Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Page 2
Draumur
feiga
mannsins
Frásögn ELÍNBORGAR
BRYNJÓLFSDÓTTUR
Sú saga barst frá bæ einum á Snæ-
fjallaströnd á árinu 1740 að þar
hefði heimilismann dreymt undar-
legan draum þrem nóttum fyrir
andlát sitt. Hafði hann setið við að lesa
annál Odds Eiríkssonar er hann sótti svefn
og dreymdi þá það sem hér fer á eftir:
Honum fannst hann vera staddur við
Ölfusvatn, Ieit þar til norðurs hamravegg
mikinn og sá þar á letruð orðin: Annus
domini MMXL hodie scribitur (þ.e.: nú er
ártalið 2040 e.Krist). Fyrir fótum sér sá
hann reit kringlóttan sem hann hugði vera
stétt undir skyrsá, en mundi þó sár sá vera
miklu stærri en hann hafði augum litið. Það
undraðist hann að á reitnum lágu hellur
margar aflangar, allar frá austri til vesturs
og nafn var letrað á hveija hellu. Þá heyrði
hann kveðnar í hamrinum eftirfarandi vísur
er greyptust svo í vitund hans að hann nam
þær og mundi er hann vaknaði.
Valdi slotar vetrarhreggs
vinda hljóðnar dynur.
Landið Kols og Kroppinskeggs
komdu að skoða, vinur.
Skyldu kristins muna manns
máttu - og vera giaður
Hér skal allri ðþjóð lands
ætíð griðastaður.
Sértu ógn til ásta gjam
eða bjór að kneyfa
komdu hingað, heimsins bam,
hér má flest sér leyfa.
Svo var ei á elztu tíð,
efnið sannar Ijóða.
En tvennir verða títt um síð
tímar manna og þjóða.
Sagan fróða sagt er mér
síst því haldi leyndu,
að íslands þjóðarhetjur hér
hreysti og mannvit reyndu.
Þó er veröld okkar í
allt á veltihjóli,
frægðin, eins og annað, því
ekki á traustum stóli.
Lít til baka eina öld,
önnur var þá tíðin,
undir sinna synda gjöld
seldu valdsmenn lýðinn.
Þá var margur hengdur hér
hnuplaði’ hann skóþveng mjóum,
en helgidóm nú höfum vér
í hrauni þessu og móum.
Þessi blásnu hijósturshraun
- hverri kind skal lóga -
fá hjá þingi í fósturlaun
friðaða birkiskóga.
Hengdra þjófa helgireit
hórkvenna og noma
bragmæringa byggir sveit
bliknar ei prýðin foma.
Hringrás skýrist þessi þá
þegnar kóngs er nýju
nítján hlaða aldir á
áram fjörutíu.
Þá I vist þú munt hjá mér
maður dauðaseldi.
En sitt um iandnám svona fer
sagan rauðum eldi.
Eigi var draumur þessi lengri, og þess
var heldur ekki getið í hinu foma handriti
hvað maður sá hét er drauminn dreymdi,
eða bærinn sem dreymandinn dvaldi á. Hitt
var skýrt fram tekið að maðurinn hafði aldr-
ei, svo vitað væri, reynt að setja saman vísu,
svo eigi var mögulegt að eigna honum brag-
inn. Hinsvegar þótti þeim, er hann sagði
drauminn, hann svo merkilegur að hann
bæri að varðveita frá gleymsku og glötun
og því var hann ritaður strax meðan maður-
inn var á lífi.
Höfundurinn býr á Gelti í Grímsnesi.
Eftir SMÁRA
ÓLASON
Ástarljóð Catullusar í flutningi
Söngsveitarinnar Fflharmoníu
Sunnudaginn 15. mars kl.
15.00 verður sjónleikurinn
„Catulli Carmina, Ludi
scaenici“ eftir Carl Orff
fluttur í konsertbúningi í
Háskólabíói. Flytjendur eru
Söngsveitin Fílharmónía,
einsöngvarar eru Gunnar Guðbjömsson og
Elín Ósk Óskarsdóttir en hljómsveitina skipa
fjórir píanóleikarar og átta slagverksleikar-
ar. Stjómandi á þessum tónleikum er Smári
Ólason, söngstjóri söngsveitarinnar.
Tónskáldið Carl Orff fæddist 10. júlí 1895
í Munchen en dó árið 1982. Þegar á ungl-
ingsárum sinum skrifaði hann texta og
tónlist við frumsamin brúðuleikhúsatriði
undir sterkum áhrifum frá Debussy. Á yngri
ámm einkenndist stfll hans af áhrifum frá
Richard Strauss, Hans Pfítzner og einnig
frá Amold Schönberg. Hann samdi mjög
mikið af tónlist út frá klassískum textum,
grískum, latneskum og einnig úr Eddu-
kvæðum. Hann fékkst mjög mikið við gamla
tónlist og gaf m.a. út leikhúsverk eftir
Monteverdi í nýrri þýskri útfærslu. Árið
1924 stofnaði hann Giinther-skólann fyrir
leikflmi, tónlist og dans f Munchen ásamt
Dorothee Giinther, en frá þessu starfi hans
þróuðust fram til ársins 1930 fyrstu drögin
að „Schulwerk", tónlistarkennslukerfí sem
byggist mjög á notkun slagverkshljóðfæra.
