Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Qupperneq 14
I FEBRUARGRE I N I N BJARGVÆITUR LUNDÚNA námsárum mínum í Lundúnum 1945—47 féll ég oft í stafí yfir þeim ómetanlegu menningar- verðmætum, sem þessi fomfræga borg geymir, til dæmis í bresku söfnunum. Þá gat maður einnig valið um fyrsta flokks leiksýn- Hugmynd Hitlers var að varpa 50 þúsund V-l- sprengjum á London, 5 þúsund á mánuði. Und- irbúningurinn fór fram með ýtrustu leynd. Það var hinsvegar tæknifræð- ingurinn Michel Hol- lard, sem gerst hafði njósnari og gat á eigin spýtur gert öll þessi áform að engu. Sagan af því er næstum því of ótrúleg til að geta verið sönn — en er það samt. ingar í 40 leikhúsum miðborgarinnar, eða farið fyrir lítið gjald í Aibert Hall á haustin og hlustað þar á Benjamino Gigli, Jasha Heifetz eða einhveija heimsfræga píanó- snillinga eða hljómsveitir. Enn fremur naut ég sumarbiíðunnar í Hyde Park á sunnu- dagsmorgnum, þar sem bömin leika sér, frjáls og óþvinguð, kassaprédikaramir þmma yfír okkur um stjómmál, trúarbrögð og allt milli himins og jarðar eða ungir elsk- endur skemmta sér á bátum á Löngutjöm. Ekki grunaði mig þá, árið 1945, að senni- lega er einum einasta manni að þakka, að í þessari sögufrægu borg stendur yfírleitt steinn yfír steini. Og það var ekki einu sinni Breti, heldur franskur maður, sem á heiður- inn skilið fyrir að hafa bókstaflega bjargað Lundúnum frá gjöreyðingu. Og það er sag- an um þennan mann, Michel Hollard, sem ég ætla að rifja upp í þessari grein. En frá- sögn mín er byggð á efni bókarinnar The Man Who Saved London (Maðurinn sem bjargaði Lundúnum) eftir Georg Martelli. Þetta stórkostlega ævintýri hófst aðeins tveim árum áður en ég kom til Lundúna í fyrsta sinn, þ.e. árið 1943. Það var í október það ár, á fímmta ári heimsstyijaldarinnar síðari, að lágvaxinn en þrekinn 45 ára gamall Frakki, Michel Hollard, var í þann veginn að láumast yfír landamærin inní hið hlutlausa Sviss. Hann bar kartöflupoka um öxl, en exi í hendi. Hann leit því út fyrir að vera skógarhöggs- maður. Morgunsólin sindraði milli tijánna, þegar hann hraðaði sér leiðar sinnar, líkari ketti en manni. Hreyfíngar hans urðu að vera hins mjúkfætta kattar, því minnsti hávaði gat haft dauðann í för með sér; hér var heyrandi í holti: næm skilningarvit þýskra lögregluhunda og nasistavarðanna við landamærin. Hollard, sem var tæknifræðingur í iðn- aði, og hafði gerst njósnari til þess að hjálpa föðurlandi sínu, Frakklandi, hafði farið alls 49 sinnum yfir landamærin inní Sviss. í hvert sinn hafði hann í fórum sípurn hemað- arupplýsingar, sem áttu að komast til Englands. Hann og félagar hans höfðu sýnt legu leynilegra flugvalla nasista í Frakk- landi, fallbyssustæði við ströndina, fundið uppdrætti að kafbátastöð við Bologne og skýrt frá flutningum heilla herdeilda. Allt hafði þetta vitanlega haft mikilvæga hem- aðarþýðingu. En ekkert þessara leyndar- mála komst þó í háffkvisti við það, sem hann nú hafði í fórum sínum. Innan um kartöflumar í poka hans leynd- ust skjöl, sem ekki eingöngu áttu eftir að bjarga Lundúnum frá gjöreyðingu, heldur stytta styijöldina um marga mánuði. Holl- ard var með uppdrætti að flugtakstöðvum hinnar hræðilegu fljúgandi sprengju Hitlers, V-l. Það var hugmynd Hitlers að varpa 50.000 V-1 sprengjum á Lundúni, 5.000 á