Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Síða 10
AiUá fullu í Víðistaðakirkju: Rafstýrður vimiupallur er hérniðriá gólfi, á bak viðhann stendurlistamaðurinn, aðstoðarmaðurinn OrriÁmason bland-
arefni, en tii hægri stendur múrarinn, Haraldur Ingvarsson.
stórar, miðað við fjarlægðina sem gefst inn-
an úr kirkjunni. Þær mega ekki vera
risastórar; þá verða þær yfirþyrmandi og
njóta sín ekki frá svo nálægu sjónarhomi.
Miðað við stærðina á Víðistaðakirkju gat
ég stækkað fígúrumar á myndunum um það
bil um þriðjung; þær eru upp í 2,4om á
hæð. Það er vona ég hóflegt þegar þess er
gætt, að veggimir eru allt uppí 6 metrar á
hæð. Annað atriði, sem maður verður að
hafa í huga strax frá upphafi er það, að
þótt verkið sé unnið í lítið eitt aðskildum
hlutum^ verður það að mynda góða sam-
fellu. Olíkt því sem gerist í venjulegri
myndsköpun, er alls ekki hafður neinn ein-
stakur áherzlupunktur, sem yfirgnæfir hitt
og tekur athyglina. Það er látinn rílqa jöfn-
uður og jafnvægi milli allra myndhlutanna.
Hitavandamálið var leyst með kröftugum
hitablásumm og hitastilli og auk þess var
kirkjuskipið sjálft hólfað niður svo rúmtakið
minnkaði, sem hita þurfti upp. Þegar mynd-
in blasir við kirlq'ugestum á veggjunum,
sést ekki hvað það er flókið mál, sem býr
að baki. Meðal annars það, að hér þurftum
við að þvo og þurrka 12 tonn af sandi.
Þurrkunarhitinn nýttist um leið til upphitun-
ar í kirkjunni.
Það er gmndvallaratriði, að sandurinn
sé tandurhreinn, því annars tollir kalkið
ekki við hann. Það tollir heldur ekki við
hann rakan, svo þessvegna þarf þurrkun
að koma til. Eina nótt bilaði vatnsleiðsla,
vatn fór á rafmagnstöfluna og þegar raf-
maguið fór, kólnaði hluti af mynd, sem ég
hafði málað daginn áður og varð ónýt. Það
bjargaði mér hreinlega hvað ég hafði ein-
muna góðan múrara og einnig frábæran
jámiðnaðarmann, sem leysti ákveðin vanda-
mál með hugviti sínu. Aftur á móti átti ég
af eðlilegum ástæðum ekki kost á vönum
aðstoðarmönnum, svo verulegur tími fór í
að kenna þeim ýmislegt og láta þá gera
tilraunir. Það var líka tæknilegt vandamál
að láta blásturinn lenda jafnt á svo stóra
veggfleti og það kom jafnvel fyrir, að of-
þomun yrði vandamál.
Eftir að verkið var komið í gang, málaði
ég frá tveimur og allt uppí átta fermetra á
dag; sá munur ræðst af því hvort um er
að ræða figúrur eða forgrunn og baksvið.
Það flýtti mjög fyrir verkinu, að hægt var
að nota ýmis nútíma tæknibrögð; til dæm-
is rafmagnslyftara, sem ég stóð í við að
mála og gerði mér kleift að mála alltaf í
axlarhæð, sem er þægilegast, í stað þess
að þurfa að bogra eða mála upp fyrir sig.
Lyftaranum er stjómað af gólfinu og hann
gerir alla stillansa óþarfa. Án hans hefði
þetta tekið tvöfalt lengri tíma. Múrarinn
gat verið með mér í lyftaranum og það var
jafh þægilegt fyrir hann. Hann múrar tiltek-
inn flöt um það bil 2o mínútum áður en
málað er.
