Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Page 4
Listmunasalinn og
kaffifélagar hans
Kaffihúsarápið var
ekki út í bláinn. Það
var hluti af starfl Sig-
urðar seni listgripa-
miðlara. Á Hressing-
arskálanum hitti
hann Stein Steinarr
og Jón Kristófer kad-
ett í Hernum. Á
Borginni hitti hann
Tolla og Polla, Agnar
Bogason og Tómas
skáld Guðmundsson.
Og að sjálfsögu Jó-
hannes Kjarval.
EFTIR BRAGA
KRISTJÓNSSON
Blöðin búa Til Menn
En hver var Sigurður Benediktsson?
„Blöðin búa til menn,“ sagði hann. Og sann-
arlega er tíminn ekki lengi að afgreiða þá.
Þegar villuljós fjöimiðlafársins leika ekki
lengur um þá, gleymast flestir undur
fljótt. . . Það virðist einu gilda — hvort
menn hafa skrifað enga bók eða
fjörutíu . . . hrammur gleymskunnar varpar
þeim á djúpið og þaðan eiga þeir ekki aftur-
kvæmt nema við hátíðleg tækifæri, þegar
fræðimenn og aðrir skrítnir fuglar eru
fengnir til að rifja upp fortíðina, t.d. á af-
mæli Reykjavíkurborgar.
Einn þessara gleymdu manna var Sigurð-
ur Benediktsson. Eg kynntist honum um
það leyti sem hann var að hefja uppboðs-
starfsemi sína á bókum og listmunum í
Reykjavík árin 1953 og 1954. Þá hafði
hann unnið heilan áratug við listgripamiðl-
un, m.a. fyrir Jóhannes Kjarval, Þorvald
Skúlason og flutt inn erlend listaverk frá
Bretlandi og Danmörku, en þar hafði Sig-
urður mjög góð sambönd. Uppboðin voru
í fyrstu haldin í gamla listamannaskálan-
um við Alþingishúsið og þangað kom
strax í upphafi fjöldi manna til að
kynna sér þessa merku nýjung í bæ-
jarlífinu. Það er minnisstætt, að á einu
af fyrstu uppboðunum, voru m.a.
seldir munir, sem þekktur íslenzkur
menntamaður hafði þegið að gjöf frá
leiðtogum þýzkra nazista, m.a. var
þar selt bréf frá Göring marskálki.
Slíkir munir eru nú virði margra þús-
unda dollara, en hér í gamla lista-
mannaskálanum fussuðu menn við
þessu og keyptu af náð fyrir nokkrar
krónur. Það gekk ekki erfiðislaust að
koma á þessum listmuna- og bó-
kauppboðum. Á fyrsta uppboðið
mættu fulltrúar bæjarfóget-
ans í Reykjavík og stöðv-
Hann notaði verðlaunaféð, sem var stórfé,
til að hefja skólagöngu í Menntaskólanum
á Akureyri, en 18 ára hélt hann síðan til
Danmerkur. Þar var honum tekið tveim
höndum. Frásögn af björgunarafreki Sig-
urðar var þá komin í allar danskar
barnabækur. Sveinn sendiherra Bjömsson
bauð honum til sín, greifinn Schack bauð
honum á setur sitt og Gunnar skáld Gunn-
arsson greiddi götu hans. Hann settist síðan
í læri og til starfa á ritstjóm danska stór-
blaðsins Politiken og vann þar í þrjú ár.
Nánasti starfsbróðir hans á blaðinu varð
hinn frábæri, en skammlífi færeyski rithöf-
undur Jörgen Frantz Jacobsen og urðu þeir
nánir vinir. Ritstjóri Politiken var á þessum
árum hinn virti og áhrifamikli H. Cavling
smælki og getu til að koma því til skila í
áhrifamiklu — en eðlilegu máli. Húmanískur
skilningur hans var barskur og grófur og
fáorð frásagnargáfa hans gat verið mjög
áhrifarík.
Þegar Sigurður hætti á Morgunblaðinu
árið 1938, setti hann á stofn heimilisblaðið
Vikuna. Það er núna dálítið holur hljómur
í því að fullyrða, að stofnun Vikunnar og
stjóm Sigurðar á henni hafi valdið straum-
hvörfum á íslenzkum blaðamarkaði. En við
nánari athugun bendir mjög margt til þess
— þótt það verði ekki rætt nánar. Við stofn-
un Vikunnar naut Sigurður danskra
sambanda sinna frá Kaupmannahafnarár-
unum, hann náði einkaleyfi á eftirsóttum
og þekktum myndasögum og fékk ódýr
myndamót frá dönskum fréttamiðlunum.
Vikan varð í höndum Sigurðar einn mesti
„succsess" sem orðið hefur í íslenzkri blaða-
mennsku fyrr og síðar. Á öðm ári blaðsins
var það komið yfir 16 þúsund eintök og
mest selt í Reykjavík. íbúar Reykjavíkur
vom þá innan við 40 þúsund. Ef sama hlut-
fall gilti í dag fyrir hin glitfögm kláðarit
uppa-kynslóðarinnar, ættu þau að koma út
í 35-40 þúsund eintökum, en ekki vesælum
9-14 þúsundum. Hrekkvísir menn höfðu
blaðið af Sigurði með brögðum, en hann
fékkst ekki til að hallmæla þeim. Hann sneri
sér að útgáfu annarra blaða og tímarita.
