Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Síða 7
HÖFUNDURINNOG Lesandinn „Það sem mér finnst vera einkennandi fyrir þær bandarísku bækur sem ég hef séð er raunsæið, það hefur alltaf verið ríkjandi í bandarískum bókmenntum og þá sérstak- lega á kreppuárunum. En hvað samtímabók- menntir varðar finnst mér mjög áberandi hvað raunsæisstefnan er sterk. Síðan hefur hinn svonefndi minimalismi haft talsvert mikil áhrif á bandarískar bókmenntir. Mini- malismi kom fyrst fram í myndlist og spratt frá art de pouvre eða hinni fátæklegu list. Það sem einkennir hann er afskaplega snauð framsetning á hlutum, án skrauts og þvíumlíks. Ég held að minimalisminn hafi haft svona mikil áhrif í Bandaríkjunum vegna þess að hann tengdist á vissan hátt raunsæisstefnunni, en hún var laus við allt flúr hérlendis. Minimalisminn kemur oft fram í stuttum sögum og ég held hann hafi orðið til þess að örva smásagnagerð á síðustu árum, en smásagan var að miklu leyti dauð.“ — Eru ekki fáir rithöfundar í Banda- ríkjunum sem þú mundir setja undir sama hatt og sjálfan þig, þ.e. formbyltingarmenn? „Jú, ég held þeir séu mjög fáir. Einhvers konar formbylting kemur alltaf fram að ein- hverju leyti, en hún hefur ekki verið eins ráðandi og í evrópskum bókmenntum." — Nú hefur þú sagst vera á móti því að skrifa með lesandann efst í huga, heldurðu að þessi skortur á formbyltingarmönnum hér í Bandaríkjunum geti stafað af því að höfundar skrifí með lesandann fyrst og fremst í huga? „Já. Og þeir skrifa ekki einungis með lesandann í huga, heldur líka með útgefand- ann í huga. Það hefur verið afar erfitt fyrir bandaríska höfunda að komast inn í stóru útgáfufyrirtækin fram að þessu, vegna þess að ef bókin er ekki vænleg til að seljast gefa þau hana ekki út. En útgáfupólitíkin hefur þó breyst ansi mikið síðustu 4—5 ár, þannig að það er miklu auðveldara fyrir unga höfunda að koma út bókum sínum núna en var skilst mér. En hér miðast allt við söluna. Bandaríkjamenn segja ekki að bókin eigi að vera fyrir fólkið, heldur verður hún að vera söluhæf og þar af leiðandi verð- ur hið svonefnda fólk að geta keypt hana. Ég býst við því að almenningur kaupi ekki bækur hér fremur en annars staðar, það er millistéttin sem gerir það.“ — Þú hefur ekkert orðið fyrir áhrifum af bandarískri markaðshyggju? „Nei, ég hef ekki ætlað mér að gefa út bækur hér í Bandarílqunum, þannig að ég þarf ekki að miða við bandrískar aðferðir.“ — Það freistar þín ekkert að reyna að skrifa metsölubók? „Nei, nei. Ég veit það er afskaplega erf- itt að fá útgefið hér í landi. í gamla daga fékk ég stundum bréf frá bandarískum út- gefendum sem vildu gefa út bækur eftir mig, en þeir fundu aldrei neinn þýðanda, látið sig dreyma um að birta fyrir 10 árum.“ — Lætur almenningur sig bókmenntir varða? „Já. En hann hefur oftast mestan áhuga á pólitískum skrifum, vegna þess að þá heldur fólk að það muni finna eitthvað sem ekki sést í dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Þó eru margir rithöfundar sem eru á móti beinum skrifum um stjómmál, ritverk eigi að höfða meira til einstaklingsins en þjóð- félagsins." — Að lokum David, þekkirðu eitthvað til íslenskra bókmennta? „Ég kannast náttúrlega við íslendinga- sögumar, en að öðra leyti veit ég raunar lítið. Satt að segja ætti ég að vita eitthvað um íslenskar bókmenntir þar sem ég er í ritstjóm tímarits um erlendar bókmenntir." Um einstakt samfélag rithöfunda frá öllum heimshornum í Iowa City í Bandaríkjunum, þar sem nokkrir íslend- ingar hafa dvalið, og í þetta skiptið var það Guðbergur Bergsson. þannig að það varð aldrei neitt úr því.“ — Þú stefnir ekki að því að skrifa metsölu- bók, en er þér ekki í mun að sem flestir lesi það sem þú skrifar? „Nei, mér er alveg sama þó að enginn lesi það.“ — Ertu þá ekki bara að skrifa fyrir sjálf- an þig? „Það er höfundurinn alltaf að gera í raun og vera, hann er að ræða við sjálfan sig.“ — Af hverju þá að hafa fyrir því að gefa verkin út? „Það er á vissan hátt til að hreinsa blóð- ið. Því ef maður situr uppi með eitthvað, þá þvælist það of mikið inn í næsta verk.