Eitt af því sem ég rannsakaði í Mexíkó,
er sá öryggisbúnaður, sem menn hafa við-
haftþargagnvartjarðskjálftum. Sá búnaður
felst í aðalatriðum í því, að búinn er til sér-
stakur veggur undir freskuna og getur hann
Málað í blautt kalkið.
fjaðrað bæði frá gólfi og bakveggnum. Við
leystum málið á sama hátt að viðbættu
okkar eigin hugviti, sem fólst í því, að við
notuðum mótorpúða sem fjöðrunarbúnað.
Myndirnar eru „fljótandi" ef svo mætti
segja; fjaðra upp og niður á mótorpúðunum
og á sama hátt frá bakveggnum; þar er
10-15cm bil á milli. Utan um hvem mynd-
hluta er jámrammi, en á bakhlið hans eru
settir stálmöskvar, sem múrað er á, og einn-
ig í miðju múrsins. Á það er forskalað svo
þessi samloka verður um 3cm á þykkt.
„Ég var lengi að velta fyrir mér myndefh-
inu og vildi forðast, að verkið yrði of sætt
eða væmið eins og því miður á sér stundum
stað þegar kirlq'ulist er annarsvegar.. En
umfram allt vildi ég láta verkið verða mal-
erískt. Hér er ekki verið að tjalda til einnar
nætur. Þetta getur orðið fyrir almennings
augum eftir mörg hundrað ár og þessvegna
er eins gott að forðast tízkubólur og tímarita-
list. Maður verður að vera einlægur, bera
virðingu fyrir verkefninu og þeim, sem nota
munu kirkjuna í gleði og sorg.
Samt verð ég að styðjast við nútímann;
vera maður míns tíma, - en um leið hafinn
yfir tímann eins og trúin er. Það er í myndinni
sem beinlínis heyrir nútímanum til er
flóttafólk, hryðjuverkamaður, hungursneyð
hjá þeim sem minnst mega sín, þjóðarmorð,
- en á hinn bóginn samhjálp, hjáiparstarf
meðal fátækra þjóða, sem er árangur af tvö
þúsund ára Kristni og hennar siðfræði.
Forgrunnurinn, þar sem fígúrurnar
standa, er undir áhrifum frá íslandi, - og
allsstaðar sést í hafið , sem er íslenzkt líka,
meira að segja veðrið er íslenzkt. Sumar
fígúramar era teknar úr nánasta umhverfi;
einn og einn maður þekkist, sumir þeirra
lifandi en aðrir dánir. Af ásettu ráði era
fígúramar ekki látnar gefa hugmynd um
hreyfingu; þær era kyrrstæðar og látnar
mynda samstæður, en víða renna form
þeirra saman.
Heildarformin á myndflötunum breyttust
ekki frá fyrstu hugmyndunum. En það var
aftur á móti vafamál, hvort maður ætti að
útfæra andlit í smáatriðum, eða mála þau
aðeins sem form. Frá frammyndinni gerði
ég þá breytingu helzta, að öll myndin er í
dekkri litaskala. Það gerði ég til þess að
undirstrika mystíkina. Ég held að það sé
engin trú án dulhyggju og engin dulhyggja
án trúar. Myndefnið sjálft er inntak Fjall-
ræðunnar, - en ekki beint Kristur að flytja
ræðuna. Að vísu kemur Kristur fyrir í mynd-
inni; hann er fyrir miðju altari, miðpunktur
myndarinnar án þess að heimta sérstaka
athygli og stendur þar sem höfundur eða
ræðumaður. Það era hinsvegar orð hans,
sem telja má inntak myndarinnar. Lengst
til vinstri eru ofsóttir, síðan hófsamir, þá
friðflytjendur, fátækir, hungraðir, sorgbitn-
ir, hjartahreinir og lengst til hægri era
misskunnsamir. Þar er m.a. móðir Teresa
og rauðakrossfólk við hjálparstarf. Það var
eins og að líkum lætur heilmikil pæling að
komast að niðurstöðu um sjálft inntak
myndarinnar. Þegar sú niðurstaða lá fyrir,
sendi ég sóknamefnd Víðistaðakirkju grein-
argerð, sem hljóðar svo:
„Á byijunarstigi var ég með þá hugmynd
að nota trúaijátninguna sem þema. Það sem
mælti með því vora hinir myndrænu mögu-
leikar, sem samspil himins og jarðar, föður
og sonar ásamt upprisu dauðra, buðu uppá.
