Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Page 11
litlum stað. Enda var ekkert til sparað að
hæna fólk að sýningunum og þar sem pen-
ingaeign var ekki almenn var t.d. auglýst
í Stefni (11/2 1898) ... „þeir sem ekki
hafa peninga, mega borga inngöngumiða
með íslenzkum vörum, svo sem prjónasaum,
ull, smjöri og fl.“ Þá voru auglýsingar þeirra
ára býsna tilkomumiklar. Skugga-Sveinn
1877—8 var t.d. auglýstur með kröftugum
fallbyssuskotum sem heyrðist um bæinn og
næsta nágrenni. En „kanónan“, sem var
svartur járnhólkur rúmlega alin á lengd, var
stundum notuð til að kynna komu vöruskipa
og einnig ef síld kom inn á fjörðinn."
Tildrögin að stofnun félagsins voru þau
að haustið 1916 tóku nokkrir ungir menn
sig saman með Gísla Magnússon í farar-
broddi og gerðu samning við templara um
leigu á leikhúsinu þennan vetur. Skugga-
Sveinn var leikinn og var frumsýning í
janúar 1917. Nokkrir, svo sem Jón Stein-
grímsson (Skugga-Sveinn), Páll Vatnsdal
(Ketill skrækur) og Ingimar Eydal (Sigurður
í Dal), af öðrum leikendum skal minnst á
unga parið Harald og Astu, sem þau Jóhann
Kröyer og Eva Pálsdóttir léku, Gísli Magn-
ússon lék Lárenzíus sýslumann, Sigtryggur
Þorsteinsson lék Ögmund og Jóhannes Jón-
asson lék Grasa-Guddu af mikili snilld.
Stúdenta léku Konráð Jóhannsson (síðar
gullsmiður) og Hallgrímur Sigtryggsson.
Einn af púkunum var leikinn af ungum
pilti, Jóni Norðfjörð, sem síðar varð einn
fremsti leikari bæjarins og margoft leik-
stjóri. Aðsókn að sýningum var fádæma góð
og urðu oftast margir frá að hverfa. Sýning-
ar þessarar er hér getið sérstaklega vegna
þess að allmargir leikendur úr Skugga-
Sveini mynduðu kjarna þess hóps sem hófst
nú handa að sameina leikkrafta í bænum
og stofnuðu Leikfélag Akureyrar á sumar-
daginn fyrsta 1917.
Stofnendur voru þessir: Hallgrímur Valdi-
marsson, Júlíus Havsteen, Sigurður E.
Hlíðar, Gísli Magnússon, Ingimar Eydal, Jón
Steingrímsson, Páll Vatnsdal, Sveinn Á.
Bjarman, Guðbjöm Björnsson, Jónas Jónas-
son, Jóhannes Jónasson, Pétur Þorgrímsson,
Sigtryggur Þorsteinsson og Hallgrímur Sig-
tryggsson og mun hann vera eini stofnand-
inn sem enn er á lífi.
Höfundurinn er leikari og leikhússtjóri á Akur-
eyri.
Lotte Lenya í hlutverki frk. Schneid-
er í frumuppfærsiunni í New York
1966.
henni. Hún þótti efnileg, fékk Tony-
verðlaunin, en var ekki nógu þroskuð til
að ráða við hlutverkið. Hún var enn
ekki nema meðal leikkona, satt best að
segja, klunnaleg, og í söng stældi hún
enn móður sína, Judy Garland.
Það var ekki fyrr en í kvikmyndinni
Kabarett 1972 sem hún fékk að glíma
við Sally og stóðst þá raun með þvílíkum
ágætum að hún hlaut heimsfrægð fyrir.
Kvikmyndin sópaði að sér Óskars- og
öðrum verðlaunum.
Kabarett var sýndur í London 1968
og var Judi Dench í hlutverki Sally Bow-
les. Aftur er verið að sýna Kabarett í
London á þessu leikári með dansaranum
Wayne Sleep í hlutverki skemmtana-
stjórans.
