Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Side 11
gaifrr
~jh # Tp
^ fW* ■ /*■': ljl|L
rv) 1 i 1
ÆVIIMTÝRI
ÁGÖIMGUFÖR
SMÁSAGA EFTIRINGU BIRNU JÓNSDÓTTUR
að var á Jónsmessunni
að svartur Fiat 1600 ók
úr höfuðborginni austur
fyrir fjall. Veður var
fagurt og bflstjórinn,
ítölsk donsjúantípa með
tinnusvart hár, augu og
yfirvaraskegg og arabískt nef, klæddur
talnabandi og hvítum frakka, reykti vind-
il í tilefni dagsins.
í speglinum sá hann þrjú yndisleg
bamaandlit upp af sunnudagafötunum,
botnlausa eftirvæntingu í kringlóttum
augum barmafullum trúnaðartrausts.
Mamma þeirra hafði yfirgefið þau — og
hann.
Að baki þeim gnæfði Esjan án þess að
breyta um svip þrátt fyrir þeysireið hans
inn í draum veruleikans, eins og hún
mundi elta hann hvert sem væri. Hann
hafði búið sér til ævintýri og fór nú að
vitja þess.
Þau mundu standa í Eden, eða hjá
Mikkelsen, þar sem er api, lifandi api og
fuglar og svoleiðis fyrir böm. Hann ætl-
aði að kaupa — ja, hvað átti hann annars
að kaupa? — rósir? — nei, þá mundi prót-
estantinn Stefán Steffens draga ályktanir.
Það var eiginmaður hennar. Sumarblóm?
— Já, sumarblóm skyldu það vera — eitt
eða tvö búnt. Hann var með pakka af
reykelsi í vasanum og það mundi fylgja.
Þegar hægt yrði að slíta bömin frá apan-
um mundi hann aka rólega og yfírvegað
austur fyrir Selfoss, áleiðis til þorpsins
hennar. Hann þóttist viss um, að á þessu
augnabliki stæði hún við eldavélina og
bragðaði á ljúffengum réttum upp úr
„Alt for dameme". Hún hafði boðið honum
að koma með bömin í mat. Vonandi kynni
hún að elda. Sú kona sem ekki kann að
setja sál sína í mat er ekki skóþvengs-
virði. Hann fengi sveppasúpu með
þumalfíngursstórum sveppum í og þeytt-
um ijóma, kringlótt volg rúnnstykki og
svuntustóra drifhvíta tauservjettu með
fangamarkinu hennar. Aðalrétturinn yrði
lungamjúkur nautageiri, rauður innst með
gráðosti ofan á og ekta íslensku smöri,
hrásteiktar kartöflur og steinselja. Hún
mundi ekki rétta yfír borðið og segja „fáð-
ér“ heldur bera honum fatið á vinstri hlið
og snerta hann laust svo að það hríslaðist
um hann þveran og endilangan. í eftirmat
yrði triflé með makkarónukökum og
sherrybotni, en hann yrði því miður — þó
ofboð kæruleysislega, að afþakka koníak-
ið með kaffínu. Vín var honum forboðin
nautn, en vindil — jú takk og hvem blá-
munstraðan mokkabollann á fætur öðmm.
Bömin yrðu send út í garð og prótestant-
inn, maðurinn hennar, yrði skyndilega
burtkallaður til að segja frá óvæntu dauðs-
falli, eða til að skíra. Þá yrðu þau loksins
tvö ein.
Fíattinn þræddi allar beygjur á heiðinni
eins og hann kynni þær utanað. Bömin
horfðu á berangrið í kring og fjöll með
áletrunum. Þau vildu fara upp til að rífa
burt mosann og skrifa nöfn sín í fjallið.
Hann benti þeim á að það gerði maður
ekki í lakkskóm og sunnudagafötum.
„Seinna," sagði hann annars hugar og
strauk skeggið.
„Pabbi,“ sagði sá elsti, fínlegur og gáfu-
legur piltur. „Af hverju eru engir hestar
í þessari sveit?"
Þessu var auðsvarað: „Af því að hér
er ekkert gras.“
Þau óku Svínahraun og hann hafði
ekki fyrr sleppt við þau nafninu en spurt
var:
„Pabbi, hvar eru öll svínin?"
„Þau eru löngu dauð — öllsömul löngu
dauð.“
Þau þögðu og hann gat haldið áfram
með ævintýrið. Þau voru loksins orðin ein
í stofunni hennar. Ekkert augnablik fór
til ónýtis. Það gat tekið langan tíma að
tilkynna dauðsfall, eða skíra bam. Verst
með þennan skýjabakka framundan f
Kömbunum. Sjoppan við beygjuna var
eins og vin í eyðimörk.
