Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Page 12
I HWíi~nici inwH'r—wriiniimi miiiwiwiwmiwiMwi)ii >wii|i imiiiiiiii imi wiwiwiiii í gift syndugum mótmælanda sem á allt annað skilið en það að fá að eiga svo fagra konu ... Afgreiðslustúlkan fann handa honum límtúbu og hjálpaði honum að setja höfuð- ið á heilagan Bemharð. „Þakka yður fyrir," sagði hann hrærð- ur. , Hann keypti ódýrt grænmeti, tómata og gúrkur og gaf bömunum banana. Það voru hamingjusöm böm sem óku með föð- ur sínum upp Kamba. „Pabbi,“ spurði elsti sonurinn. „Fórstu í messu áðan á meðan við vorum að leika við apana?“ „Nei, sonur sæll, af hveiju heldurðu það?“ „Þú ert alveg eins á svipinn og þegar þú ert búinn að vera í messu." Draumur veruleikans var horfínn. Nú var hann aftur orðinn alvöruþrunginn kaþólikki. Hann þyrfti að skrifta eins fljótt •f og mögulegt væri. Huglægar syndir sínar þyrfti hann að þvo af sér. I hvert sinn sem hann slappaði af við stýrið og lét hugann reika ásótti hver saurlífíshugsunin hann á fætur annarri. Einlífíð er hættulegt, hugsaði hann og nærgætinn og kær- leiksríkur skriftafaðir er meira virði en sjálf Kleopatra. Hann setti vinnukonumar í gang og ók hægt upp fjallið. Hveragerði hvarf smám saman í skuggann að baki þeim svo að enn betur kom í ljós að aldingarður- inn var á mörkum hins byggilega heims. Bömin voru horfín inn í þögnina. Heilagur Bemharður, vemdari ferðamanna, stóð > traustum fótum á mælaborði bflsins. „Þakka þér Guð minn,“ sagði donsjúan • hálfhátt," að ég komst aftur inn á veg dyggðarinnar." Ekki hafði hann fýrr mælt svo en sprakk á afturhjóli bifreiðarinnar. „Hver andskotinn," hrópaði hann, þegar bfllinn skældist út í kantinn. Hann kunni ekki einu sinni að skipta um dekk og var í hvítri skyrtu. „Heilagur Bemharður, hvað meinarðu með þessu? Ertu að hefna þín?“ spurði hann og leit ásökunaraugum á líkneskið á mælaborðinu. Við það að brotna hafði styttan skekkst svolítið þannig að nú var engu líkara en heilagur Bemaharður hall- aði undir flatt og segir: „Þér er nær. Þú með þínar syndsamlegu hugsanir undir því yfírskyni að þú sért að fara með böm- in í ökuferð." Hann fór út úr bflnum og skoðaði dekk- ið. Það var samankiesst og rauk meira að segja úr því. Það var einmitt þá sem freistarinn kom akandi á rauðum Bronco. „Er eitthvað að hjá þér?“ spurði snaggara- legur bflstjóri. „Að?“ donsjúan strauk skeggið. „Að? Nei, ja, það er bara sprung- ið.“ „Eru með varadekk?" spurði freistarinn. „Varadekk? Ha? Ég veit það ekki. Ég hef aldrei þurft að skipta um dekk.“ Þeir aðgættu í skottinu, en þar var ekkert dekk. Þeir leituðu undir farangurs- geymslunni án árangurs. Bömin horfðu stómm áhyggjufullum augum á föður sinn. „Hvert eruð þið að fara?“ „Fara? Fara?“ endurtók faðirinn. „Við ætluðum í heimsókn austur fyrir Selfoss, en...“ „Allt í lagi,“ sagði þessi ókunnugi mað- ur. „Þið getið fengið far með mér. Ég er að fara austur fyrir Selfoss." Faðirinn leit á bömin og dekkið og heilagan Bemharð sem hallaði undir flatt. „Þakka þér fyrir. Það er vel boðið,“ sagði hann. Þau skiptu um bfl og aftur var haldið í austurátt. Heilagur Bemharður horfði á eftir þeim og gætti svarta Fíattsins hans pabba. Höfundurinn er fyrrum formaöur Menntamála- ráðs, en er núna menntaskólakennari í Danmörku. Sakamálasöguhöfundur- inn sem fór að skrifa um leyndardóma tilverunnar. Grein í tilefni af komu hennar til íslands EFTIR HÁKAN JANSSON egar Kerstin Ekman var valin í Sænsku Akademíuna árið 1978, fyrsta konan síðan á 5. áratugnum (og sú þriðja í sögu hennar), létu öll dag- blöðin þess getið að Akademían hefði ekki einungis upphafið konu, heldur þar að auki sakamálasöguhöfund, í sinn vandfýsna hóp. Dagblöðin leita að sjálfsögðu alltaf æsifregna og hér þóttust þau hafa fundið eina