Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Síða 3
i-Bfinng S! ® B ® [o] ®1 ® B ® ® ® Q] 1] ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan sýnir, að margt er skrýtið í kýrhaus listar- innar eins og fyrri daginn. Það er þó eins og sjá má mannshaus, sem þarna er á ferð- inni og höfundurinn er Robert Lostutter, bandaríkjamaður frá Chicago, sem orðinn er frægur fyrir vestan fyrir myndir af þessu tagi. Myndin er birt í tilefni umfjöllunar um bandaríska myndlist: Stefnur til allra átta, sem birtist hér í Lesbók og er eftir Gísla Sigurðsson Bíllinn er búinn að vera förunautur og þarfasti þjónninn í 100 ár. En þegar þeir Daimler og Benz hófu framleiðslu á farartækinu 1886, hafði hægfara þróun átt sér stað mestalla öldina og búið var að finna upp eitt og annað, sem gerði bílinn mögulegan. Frá því segir Jón B. Þorbjömsson. Rostungar kunna betur við sig á norðurhjaranum og við strendur Alaska er mikill fjöldi þeirra. Lifnaðarhættirþeirra eru sérkennilegir, t.d. mynda karl-rostungarnir einskonar karla- klúbb á Round Island og líta ekki við kvenpeningnum fyrr en í skammdeginu - og ástalífið gerist í kafi. Mannkynið er búið að vera mun lengur að bjástra á jörðinni en haldið var fyrir fáum áratugum. Breyttum skoðunum á því valda m.a. upp- götvanir, sem vísindamennimir Louis og Mary Leakey hafa gert í Tanzaníu, þar sem þau hafa fundið 3,7 milljón áragamla slóð. F INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON: Nýársdags- morgunn 1987 Árerliðið, öldin dvínar enn errunninn morgunn. Dagur lengist, lundin hlýnar. Löng er orðin nótt að sinni. Upp með skál við eldri kynni. Einn égsit að hugsun minni. Vaki ég, en vaka fleiri, við sitt glingur dunda uns þeir verða menn aðmeiri. Mitt íeinsemdinni eins oghjartslátt annan finni. Einn ég sit að hugsun minni. Hvarmaljós frá liðnum árum loga þennan morgun, tindra föl á tunglskinsbárum þótt tíminn á þeim vinni. í ölkollu þótt eitthvað grynni einn sit ég að hugsun minni. Ársem kveður, ársem kemur, aðeins brot af tíma. Ævileiftur, nóttsem nemur, nú er mál að linni. Ekki svo égá mérfinni. Einn sit égmeðhugsun minni. Vinstri stjórn, hvað er það? Um þessar mundir þurf- um við oft til þess að taka, að ræða saman um ímyndaðar og óraunverulegar ríkis- stjómir; alvörustjórnin hans Steingríms Her- mannssonar er löngu horfin í skuggann af öllum þykjustustjórnunum sem kannski taka við af henni með vorinu. En hvaða nöfnum gegna þær nú réttu lagi, allar þessar gersemar? Og þá alveg sérstaklega það splunkunýja hugarfóstur sem gert var að heiman undir heitinu ,jafn- aðarstjóm", en hefur sætt hálfgerðu aðkasti fyrir að vera bara enn ein vinstri stjórnin. Eða hvað er eiginlega vinstri stjórn? Athug- um söguna. Núverandi flokkakerfi hefur verið við lýði í stórum dráttum síðan 1942. A því tíma- bili hafa verið myndaðar ellefu meirihluta- stjómir. En aðeins tvenns konar stjórnar- mynstur heur endurtekið sig. Algengast er samstarf af því tagi sem nú stendur: Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknnrflokkur saman. Um þetta er stundum haft niðranar- heitið „helmingaskiptastjóm", en það er ekki nothæft fyrir aðra en andstæðinga slíkrar stjómar. Ef við notum á annað borð hugtakið vinstristjóm, þá virðist einsýnt að láta þetta gagnstæða fyrirbæri heita hægri stjórn. Um hægristjórnir höfum við þá fjögur hrein dæmi: stjórn Steingríms Steinþórsson- ar 1950, Ólafs Thors 1953, Geirs Hallgríms- sonar 1974 og Steingríms Hermannssonar 1983; svo er stjóm Stefáns Jóh. Stefánsson- ar 1947 afbrigði af sama mynstri, þótt Alþýðuflokkurinn væri þar með aukreitis. Hitt stjómarmynstrið, sem upp hefur komið oftar en einu sinni, er Framsóknar- flokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag. Þannig var stjóm Ólafs Jóhannessonar 1978, og þannig hafði stjóm Hermanns Jónassonar 1956 einnig verið saman sett, en það var einmitt hún sem sjálf kallaði sig vinstristjóm. En það heiti er einnig rótgróið um stjóm Ólafs Jóhannessonar 1971, þar sem Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag unnu ekki með Alþýðuflokki, heldur Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna, og einnig var þvi haldið fram um stjóm Gunn- ars Thoroddsen 1980, þar sem fáeinir sjálfstæðismenn mynduðu meirihluta með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi, að hún væri nánast vinstristjórn líka. Hér era þegar taldar níu af ellefu meiri- hlutastjómum tímabilsins, og eiga þær eitt sameiginlegt allar: Framsóknarflokkinn. Hann hefur nefnilega verið — { eigin augum og í reynd — hinn náttúralegi stjómarflokk- ur, miðflokkurinn, sem starfar til hægri eða vinstri eftir atvikum, deilir og drottnar. Og „vinstristjóm" — það er í rauninni framsókn- arhugtak, komið á dagskrá hjá framsóknar- mönnum löngu áður en Hermann Jónasson gerði það í fyrsta sinn að veraleika. Ég held að veraleikinn og málvenjan falli best saman með því að við köllum það hægristjórn sem Framsóknarflokkurinn stendur að með Sjálfstæðisflokknum, en vinstristjórn sem Framsóknarflokkur á hlut að án Sjálfstæðisflokks. Meirihlutastjómir án Framsóknarflokks- ins era svo sárasjaldgæfar að þær skiptast ekki í neinar tegundir, heldur taka þær sér sérstakt nafn hveiju sinni: Nýsköpunar- stjóm, Viðreisnarstjórn (fleiri era þær nú ekki, og það þótt leitað væri 60 ár til baka). Og hin hugsaða Jafnaðarstjórn", sem hvorki Framsóknarflokkur né Sjálfstæðis- flokkur ætti hlut að væri auðvitað svo splunkuný uppákoma að hún verðskuldaði þess vegna nýslegið nafn, ef hinir áformuðu aðstandendur hennar gætu komið sér saman um nafnið. helgi Skúu Kjartansson m p LESBÓK MORGUSffiÍA&élNS ' Í 7T JAnKr- 1'ð87 ' „J3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.