Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Side 2
Maður að nafni Þórður Helgason ritar vægast sagt furðulegan samsetning í Lesbók 31/1 sl., sem mér fínnst að kalli á kröftugt and- svar. Þar segir m.a.: „hefir ljóðið brugðist þjóðinni eða rímþjóðin Ijóðinu“ og fullyrðir EFTIR GUÐMUND GUÐMUNDARSON síðan: „að sjaldan eða aldrei hafi veríð ort jafn vel af jafn mörgum Mín skoðun er hinsvegar sú, að sjaldan eða aldrei hafí jafn margir ruglukollar reynt að telja sjálfum sér og öðrum trú um að þeir séu skáld. Að sjálfsögðu ganga bögubósamir í ber- högg við alla ljóðhefð og bragreglur og lenda á einskonar „prósa-fylleríi" sem þeir kalla „ljóð“ og hafa það eitt til sannindamerkis að reynt er að raða saman orðum lóðrétt og þar með er málið leyst og þynnkan orð- in ljóð! „ Ungv skáldin hafa það mikilvæga hlut- verk að flytja arfinn milli kynslóða" segir Þ.H. Laukrétt! Hinsvegar er því miður sá hóp- ur langstærstur, sem lætur sér nægja að flytja illgresi og arfa í stað arfs á milli kynslóða. Þetta vita allir ljóðaunnendur, nema e.t.v. Þ.H. og aðrir af svipuðu sauða- húsi. Nægir að minna á tvo stór-verðlauna- texta (ljóð?) ársins 1986 (Gleðibankinn og Hún Reykjavík). Fjöldi Tómasa Og Daví ða Þ.H. segir bókaforlögin bregðast ljóð- skáldunum og bætir við: „ljóðabækur ekki vel fallnar til gjafa, allra síst jólagjafa. “ Til hvers er maðurinn að slá fram svona endemis rugli. Þetta hefði þótt gott innlegg í öfugmælavísu einhvemtíma. Og svo kemur þessi furðulega hugvekja: „Stundum heyríst því fleygt að ungu ljóð- skáldin standist ekki þeim Davíð og Tómasi snúning, svo ekki sé minnst á helstu skáld- jöfra 19. aldarinnar. Ég fullyrði hinsvegar að þjóðin hafi eignast fjölda Tómasa og Davíða, Jónasa, Steingríma og Matthíasa og þá sé enn að finna meðal yngri skálda. Þeir yrkja vitaskuld ekki í anda forveranna en verk þeirra eru á sinn hátt ekki síðri (!!!). “ „ ... en þjóðin var svo ólánsöm að verða ekki vör við, er þeir knúðu dyra og fór því á mis við verk þeirra. “ Fyrr má nú rota en dauðrota! Hvar skyldu þau hafa falið sig þessi and- legu ofurmenni og leynivopn Þ.H. og skáldgyðjunnar? Við höfum vissulega ekki komist hjá að verða vör við hið mikla öskufall af óljóðum, sem yfír okkur og böm okkar hafa dunið og er mjög sambærilegt við að maður, sem hefír lært á eitthvert hljóðfæri til heima- brúks ijúki til og auglýsi „konsert" eða heimti að fá inni í sjónvarpinu. Þá er tekið í handbremsumar að sjálfsögðu. En óljóðin eiga greiðan aðgang. Allt galopið. Þ.H. ber skylda til að koma þessum földu fjársjóðum og ljóðaperlum á framfæri, því hann einn veit um þær. Annars ber honum að biðjast auðmjúkrar afsökunar. Mér sýn- ist að blessuð Lesbókin okkar hesthúsi ýmiskonar „ljóða-trakteringar", án þess að verða bumbult. Kominn er tími til að hún fái kynni af skáldsnillingum Þórðar þessa. Auk þess fæ ég ekki betur séð en Les- bókin og þó einkum sjónvarpið telji sig luma á veldissprota, sem veiti þeim vald til að úthluta allskonar tilrauna-leirskáldum