í formála fyrir þeim stendur: „Schulwerk
mun sem undirstöðuleg tónlistaræfíng færa
(nemandann) að frumkröftum og frum-
formum tónlistarinnar." Hugmyndir hans
og framsetning á þessum þætti hafa haft
mikil áhrif á mótun tónlistarkennslu og
hafa fléttast mjög inn í hans eigin tónsköp-
un. í samvinnu við hljóðfærasmiðinn Karl
Maendler bjó hans til ný ásláttarhljóðfæri,
heila Qölskyldu af xylofónum og metallófón-
um frá sópranlegu niður í bassalegu, sem
er grunnurin að ásláttarhljómsveitinni sem
Orff skóp. Kennslukerfí Orffs, sem er í fímm
bindum, varð fyrst heimsþekkt er hann
kynnti það og flutti í útvarpi árið 1948.
Orff hafði samið mikinn fjölda af verkum
þegar hann samdi verkið „Carmina Burana
Cantiones profanae", sem frumflutt var í
Frankfurt am Main árið 1937. Þetta verk
vakti gífurlega hrifningu og athygli þó svo
það væri ekki oft flutt fyrstu árin eftir að
það var samið, en í því kemur leikrænn og
tónlistarlegur stfll Carls Orff fyrst fram
fullmótaður. Orff ákvað að draga tii baka
flest allt það sem hann hafði áður samið. í
bréfí til útgáfufyrirtækisins Schott segir
hann: „Öllu því, sem ég hingað til hef skrif-
að og þér þvi miður hafíð birt eftir mig,
getið þér hér með pakkað saman. Með verk-
inu Carmina Burana byrjar verkaskrá mín.“
Eftir pólitískar þrengingar stríðsáranna
breiddist hróður Carls Orff sem tónskálds
óvenjulega hratt út um allan heim, en af
verkum hans eru verkin Carmina Burana
og óperan Die Kluge oftast flutt. Af sam-
tímatónskáldum er það einna helst Igor
Strawinsky sem hefur haft áhrif á tónsmíða-
stfl Carls Orff, en þar er miklu frekar að
leita áhrifa úr gamalli tónlist, frá Palestr-
ina, Orlandi di Lasso og Monteverdi.
Orff endurlífgar í tónsmíðum sínum frum-
form í tónlistarflutningi mannsins, t.d.
bordún (liggjandi bassatónn), ostinato (þrá-
stef), recitat (tónles), psalmódíur (tónflutn-
ing á óbundnu máli), áhrif frá organum
(samstígar fímmundir) og faux-bordon, sem
er ein elsta tegund fjölröddunar i samstígum
þriundum og sexundum, hann notast einnig
við orðatiltækisáherslur með austurlenskum
melismum og nær fram áhersluaukningu
með textaendurtekningum.
Orff leitast við í verkum sínum að ná
fram þeim áhrifum sem gríska leikhúsið
hafði, það að gera tónlist, mál og hreyfingu
að einni heild. Fyrir honum er það aðalatrið-
ið að ná fram sterkum geðhrifum með sem
einföldustum meðulum, en hann segir m.a.:
„Því raunverulegri og einfaldaðri sem frá-
sögnin er þeim mun beinni og sterkari eru
áhrifín." Tónlistin er honum tjáningarmáti
en ekki fjötrar. Stfll hans er mjög persónu-
legur og það er erfítt að apa upp eftir
honum, það verður einfaldlega hjákátlegt.
Eitt af þeim verkum sem Orff dró til
baka var a capella-tónsetningar frá 1930
og 1931 á nokkrum af ljóðum Catullusar.
Arið 1943 sendi hann frá sér endurskoðaða
útgáfu af þessari tónsmíð sem frumflutt var
í Leipzig og hafði hann þá m.a. bætt við
hana forleik og eftirleik með hljóðfæraundir-
leik sem ramma utan um ljóð Catullusar.
Gaius Valerius Catullus fæddist í Verona
á ítalfu árið 84 f. Kr., sonur auðugs herra-
manns þar. Árið 62 f. Kr. fór hann til
Rómaborgar þar sem hann lifði meðal yfír-
stéttarinnar og naut samvista við hana í
orðsins fyllstu merkingu. Meðal samtíðar-
manna hans þar voru skáldið C. Licinus
Calvus og M. Caelius Rufus, vinur hans, sem
seinna varð keppinautur hans í ástamálum
og fjandmaður, svo og Julíus Caesar, sem
hann í fyrstu deildi við en síðar gerðist
hann vinur hans.
