Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Page 10
L E 1 K L 1 S T Sögu leiklistar á Akureyri má rekja aftur til 1860 EFTIR PÉTUR EINARSSON Nýlega bauð ég mér sjálfum heim til Haraldar Sigurðssonar bankafulltrúa sem nú situr við að rita sögu leiklistar á Akureyri frá upp- hafi. Hann tók mikinn þátt í leikstarfinu hér á Akureyri á árum áður og lék með LA frá 1954—1967. T.d. í Meyjaskemmunni, Kjam- orku og kvenhylli, Á útleið, Þrettándakvöldi, Bláu kápunni og Tehúsi ágústmánans (Sak- ini) o.fl. Hann var ritari í stjóm LA í nokkur ár og hefur skrifað alloft í leikskrár félags- ins og haldið útvarpserindi um leiksögu Akureyrar. Eftir að hafa skáskotið mér framhjá himinháum hrúgum blaða og tíma- rita í kjallara hans, tók ég mér loks sæti á Lesbók Morgunblaðsins frá 1934 og Leik- húsmálum Haraldar Björnssonar frá 1943 og hóf að spytja hann um nokkra þætti leiksögunnar. „Er ekki rétt að bytja á því allra elsta og forvitnast um upphafið?“ „Já, eins og þú veist, Pétur, hófust leik- sýningar í Reykjavík sem nokkurskonar framhald eða þróun upp úr latínunámi og leiktilburðum skólapilta syðra. En á Akur- eyri var engin slík „tradition“ til. Ekkert slíkt lærdómssetur sem hefði getað alið af sér leikmennt. Akureyringar eru hinsvegar svo heppnir að hafa óyggjandi upplýsingar um að fyrstu leiksýningar hér voru 18. nóv. 1860 (Intrigeme) og 27. des. sami leik- þáttur að viðbættum Audiensen eftir H. Hertz. Áhorfendur voru alls 74 sem var ekkert smáræði þá, eða meira en fjórði hver bæjarbúi, sem þá voru 270. En leikið var til ágóða fyrir hina fátæku eða einsog stend- ur í hinni fyrstu leikskrá: „Til Fordeel for Öefjords Byes Fattige.““ „Hverjir voru upphafsmenn sýninganna?“ „Það vom verslunarmenn í bænum, „Danska fólkið" eða danskættaða, sem þama mddi brautina eins og í mörgum öðr- um þáttum bæjarlífsins. Verslunarstjóramir Bernhard Steincke, E. Möller og Páll John- sen, Thorarensen lyfsali, Finsen læknir og Sophie frú hans, Möllersdætur o.fl. léku í þessum fyrstu leikþáttum. Sérstaklega var Steincke fyrir hópnum og sennilegast að hann hafi haft þessa leikþætti með sér frá kóngsins Kaupinhöfn og leiðbeint við upp- setningu þeirra. Steincke kenndi hér einnig Skugga-Sveinn haustið 1916 á Akureyri. Aftari röð frá vinstri: Páll Vatnsdal, Hallgrímur Sigtryggsson, Jóhann Kröyer, Gísli R. Magnússon, Sigtryggur Þor- steinsson, Konráð Jóhannsson, Halldór Olafsson. Fremri röð: Álfheiður Einars- dóttir, Jóhannes Jónasson, Eva Pálsdóttir. Á myndina vantar þann, sem lék Skugga-Svein sjálfan, Jón Steingrímsson. Úr þessum leikhópi komu nokkrir helztu hvatamenn að stofnun LA 1917. söng og dans og var um margt langt á undan sinni sarntíð og á hann góðan og merkan þátt í ýmsum framfömm hér í bæ. Skömmu síðar kemur Jakob Chr. Jensen til bæjarins og eftir 1868 bætast Schiöths- hjónin við.“ „Hvernig var aðstaðan þessi byijunarár og hvar var leikið?“ „Það má segja að þessi listgrein hafi verið á hrakhólum með alla starfsemi sína frá upphafi og fram til 1897 þegar eldra leikhúsið var byggt rétt austan við núver- andi samkomuhús sem tekið var í notkun um áramótin 1906—7. Fyrstu árin var leik- ið í pakkhúsum hinna áhugasömu verslunar- manna, í salthúsi, sláturhúsi og í skólastofu. T.d. má nefna að þegar „Helgi magri" var leikinn 1890, var notast við skemmu fast við lýsisbræðsluhúsin á Oddeyrartanga og segir saman,að áhorfendur hafi skemmt sér konunglega þrátt fyrir bræðslulyktina." „Hvað um búninga, förðun, lýsingu, leið- sögn og slíkt?“ „Fyrstu árin var leiksviðið lýst upp með kertaljósum, síðar koma lampar til sögunnar en rafmagn ekki fyrr en haustið 1922. Eitt- hvað munu þau Steincke, Jensen og Anna Schiöth hafa leiðbeint um búninga og gervi leikenda og síðar þeir J.V. Havsteen og Páll Árdai, eða fram yfir aldamót. Á tímum eldra LA voru það Guðlaugur sýslumaður og Vilhelm Knudsen sem helst var leitað til í þessum efnum. „ Varleikáhugi mikill meðal almennings. “ „Já það má fullyrða að svo hafí verið. Þetta var afar kærkomin tilbreyting á svona Söngleikur- inn Kabarett verður til Samantekt í tilefni þess að Leikfélag Akureyrar frumsýnir nú þennan vinsæla söngleik Eithöfundurinn John van Druten las „Berlín kvödd" eftir Chri- stopher Isherwood og hreifst af persónunum og hinni maka- ndu