skáldatitli um leið og þau em kynnt í fyrsta sinn! Þið kannist við úr Lesbók „Skrifstofumað- ur og skáld", „Húsmóðir og skáld“ og hjá sjónvarpinu „Bestu vinir ljóðsins" eða „6 skáld“, þar sem orðasamtíningi hefir verið hnoðað saman á ömurlegan hátt, sam- hengið illskiljanlegt eða ekkert en flytjendur mærðir skáldatitlinum fyrirfram til öryggis! Að vísu mun reynt að hafa eitt alvöruskáld eða svo með í hópnum, til að punta upp á sinustráin, en andleysið og ruglið leynir sér ekki, þótt tónlist og skrípalæti fylgi með. Skrautlegar umbúðir nægja vissulega ekki til að hylja leirhnoðið. Ef svo heldur fram sem horfír, þá hlýtur að styttast í að sjónvarpið fari senn einnig að taka að sér úthlutun Fálkaorðunnar. Þá munar ekkert um það í leiðinni! Ef til vill gæti æfingin hafíst með því að þeir sæmi „skáldin" sín Hrafns-orðunni! En þegar leir- burðurinn vellur út fyrir barmana á skjánum í „skálda“-þáttunum myndi kannski nægja „krúnk-krúnk“-orðan! Þó er rétt að geta þess að eitt er að minnsta kosti minnisstætt úr síðasta ljóð- flutningi „6 skálda". Það er þessi setning: „Fór og skyldi ekkert eftir. “ Þessi frábæra setning var endurtekin í lok síðasta þáttar- ins. Þá virtist ljóðdísin ljá skáldinu brúklega setningu, sem að sjálfsögðu var margendur- tekin og endalok þáttarins urðu orð að sönnu! TÍSKULÚSIN Ég tel hiklaust að dekrið við óljóðasmið- ina og sviðsetningin á leirhnoði sé aðför að einum okkar merkasta og dýrmætasta menningararfí. Nýjung og formbylting í ljóðagerð er alltaf á dagskrá en aldrei með jafn afdrifaríkum hætti og sfðustu árin hjá bögubósunum, sem fjölmiðlamir hafa tekið úpp á arma sína. Tískulúsin er sífellt að reyna að naga styrkan stofn íslenskrar ljóða- gerðar. Áður fyrr voru það atómljóðin, sem héldu innreið sína með miklum fyrirgangi. Tískulúsin í dag heitir „súrrealísk ljóð“. Hvað er nú það! Tugur af ljóðabókum sneisa- fullar af óljóðum! Þegar andagift þrýtur (sem e.t.v. var lítil eða engin), þá er galdurinn að yrkja súrre- alískt. Samkvæmt sálfræðikenningum Freuds sækir súrrealismi sínar fyrirmyndir í hið ómeðvitaða (oft drauma), sem ber að tjá, þó allt samhengi vanti! Hvílíkt andríki og snilld! Þama er þá loksins komin pottþétt upp- skrift fyrir vandræðaskáldin, sem aldrei hafa nennt að læra bragfræði og sumir naumast getað komið óbijálaðri setningu á blað. Vegurinn beinn og breiður, hvergi tor- færa, hvað þá einstigi. Allt leyfílegt. Gagnrýnendur nokkuð samdóma um að ill- gresið sé nýjung og „athyglisverðar tilraun- ir“. Nú leyfíst öllum að ganga um á skítugum skónum og traðka og sparka í alla arfleifð! Aðeins eitt vandamál hefír skotið upp kollin- um. Blessuð rímþjóðin er ekki með á nótunum! Neitar að taka þátt í svindlinu og unir sér best við bmnna þjóðskáldanna og snilldar ljóðin þeirra.