Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Síða 2
A U S T A N
U M
H E 1 Ð 1
Þankabrot
um siðgæði
Skyldi það ekki í annan
stað vera vafasamur
greiði við ungt fólk að
gefa í skyn, að jafnaldrar
þeirra yfirleitt eigi sér
„marga rekkjunauta“?
Verður ekki erfiðara um
vik að varðveita sjálfan
sig á viðsjálli öld, þegar
búið er að slá því föstu,
að marglæti sé nánast
reglan, en varfærni und-
antekningin?
EFTIR SERA HEIMI
STEINSSON
kki alls fyrir löngu urðu sjónvarpsáhorfendur
aðnjótandi gagnlegrar, íslenzkrar orðræðu um
eyðni eða alnæmi. Sjúkdómur þessi fer nú
eins og hnútasvipa yfir heimsbyggðina, gerir
öllum geig og fyllir ýmsa örvæntingu.
Fróðlegt var að heyra skoðanaskiptin.
Mjög var teflt fram þeim nýju lifnaðar-
háttum, sem menn álitu, að upp þyrfti að
taka í því skyni að hindra útbreiðslu sóttar-
innar.
Allir mæltu með því, að rétt væri að
„fækka rekkjunautum". Aðeins einn lagðist
fast á þá sveif — með skírskotun til krist-
inna sjónarmiða — skera hæri upp herör
gegn lauslæti yfírleitt og brýna fyrir ungl-
ingum og öðru fólki að gæta skírlífis fyrst
og trúfesti síðar. Hinir drógu í efa áhrifa-
mátt þessa viðhorfs. Fram komu upplýsing-
ar er sýndust staðfesta þrálátan orðróm um
stórauicið marglæti íslenzkra ungmenna. í
kjölfar þess fróðleiks varpaði glaðbeittur
sjónvarpsmaður fram þeirri spumingu,
hvort ekki væri tilgangslítið að „hanga í
kristnu siðgæði", þegar rætt væri um að-
gerðir vegna þessa vanda.
Hér var málum blandað um of. Skírlífi
ungmenna og trúfesti fullorðinna við
lífsförunautinn einan er ekki sérkristinn
lífsmáti. Vissulega er kirkjan öflugur mál-
svari þessa atferils og hefúr tekið þá afstöðu
í arf úr Nýja testamenti og Gamla testa-
menti og þar með um langan veg frá
eldfomum Austurlandaþjóðum. En sama
sjónarmiðs gætir miklum mun víðar í sögu
manna, þótt ekki sé ástæða til að rekja þau
dæmi hér.
Höfuðatriðið er þó annað: Hér er um að
ræða umgengnishætti, sem virðast hafa
reynzt ótöldum kynslóðum um árþúsundir
heilsusamlegri en lausung í ástalífi. Harðvít-
ugar forskriftir gamalla og nýrra trúar-
bragða um þetta efni rekja rætur til
heilbrigðrar skynsemi og hversdagslegra
athugana á afleiðíngum mismunandi hegð-
unar. Eflaust ber fleira til og má nefna
eignarrétt, mannaforráð og aðra umdeilda
hluti. En það fer varla milli mála, að fyrir-
mæli á borð við „þú skalt ekki drýgja hór“
eru öðrum þræði liður í heilsugæzlu fyrri
tíðar manna. Síðan var málinu skotið til
guðdómsins í því skyni að gefa boðorðinu
tilskilinn þunga. Mönnum var tamast að
klæða hugsanir sínar í trúarlegan búning.
En þau skartklæði eru hér aukaatriði, heil-
brigð skynsemi og endurtekin reynsla aftur
á móti meginmál.
Spyrillinn, sem þama á dögunum vildi
gera léttahald úr „kristnu siðgæði", var í
raun og veru að vega að hvoru tveggja,
heilbrigðri skynsemi og röklegum ályktun-
um, er draga má af athugunum horfinna
kynslóða, en þó einnig og umfram allt af
öldungis nýrri og næsta harkalegri reynslu
nútímamanna. Hnýtt var í „kristið siðgæði"
í framhjáhlaupi. En satt að segja var með
öllu óþarft að draga það hugtak inn í um-
ræðuna. Nema menn búi yfir sanngimi til
að viðurkenna, að í þessu tilviki sem oftar
haldast kristið siðgæði og heilbrigð skyn-
semi í hendur.
Stefnufestu er þörf
Framanskráðar upplýsingar um ungling-
ana okkar em mál fyrir sig. í fyrsta lagi
gæti sannleiksgildi þeirra verið vafasamt.