slíka, eitt- hvað jafn bókmenntafræðilega vafasamt og sakamálasöguhöfund í stofnun sem úthlutar Nóbelsverðlaunum í bókmenntum. En þessi mótsögn er líklega eingöngu tilkomin vegna fordóma um bókmenntasvið og hvað sé menning á háu eða lágu stigi. Þetta er líka aukaatriði. Þegar þetta kom í dagblöðunum var liðinn um það bil hálfur annar áratugur síðan Kerstin Ekman skrifaði síðustu saka- málasögu sína, og var þá að öllum líkindum að skrifa þriðju bókina í einu merkasta skáldverki áttunda áratugarins, Háxrings- tetralogin (Háxringama 1974, Springkállan 1976, Anglahuset 1979 och En stad av ljus 1983). Ef til vill má segja að sá leyndardómur sem Kerstin Ekman reynir að skýra í Háx- rings-bókunum (Nomabaugsbókunum) sé spumingin hversvegna konan hafí fengið það hlutverk í lífínu sem hún hefur. En skýringin er reyndar gefin í skyn í nafni fyrstu bókarinnar — Háxringar. En Háx- ringar eru hringir sem eru troðnir niður í grasið eða jörðina. Þjóðtrúin hefur gefíð þá skýringu að þama hafí nomir dansað, en þetta em sporin eftir ástarleiki rádýrshjart- arins og hindarinnar. Á leiðinni heim frá dansleik kemur líka aðalpersóna bókarinn- ar, Tora Otter, auga á þau „æða áfram í kröppum hringjum“ og hún hugsar: „Ef hindin vildi ekki að hann hefði mök við hana hvers vegna flúði hún þá ekki beint inn í skóginn? Og ef hún samt sem áður ætlaði að láta að vilja hans hvers vegna æddi hún þá áfram? Hvers konar nauðung rak hana áfram hring eftir hring?“ — þess- ar hugsanir skelfa Tom meir en hefðu nornir verið á ferð. Hugsanir Tom skýrast síðan í lífí nokk- urra kynslóða kvenna (og karla) sem frá því um 1870 lifa og byggja upp lítinn smábæ í mið-Svíþjóð úr hnignandi bændasamfé- lagi. Bærinn heitir Vallsta og líkist mjög Katrineholm, heimabæ Kerstinar Ekmans, sem einnig hefur risið umhverfís jámbraut- arstöð nokkra tugi kílómetra sunnan við MTaren á leiðinni milli Stokkhólms og Gautaborgar. í örlögum þessa fólks fáum við að kynnast sænsku þjóðfélagi sem á kaldhæðnislegan hátt hefur „þróast" í hring. Þegar komið er að okkar dögum í síðustu bókinni „En stad av ljus“, flyst ein söguper- sónan út í sveit, í hermannskot, næsta bæ við kotið sem Tora flyst frá í fyrstu bókinni. Þetta víðfeðma skáldverk líkist að sumu leyti „Jámbrautarsögum" Söm Lidmans, fímm sögulegum skáldsögum sem lýsa land- náminu í Norður-Svíþjóð og „Hedeby-bók- um“ Sven Delblancs og ættarsögunni sem byijar á „Samuels bók“. Þær eru allar umfangsmiklar sögulegar lýsingar þar sem staðir og ættir eru „aðalpersónumar“ frekar en einstaklingar. Haxrings-bækumar eru einstaklega raunsæ lýsing á því hvemig sænskur byggðakjami þróast, sannfærandi í minnstu smáatriðum. Þær byggja á margra ára und- irbúningsvinnu: lestri gamalla dagblaða, tímarita, bréfa, dagbóka, fundargerða o.s.frv. En það eru örlög mannanna sem ljá frásögninni líf, þetta er fólk úr öllum stétt- um. Það lægi beinast við að kalla þetta félagslegt raunsæi (socialrealism) ef þetta hugtak væri ekki orðið svo illa séð á síðustu ámm. En við skulum ekki gleyma því að þetta heiti getur einnig átt við Sölku Völku og verk Dickens, verk sem ekki verða af- greidd með heiti sem fallið hefur úr tísku. Það sem greinir Kerstin Ekman frá fyrr- nefndum sænskum höfundum er það, að hún öðrum fremur gerir konumar áber- andi. Það hefur löngum verið hlutskipti kvenna bæði í skáldskap og í raunveruleik- anum að starfa án þess að vera áberandi, að vera til fyrir einhvem annan en sjálfan sig. Þessi ósýnileiki verður nánast táknrænn þegar Sara Sabina, amma Toru, er lögð til eilífrar hvíldar og gleymsku — eða eins og stendur á legsteininum, Johannes Lans „og eiginkona". En lesandinn getur ekki gleymt henni. Þar sem Kerstin Ekman snýr sjónar- hominu við og lætur konumar túlka hið mannlega og mennina vera