Ég ætla hér og nú að leggja ríka áherslu á að í grunnskólum og á dagvistunarstofnunum sé lögð megin- áhersla á að kenna bömum ljúfu ljóðin þjóðskáldanna. Þau eru ómetanlegt vega- nesti strax í bemsku og lýsa eins og leiftur um nótt í holtaþoku og myrkviði atóm- og súrrealíska mglsins. Það er hörmulegt til þess að vita að afsið- unin í ljóðlist hefst strax á dagvistunarstofn- unum eins og auðvelt er að sanna! Orðið ljóð er þannig skilgreint í orðabók- um: „Kvæði, bragður, stuðlað mál eða háttbundin hrynjandi". íslenskt ljóð hefur alla tíð haft talsverða sérstöðu eins og fram- angreindar skýringar bera með sér. Það hefír staðið eitt og sér og borið hátt. Að sjálfsögðu hafa ljóðið og tónlistin piýtt hvors annars för alla tíð. Þegar hinsvegar afskræming á ljóði og tónum situr í önd- vegi, þá fer gamanið að káma. Þó tekur steininn úr, þegar flytjendur lífvana lágkúm em sæmdir skáldatitli og orðið skáld snýst upp í ranghverfu sína. Er ekki orðið tíma- bært að endurlífga gamla orðið: vandræða- skáld? Menn verða að þekkja vel mörkin á milli skáldskapar og fíflaskapar! Umfram allt veður að stöðva strax þessa grófu misnotkun á skáldatitlinum. Hún er þjóðarhneyksli. Mörkin verða að vera skýr á milli skálda og texta-höfunda. Það furðulega er, að það er engu líkara en menn þori ekki að minnast á þessa óljóða-farsótt af ótta við einhveija sjálfskip- aða menningar-„pafa“, sem hafa ákveðið að gefa farsóttinni heilbrigðisvottorð. Síðan á þjóðin að kneifa lapþunna og þráa orða- súpu úr kaleik „páfanna", þótt flesta klígji við! Fáir kaupa bækumar. Enginn lærir „ljóðin". Sökudólgurinn er talinn rímþjóðin en ekki súrrealísku óljóðin! „SVIGNA UNDAN ÞUNGA LJÓÐANNA “ Því miður er búið að misþyrma ljóða- dísinni svo herfílega að glóðaraugu og brotnar tennur blasa við öllum. Hún þyrfti sannarlega að fá hvíld og notalega umönnun á einhverskonar kvenna-athvarfí, sem vemdaði hana fyrir siðspilltum „nauðgur- um“ og árásargjömum skemmdarverka- mönnum. Þá kemur að lokatilvitnunum í Þ.H. Ungu skáldin þurfa sjálf að gefa út sínar bækur. „Hinn nýi Tómas er því Ifklegur til að hanga við dyr áfengisútsalanna og reyna þar að selja sína fögru veröld í samkeppni við blaðabömin. Mér er tjáð að þar sé veg- ur Helgarpóstsins ólíkt meirí en góðrar ljóðabókar. “ Já, ljótt er að heyra' Það þarf samt mikla ósvífni til að koma með slíka fullyrðingu um jafnoka „fögra veraldar" Tómasar. En lýsingin á sambúð „snillinga" Þ.H. við Helg- arpóstinn er mjög átakanleg og ýmsir sammála því að félagsskapurinn geti naum- ast orðið lélegri! Þrátt fyrir allt er einföld lausn á þessu máli eins og ég hef áður getið um. Engin ástæða til að vera með harmagrát. Nú á þessi Þ.H. að storma niður á Lesbók með ljóð þessara andlegu ofurmenna sinna, sem hann einn veit um, þvf hann segir „laumu- skáldin með skrífborðsskúffur, sem beinlínis svigna undan þunga Ijóðanna“. Það væri vissulega þakkarvert ef Þ.H. kafaði í orkustöð andagiftarinnr og myndi fyrst í stað láta nægja að fleyta íjómann ofan af og láta okkur sjá eitthvað annað en undanrennu og flautir. yið bíðum eftir sýnishomum snilldar- verkanna! Höfundurinnerframkvæmdastjóri f Reykjavfk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.