mánuði. Undirbúningur að flugtaki þeirra hafði farið fram með ýtrustu leynd. Við byggingu flug- taksstöðvanna voru aðallega notaðir hol- lenskir og pólskir verkamenn, sem ekki kunnu orð í frönsku. Og nú vom þessar flug- taksstöðvar að vera tilbúnar á yfír 100 stöðum. Og nú nálgaðist Michel Hollard, eini maðurinn úr hópi bandamanna sem þekkti þessar fyrirætlanir í smáatriðum, landa- mærin. Hann tók til fótanna. Brátt var hann kominn að gaddavírsflækjum, sem aðskildu Frakkland frá Sviss. Hann var búinn að fleygja exi sinni og poka yfír, þegar allt í einu var gripið heljartaki um hné hans, það var kjaftur gríðarstórs þýsks lögregluhunds, sem læsti sig um fót hans. Hundurinn stóð bara kyrr og hélt taki sínu. Hollard gat ekki hreyft sig. Þó vissi hann að hann varð að komast leiðar sinnar, því vitanlega hlutu mennimir, sem unnu með hundinum að vera á næstu grösum. Hann var vopnlaus. í gerfi venjulegs sveitarmanns dugði ekki að bera vopn. Slíkt hefði óðar vakið grunsemdir, ef leitað hefði verið á honum. I örvæntingu sinni litaðist hann um eftir einhveiju til þess að opna gin hundsins; og þama sá hann einmitt það, sem hann þurfti á að halda: langa sterk- lega spýtu. Hann greip hana og þiýsti henni af öllu afli niður í kokið á hundinum. Langa stund gerðist ekki neitt. En loks linaði hund- urinn takið og valt um dauður. Þegar Hollard hafði unnið sig gegnum gaddavírinn og gripið poka sinn, kom hann auga á svissneskan landamæravörð með byssu við öxl. En hann miðaði samt ekki á Hollard, heldur á tvo þýska hermenn, sem gerðu sig líklega til að skjóta Hollard. Þjóð- veijamir létu þá byssumar síga og gengu leiðar sinnar muldrandi fyrir munni sér. Og það leið ekki á löngu eftir að þessir atburðir gerðust, áður en sprengjuflugvélar bandamanna tóku að gera öflugar loftárás- ar á flugtaksstöðvar V-1 flugskeytanna. Fimm vikum síðar voru 73 þessara stöðva annað hvort gjörðeyðilagðar eða höfðu orðið fyrir svo miklum skemmdum, að þær vom ónothæfar með öllu. Þótt aðrar minni væru reistar, voru hinar stórfenglegu áætlanir nasista um það að leggja Lundúnir í rúst að engu orðnar. I stað þeirra 50.000 skeyta, sem Hitler hugðist láta rigna yfir stórborg- ina, urðu þau ekki nema 2.500. Og þau féllu ekki í lok ársins 1943, þegar þau hefðu getað ráðið úrslitum, heldur á miðju ári 1944, of fá og of seint. í endurminningum sínum, Crusade in Europe, segir Dwight D. Eisenhower: „Það er sennilegt, að hefði Þjóðveijum heppnast að fullkomna og beita þessu nýja vopni sex mánuðum fyrr en raun varð á hefði inn- rásin á meginlandið orðið ákaflega erfið, og ef til vill ókleif með öllu.“ En það sem er furðulegast í sambandi við söguna um Michel Hollard, sem varð einn af frægustu njósnurum síðari heims- styijaldarinnar, er það, að allt þetta gerði maðurinn algjörlega ótilkvaddur. Það bað hann enginn um það að gerast njósnari, og það hjálpaði honum enginn til þess. En þeg- ar hann komst yfír mikilvægar upplýsingar, þá fór hann bara yfír landamærin til Sviss. EFTIRÆVAR R.KVARAN Húsnæðislausir Lundúnabú- ar leita næturgistingnr á brautarpalli neðaqjarðar. Ástandið var hrikalegt, en hvemig hefðiþað orðið, ef Þjóðveijar hefðu óáreittir getað komið upp verkamiðj- unum fyrir flugskeytin, sem áttu endanlega aðgera útaf viðBreta. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.