Kabarett var sýndur hjá Þjóðleikhús-
inu leikárið ’72—’73 og þá var Bessi
Bjamason í hlutverki skemmtanastjór-
ans og Edda Þórarinsdóttir Sally Bowles.
Úr sýningu Appollo-Ieikhússins í Berlín 1930.
Berlín 1930
Villtasta gleðiborg sem sögur fara af síðan á dögum Rómverja
Ilok fyrri heimsstyijaldarinnar vom
Þjóðverjar neyddir tii uppgjafar,
afvopnaðir, þeim gert að greiða háar
stríðsskaðabætur, og stór landsvæði
tekin af þeim, þar á meðal nýlendur þeirra.
Fyrirsjáanlegt var að þessi friðargerð gæti
ekki staðist til lengdar. Hvorki væri
Þjóðveijum fært að greiða þær
stríðsskaðabætur sem af þeim vom
heimtaðar, né heldur gætu þeir með nokkm
móti sætt sig við þau landamæri sem þeim
vom ákveðin. 1920 skrifar Matthías
Jochumsson í bréfi til Kristjáns
Albertssonar: „Verra axarskaft en
Parísarfriður þeirra Clemenceau finnst varla
í sögu hnattarins.”
Margir Þjóðverjar vom á því að ekki
skyldu líða tuttugu ár áður en Þjóðverjar
gerðu upp sakir við Vesturveldin.
Weimar-lýðveldið var stofnað 11. ágúst
1919 og stóð fram að valdatöku Hitlers 30.
janúar 1933. Á þessum árum magnast í
Þýskalandi einhver ótrúlegasti
samfélagsglundroði sem um getur og Berlín
var miðpunktur þessa glundroða. Stanslaus
verkföll, óðaverðbólga, ótrúlegt
atvinnuleysi, uppþot, uppreisnartilraunir,
spilling, gífurleg fátækt, glæpir og vændi
blómstra o.s.frv. Stjórnmálin voru
óendanlega flókin og óstöðug. Verndartollar
nýlenduríkjanna gera Þjóðverjum ókleift að
selja iðnaðarvörur sínar. Kreppan kemur og
herðir á glundroðanum.
Það einkenniiega er að á þessum ámm
rísa listir hæst í Berlín. Leikhús, kvikmyndir,
bokmenntir, tónlist og myndlist blómstra.
Alls staðar vom prófaðir nýir hlutir og áhugi
almennings var mikill. Leikhúsin sýndu allt
frá grísku harmleikjunum og Shakespeare
til óperettanna. Revíur með risa
skrautsýningum og kabarettar af öllum
gerðum. Allt gekk. Til Berlínar safnaðist
stór hópur gáfaðra og merkilegra lista- og
menntamanna. Allt þetta listalíf hmndi við
valdatöku Hitlers og listamennirnir
hundeltir. Sumum tókst að flýja og marga
þeirra dró Hollywood til sín.
Við hliðina á þessu geisaði svo annað
Christopher
Isherwood
Höfundur bókarinnar Berlín
kvödd, sem út kom 1939 og
söngleikurinn Kabarett er
byggður á
Christopher Isherwood
Breski rithöfundurinn Christop-
her Isherwood (1904—1986)
var af virtri ætt í Cheshire,
hlaut menntun sína í Repton
og Cambridge og hóf meira að segja
læknisnám, en hætti fljótt. Hann var
sífellt í þögulli uppreisn gegn uppmna
sínum. Fyrsta bók hans, „All the conspir-
ators“ kom út 1928. Hann kom í fyrsta
sinn til Berlínar í mars 1929 í fylgd með
skáldinu W.H. Auden. Hann ferðaðist
þangað aftur í júlí og nóvember sama
ár. Segja má að hann hafi búið samfellt
í Berlín frá september 1930 til ársbyijun-
ar 1933. Isherwood var ekki fjáður
maður og vann því fyrir mat sínum og
húsnæði með því að kenna ensku.
