Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1987, Blaðsíða 7
Stefnur til allra átta ftir að hafa litið á söfn og sýningar í sjö banda- rískum stórborgum og komið á um það bil 4o vinnustofur listamanna, hef ég stundum verið spurður þeirrar spurningar, hvað sé of- aná þessa stundina í bandarískri myndlist: EFTIR GISLA SIGURÐSSON Hvernig mála þeir í Ameríku? Þetta er ein- föld spurning, sem samt svo stór, að það vefst fyrir manni að svara henni og vita- skuld þyrfti að fara víðar og vera lengur til að kunna á því betri skil. Reyni maður samt eftir dálitla umhugsun að taka saman örstutt svar og segi: Þeir mála allavega - þá hljómar það eins og útúrsnúningur, eða þá að maður sé að víkja sér undan því að svara. Samt er þetta svar við spurningunni nærri lagi. Nýja málverkið eða nýbylgjan, sem svo hefur verið nefnt og ættað er frá Þýzkal- andi og ítalíu um og eftir 1980, náði að sjálfsögðu fótfestu vestan Atlantshafsins og sumir brautryðjendur stefnunnar í Evr- ópu fluttust til New York þegar þeir voru orðnir frægir; menn eins og Sandro Chia, Clemente, og Salome. Og þar sem lista- bransinn gerir menn fræga á einni nóttu ef þurfa þykir, eignuðust Kanár sínar eigin stjörnur í snarhasti: Julian Schnabel, David Salle, ofl. Alltaf er séð til þess að örfá nöfn séu flóðlýst og á þann hátt fleytt inn í lista- söguna. Á bak við það eru bæði peningasjón- armið og bjóðernishyggja. Undanfarna áratugi hefur New York ver- ið talin nafli myndlistarheimsins og sú staða verður ekki gefin eftir baráttulaust. Samt er tekið að hrikta í stoðum musterisins og kunnur bandariskur listfræðingur lét svo um mælt í tímaritinu New Art Examinér eftir síðasta Feneyja-tvíæring, að Evrópa væri að taka frumkvæðið aftur. Um það er ugglaust erfitt að dæma, en það kynni að koma Könum í koll, hvað þeir eru ákafir í að halda fram eigin stjörnum á þessu sviði. Ég minnist þess, að Erró lét eitt sinn svo um mæit, að það væri hreinlega eins og að rekast á vegg að koma sér á framfæri í New York. I heimsborginni við Hudsonfljót er samt urmull erlendra listamanna, sem trúa á drauminn um frægð og frama, enda er meira að sjá þar í myndlist en í nokkurri annarri borg. Fyrir utan frábær söfn, eru um 4oo myndlistargallerí á Manhattan og segir sig sjálft, að enginn kemst yfir að sjá nema brot af því, sem þar er til sýnis.í annan stað er þess að geta, að galleríin eru hreint ekki aðgengileg; mörg þeirra uppi á annarri og þriðju hæð eða ofar. Svo er sagt, að í New York sé hægt að sjá það bezta en einnig það versta af því sem mannkindin aðhefst. Það gildir raunar jafnt um gallerísýningar þar og í öðrum FJórmenningarnir, sem sú gamla Ileana Sonnabend, á myndinni til hægri, ætlar að gera heimsfræga. Efst til vinstri er Meyer Vaisman. Binkerton er til hægri. Fyrir neðan til vinstri Jeff Koon og til hægri Peter Halley. A banda- rískum myndlistar- vettvangi vítt og breitt um landið Seattle: Fjölskylda (Úr Hiroshima- myndröð) eftir Jacob Lawrence. Hann er svertingi, áttræður að aldri. bandarískum borgum, að eitthvað verulega athyglisvert ber ekki fyrir augu nema á einni sýningu af hverjum tfu, gróflega áætl- að. Svo það er nokkurt þolinmæðisverk að leita að góðri myndlist á gallerísýningum. En eftir þá yfirferð, sem ég gerði á um það bil fimm vikum, finnst mér augljóst, að lítið sé eftir þar af nýja málverkinu eins og við höfum kynnst því hjá málurum eins og Gunnari Erni og Tolla til dæmis. Mér skilst af málurum þar vestra, að það hafi gengið yfir og átt skamman blómatíma, en það verður lengi að leita til að finna dæmi um þennan þýzkættaða grófa expressjónisma. Italska útgáfan af þessari liststefnu, tals- vert rómantískari og ljóðrænni, virðist hafa haft meiri áhrif til langframa á bandaríska listamenn. Það sem maður sér oftast, bæði á sýningum og í vinnustofum lístamanna, er einhverskonar framhald af þessum ítalska expressjónisma. Langsamlega flestir málar- ar sýndist mér að væru að kljást við mannskepnuna, misjafnlega stílfært og inn- takið er mjög oft einhverskonar fantasía. Þessi myndlist er frásagnarleg og leitast við að koma einhverju á framfæri, stundum um ástina, stundum um þjáninguna. Al- þýðulist, sem mjög blómstrar vestantil í Bandaríkjunum, virðist hafa veruleg áhrif og nokkra málara hitti ég, sem kváðust leggja meira kapp á að sjá sýningar al- þýðulistamanna en flest annað. Ég sá nokkrar slíkar sýningar í San Fransisco og Seattle, þar sem saman fór hrífandi blanda af nævisma, listrænni framsetningu og húmor. Þessi tegund listar er naumast til hér og er alveg óskyld lágkúrunnmi, sem oft er sýnd á stöðum eins og Eden í Hvera- gerði og víðar. Ég sá afar lítið af pólitiskri list og þjóð- félagslegt inntak getur naumast talizt áberandi. Þó er það til eins og allt annað; til dæmis má nefna Leon Golub, sem sjálfur hefur verið í bandaríska hernum og tekið þátt í afskiptasemi hans í löndum Mið— Ameríku. Golub hefur málað hrikalegar myndir af löndum sínum, meðal annars við pyntingar og þetta er að sjálfsögðu miklu magnaðri pólitísk list en margt annað, því hún byggir á því sem málarinn hefur séð og upplifað. Stjörnur á Einni Nóttu „Stars are made" - stjörnur eru búnar til, sögðu þeir forðum í Hollywood og það gildir enn, einnig í listabransanum. Sölu- mennskan þarf á stjörnum að halda og þær LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. JANÚAR 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.