Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Blaðsíða 3
B (ED
I.BgBfg
@ [ö] ® @ [u] [m] [g Ql] H (b] ® [H @ ®
Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvstj.:
Harakfur Sveinsson. Ritstjórar: Matthfas
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjómarfulltr.:
Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjóm: Aöalstraeti 6. Simi 691100.
Forsíðan
Myndin er af málverki Sigurðar Eyþórssonar, sem hann
nefnir KLAUSTURMÆRIN með tilvísun til Kirkjubæjar-
klausturs, því Systrastapi sést að baki. Myndin er á
sýningu Sigurðar, sem hann opnar í dag í Gallerí Gang-
skör við Lækjargötu. Sérstaða Sigurðar meðal íslenzkra
myndlistarmanna sést vel af þessari mynd, sem hefur
yfir sér hugblæ þýzkrar ogítalskrar 14. og 15. aldar
myndlistar. Myndin'ér frá síðasta sumri, olía á striga.
Gagnstætt þvi, sem verið hefur í tízku, málar Sigurður
litlar myndir og með tækni, sem notuð var fyrr á öldum.
Alþjóðlegir
f háskólanum í Iowa City er á ári hveiju haldin alþjóðleg
samkoma rithöfunda, eða rithöfundasmiðja, hvað sem það
nú merkir. Guðbergur Bergsson rithöfundur var einn þátt-
takenda og hittu Rúnar Helgi Vignisson og Ingólfur
Bergsteinsson hann á staðnum, ræddu við hann og
nokkra aðra rithöfunda.
Ungir
og efnilegir
í tilefni af afmæli fyrirtækisins efnir IBM til stórrar
sýningar á Kjarvalsstöðum á verkum listamanna yngri
en 35 ára. Þetta er fjörug sýning eins og við má
búast og Lesbókin hefur valið úr verk eftir 10 þátttak-
endur, sem kynntir eru einnig.
Goðaveldið
sem á komst hér eftir landnámið, var merkilegt kerfí, '
en hvaðan er það sprottið. Þorvaldur Bragason bendir á
í grein í Lesbók, að fyrirmyndimar gætu verið sóttar
til írlands og getur hann sér til, að Auður djúpúðga
geti hafa átt sinn þátt í tilurð þessa kerfis.
Guðfinna
Jónsdóttir
frá Hömrum
Fjallið blátt
Ég undi ekki á æskustöðvum,
fannst þar allt vera lágt og smátt.
Og hugur minn löngum horfði
til hæða í suðurátt
og faðmaði fjallið eina,
fjallið töfrablátt.
Til guðsifja foldin færði
fjallið í himinslaug,
og röðull kveldsins því rétti
rauðagullsins baug.
Þaðan kom þeyrinn söngvinn,
þangað öminn flaug.
Mörg fimindi und fót ég lagði,
unz fjallið eina ég vann.
En ís þess ég þekkti aftur,
þess eldur mér sjálfri brann,
og skriður þess hrynja og hrapa
í hjarta mér áður fann.
Að baki mér bemskulöndin
úr blámistri hófu sig.
Ég leitaði um þymileiðir,
og leyndan, grýttan stig,
að dásemdum fjærsta fjallsins,
en fann aðeins sjálfa mig.
Of seint er nú heim að halda,
því hjartaslátturinn dvín.
Allt líf mitt var för til íjallsins,
sú för var ei næsta brýn.
í fjarlægðar sinnar fegurð
hafði fjallið komið til mín.
Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum fæddist 1899 að Amarvatni f Mývatnssveit,
dáin 1946. Hún ólst upp í Mývatnssveit, en fluttist þá að Hömrum f Reykjadal
og kenndi sig slðan við þann bæ. Hún stundaði tónlistamám f Reykjavfk og var
söngstjóri f Reykjadal og söngkennari við Laugaskóla. Til Húsavíkur fluttist hún
1935, var þar organleikari og kenndi. Hún veiktist af tæringu og dó á Vffilsstaða-
hæli. Guðfinna er talin ein merkasta skáldkona þessarar aldar á íslandi.
B
B
Asíðastliðnu sumri var
eina ferðina enn skorin
upp herör í umferðinni.
Það er nokkur von að
mönnum blöskri, þegar
í ljós kemur, að 24 létust
á síðasta ári, þar af þriðj-
ungurinn kornungir
menn. Allir eru sammála um, að eitt
hvað verði að gera; að engin fyrirhöfn sé
of mikil, ef takast mætti með því að draga
úr umferðarslysunum. Jú, það var skorin
upp herör, seiseijú, mikil ósköp. Meðfram
flestum aðalvegum á Suðurlandi að minnsta
kosti var laganna vörðum stillt upp til þess
að góma þá, sem fóru yfír lögleg hraða-
mörk, því aðrar orsakir umferðaróhappa
koma yfírleitt ekki til álita. Þetta hafði áreið-
anlega þau áhrif, að allflestir ökumenn
drógu verulega úr hraðanum meðan á her-
ferðinni stóð; fóru að aka eins og sumir
gera í sunnudagabíltúrum, þegar þeir eru
að borða ís undir stýri. Óg hver var svo
árangurinn? Eitthvað síðar birtust af því
fréttir, að aldrei höfðu önnur eins ósköp af
árekstrum og útafkeyrslum átt sér stað eins
og í ágúst, þegar herferðin stóð sem hæst.