Um það leyti sem Catullus var tuttugu
og tveggja ára gamall kynntist hann aðals-
konunni Clodiu Pulchar, sem var tíu árum
eldri en hann. Hún var kona konsúlsins Q.
Metellus Celer, ein fallegasta, valdamesta
og spilltasta kona Rómaborgar. Af ljóða-
bálki Catullusar eru þekkt ein 106 ljóð, en
f þeim fjallar hann að mestu um vonlausa
ást til þessarar konu, hneigðir hennar, ótrú
og svik. Hann kallar hana „Lesbíu" í ljóðum
sínum, en hún var jafn ótrú ástmanni sínum
sem og eiginmanni. Á tfmabili gaf hún sig
að Caeliusi, vini elskhuga síns, en ótryggð
hennar lagði líf Catullusar í rúst. Hann dó
um það bil er hann var þrítugur, en þó verk
hans væru ekki mikil að vöxtum eru þau
talin til undirstöðuverka heimsbókmenn-
tanna.
Catulli Carmina er mjög heilsteypt tón-
verk hjá Carl Orff og tónsmíðalega er það
meiri eining en Carmina Burana, sem hann
setti saman úr mjög mismunandi og óskyld-
um þáttum. Sviðsetning sjónleiksins í
leikgerð sýnir atburðarásina í þrívídd; svið
á sviðinu. Sviðið sjálft þar sem þungamiðja
atburðanna fer fram í dansi og látbragði
er þríhyrndur leikpallur. Til vinstri og hægri
fyrir framan þetta svið eru það skáldið,
Catullus, og kórinn í hlutverki ungmenna,
svo og öldungamir fyrir ofan og aftan það,
sem flytja okkur með tíu af ljóðum hans
efni sjónleiksins undirleikslaust í þrem þátt-
um. Kórinn og öldungamir taka þátt í
leiknum og tilfínningum leikenda, en fylgj-
ast jafnframt með honum sem ákjósanlegur
áhorfendahópur, „virkir áhorfendur". For-
leikurinn og eftirleikurinn eru nokkurs
konar rammi utan um ljóð Catullusar, en
þann texta samdi Orff að mestu sjálfur.
Hann er þar undir mjög sterkum áhrifum
frá Catullusi og notar mjög oft efnislega
hugmyndir, sem fram koma í öðrum ljóðum
hans en þeim sem hann hefur tekið í sjálfa
frásögnina. Þar kemur fram hin eilífa bar-
átta milli kynjanna, baráttan milli ljóss og
skugga, manns og konu. Ungmennin eru
ástfangin og bjartsýn og trúa á hina eilífu
ást, en önugir öldungamir hæðast að fá-
nýti ástarinnar og lýsa því yfír, að þetta
sé allt saman endalaus þvættingur. í leikn-
um sjálfum, frásögn Catullusar, kemur fram
nær allt litróf tilfínninganna, frá örvita ást
og gleði til botnlauss haturs og örvænting-
ar. Þættimir hafa ekki neinn „söguþráð"
sem sjáanlegur er á yfírborðinu, heldur
draga þeir fram mynd af ástríðuftillri ást
skáldsins sem síðan fölnar. Lokakaflinn er
endurtekning á ástríðufullri trú ungmenn-
anna á hina eilífu ást, öldungamir láta í
ljós álit sitt á því með miklu sveii, sem á
að vera víti til vamaðar, en er að sjálfsögðu
án árangurs. Með þessu margbreytilega
sviði nær Orff fram því sem hann kallar
„tvöfaldan ginningarleik" mili Eros og Sex-
us (ástar og ástríðu), milli ungdóms og
aldraðra, milli Catullusar og Lesbiu.
Hljóðfæraskipanin er fjögur píanó og tólf
slagverk, leikið af átta slagverksleikurum.
Það er freistandi að álíta, að þessi hljóð-
færaskipan sé komin til hjá Orff undir
áhrifum af verkinu „Noces" eftir Igor Strav-
insky, sem hann lauk við 1923, en allar
samlíkingar þar á milli ná þó ekki lengra.
í Catulli Carmina notar Orff meira sundur-
gerða hljóma (ómstríður) en í öðmm verkum
sínum. Upplausnir ómstríðanna em ekki
alltaf hefðbundnar en þó alltaf rökréttar.
Verkið gerir mjög miklar kröfur til flytjenda
og þá ekki síst til Catullusar, sem oft sjmg-
ur aleinn löng söngles. Þetta er í fyrsta
skipti sem þetta verk er flutt hér á landi,
en eins og dæmin sanna hafa sviðsverk sem
fyrst hafa verið flutt í konsertformi oft ver-
ið tekin seinna upp og flutt í leikrænum
búningi. Það er von mín að svo verði einnig
um þetta verk, sem á svo sannarlega erindi
til okkar.
Höfundurinn er tónlistarkennari og stjórnandi
Söngsveitarinnar Fílharmóníu.
2