Fljótt varð ég þess áskynja, að þetta þema
var í raun texti kirkjulegrar ortodoxíu eða
samþjöppunar kristinnar trúar. Mig vantaði
inní lifandi trú, þ.e.a.s. siðfræði mannsins
í trú og athöfnum.
Innblásturinn kom ekki til mín með
vængjuðum sendiboða guðs heldur eftir
langar viðræður og vökunótt með vini
mínum Bimi Sigurðssyni, Stefánssonar
vígslubiskups frá Möðravöllum.
Ef mögulegt væri að túlka innihald fjall-
ræðunnar, þ.e.a.s. sæluboðorðin, væri
markmiðinu náð að lýsa trúnni í verki og
athöfnum mannanna.
Ljósið var tendrað.
I tileinkunnarorðum (Lk.l og 1-5) sem
Lúkas guðspjallamaður notar í upphafí síns
guðspjalls, segir hann við Theofílus, að þar
sem guðspjallið sé byggt á nákvæmri vitn-
eskju um atburðarrásina, telur hann að
sannleikurinn komi í ljós á ótvíræðan hátt.
Lúkasar guðspjall er að mínum dómi
byggt á breiðari grandvelli en jafnvel Matt-
heusar. Sérkenni Lúkasarguðspjalls eiga
rætur í persónuleika Lúkasar, sem er ríkur
af trúarlegum anda og húmanistískri af-
stöðu. Mér er Ijóst hversu sterka áherslu
hann leggur á ákveðna mannlega kosti svo
sem göfugleika, gæsku, miskunn, örlæti og
fyrirgefningu. Hann kynnir okkur fyrir
meistaranum góða, lausnaranum Kristi, sem
í dýrð sinni gefur postulunum heilagan anda
og sendir þá til allra þjóða til að útbreiða
boðskapinn og fyrirgefningu syndanna.
Vegna alls þessa vel ég hann sem uppi-
stöðu skreytingarinnar í Víðistaðakirkju, en
samt sem áður formsins vegna og vegna
siðvenju mun ég nota sæluboðorðin úr Matt-
heusar guðspjalli eins og þau era rituð í
handbók íslensku kirkjunnar, sem gefín er
út af kirkjuráði samkvæmt ákvörðun presta-
stefnu og kirkjuþings 1980.
En með afstöðu Lúkasar eins og fram
kemur í (Lk.6, 20-49) þar sem boðorðin era
ekki loforð heldur boðun.
Áherslu legg ég á sérkenni þessa guð-
spjalls um ástina í lífi kristinna manna.
Ekki „Eros“, hina holdlegu né „Philia", hina
jarðnesku, heldur „Agape“, hina göfugu
ást, sem er staðföst og sýnd í verki með
áhuga á hinni sönnu velmegun annarra, sem
hörfar ekki undan hatri, bölvun né ágengni
og takmarkast ekki af eigin hagsmunum.
Byggist eingöngu á guðs anda og á mis-
kunnsemi hans.
Möguleikar til að nota manninn (mann,
konu, bam) á mismunandi æviskeiði og á
ótímasettan hátt, þ.e.a.s. án staðsetningar
í hinni eilífu rás tímans, eru margir. Tákn
í formi þekkjanlegra, dæmigerðra persóna
og margvíslegra athafna þeirra.
Ég sé fyrir mér einhverskonar heildar-
mynd, sem grandvallast á þætti trúarinnar
í mannkyninu og í hinum kristilega anda.
Því óska ég eftir samþykki fyrir því að
samkvæmt þessu þema sem skýrt hefur
verið á undan, megi ég hefjast handa við
frumskissur að verkinu, þar sem ég mun
leitast við að ná sem breiðastri og áhrifarík-
astri lýsingu bæði á fysisku og metafysisku
plani."
Gísli sigurðsson