Eftir Berlínardvölina sendir hann frá
sér bækumar „Herra Norris skiptir um
lest“ 1935 og „Berlín kvödd“ 1939, en
á þeirri bók er leikritið „Ég er mynda-
vél“ og síðar söngleikurinn „Kabarett"
byggð. Síðar koma tvær bækur í viðbót,
sem tengjast Berlín. I gegnum smásögur
hans frá Berlín, kryddaðar með geðfelld-
um gæum, frökkum og eggjandi stelp-
um, bijóstgóðum húsráðanda og
skítblönkum útlendingum, glittir á
skugga þess hryllings sem í vændum er.
Upphaflegt nafn hans fyrir bókina
„Berlín kvödd“ var „Hin glötuðu" („Die
Verlorenen").
Áhugi Christophers Isherwood á
Berlín var hvorki tengdur þeirri listrænu
örvun, sem þar var að hafa, né því
pólitíska öngþveiti sem þar ríkti. Síðar
afsakaði hann sig og yppti áhyggjulaust
öxlum yfir því að hafa ekki haft viðtöl
við pótintáta eins og Hitler, Goebbels,
eða Göring, á þeim tímum er þeir höfðu
áhuga á að skapa góða mynd af sér í
Bretlandi. Fyrir honum voru þessir ná-
ungar einungis hlægilegar fígúrur.
Þegar Hitler komst til valda með aðstoð
Hindenburg gamla, skrifaði hann móður
sinni: „Charlie Chaplin og jólasveinninn
eru búnir að taka við.“
Það var aðeins eitt sem dró hann
þangað. í Berlín gat hann loks lifað
óáreittur vegna samkynhneigðar sinnar.
í Bretlandi voru hörð viðurlög við sam-
kynhneigðum athöfnum.
I Berlín var stofnun sem Magnús
nokkur Hirschfeld hafði komið á fót
1919 og hann nefndi „Institut fur Sexu-
alwissenschaft". Hann var sjálfur
samkynhneigður og til stofnunar hans
kom fólk hvaðanæva úr heiminum, ekki
bara samkynhneigt fólk, heldur einnig
manneskjur með önnur kynferðisleg
vandamál. Með samtölum reyndi hann
að „lækna“ fólkið, eða öllu heldur hjálpa
þeim til að skynja og skilja sérstöðu sína.
Hirschfeld yfirgaf Þýskaland strax
1930, skömmu eftir að Isherwood komn
þangað. Stofnun hans, safn og bókasafn
brenndu nasistar 1933.
Christopher Isherwood kom sér
snemma frá þessari stofnun, en þar eign-
aðist hann sína fyrstu kunningja í Berlín.
Hann stundaði bari samkynhneigðra og
dróst aðallega að stórvöxnum, grófgerð-
um strákum úr fátækrahverfum Berlínar
og borgaði fyrir sig. Einn þessara stráka,
Heinz, fylgdi honum síðar á ævintýraleg-
um flótta um alla Evrópu, fýrst undan
hommaofsóknum nasista, en síðar vegna
þess að hann fékk hvergi dvalarleyfí
fyrir stóru ástina sína.
Isherwood skrifaði handrit fyrir Heinz,
þegar hann var að reyna að koma honum
inn í Bretland. í handritinu var það sem
hann átti að sgja við embættismann út-
lendingaeftirlitsins. Því miður gleymdi
Heinz einhveiju tilsvari og leit á blaðið
og þeir félagar voru aftur komnir á flakk.
Flóttamannanefnd Þjóðabandalagsins
sáluga upplýsti að skömmu eftir valda-
töku Hitlers væru 65.000 manns á flótta
undan nasistum.
Þessum flótta Isherwoods lauk ekki
og fékk þar ríkisfang fýrr en hann flutt-
ist til Bandaríkjanna.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MARZ 1987 1 1