En árangurinn var ekki hinn sami. En blöð
hans eins og t.d. Hádegisblaðið, er eitt bezta
vikurit, sem út hefur komið hérlendis, ekki
sízt vegna hinna frábæm smápistla eftir
Stein Steinarr, sem þar birtust.
Þegar þessi útgáfudæmi Sigurðar gengu
igurður Benediktsson, miðl-
ari gamalla bóka og mál-
verka, uppboðshaldari, áður
blaðamaður og ritstjóri, var
mesti kaffihúsakall, sem ég
hef kynnst. Á morgnana,
snemma, fór hann í kaffi á
Borgina og sat þar í hópi
heildsala og lögmanna. Um 11-leytið
þrammaði hann útá Kaffi Höll, uppi, þar
sem Búnaðarbankinn hefur nú hreiðrað um
sig í húsum leðurverzlunar Jóns Brynjólfs-
sonar á homi Austurstrætis og Veltusunds
og settist þar með kaupahéðnum og skrif-
stofumönnum úr miðbænum. Og síðdegi-
skaffið meðtók hann í gamla Sjálfstæðis-
húsinu við Austurvöll, þar sem Póstur og
sími hafa nú mötunejrti sitt og félagsheimili.
Þetta kaffihúsaráp var þó alls ekki út í
bláinn. Þetta var hluti af starfi Sigurðar sem
listgripamiðlara. Á þessum þrem samkomu-
stöðum hitti hann flesta helztu viðskipta-
menn sína, listunnendur úr röðum heildsala
af eldri og yngri árgöngum og framsækna
bankamenn, bæði seljendur og kaupendur.
uðu þessa ólöglegu starfsemi. Fógeti hafði
þá, lögum samkvæmt, einn heimild til slíks
uppboðahalds. En Bjami heitinn Benedikts-
son, sem þá var mikill áhrifamaður í landinu,
beitti sér skömmu síðar fyrir löggjöf, sem
heimilaði einstaklingum, að fengnu opinberu
leyfí, að efna til uppboða. Eftir það voru
þau haldin með reglulegu bili; viku áður en
Sigurður Ben. lézt, 1. desember 1970, hélt
hann hið 171. í röðinni.
FEÐURNÚTÍMA
Blaðamennsku
Sigurður Benediktsson átti að baki næsta
óvenjulegt og ævintýraríkt lífshlaup, þar
sem skipst höfðu á skin og skúrir. Þegar
hann var 14 ára unglingur og átti heima á
bænum Bamafelli í Köldukinn í Þingeyjar-
sýslu, hafði hann bjargað yngri bróður
sínum og einnig móður sinni úr bráðum
lífsháska við mjög erfíð skilyrði. Fyrir þetta
afrek varð hann landsfrægur og hlaut einn-
ig svokölluð Camegie-verðlaun, sem úthlut-
að var af dönskum aðiljum fyrir afreksverk.
og fékk hann miklar mætur á Sigurði fyrir
hæfni hans og dugnað. Reyndist hann hon-
um haukur í homi þá og oft síðar.
Árið 1935 hélt Sigurður heim til íslands,
varð blaðamaður hjá Morgunblaðinu og var
þar til 1938. Hann flutti með sér nýjan tón
og ólíkan inn í íslenzka blaðamennsku.
Viðtöl Sigurðar vöktu strax athygli. Hann
lagði til hliðar hinn venjubundna og æði
þungbæra hátíðleika, sem þá var ríkjandi
og lét oft í ljós glettni og spaug í viðtölum.
Á þessum tíma voru viðtöl reyndar ekki tíð
í blöðum. Helzt birtust þau, þegar aldraðir
athafnamenn áttu merkisafmæli eða at-
kvæðamiklir kvenskörungar settust í helgan
stein. Viðtal í Morgunblaðinu var líkt og
fálkaorðan, út deilt eftir langt og gott starf
— meiri háttar.
Sigurður lagði til atlögu við þetta við-
horf. Sú viðleitni varð honum ekki til
framdráttar í starfi, en hún var honum til
sóma og hafði veruleg áhrif, þótt síðar yrði.
Viðtalsgreinar hans voru oft „óbein viðtöl"
frásögn höfundar í þriðju persónu. Hann
hafði mjög næmt auga fyrir hvunndagslegu
ekki upp, sneri hann sér að útgáfu dagblaða
fyrir hemámsliðin í stríðinu og hélt þeirri
starfsemi áfram mestalla styijöldina. Þetta
var ekki merkileg framleiðsla, handiðnaður,
varla samboðinn útgefandanum.
Eftir stríðið sneri hann sér síðan að lista-
verkasölu og miðlun.
Kaffihúsalíf
Á þeim árum sem Sigurður var að hefja
listmunauppboð sín, stóð kaffíhúsalífíð í
hinni gömlu miðborg Reykjavíkur í kvosinni
með miklum blóma. í gamla Alþýðuhúsinu
við Hverfisgötu orti Leifur Haraldsson:
Ungu skáldin yrkja kvæði
án þess að geta það.
í Ingólfskaffi er ég í fæði
án þess að éta það.
Á Hressingarskálanum vora skáld og
listamenn með aðsetur. Þar var fastur sama-
staður Steins Steinarrs, Jón Kristófer
Kadett í hemum kom þar með hléum, Vil-
hjálmur frá Skáholti sat þar við gluggann
og horfði fjarrænum augum á umferðina
4