Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Blaðsíða 13
Drangurinn sem sagt erfrá ígreininni er til vinstriá myndinni, síðan Hrútafells-
fjall, Drangshlíðarfjall og bæirnir í Skarðshlíð og Drangshlíð.
Drangnrinn í Drangshlíð undir Eyjafjöll-
um var frá fomu fari talinn huldufólks-
byggð. Samskipti mennskra manna og
huldufóks reyndust með slíkum ágætum að
útihús voru að ósekju byggð við hann. Fjós
vesturbæjar stóð þar fram um 1920.
Margs bar þó að gæta. Við Drangnum
sjálfum mátti í engu hrófla. Ekki skyldi
vaka yfir kúm við burð, einungis skilja eft-
ir tóma skjólu. Að morgni var broddur í
henni og nýfæddur kálfur í stalli móður
sinnar.
Einhveiju sinni hugðist strákur fylgjast
með aðförum huldufólks og faldi sig í auðum
bás. Engu varð hann vísari en fékk blautar
hildir framan í sig. Hætti þá huldufólk að
annast kýr við burð og varð nú að vaka
yfír þeim.
Faðir minn, Gissur Jónsson, hóf búskap
í Drangshlíð 1901. Hluti fjárhellis hans við
Dranginn reyndist lekur og nýttist því verr
en skyldi. Hann sá að höggva mætti loft
hellis þessa til og veita vatni á einn stað.
Tvennt ynnist: safna mætti vatni í kerald
til drykkjar fénaði og nýtilegt húsrúm ykist.
Nágrannar höfðu illan bifur á þessari ráða-
breytni og töldu hana mundi draga dilk á
eftir sér. Gissur lét orð þeirra sem vind um
eyru þjóta, enda hann maður hins nýja tíma
sem léti engin hindurvitni hamla brýnum
framkvæmdum.
Makleg málagjöld létu ekki á sér standa.
Morgun einn lá besta snemmbæra Gissurar
dauð á bási sínum er að var komið. Þetta
þótti mönnum óræk sönnun þess að ekki
mætti hrófla við Drangnum. I sömu viku
önduðust tvö ungböm Gissurar úr land-
farsótt. Slíkt taldist litlum tíðindum sæta,
enda engin nýlunda og huldufólki óviðkom-
andi.
Á öðrum áratug þessarar aldar stóðu
bræður tveir, Rútur og Eyjólfur, fyrir stór-
búi aldurhniginna foreldra sinna á Hrútafelli
undir Eyjafjöllum. Rútur var fyrir þeim
bræðrum, enda eldri. Hann þótti mann-
vænlegur og naut hylli almennings.
Vorið 1917 réðust þeir bræður í hlöðu-
byggingu mikla. Þeir völdu henni stað inn
í hól sem mikil helgi lá á. Móður þeirra,
Sigríði Tómasdóttur, var staðarval þetta
mjög mót skapi en fékk ekki að gert. Sjálf
var hún borin og bamfædd á Hrútafelli og
hafði alið þar allan sinn aldur. Son sinn,
Rút, hafði hún heitið eftir landnámsmanni
sem búið hafði í helli skammt frá bæ henn-
ar. Ekki er Rúts þessa getið í fomum
rituðum heimildum en um hann gengu sög-
ur þar í sveit miklu ýtarlegri en sú prentaða
í Þjóðsögum Jóns Ámasonar.
Hlöðubyggingu þeirra bræðra miðaði vel,
enda gengið að af kappi. Langveggir stóðu
í fullri hæð. Þegar Rútur lagði undirstöðu
að gaflhlaði féll á hann moldarbingur. Rúti
var bjargað lemstmðum. Hann lifði við
harmkvæli nokkur dægur. Faðir minn vakti
yfir honum uns yfir lauk. Rútur vitjaði hans
í draumum næstu nætur.
Eyjólfur lét nú að orðum móður sinnár.
Hlaða þessi reis aldrei af gmnni en tóttin
stóð óhreyfð ámm saman.
Höfundurinn er fyrrum skólastjóri.
Frá leiksýningunni á Kaj Munk / Hallgrímskirkju. Frá vinstri: Reinhold Richer,
Amar Jónsson, Ragnheiður Tryggvadóttir og Jón Hjartarson.
ofstækisfyllstur — þar sem hann var. Við
hlutum að virða staðfestu hans, trú og heið-
arleika. Samhryggð okkar með Dönum og
fjölskyldu hans var sár og einlæg, þegar
okkur urðu örlög hans kunn.
Þegar þessar línur em ritaðar er ég nýbú-
inn að horfa á ævidrama Kaj Munks í
ótrúlega vel heppnaðri gerð Guðrúnar Ás-
mundsdóttur, sem leikstýrir verki sínu og
leikur eitt hlutverkið. Amar Jónsson er eins
og skapaður til þess að sýna þennan sterka
persónuleika, mikla guðsmann, ættjarðarvin
og trúarhetju. En leikritið verkar fyrst og
fremst sem heild. Allir leikaramir, og þá
ekki síst þeir yngstu, gera skyldu sína. Og
hið sama má segja um tónlistarfólkið.
Hvergi veikur hlekkur. Hér er píslarvottur
og þjóðhetja. Auðvitað ber höfundi hástig
lofsorðanna. Ég get ekki að neinu fundið.
