Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Qupperneq 3
IKIIrtg
1! [ö| U @ [U] ® H] 0 ® 0 ® Œl ® Sl
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haratdur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö-
arritstjóri: Bjöm Bjamason. Ritstjómarfulitr.:
Gísli SigurAsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjóm: AAalstrœti 6. Sími 691100.
Forsíðan
Myndina tók Sibyl Urbancic úti í Budapest
í maí 1985, þar sem Signý Sæmundsdóttir,
til hægri á myndinni, var við sjónvarpsupp-
töku ásamt ástralskri söngkonu, Pamelu
Mildenhall. Sibyl hefur rætt við Signýju og
einnig Hauk Pál Haraldsson og Rannveigu
Friðu Bragadóttur, en öll stunda þau
söngnám í Vínarborg og hafa getið sér
góðan orðstír fyrir flutning á Brúðkaupi
Fígarós.
Kabarett
er á dagskrá hjá Leikfélagi Akureyrar og
það er enginn venjulegur kabarett, heldur
það fræga sviðsverk, sem samið var eftir
sögu Isherwoods og á sér stað í Berlín 1930,
þegar hún var mest gleðiborg frá því Róm-
veijar voru og hétu. Þetta flytur LÁ í tilefni
70 ára afmælis leikfélagsins.
Sigurður
Guðmundarsonur af Stórahraunsætt hefur
gert garðinn frægan úti í Hollandi, en sýn-
ir nú verk sín á tveimur stöðum í Reykjavík:
í Norræna Húsinu ásamt tveimur Norð-
mönnum og í Galleríi Svörtu á hvítu við
Óðinstorg. Af því tilefni er greinarkom
um listamanninn.
Enn fornir í
skapi
að gerðist hér nýlega, að
maður nokkur, sem hafði
verið að heiman nokkra
daga, hringdi heim. Sonur
hans 11 ára tók símann.
Faðirinn spurði: „Hvað
segirðu?“ og drengur svar-
aði „allt ágætt" og dró
seiminn. Síðar kom fram í samtali þeirra, að
hann hafði handleggsbrotnað, en hann fylgdi
siðvenju og sagði „allt ágætt“.
íslendingar bera sig vel og gera lítið úr
vanlíðan annarra. „Honum líður vel eftir at-
vikum," er sagt, þegar atvik eru þannig, að
manninum hlýtur að líða illa. Ég spurði eitt
sinn um fólk mér kunnugt. „Þeim líður vel
eftir ástæðum," var mér sagt. Ég forvitnaðist
um ástæður fólksins og þá kom í ljós, að þær
voru slæmar.
íslendingar töldust hamingjusamari en aðr-
ar þjóðir samkvæmt nýlegri könnun á lífsvið-
horftim. Raunar var aðeins kannað, hvemig
fólk lét af sér. Svörin voru í stíl við orðtak
ömmu minnar: „og það er þó alltaf búnings-
bót að bera sig karlmannlega," en svo kvað
Kristján Fjallaskáld. (Ekki entist honum bún-_
ingsbótin lengi, hann lézt 26 ára gamall.) I
Hávamálum er hollræðið „glaður og reifur
skuli gumna hver, unz sinn bíður bana“, og
enn kvað Þórir jökull á banastund „skafl
beygjattu, skalli, þótt skúr á þig falli“. í þessu
efni er því allt við það sama með þjóðina frá
upphafi.
Fyrsti íslenzki forsætisráðherrann felldi hið
hressilega viðhorf í stuðla: „Ég vildi það yrði
nú ærlegt regn og íslenzkur stormur á Kalda-
dal.“ Og enn kvað hann: „og — alltaf má fá
annað skip og annað föruneyti". Ég hef ekki
þurft að horfa á eftir neinum mér nákomnum
í sjóinn, en ég hef oft hugsað, þegar ég heyri
framangreint sungið, hvemig samtíðarmönn-
um skáldsins var innanbrjósts að heyra slíkt,
sem þúsundum saman höfðu misst son, föð-
ur, bróður og eiginmann í sjóinn. Hefur
heyrzt um sjómann, sem neitaði að fara í
róður, þótt hann sæi, að það væri flan?
I nútímanum fá mannalætin mynd í ávarps-
orðunum „ertu ekki hress?" Sumir útvarps-
þulir og þáttastjómendur eru syngjandi
hressir, en aðrir tala stillilega og í sama tón,
nema þegar þeir segja sorglegar fréttir; þeir
heyrast samt.
Víst er ánægjulegast að hitta fólk, sem ber
sig vel og er glaðvært, ef slík framkoma er
eðlileg, en ekki tilgerð samkvæmt tízku. En
sorgin á líka sinn tíma. Það er illa gert að
hasta á þann, sem grætur, bam eða fullorð-
inn, eins og oft má heyra. Víðtækar rannsókn-
ir, sem brezki sálfræðingurinn Eysenck kynnti
í fyrrahaust í erindi í Krabbameinsfélaginu í
Reykjavík, benda eindregið til þess, að þeir
lifi helzt af krabbamein, sem bæla ekki niður
angist sína, þegar slíkt mein kemur í ljós.