“ — En gleður það þig ekki ef þú hittir mann sem hefur notið þess að lesa verk eftir þig? „Nei, ég er úr þannig fjölskyldu að það er aldrei minnst á það. Verk mín era mér því algeriega óviðkomandi." FagurfræðiOg DÓNASKAPUR — Verður þessi afstaða til verka þinna til þess að það losni um ákveðnar hömlur þegar þú ert að skrifa? „Nei, oft þarf ég að leggja afskaplega mikið á mig til þess að segja það sem ég segi. Og það er sérstaklega í sambandi við það sem fólk kallar ljót orð, vegna þess að sjálfum finnst mér þetta dónalegt. Ég þarf ekki að réttlæta það, heldur fá mig til að vinna verkið, vegna þess að mín persónu- lega siðferðiskennd segir; þetta áttu ekki að gera, en fagurfræðilega siðfræðin segir allt annað: svona á þetta að vera. Þess vegna forðast ég að lesa verk eftir sjálfan mig. Annað dæmi um fagurfræðilega etík er ao finna í grein minni í tímariti Máls og menningar á síðasta ári. Þar stóð að ég hafi kosið Alþýðubandalagið. Ég kýs ekki Alþýðubandalagið! En etík greinarinnar og' lógík varð að vera þannig. Ég hætti að kjósa Alþýðubandalagið fyrir mörgum áram!“ StórOgLítil VlÐFANGSEFNI — Finnst þér þú hafa auðgast eitthvað við samneytið við rithöfundana hér? „Ég hef aðallega kynnst Afríkubúunum, en ekki sérstaklega þeirra ritlist, enda held ég að þeir séu ekki mjög góðir rithöfundar, Masuri Bin Sa- likun er eftir- launamaður frá Singa- pore. Ljóð- skáld og yrkir á malaísku, sem er eitt af fjóram opinberam tungumálum fjölskrúðu- grar þjóðar er telur um 2,5 milljónir manna, þar af 70% af kínverskum upprana. Masuri er fyrrv. skólastjóri og hefur gefið út nokk- ur ljóðasöfn, auk þess sem hann hefur fengist nokkuð við smásagnagerð og gagn- rýni. „Það er ekki mögulegt að lifa á ritstörfum í Singapore," segir Masuri og finnst greini- vegna þess að þeir era afar ósjálfstæðir. Þjóðir þeirra hafa kannski fengið sjálfstæði 1960, en þær vantar andlegt sjálfstæði, enda tekur það þjóðir áratugi og stundum vill einstaklingurinn ekki vera sjálfstæður. Það sem þeir hafa verið að fást við er það sama og Evrópubúar gerðu á 19. öldinni, þannig að það er ekkert athyglisvert við þau verk.“ — Er 19. öldin ekkert athyglisverð? „Ef hún er endurtekin í sömu mynd, þá er hún ekki athyglisverð. Ef hún er umsköp- uð, þá er hún athyglisverð." — Nú hefur mér skilist að margir höfund- anna hér séu aðallega að fást við framstæð viðfangsefni, ef svo má segja, stríð og frið, kúgun og ofbeldi og þar fram eftir götunum. Hvað finnst þér um þín eigin viðfangs- efni í samanburði við þeirra? „Maður er eiginlega ekki fær um að dæma sín eigin verk. Það er eins og maður sé heillaður af manns eigin verkum, sem verður til þess að maður sér ekki sína eigin galla nema að vissu leyti." — Þú öfundar Afríkubúana ekkert af að hafa þessi viðfangsefni við bæjardymar? „Nei. Frá mínum bæjardyram séð, þá bæta þeir ekki neinu við. Þeir era t.d. að hæðast að trúboðanum og gera það á ná- kvæmlega sama hátt og maður hefur séð áður, t.d. í bókum Laxness. Þeim fínnst þetta vera voðalega skemmtilegt, en mér finnst það ckki. Þeir gefa viðfangsefninu ekki dýpri merkingu, maður sér myndina, en ekki það sem er á bakvið hana.“ FÁMÁLIR RITHÖFUNDAR — Hefur afstaða þín til sjálfs þíns sem rithöfundar eitthvað breyst eða skerpst við að vera í þessu alþjóðlega samfélagi? „Ég veit það ekki í raun og vera. En ég hef aldrei verið í svona rithöfundasamfélagi áður og að þvi leyti er þetta ný reynsla. Samfélag rithöfundanna hér er hins vegar ekki mjög vitsmunalegt samfélag, vegna þess að margir þeirra ráða ekki við ensku og svo era rithöfiindar ekki mjög mikið fyr- ir það að tala saman. Þeir era t.d. alltaf hræddir um að einhver steli frá þeim hug- myndum." — Lítur þú á þig sem sér-íslenskan rithöf- und? „Ég lít á mig sem rithöfund sem ekki er rðtlaus heldur með rætur á mörgum stöðum. Ég legg mig fram um það að fá sem flest- ar rætur. Þess vegna hef ég reynt að nota þennan tíma héma til þess að kynnast bandarískri menningu eins mikið og hægt er á svona stuttum tíma.