Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Page 8
MYNDUSTARMEIMN
FRAMTÍDARINNAR
Kynning IBM á Kjarvalsstöðum 28. febrúar - 8. marz
Um þessar mundir er fyr-
irtækið IBM á íslandi
20 ára. Þegar rætt var
um það á hvem veg
afmælisins skyldi
minnst, kom upp sú
hugmynd að skapa vett-
vang fyrir ungt fólk til
að sýna list og þarf ekki að orðlengja, að
sú hugmynd er orðin að veruleika; sýningin
verður opnuð í dag. Það kom forráðamönn-
um IBM nokkuð á óvart hversu góðar
undirtektimar vom og að ungir myndlistar-
menn vora mjög þakklátir að fá þetta
tækifæri. Og vegna þess hve mikið kom af
sýningarhæfum verkum, verður hún í öllu
húsinu, báðum sölum og göngunum á Kjarv-
alsstöðum. En því miður var ekki unnt að
fá inni með hana lengur en til 8. marz.
Aldursmörk þátttakenda era við 35 ár,
en flestir era mun yngri.Sumir era í list-
námi, aðrir búnir að ljúka því. Flestum er
þó sameiginlegt, að nöfn þeirra era þjóðinni
ókunnug ennþá.
í upphafí var hugmynd forráðamanna
IBM sú að lagt skyldi út af áhrifum tölvu-
væðingar. Andstaða við svo markaðan bás
kom þó fljótt í ljós, svo þeirri yfírskrift var
ýtt til hliðar og málið gefíð frjalst. Sumir
hafa þó verið minnugir hinnar upphaflegu
hugmyndar og sent inn verk í þeim anda.
En það er mjög í minnihluta. Svo mikil og
góð urðu viðbrögðin, að 70-80 manns sendu
inn samtals um 300 verk, sem síðan hefur
verið valið úr.
Ugglaust hefur þótt lokkandi, að IBM
hefur heitið því að verðlauna eitt verkið á
sýningunni með 100 þúsund krónum. Þá
munar um minna sem era ungir og eiga
stundum ekki fyrir efni. Auk þess hefur
fyrirtækið áskilið sér rétt til að kaupa ein-
hver verk, en það er ótilgreint. Fimm manna
dómnefnd annast úrtakið á sýninguna og
mun einnig ákveða hvaða verk hlýtur verð-
launin. í nefndinni era Gunnar Hansson og
Friðrik Friðriksson frá IBM, Einar Hákonar-
son, Daði Guðbjömsson listmálarar og
Halldór Bjöm Runólfsson listfræðingur og
listamaður.
Uppá síðkastið hefur færzt í vöxt að stór
fyrirtæki styddu við bakið á myndlistar-
mönnum með kaupum á listaverkum og
hafa bankamir verið þar fremstir í flokki,
svo sem kynnt hefur verið í Lesbók. Þeir
hafa eignast verðmæt og merk listasöfn og
í nokkram myndarlegum einkafyrirtækjum
era nú þegar álitlegur vísir að safni, eða
hugmjmdir uppi um að heijast handa. Fram-
tak IBM kemur heim og saman við þessa
hreyfíngu og er til fyrirmyndar. Til þessa
hefur IBM ekki verið í flokki þeirra fyrir-
tækja, sem safnað hafa mjmdlist til þess
að ljá húsakynnum sínum menningarlegri
blæ, en allar líkur era nú til þess að á því
verði breyting. Ekki sízt þessvegna er
ástæða til þess að óska IBM á íslandi til
hamingju með afmælið, - ogframtakið.
G.S.
JÓNAS BRAGI
er fæddur 1964, Hafn-
fírðingur að upprana, en
býr nú í Reykjavík og er
á öðra ári í Myndlista-
og handíðaskóla íslands.
Þótt ungur sé hefur Jón-
as þegar haldið einkasýn-
ingu, það var í Eden í
Hveragerði 1981 og auk
þess hefur hann verið
með á samsýningu ungra
hafnfírskra mjmdlistar-
manna 83 og Sýningu ungra myndlistar-
manna á Kjarvalsstöðum ’86. hann tók þátt
í samkeppninni um listaverk við útvarps-
húsið og varð þar í 3. sæti. Á þessari sýningu
er Jónas Bragi með glerskúlptúr og heitir
sá ísalog, sem sést á mjmdinni.
KRISTÍN MARÍA
INGIMARSDÓTTIR
er fædd 1962 og býr í
Reykjavík. Listnám hefur
hún stundað í Mjmdlista-
og handíðaskóla íslands
1982-84 og framhalds-
nám í San Fransisco Art
Institut 1984-’86. Þar
vestra tók hún þátt í
nokkram samsýningum,
t.d. í Diego Rivera Gall-
eríi og South of Market
Cultural Center. Hún
hefur auk þess sýnt teikningar í Fellabæ.
Mjmdin á Kjarvalstaðasýningunni, sem hér
sést, heitir Lífsins tré og er 12oxl70cm á
stærð.
SVANBORG
MATTHÍASDÓTTIR
er fædd 1958 og á heima
í Reykjavík. Hún hóf
myndlistamám í Mynd-
lista- og handíðaskóla
íslands 1981, útskrifaðist
’85 og hefur stundað
framhaldsnám í Maas-
tricht í Hollandi, sem
lýkur í ágúst á þessu ári.
Mjmdina sem hér sést,
nefnir hún Stígur. Stærð
hénnar er 15xl4o cm.
GUNNAR
KARLSSON
er fæddur 1959 og býr í
Reykjavík. Um hann era
ekki miklar upplýsingar
að hafa aðrar en þær, að
hann nam við Myndlista-
og handíðaskóla íslands
1975-’79 og fór síðan f
framhaldsnám við Kon-
unglega listaháskólann í
Stokkhólmi. Mjmdin sem
hér birtist er án titils.