Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Síða 4
s u Ð U R M E Ð S J O Höfiiðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur þess í Krýsuvík var Maríu- kirkja og með hjáleigum sínum var jörðin sérstök kirkjusókn. Nú er fátt til minja um þessa byggð nema greinilegar rústir á stöku stað, svo sem á Vigdísarvöllum EFTIR ÓLAF E. EINARSSON Krýsuvíkurkirkja var endurbyggð og endurvígð 1964 og lítur svona út núna. Á gólfi er timburhlaði oggetur kirkjan ekki tahzt hæf tilþess aðmessað væri íhenni. Hún ermeðal minnstu kirkna Iandsins, 4,20x6,80m að flatarmáli ogmjög lág undirloft. Kirkjuna byggði Beinteinn Stefánsson, sem bjó að Læk í Krýsuvíkursókn árið 1857. Hún erþví 130 ára. Aríð 1929 var hún lögð niður sem helgidómur og um tímanotuð tilíbúðar. Eftir 1950 vaknaði áhugi á endurgerð kirkjunnar, sem orðin varhröríeg. Það verk vann dóttursonur Beinteins kirkjusmiðs, Sigurbent G. Gíslason trésmiður. Sveinn Björnsson listmálarí ersá sem helzt dvelur langdvölum íKrýsuvík núna, þvíhann hefurþar vinnustofu oglíkar velkyrrðin og einveran. Sveinn stendur hérá rústum bæjarins, en á málverkinu eru ýmsar hulduverur, sem Sveinn veitaf ínánd við Kleifarvatnið. Honum líkar sú sambúð vel ogþykirgott aðfá sér göngutúra í blekmyrkri á vetrarkvöldum. Svo segir í fornum ritum, að Grindavík eða Grindavíkursókn, takmarkist að vestanverðu af Valarhnúk á Reykjanesi, sem aðskilur bæði land og reka Hafna og Grindavíkur en að austan- verðu Selatangar, stuttur tangi í sjó fram vestan við Krýsuvíkurberg. Á Selatöngum er klett- ur nokkur, bergdrangur kallaður Dagon, og aðskilur hann bæði land og reka Grindavík- ur og Krýsuvíkur að austanverðu. Þótt ofangreind landamerkjalýsing sé tekin upp úr riti síra Geirs Bachmann frá 1840, veit ég ekki betur en að landamerki Grindavíkur eða Grindavíkursóknar að aust- anverðu séu þar sem jarðimar Krýsuvík og Herdísarvík mætast og þótt Hafnarfjarðar- bær hafi á árunum um 1930 fest kaup á Kiýsuvíkinni, tilheyrir hún eigi að síður Grindavík landfræðilega enn í dag. Maríukirkja í embættisbókum Gullbringusýslu er landamerlq'um Krýsuvíkur lýst þannig: „Maríukirkja í Krýsuvík í Gullbringusýslu á samkvæmt máldögum og öðrum skilríkjum heimaland allt, jörðina Herdísarvík í Ámes- sýslu og ítök, er síðar greina. Landamerki Krýsuvíkur eru: 1. Að vestan: Sjónhending úr Dagon (Raufarkletti), sem er klettur við flæð- armál á Selatöngum í Trölladyngju- Qallrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi, þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindrang við_ Búðarvatnssvæði. 2. Að norðan: Úr Markhelluhól, sjón- hending norðanvert við Pjallið Eina, í Melrakkagil (Markrakkagil) í Undir- hlíðum og þaðan sama sjónhending að vestur-mörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Ámes- sýslu. 3. Að austan: Samþykkt og þinglýst vest- urmörk Herdísarvíkur, sjónhending úr Kóngsfelli, sem er lág, mosavaxin eld- borg umhverfís djúpan gíg, á hægri hönd við þjóðveginn, úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum í Seljabótamef, klett við sjó fram. 4. Að sunnan: nær landið allt að sjó.“ Þessu næst em talin ítök þau, sem kirkj- an á og loks „ítök sem aðrir eiga í landi kirkjunnar". í jarðabók sinni geta þeir Ámi Magnús- son og Páll Vídalín þess, að ágreiningur nokkur sé um landamerki milli Krýsuvíkur og ísólfsskála, en ekki skýra þeir neitt frá því, um hvað sá ágreiningur sé. Báðar þess- ar jarðir eru þá (1703) í eigu dómkirkjunnar í Skálholti. I máldögum og öðrum skjölum, sem rituð eru löngu fyrir daga þeirra Páls og Áma, er svo sagt, að hraundrangurinn, eða klett- urinn Dagon (Raufarklettur), sé landamerki og þá auðvitað fjörumerki millum jarða þess- ara, en hitt mun lengi hafa orkað tvímælis hvor af tveim brimsorfnum hraundröngum sem standa í flæðarmáli á Selatöngum, sé Dagon (Raufarklettur). Og eigi eru enn full 50 ár liðin (árið 1897) síðan þras varð nokkurt og málaferli risu út af því, hvor þessara tveggja kletta væri Dagon. Um þetta mál sýndist sitt hveijum og mun svo enn vera. Vísast um þetta mál í bækur Gullbringusýslu. Á korti herforingjaráðsins danska er Dagon sýndur mjög greinilega, en hér kem- ur til greina, — eins og reyndar víða annars staðar, — hversu ömggar heimildir þeirra mælingamannanna hafi verið. Bilið millum hinna tveggja hraundranga, eða fjöruræma sú, sem deilumar hafa verið um, mun eigi lengra en það, að meðalstóran hval getur fest þar. Nakin Fjöll Og Hraunbreiður Ummál Krýsuvíkurlandareignar er milli 60 og 70 km, en flatarmálið eitthvað á þriðja hundrað ferkm. Er stórmikill hluti af þessu víða flæmi ýmist ber og nakin fjöll og smáar og stijálar grasteygingar upp í rætumar, eða þá víðáttumiklar hraunbreið- ur, þar sem sáralítinn gróður er að fínna, annan en grámosa gnógann og svo lyng á stöku stað. Aðalgraslendið í landareigninni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.