Varð alveg huganginn.
H O R F T w A
H E 1 M 1 N N
EFTIR GABRIEL LAUB
FJANDI VOR
PAPPÍRENN
Við búum undir hlíðum pappírsfjallanna, pappírsskriður hellast
niðryfir okkur. Pappír ræður bæði innra og ytra landslagi okk-
ar. Yfirvöld, auglýsingastofur, bókaútgefendur em í pappírsstríði
við okkur. Við reynum að veijast eftir megni og tortímum á
hveijum degi öllum þeim pappír sem við getum — því annars
mundum við kafna í öllum þessum pappímm, grafast undir
flaumnum. í pappírshijáðu og pappírsmenguðu heilabúi mínu er
pappír einlægt slæmur fyrirboði: einhverslags skilningsvana ánauðar — einsog tilað-
mynda áróðursbæklinga og tiiskipana; einhvers sem bíður úrlausnar eða þá svars
— tildæmis reikningar og kröfur eða þá sendibréf; einhvers sem mnnið er kanski út
— skírteini alskonar tilaðmynda; einhvers sem þarf að lesa — þannig em bækur
og tímarit sem haugast upp; einhvers sem þyrfti að skrifa — allur þessi óskrifaði
drifhvíti pappír sem mænir biðjanöi uppá mann. Eins getur pappír líka táknað það-
sem vantar, þaðsem engin leið verður nokkumtíma að nálgast. Ég á náttúrlega
við peningaseðlana sem vitaskuld em sá eini pappír sem allir vildu nú hafa meira af.
Margoft styn ég undir fargi skrifaðs og óskrifaðs pappírs og krossbölva þá
Kínveijanum gamla sem fann upp þetta pyndingartæki. Sagan segir að hann væri
ráðherra og héti Tsæ Lún. Þetta á að hafa verið árið 105 að vom tímatali. Það
er vitaskuld haugalygi því fundist hefur pappírsskjal sem talið er sjö ámm eldra.
Enda gat það heldur ekki verið því ráðherrar hafa aldrei fundið uppá neinu —
nema vitaskuld nýjum sköttum og tollum. Það er þó allrar athygli vert að hin vísa
þjóðsaga skuli tengja uppfundningu pappírsins við þennan embættismann ríkisins.
Því — hvað hefðum við svosem að gera við pappírslausa embættismenn? Enda
þótt ég gæti líka alveg hugsað mér fomaldarskattheimtumann sem látið hefði grafa
hótanir á steintöflur og sent þær til vesælla þegna sem skulduðu ríkinu núll físka
og núll skeppur af komi. En sjálft ritverkið á þeim hótunum mundi að vísu hafa
sett sköpunarþrá embættismannsins vissar skorður. En hvorki þjóðsagan né heimild-
ir sagnfræðinga telja nokkum minnsta vafa á því að pappír hafi verið fundinn upp
í þágu embættismanna.
Pappír hefur svo marga góða kosti sem aftur hafa vondar afleiðingar fyrir okk-
ur. Hann er tiltölulega ódýr, meðfærilegur og endingargóður.. Verst er þó hversu
þolinmóður hann er. Það gerir hann að helsta næringarefni skriffinskunnar.
En hvað gagnar okkur þá pappírinn — ef horft er burtu frá þessum notum hans?
Jú, hann varðveitir hugsanir og þekkingu fyrirrennara vorra. Og hvað með það?
Ekki vom þeir spakari en við erum — þá væri öðruvísi umhorfs núna í heiminum.
Okkur finst þeir bara hafa verið spakari vegna þess að það er ekki nema partur
af hugarburði þeirra varðveittur, svolítið úrval. Annað er líka það að við lærum
aldrei neitt af þeim eldri — ekkert gagnlegt minstakosti — annars væmm við naum-
ast svona einsog við emm.
Kveðskapur og frásagnarlist var orðið háþróað löngu fyrir daga pappírsins, meir-
aðsegja fyrir daga allrar ritlistar og rúnaskriftar. Glæsileiki frásagnarlistarinnar
dofnar allur með tilkomu pappírsins — þá hættu sögur að ganga mann framaf
manni og slipast í meðfömm þeirra allra, hætt var að nota rándýrt skinn eða perga-
ment tilað skrifa á svo menn urðu kæmlausari með það sem ritað var. Frásögnum
beinlínis hrakaði. Berið gömul ævintýri samanvið obbann af því sem nútildags birtist
á prenti og þið skiljið hvað við er átt.
Pappírinn er þolinmóður og reynir líka að þvinga okkur til þolinmæði. Enda sýn-
um við flestu orðið þolinmæði, pappímum sjálfum meiraðsegja.
Pappírinn hefur orðið að forlögum okkar. Nýju miðlamir losa okkur aldrei við
pappírinn. Þeir em sjálfír um það bil níutíu og níu prósent pappír og stundum er
þaðan lítið að heyra nema skijáf í pappír.
Pappírinn er samt ekki höfuðóvinurinn, höfuðóvinurinn emm við sjálf. Gallinn
við pappír er sá að hann er í vitorði með okkur og nýtist sem vopn. Þolinmæði
hans gerir okkur kleift að skrifa sekt okkar og samviskukvalir niðrá pappír — og
birta svo hauga af pappíram með harmatölum um pappír.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. FEBRÚAR 1987 13