af von og vonleysi, ótta og gleði sem ríkir í sögunni. Hann gerði leikgerð upp úr sögunum í „Berlín kvödd“ og leikritið kallaði hann „Ég er myndavél" (I am a Camera). Það var frumflutt í New York 1951, með Julie Harris í hlutverki Sally Bowles. Sýningin fékk mjög góða dóma. I leikritinu er Sally ekki eins bresk og í sögunni, hún er sætari og stríðnari. Nokkru síðar gerði John Coliier kvikmynd eftir leikriti van Drutens, en hún fékk ekki eins góðar viðtökur og leikritið. Julie Harris fór áfram með hlutverk Sally Bowles og þótti enn góð, en gagnrýnendum þótti Laurence Harvey daufur Cliff. Leikrit van Drutens var sýnt í London 1954 og gagnrýnandi Times segir: „Það er útilok- að að trúa því að þetta barn sé þessi drykkjurútur og lauslætisdrós." Jay Allen og Hugh Wheeler gerðu söngleik upp úr sögum Isherwoods en hann var baulaður niður. Bandaríski leikstjórinn og framleið- andinn Harold Prince fékk þá hugmynd að gera söngleik úr leikritinu og hann fékk þá Joe Masteroff, Fred Ebb og John Kander til að vinna verkið með sér. Þeir sökktu sér í verkefnið, lásu allt um tímann fyrir stríð í Berlín, töluðu við fólk, kynntu sér tónlist tímans og skoðuðu kvikmyndir. Vikum saman leit- uðu þeir að formi fyrir söngleikinn, en ekkert vildi ganga upp hjá þeim. Fred Ebb rifjar upp þennan tíma: Með tímanum höfðum við fjarlægst meir og meir Ieikrit van Drutens, Sally Bowles var ein eftir úr leikgerðinni. Athygli okkar beindist að makalausum sögum Isherwoods. Saga frk. Schneider og hr. Schultz var algjörlega okkar uppfinning. En það vantaði stíl fyrir handritið, hvern- ig áttum við að setja þetta efni fram? Og þá kom tilviljunin til skjalanna. Dag einn lékum við John Kander röð söngva sem Harold Prince hafði beðið okkur að gera. Við ætluðum að nota þá sem risa- músíknúmer í upphafi sýningarinnar til þess að skapa andrúmsloft Berlínar. Við kölluðum þá Berlínar-söngvana og það voru fimm lög hvert á eftir öðru, en í rauninni voru þau alls óskyld. Harold og Joe hlustuðu á og þá gerðist það. Af hveiju ekki að nota söngvana á milli atriða í staðinn fyrir að draga fortjaldið fyrir? Af hveiju skiljum við lögin ekki að? í staðinn fyrir að láta þau öll hanga saman, af hveiju dreifum við þeim ekki í gegnum alla sýninguna? Hvernig væri að láta sömu persónuna, til dæmis svona kabarett-skemmtanastjóra (kynni) vera í öllum númerunum? Hvernig væri að láta hvert þesara söng-númera tengjast því sem var að gerast í senunni á und- an? Af hveiju látum við ekki skemmtana- stjórann vera gegnumgangandi í allri Frá frumuppfærslunni í New York 1966. sýningunni? Hvemig væri að gera söng- númerin að næturklúbbs-númerum og láta þau ramma inn sögumar um Sally— Cliff og Schneider—Schultz? En að láta skemmtanastjórann vera fulltrúa fyrir andrúmsloftið og móralinn í landinu? Gæti hann ekki verið siðleysið og klúr ástleitnin og svo látum við yfirvofandi ógnir nasismans skína í gegnum það? Fyrir tilviljun höfðum við fundið að- ferð til að segja söguna eins og við vildum. Daginn eftir kom John með naf- nið á söngleiknum okkar; Kabarett. Þeir félagar höfðu skapað gmndvöll fyrir nýrri tegund söngleikja, svokallað- an „coneept“-söngleik. Fram að þessum tíma hafði hefðin verið sú að söngleikur var leikin saga með söngvum en í Kaba- rett er komið nýtt.fyrirbrigði; hlutverk siðameistarans og Kitt-katt-klúbburinn, en atriði hans eru ýmist óbein umfjöllun (ummæli) um það sem hefur verið að gerast í sögunni eða atriði sem hafa þann tilgang einan að skapa andrúms- loftið í kringum söguna. Á þennan hátt var fenginn nýr möguleiki til að tjá efni, og þessi aðferð hreif áhorfendur. Handri- tið er ekki bara texti heldur felst í því aðferð til að setja efnið, innihaldið, fram án þess að segja það í orðum eða með hefðbundinni framvindu í sögu, heldur í uppfærslunni. „Concept“-söngleikurinn var orðinn til. Kabarett var frumsýndur í New York 1966 og sló strax í gegn. Joel Grey varð stjarna á einni nóttu. Jill Haworth lék Sally og Lotte Lenya var ógleymanleg í frk. Schneider. Þeir Fred Ebb og John Kander höfðu gert ráð fyrir að Liza Minelli mundi leika Sally Bowles, hún hafði unnið með þeim í síðasta söngleik „Flora the Red Menace“, en Harold Prince hafnaði qafcv ■ ■ *ik. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.