Kona nokkur fékk illkynjað mein, og kvartaði
og bar sig illa. Að því var fundið við hana.
Konan lifir enn.
í eftirmælum dagblaðanna er dauðastríði
krabbameinssjúklinga furðu oft lýst svo, að
„aldrei heyrðist æðmorð frá honum“ eða „hún
kvartaði aldrei". Slík viðbrögð þykja lofsverð,
en kunna sem sagt að bera dauðann í sér.
Víst þurfa fullorðnir oft að harka af sér,
en böm, sem ekki fá að gráta af þörf (þau
gráta aðeins af þörf) gráta inn í sig og munu
aldrei þola mikið fullorðin, þótt þau kunni að
temja sér að bera sig mannalega.
Hvað er að vera forn í skapi? Er það að
bera sig vel samkvæmt Hávamálum, þótt
innra blæði? Er það líka að vera „hress" í
nútímastíl?
BJÖRN S. STEFÁNSSON
Jóhannes úr Kötlum
Ævi
ágrip
Ég Jóhannes Bjarni Jónasson skáld úr Kötlum,
— fyrrum Jói í Seli, litli óþekktarhnokkinn,
sem óttaðist hjólið, hataði fjalldrapavöndinn,
en hlaut þó sannleikans vegna að stelast í rokkinn, -
bið forláts á því, að enn er ég oftast í klípu
og óánægður með heiminn, þjóðina og flokkinn.
Mitt líf hefur mestan part lent í villu og svíma:
í labbi og áti og svefni og þvíumlíku.
Og ég skammast mín sárlega fyrir þá forsmán að lenda
í fátæktarbasli, skáldskap og öðru slíku.
Og eins bið ég guð og forseta að fyrirgefa,
að ég fór ekki strax í bernsku til Ameríku.
Ognú minnist égþess hve krumminn krunkaði á skjánum,
hvað ég kvaldist af því að hafa aldrei séð dúfu.
Og eins þegar jökullinn faldaði fagurhvítu,
hvað ég fyrirleit mína skítugu hundaþúfu.
Og eins þegar sýslunnar yfirvald þingaði í dalnum,
hvað ég öfundaði manninn af þvílíkri húfu.
En langmestur var þó Ijóminn í augum mínum
af landvarnarsólinni nítján hundruð og átta,
þegar Bjarni frá Vogi stóð keikur við kirkjudyrnar
og krafðist þar andvöku, — bannaði mönnum að hátta.
Þann dag fannst mér himinninn hrópa í fyrsta sinni
og heimta mig strax á vit sinna björtu nátta.
Nú vissi ég hina knýjandi köllun mína:
að kveða vort land inn í fegurð hins nýja tíma.
Og til þess að fá þetta frelsi, sem Steingrímur dáði,
við fornaldartröllin ætlaði ég að glíma.
Ég hlakkaði til og efaðist aldrei um sigur,
— ég var ungur og stæltur og mesti forkur að ríma.
En áform mitt reyndist uppblásin sápukúla,
sem undireins sprakk, þegar fyrstu haglkornin dundu
í gerningaveðrinu fyrra, frá fjórtán til átján,
— égfann, hvernigstoðir mannlífsins titruðu oghrundu
og hvernig ég sjálfur minnkaði og missti kjarkinn,
— mitt mark hefur verið að lækka frá þeirri stundu.
Svo kenndi ég börnum — og beið milli vonar og ótta,
í biblíutrúnni og forfeðraskruminu hálfur.
En þegar ég Ieit yfir Iandabréf skólans, þá fann ég,
hve lítið ég vissi um þjóðir heimsins og álfur,
ogkomst áþá skoðun, að skáldið, sem börnunum kenndi,
væri skelfilegt flón — og langmesta barnið sjálfur.
Og þrjátíu og níu, er váin í annað sinn veittist
að vesalings Jóa í Seli uppi í Kerlingarfjöllum,
þá varð égsvo hræddur, að sólin varð svört eins og tjara,
— ég sat þar við læk og bað guð að hjálpa okkur öllum.
Og ég segi það rétt eins og er, mínir elskanlegu,
að þá öfundaði ég smalana á Betlehemsvöllum.
Og ég, sem átt hefði að duga til þess að drepa
og drepast, rétt eins og aðrir mannanna synir,
bið forláts á því, að ég fékk ekki kúlu í brjóstið
og fúnaði niður í moldina eins og hinir.
— Því kannski eru þessir, sem þraukuðu, fjendur mínir,
en þeir, sem féllu, mínir einustu vinir.
Jóhannes úr Kötlum fæddist 1899 að Goddastöðum í Dalasýslu og dó 1972. Hann tók
kennarapróf frá Kennaraskólanum, kenndi f Reykjavfk og vestur í Dölum, en bjó seinni-
part ævinnar bæði f Reykjavík og Hveragerði og var lengi umsjónarmaður f Skagfjörðsskála
Ferðafélags íslands í Þórsmörk. Fyrir utan 20 Ijóðabækur gaf Jóhannes út 5 skáldsögur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MARZ 1987 3