með sem upp- fyllingu og andstæður við konumar en ekki öfugt, tekur Jesandinn eftir því að þvotta- konur, húsmæður, kaffíhúsaeigendur, kennslukonur, torgsölukonur, stofustúlkur og skólastelpur eru til allstaðar og alltaf. Við fáum að kynnast lífínu í samhengi, heimavinnu og útivinnu og leiðinni þar á milli, ástinni, þörfmni fyrir ástúð, hræðsl- unni við þungun, lönguninni eftir bami og kvíðanum fyrir að sjá því farborða. Við skynjum smám saman samhengi, hugsanir Toru um „nomabaugana" sem skelfdu hana. Konan verður að viðurkenna eðli sitt, en þegar hún þarf að velja gerir hún oft eitt- hvað annað en hún helst vill — hún gerir það sem náttúran vill. Þess vegna fá karl- mennirnir yfírhöndina. Haxrings-bækumar eru ekki bara auðug- ar af fólki, þar eru líka ógrynni af vísbend- ingum og táknum sem eftir nokkra umhugsun gefa verkinu aukna breidd. Kannski er vísbendingatæknin ávöxtur þeitrar reynslu að hafa skrifað sakamála- sögur. Það leiðir af sér hvað sem öðru líður að atburðarásin er vel rökstudd og fær á sig aukinn þunga og raunveruleikablæ. Litl- ar hæverskar vísbendingar, sem við tökum ekki alltaf eftir (það gerum við ekki heldur oft í raunveraleikanum), en á eftir höfum við það á tilfinningunni að þetta passar (Jahá, það var þess vegna sem hún gerði þetta). Þau tákn sem era meira áberandi benda oft á mikilvægari þemu, nafnið Háx- ringama bendir þannig á megin hugsunina að baki allri bókinni. „Springkállan" í ann- arri bókinni er lind sem hefur fyllst af steinum og þomað upp. En lind sem hægt væri að láta streyma á ný með því að væta hana, vatn dregur að sér vatn. Þannig bend- ir titill bókarinnar á þemað: menn fá að láni hver hjá öðram, menn verða að fá til að geta gefið. I Þriðju bókinni bendir naf- nið Anglahuset" á hús, sem eins og líkami Tora Otters verður hrömun ellinnar að bráð. Titillinn „En stad av ljus“ er eins konar táknmál sem því miður er ekki hægt að útskýra í stuttu máli, en það er áreiðanlega engin tilviljun að næstum því öll nöfn tengj- ast Biblíunni á einn eða annan hátt. Trúarhugmyndir kristninnar era reyndar notaðar í öllum skáldsögunum til þess að skapa hugrenningatengsl. Nýjasta bók Kerstinar Ekman, „Hunden" (Hundurinn), er í mörgu frábragðin fyrri bókum. í stað mikillar ytri fjölbreytni sem var til staðar í þeim öllum í formi margvís- legra mannlegra örlaga er nú kominn innri fjölbreytni einnar sálar — ef hundur hefur þá sál? — en eftir Iestur bókarinnar er maður þess fullviss. „Hunden" er mjög framleg bók, þar sem lýst er á samþjöpp- uðu, skáldlegu máli með hjálp nýyrða og mállýskuorða þroskaferli hvolps sem hlaup- ist hefur að heiman. Frásögnin hefst snemma vors og lýkur seint um haust, hún nær yfír um það bil níu mánaða tímabil. Á þessum tíma þroskast hundurinn úr litlum hvolp, sem varla skilur áhrif umhverfisins, í ungan hund sem af eigin rammleik hefur lært að veiða og getur bjargað sér alveg sjálfur. Sú bylting að nota hund sem „aðal- persónu" er einkum fólgin í hinni geysilegu endumýjun sem verður á lýsingu náttúrunn- ar, lesandinn fær að skynja heiminn frá sjónarhóli hunds. Þetta er djörf tilraun sem höfundurinn hefur þó leyst vel af hendi. Síðan Kerstin Ekman varð félagi í sænsku Akademíunni hefur hún fljótlega tekið að sér margvísleg störf þar. Bæði er hún félagi í sex manna nefndinni sem undirbýr úthlut- un Nóbelsverðlaunanna og einnig skrifaði hún í fræðiritaröð sem Akademían gaf út 1986 í tilefni 200 ára afmælisins um inn- tökuræður þær, sem sérhver nýr félagi í Akademíunni heldur um fyrirrennara sinn. Því miður era ekki til neinar þýðingar á íslensku á verkum Kerstinar Ekman. En vonandi rætist úr því eftir heimsóknina ... Höfundurinn er sendikennari við Háskóla ís- lands. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.