„Pabbi," sagði sá í miðið, „ég er þyrst-
ur.“
Hann sveigði upp að gatinu og rétti
út höndina með fímm þúsund króna seðli
í: „4 kók, fjögur lakkrísrör, kaupa flösk-
umar. Einn pakka af Lindusúkkulaði.“
Hönd kom út úr gatinu með kókið og
sælgætið og tók seðilinn, svo kom afgang-
urinn. Húðin á höndinni var eins og snjáð
leður á stól. Hann vissi ekki hvort þetta
var karlmanns- eða kvenmannshönd, sá
ekkert andlit.
Fíattinn tók viðbragð og geystist fram.
Hann fékk hitasviðastingi upg með læmn-
um innanverðum og gaf í. Atti hann að
fara þrengslin? — Æ, nei, miklu tígulegra
að aka niður Kamba, niður á flatneslq’una
eins og komandi á fljúgandi teppi ofan
úr skýjunum — eitthvað mýstiskt við það,
dularfullt.
Öll voru þau dreymandi á svip með
lakkrísrör lafandi niður í kókflöskumar
sem þau ríghéldu um því að það var bann-
að hella niður í Fíattinn hans pabba. Litla
stúlkan hans átti til að detta út úr um-
hverfínu og gleyma sér í eigin veröld, sem
enginn skynjaði eða vissi neitt um nema
hún. Þá var sem örþunnar persneskar
silkirúllugardínur væm dregnar fyrir augu
hennar.
„Hilda,“ sagði hann og leit í spegilinn.
„Hilda mín, halló.“
Hún breytti ekki um svip. Best að láta
hana eiga sig. Gott að eiga prívat í sjálfri
sér, makalaust gott. Þegar hann var á
leið inn í sitt eigið hugarprívat aftur kom
rauð rúta í flasið á honum. Fíattinn hent-
ist til hliðar eins og hundur sem bítur í
dekk, en hékk á veginum og náði sér á
strik. Þama munaði mjóu. Heilagur Bem-
harður, vemdari ferðamanna, hentist
niður á gólf. Hann var úr gifsi. Ef eitt-
hvað hafði komið fyrir heilagan Bemharð
þegar hann valt niður á gólf og undir
sætið þýddi það misheppnaða ferð. Þá
mundi hann engu mæta nema óláni á ólán
ofan. Hann lagði bílnum úti í kanti og
snaraðist út. Heilagur Bemharður var
hvergi sjáanlegur. Hann hlaut að hafa
skoppað undir sætin eða rúllað afturí. Það
var of hættulegt að hleypa bömunum út
hér í miðjum Kömbum. Hann yrði að leita
betur í Hveragerði.
A leið hans niður á sléttuna átti sál
hans eintal við guð sinn. Guð sagði honum
að hugsa ráð sitt.
„Er ekki lítil stúlka í aftursætinu hjá
þér?“ spurði Guð.
Jú. Hef ég kannski ekki hugsað vel um
hana?“ spurði faðirinn.
„Jú, það máttu eiga,“ sagði Guð, „en
gættu að því hvað þú gerir. Viltu að hún
sjái þig drýgja synd? Viltu að hún læri
af foður sínum að vera billeg gás?“
„Eg hef þegar syndgað í hjarta mínu
með þessari konu,“ sagði faðir litlu stúlk-
unnar.
„Hugsaðu hvað þú gerir á sjálfum
hvíldardeginum,“ sagði Guð.
„Fyrirgefningin er æðst allra dyggða,"
sagði faðirinn.
„Þér verður fyrirgefíð ef þú iðrast,"
sagði Guð.
„Það er erfitt að vera faðir lítillar
stúlku," sagði faðirinn eins og hann væri
að biðja um hlaupareikning út á það.
„Kenndu henndi að vera óvinnandi vígi
sem réttur maður verður að þreyta sjö
raunir til að ná á sitt vald.“
„Jesús guð,“ sagði donsjúan og strauk
svitann af enninu. „Heilagur Bemharður,
hví ferðu svona með mig?“
Þokan sem hann hafði séð í fjarska var
nú komin vestur fyrir Ingólfsijall. Allt var
grátt framundan. Hann skipti í annan og
sveigði inn í þorpið og lagði bílnum fyrir
framan hjá Mikkelsen svo að bömin gætu
fengið að sjá apann og fuglana. Sjálfur
bograði hann undir sætin og leitaði á
gólfínu uns hann fann heilagan Bemharð
í tveimur hlutum, höfuðið af.
„Ó, heilagur Bemharður," stundi hann.
„Fyrirgefðu mér syndsamlegar hugsanir
mínar á leiðinni hingað og taktu mig aft-
ur í náð. Ég fæ lím hjá Mikkelsen og
þegar höfuðið er komið á þig aftur held-
urðu áfram að vemda mig og bömin. Ég
lofa því að fara ekki austur fyrir Selfoss.
Ég fer ekki feti nær konunni þótt hún sé
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. MARZ 1987 1