Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Side 12
NOVEMBERGRE I N Ráðstöfun eða frjálst val ástarinnar ér verður rætt svolítið um stofnun, sem all- mörg okkar þekkja af eigin reynd, nefnilega hjónabandið. Það mun vera aðalreglan hjá okkur íslend- ingum, að fijálst val ástarinnar, eða ástin EFTIR ÆVAR R. KVARAN sjálf, ráði giftingu. Ekki hefur því alltaf verið þannig varið. Meðal forfeðra okkar var einstaklingnum oft ráðstafað í hjóna- band, iðulega gegn vilja annars eða beggja, eins og íslendingasögumar bera með sér. Og enn tíðkast slíkt meðal austrænna þjóða. En nú vill svo til, að mörg þessara hjóna- banda hafa orðið hamingjusöm og stundum jafnvel betur heppnuð en þau, sem byggð em á ást. Hvemig stendur á því? Það mun meðal annars stafa af því, að ástríðufull og heit ást skapar sér alls konar kynjamyndir af raunvemlegu fólki. Menn em um of ást- fangnir og vænta því óvenjulegrar hamingju af hjónabandinu, en verða svo oft vonsvikn- ir. Þeir, sem slík mál hafa rannsakað, telja að í Bandaríkjunum muni vera tiltölulega fleiri hjónabönd, sem byggð em á ást, en í nokkm öðm landi. En þar em skilnaðir líka tíðir og auðveldir. Roussy de Sales, Frakki sem búsettur er í Bandaríkjunum og þekkir þau vel, hefur sýnt framá það, að mörg bandarísk ung- menni búast við því að kynnast fullkominni ást, þegar þau giftast. Þau hafa farið svo oft í kvikmyndahús og lært þar að ástin sé fólgin í því að fara með ungar stúlkur, frá- bærlega vel klæddar, í skemmtiferðir um hémð, þar sem landslag er alltaf fagurt. Þau hafa líka lært að deilur elskenda enda alltaf í löngum kossi. Enginn hefur sagt þeim frá því að skemmtiferðir séu dýrar og þreytandi, fag- urt landslag fremur sjaldgæft og ferðafélag- ar geti verið afundnir og önugir. Enginn hefur sagt þeim frá því að ungu stúlkumar í Hollywood em fallegar einungis fyrir þá sök, að þær hafa heilan her af hárgreiðslu- konum, fegmnarsérfræðingum og nuddur- um til þess að annast sig. Enginn hefur sagt þeim, að í hjónabandi sínu verða ungir menn oft að horfa á konu sína með úfið hár í slæmu skapi. Og enginn hefur sagt ungu konunni að karlmenn geti verið sjálfhælnir, síþreyttir vegna vinnu, ósanngjamir, óþolin- móðir og skapstyggir. Hver verður svo afleiðingin? Bráðlega em báðir aðilar vonsviknir. I stað þess að gera sér grein fyrir því að ekkert í heiminum er fullkomið, ekki einu sinni ástin, halda bæði að þeim hafí skjátlast í valinu og fullkom- leikans sé annars staðar að leita. Svo skilja þau til þess að halda leitinni áfram. En auðvitað færa nýjar kynningar þau ekki hænufet nær fullkomleikanum sem þau leita að. Þau halda áfram að skilja hvað eftir annað, allt til ellidaga er fengin reynsla hefur kennt þeim það, sem þau hefðu átt að athuga strax og þau urðu ástfangin, sem sé, að í hjónabandi verða báðir aðilar að bijóta odd af oflæti sínu ef vel á að fara. Eða eins og franska skáldið André Mauro- is segir: Bæði hjónin verðaað vinna þögul heit að því, að útiloka sig frá tilviljunar- kenndum augnabliksgeðsveiflum. Það er í rauninni ægileg ákvörðun þegar maður seg- ir. „Ég bind mig ævilangt. Ég hef valið. Héðan í frá verður markmið mitt ekki það, að leita einhverrar, sem mér kann að falla í geð, heldur að þóknast þeirri sem ég hef valið." I N Samt er það þessi ákvörðun ein, sem getur skapað farsælt hjónaband, og ef heit- ið er ekki unnið af heilum hug eru möguleik- ar hjóna til hamingju harla litlir, því þá eiga þau það á hættu að hjónaband