því að vanrækja hugsjónir þeirra eldri —
að ekki sé talað um þegar hún sýnir táknun-
um, t.d. þjóðfánanum, lítilsvirðingu, þá er
framtíð þjóðarheillarinnar í hættu.
Inntaksskilgreiningin er þrengri eins og
áður segir og hefur þess vegna takmarkað
gildi þegar um er að ræða rannsóknir á tíma-
bilum mikilla breytinga og samanburði milli
ólíkra þjóðfélagsgerða og menningarheilda.
Hún hefur einnig í sér fólgna þá hættu að
allar breytinar frá því ástandi sem áður var
em túlkaðar sem neikvæðar breytingar,
þ.e.a.s. afhelgun. Fræðimenn og aðrir sem
um trúmál fjalla út frá þessum forsendum
gefa sér oft ákveðið fullkomið ástand sem
ríkti áður fyrr, og allar trúarlegar breyting-
ar, hveiju nafni sem þær svo nefnast, verða
þá tákn um afturför og afkristnun.
Gallar hlutverksskilgreiningarinnar em
hins vegar folgnir í því að hún getur náð
yfir fyrirbæri sem ekki em almennt flokkuð
undir trúarbrögð. Fræðimaðurinn athugar
þá þessi fyrirbrigði út frá öðmm forsendum
en þeim sem um er fjallað. Þeir síðastnefndu
mundu oft á tíðum alls ekki samþykkja að
hugmyndir þeirra og hegðan flokkuðust
undir trúarbrögð. Þetta þarf þó alls ekki
alltaf að leiða til þess að niðurstöður at-
hugunar sem hefur hlutverksskilgreiningu
að forsendu séu marklausar. Þvert á móti
geta þær varpað nýju ljósi á fyrirbrigðin
og útskýrt þau í nýju samhengi.
Oft styðjast fræðimenn við kennileiti sem
heimfæra má til beggja þessara skilgrein-
ingaraðferða. Svo var t.d. um Karl Marx
sem kenndi að inntak trúarbragða væri
endurspeglun hins efnahagslega vemleika
og hlutverk þeirra væri að dylja fyrir öreig-