Ungmenni hafa reyndar ætíð þreifað fyrir
sér á ýmsa vegu í þessum sökum. Þar með
er þó engan veginn sagt, að eitt gangi yfir
alla eða að æskufólk upp til hópa sé lauslát-
ara nú en löngum fyrr. Skyldu menn ekki
vera sumir léttúðugir og aðrir skírlífir á
þeim bæ um þessar mundir rétt eins og
forðum?
Skyldi það ekki í annan stað vera vafa-
samur greiði við ungt fólk að gefa í skyn,
að jafnaldrar þeirra jrfírleitt eigi sér „marga
rekkjunauta“? Verður ekki erfiðara um vik
að varðveita sjálfan sig á víðsjálli öld, þegar
búið er að slá því föstu, að marglæti sé
nánast reglan, en varfæmi undantekningin?
í nefndri sjónvarpsumræðu kom m.a.
fram sú tillaga, að gerð yrði nákvæm út-
tekt á hegðun Islendinga í kynferðislegum
efnum. Síðan mætti byggja hollráð og fyrir-
mæli á niðurstöðum úttektarinnar. Tilefni
þessarar ábendingar virtist m.a. vera vafa-
samt háttemi æskufólks, en jafnframt sá
grunur, að víða væri pottur brotinn varð-
andi sjálfsaga kynjanna á öllum aldri.
Þessi tillaga vekur spoumingar: Hvemig
geta kannanir á framferði fólks breytt þeirri
grundvallarstaðreynd, að skírlífi ógiftra og
trúfesti kvæntra eru áhrifamestu vamimar
gegn útbreiðslu alnæmis og reyndar ýmissa
annarra sjúkdóma? Hvers vegna þarf að
varpa auðráðinni gátu í þá deiglu álitamála
og afstæðra sjónarmiða, sem könnun á
sundurleitri háttsemi fjölmennis ævinlega
hefur að geyma? Er ekki líklegra til árang-
urs, að heilbrigðisyfírvöld móti skýra stefnu
á grundvelli þess, sem þau vita vænlegast
til heilsuvemdar, standi síðan við þá stefnu
og reki undanbragðalausan áróður fyrir
henni?
Erum við orðin svo lémagna andspænis
hvikulum almannarómi, að við ekki áræðum
að taka af skarið um efni, sem varðar líf
og dauða? Þarf alltaf að bíða eftir því, að
í ljós komi, hvemig meirihlutinn fer að?
Ættu aðgerðir e.t.v. einnig að miðast við
vil meirihlutans og dul, þótt það kæmi í Ijós,
að meirihlutinn væri á háskalegum villigöt-
um?
Heilbrigðisyfirvöld hafa nú þegar staðið
vel að þessu máli, svo langt sem viðbrögð
þeirra ná. Þeim er óhætt að halda fram
stefnunni og herða róðurinn. Heilbrigðisyfir-
völd róa ei ein á báti. Þau þurfa ekki að
óttast að verða rödd hrópandans í eyðimörk-
inni. Landsmenn standa með þeim og vænta
öflugrar forystu þeirra. Heilbrigðisyfirvöld
eiga vísan fyllsta stuðning skólanna. Þau
munu áreiðanlega njóta liðveizlu kirkjunnar,
ef farið verður að framangreindum reglum
heilbrigðrar skjmsemi. Heilbrigðisyfírvöld
geta krafizt þess, að ríkisfjölmiðlunum verði
beitt til hins ýtrasta. Hér er margs góðs
að vænta, ef menn vilja fylkja liði til bar-
áttu og móta hugarfar alþjóðar og hegðun.
Umburðarlyndi og- tillitssemi
Með þessum orðum er ekki verið að
hvetja til neins konar þvingunaraðgerða eða
miskunnarleysis. Hér er um að ræða flókin
mál, sem ekki verða leyst í skjótri svipan
og leysast vissulega aldrei að fullu. Hroll-
vekjuáróður ber að forðast, svo og dómgimi
í garð einstaklinga. Mikilvægt er að gera
sér ljóst, að grundvallarmunur er á stefnu-
festu almennt og aðgangshörku við einstaka
menn.
Reyndar er ævinlega auðveldara að sýna
umburðarlyndi og tillitssemi í hveiju tilviki
um sig, þegar heildarstefnan er ljós og henni
skilmerkilega á lofti haldið.
Hitt er alkunna, að í þeim efnum, sem
hér hafa verið rædd, þjóna menn kærleiks-
boðorðinu bezt með því að fella ástalífið í
þann farveg, er ekki verður einstaklingnum
sjálfum og öðrum til óbætanlegs tjóns. Og
kærleiksboðorðið er grundvöllur siðgæðis
almennt og þess_ kristna siðgæðis, sem er
hluti af arfleifð íslendinga.
Höfundur er prestur og þjóðgarðsvörður
á Þingvöllum.