Von er að spurt sé: Er það áskapað, að
bílaumferð þurfí að vera lífshættuleg þegar
íslendingar eiga í hlut? Er vonlaust mál að
minnka hættuástandið og ennþá vonlausara
að koma á einhveiju, sem kalla mætti um-
ferðarmenningu? Af eigin reynslu af
bílakstri, bæði í Ameríku og nokkrum Evr-
ópulöndum sýnist mér mega draga þá
Geta heilagar kýr
verið hættulegar?
ályktun, að akstur sé hættulegri hér en
þar. Varla þarf þó að taka fram, að um-
ferðin hér er eins og smálækir í samanburði
við stórfljótin í sumum borgum á Vestur-
löndum. Þar munar ekld aðeins í magni,
heldur einnig í hraða. Það fyrsta sem mað-
ur rekur augun í heim kominn og undrast,
er hvað umferðin gengur ótrúlega misjafnt
héma. Að öllum líkindum liggur einmitt
hættan í því.
Meirihluti íslenzkra ökumanna ekur óað-
finnanlega miðað við aðstæður og þær
tæknilegu breytingar, sem gert hafa bfla
að margfalt öruggari ökutækjum en þeir
voru fyrir svo sem 30 árum; samt er ennþá
verið að unga út nýjum umferðarlögum, sem
gera ráð fyrir því, að í þéttbýli megi ekki
nota fjórða gír, hvað þá þann fímmta, sem
nú er orðinn algengur og sparar verulegt
eldsneyti. Samkvæmt nýlegri könnun trygg-
ingafélags, sem kynnt hefur verið í auglýs-
ingum, er „sofandaháttur við stýrið, almennt
gáleysi og kæruleysi ökumanna langalgen-
gustu orsakir umferðarslysa."
Hér er áreiðanlega komið að kjama máls-
ins, en sem betur fer er það minnihluti
ökumanna, sem svefndrukkinn er eða gá-
laus við stýrið. Sá minnihlnH lrzr.r..vK:
§órðungur ökumanna eða innan við það,
ástundar afbrigðilegan akstur eftir eigin
geðþótta og skapar sífellt hættuástand og
slys. Þessi afbrigðilegi hópur skiptist í
tvennt. Tiltölulega lítill hluti hans eru kapp-
akstursmennimir. Það em þeir sem iðka
stórsvig og em hvenær sem færi gefst á
meira en 100 km hraða og mjög oft á helm-
ingi meiri hraða en umferðin gengur
almennt. Oftar en ekki era þetta fímir öku-
menn, kæmlausir en ekki sofandi og taka
gjaman glæfralegar áhættur í framúrakstri
og setja þá ekki einungis sjálfa sig í stór-
hættu, heldur og marga aðra, sem aka
eðlilega.
Þetta era þeir ökumenn, sem einblínt er
á, þegar umferðaryfírvöld taka á honum
stóra sínum til að bæta ástandið - og með
árangri sem óþarft er að tíunda. Hinn hluti
afbrigðilega hópsins er miklu stærri. Þar
fara þeir, sem af einhverjum ástæðum geta
ekki eða kæra sig ekki um að halda uppi
eðlilegum aksturshraða. Þeir era hin al-
menna plága. í þessum hópi er algengt að
sjá karla, sem gætu verið um og yfír sjö-
tugt, svo og ungar stúlkur. En að sjálfsögðu
er þar annarskonar fólk í blnj>.d £Lv.v4.;r ~
' Fimi, ’nreinn klaufaskapur og tilfínningaleysi
fyrir bflnum, einkennir aksturinn og tillits-
laus geðþóttaskstur af þessu tagi getur farið
svo i taugamar á góðum bflstjóram, sem
tímunum saman era búnir að sæta færis
að komast framúr, að þeir missa þolin-
mæðina að lokum og þá stundum með
sorglegum afleiðingum. Ég hef ein-
hvemtíma áður kallað hina hægferðugu
lestarstjóra; þeir þekkjast oft á því, að þeir
halda á eftir sér langri lest. Dæmi veit ég
til þess, að íslendingar á bflferðalagi á
Spáni, héldu að þeir kæmust upp með sína
ósiði þar; vora að dóla einir í heiminum og
töfðu fyrir umferð. Spænska polician kippti
þeim einfaldlega útaf og þar fengu þeir að
dúsa um tíma.
í því sambandi er fróðlegt að athuga
hvað umferðarlögreglan hér gerir við geð-
þóttaakstursmenn af þessu tagi. Þeir era
hinar heilögu kýr og fá þær kýr að feta
sínar kúagötur jótrandi, en oftar þó reykj-
andi, án þess að menn í einkennisbúningum
fari að hotta á þær. Og þótt einhverjir í
lestinni á eftir þeim taki að blikka ljósum
og jafnvel að flauta, þá taka blessaðar kým-
ar ekkert eftir því.
Líklega er varlegt að binda miklar vonir
við að ástandið batni. Meðan ekki ríkir skiln-
ingur á því, að hverskonar geðþóttaakstur
er hættulegur, verða engar breytingar í átt
. til skárri umferðarmenningar og við munum
halda áfram að taka á okkur herkostnað
slysanna.
GÍSLI SIGURÐSSON
LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 28. FEBRÚAR 1987 3