“ — Nú ert þú mikið í útlöndum á hverju ári, er það kannski vegna þess að þér fínn- ist rithöfundurinn þurfa að vera einhvers konar utangarðsmaður? „Nei, hann þarf ekki að vera það og maður sem er langt frá sinni þjóð er oft í miklu nánari tengslum við hana heldur en sá sem er heima fyrir. Samanber þegar bandarísku höfundamir sátu í París skrifuðu þeir mjög góðar bandarískar bókmenntir. David Albahari frá Júgóslavíu: „Það er dulbúin ritskoðun í Bandaríkjunum “ lega út í hött að við séum að spyija hvort hann geti lifað af skáldskapnum. „Skáld-- skapurinn er nokkurs konar köllun sem ég hef sinnt í frístundum mínum.“ Aðspurður sagði Masuri mikinn mun vera á vestrænum bókmenntum og singaporsk- um. „Þjóðfélagslegar aðstæður era svo gerólíkar. Okkar bókmenntalegi arfur er einnig allt öðravísi, kemur frá hindúum, persum og aröbum. Sjálfur skrifa ég fyrst og fremst til að tjá tilfinningar mínar og hugsanir um lífið og tilverana." — Hefurðu notið þess að dvelja héma? „Já, mjög svo. Hér hef ég fengið tæki- Eftir að þeir fóra að sitja hjá hér heima hafa þeir hvorki orðið eins bandarískir né eins alþjóðlegir og þeir vora á áranum fyrir stríð. — Hefur þú skrifað eitthvað héma? „Nei, og ég held að megin þorri höfund- anna hafi ekki gert það. Það er ekki hægt vegna þiýstings frá stjóm stofnunarinnar um að maður geri hitt og þetta. Maður hefurekki næði til að skipuleggja eitthvað í huganum." — Ertu þá ekki með neitt skáldverk í höfðinu? „Jú, maður er alltaf með eitthvert skáld- verk í höfðinu." — Eitthvað sem þú kemur til með að skrifa niður fljótlega? „Ég er búinn að skrifa svo mörg skáld- verk niður í gegnum tíðina. Verk sem aldrei hafa verið gefin út.“ — Fljótur að skrifa? „Nei, ég er ekki fljótur að skrifa, en ég er alltaf að, alla daga látlaust, geri ekkert annað, hugsa ekki um neitt annað." ReglusamtLíf ÁnVÍMUGJAFA — Nú ert þú búinn að vera mikilvirkur rithöfundur í aldarfjórðung, ekkert farinn að þreytast? „Nei, það held ég ekki. Ef maður ferðast talsvert og er alltaf viðbúinn að kynnast menningu eða hveiju sem er, þá þreytist maður ekki fremur en jörðin þreytist." — Þannig að þú ætlar að halda áfram? „Já, það er alltaf hægt að sá — ja, nema jörðin verði mjög kalkborin, þá vex ekki neitt og maður staðnar. En ef maður lifir reglusömu lífi og er ekki í áfengi eða tó- baki þá held ég að heilinn geti starfað ansi lengi. Og ef maður getur ekki skrifað slær maður þann vamagla að þýða. Ég var tals- vert ungur þegar ég byijaði að slá þann vamagla." — Hefurðu lifað eingöngu á ritstörfum undanfarin ár? „Eftir 1965 hef ég ekki unnið öðravísi fyrir mér. Reyndar kenndi ég, en það var ekki vegna þess að ég þyrfti að gera það.“ — Er erfitt að lifa á þessu? „Maður setur sér bara eitthvert takmark. Maður getur kallað það líf að fara aldrei á veitingahús, en mörgum er það afar erfitt, segja það sé ekkert líf.“ — Þannig að þú lætur ýmislegt á móti þér til að geta helgað þig ritstöfum? „Já, ég geri það.“ — En getur samt farið til útlanda svotil árlega? „Það er bara af því að ég sló þann var- nagla þegar ég var ungur að ég gæti farið til útlanda. Það var bara eins og hver önn- ur vitsmunaleg útsjónarsemi." — Þú óttast ekkert að missa atvinnuna? „Nei, ég er ekkert hræddur um það.“ Höfundurinn stundar framhaldsnám i bók- menntafræðum í lowa City. Masuri Bin Salikum frá Singapore:„ Okkar bókmenntalegi arfur er allt öðruvísi“ færi til að kynnast Bandaríkjunum af eigin raun og rithöfundum frá öllum heimshom- um. Það hefur verið ómetanlegt. Verst ég skuli ekki vera betri í ensku!“ — Heldurðu að þessi dvöl eigi eftir að hafa mikil áhrif á ljóðagerð þína? „Ég veit ekki. En auðvitað hefur þessi dvöl héma víkkað sjóndeildarhring minn og það er alltaf gagnlegt, hvort sem maður er rithöfundur eða ekki,“ sagði Masuri Bin Salikun frá Singapore og hélt áfram að pikka á ritvélina sína á áttundu hæð May- flower-heimavistarinnar í Iowa City. LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 28. FEBRÚAR 1987 7 Leonard Koza frá Suður-Afríku les úr verkum sínum í bókabúð í Iowa City.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.