þeirra fari útum þúfur, þegar þau mæta fyrstu örðug- leikunum, sem óhjákvæmilegir eru í sambúð. Vafasamt er hvort nokkrar manneskjur þekki betur galla og kosti hvor annarrar en hjón. í hjónabandi lendir innsta eðli manns undir smásjá. Það mun því vera undantekning ef hjón eru lengi í vafa um tilfinningar hvort annars og síst eftir langt hjónaband. En þó eru þess dæmi. Sumt fólk er svo ótrúlega innilokað til- fínningalega að enginn, jafnvel ekki maki, getur verið fullviss um hugsanir þess. Skal ég nú segja ykkur sögu, sem er dæmi um það furðulega fyrirbæri, að eiginkona er ekki viss um tilfínningar manns, sem hún hefur verið gift í fímmtíu ár. Þessa sögu sagði belgíski rithöfundurinn Oscar Schisg- all um afa sinn og ömmu. Ég gef Schisgall orðið: „Þegar við gengum niður landgöngu- brúna þennan bjarta septemberdag kannað- ist ég strax við afa og ömmu eftir myndunum af þeim. En síðast þegar ég hafði séð þau — og síðast þegar ég var í Belgíu — var ég fjögurra ára barn. Nú var ég 26 ára og þama kominn með brúði mína frá Bandaríkjunum í brúðkaupsferð til Ant- werpen. Þetta var allsögulegt tímabil hjá fjölskyldunni, því við vorum einnig þangað komin til þess að halda hátíðlegt gullbrúð- kaup afa og ömmu, sem átti að fara fram átta dögum síðar. Amma bauð okkur velkomin á hafnar- bakkanum og faðmaði okkur að sér. Hún er kona drottningarleg í fasi ,með fallegt, ef þessi trú hefur enga ákveðna játningu og er ekki takmörkuð við neina ákveðna stofnun þjóðfélagsins, hvað er það þá sem einkennir hana? Hvað er hið miðlæga, eða miðpunktur þessarar trúar? Óhugsandi á Íslandi Að BlÐJA TlL GUÐS Á DÖNSKU Ég held að kjaminn í þjóðríkistrúnni sé tungan, íslenskt mál. Hún er heilagt samein- ingartákn þjóðarinnar sem gefur henni gildi, sjálfsmynd og tilverurétt. Það er einkenni á því sem heilagt er að því má ekíi breyta. Tunguna verður að varðveita hreina. Hins vegar er mönnum yfírleitt vel við nýjungar í trúmálum. Engin þjóð leggur eins mikið á sig til að varðveita tunguna og íslendingar. Það að fara illa með íslenskt mál er helgi- spjöll, enda er í móðurmálinu fólgin goð- sögnin, mýtan, um íslensku þjóðina, sagan og rökin fyrir tilveru hennar. Þetta _er því meira virði sem það er ijarstæða að Islend- ingar geti tryggt framtíð sina með því að hervæða himingeiminn eða leggja undir sig nágrannaþjóðir sínar. Menntamálaráðuneyt- ið er í vissum skilningi vamarmálaráðuneyti þjóðarinnar. Þar hefur nú verið hafin ný sókn og hemaðaráætlunin verið rækilega kynnt. Traustið á íslensku þjóðkirkjunni á sér meðal annars rætur í þeirri staðreynd að æðri máttarvöld vom tilbeðin á íslenskri tungu. íslendingar hefðu aldrei getað beðið til guðs á dönsku og þeim hefði aldrei getað þótt vænt um guðsorð á öðmm tungumálum. í Hallgrími Péturssyni eiga kristin kirkja og íslensk menning sameiginlegan dýrling, enda var það hann sem orti í Passíusálmum sínum: Gefðu að móðurmálið mitt minnJesú.þességbeiði frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði umlandiðhér til heiðurs þér helzt mun það blessun valda. Þingvellir eru heilagasti staður íslands, þar mætist náttúrutrú og þjóðernisdýrkun íslendinga í Það er engin tilviljun að hinir ólíkustu skoðanahópar sameinast um að gera þá kirkju, sem nú rís hátt í miðborg Reykjavík- ur, að musteri íslenskrar menningar. einum punkti, þjóðríkistrúnni. Trúarleg Umgjörð Þjóðfélagsins Athyglisvert er að það var einmitt á því 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.