Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1987, Page 14
PÁLÍNA VALSDÓTTIR
Sunnudagur
w
I
Færeyjum
Appelsínugul þoka
upplituð af sólinni.
Það fer að snjóa,
segja þeir gömlu.
Gaman, gaman,
segir litli snáðinn
við mömmu sína.
Bóndinn fer í hægðum sínum
og athugar heystabbann.
„ Vonandi liggur snjórinn ekki lengi
annars verð ég
að kaupa íslenskt. “
En norður í Klakksvík
situr söngmaður mikill
og syngur um frið.
Og í Þórshöfn
skrifa skáldin sögur
um kúgaða negra,
og um færeysk böm,
sem lesa danskar bækur.
Anna gamla flýtir sér
í kirkjuna.
Hlustar á prestinn
tala um frið á himni,
sæluríki þeirra fátæku.
Höfundurinn býr I Færeyjum.
Athugasemd
í síðasta tölublaði Lesbókar birtist fyrri
hluti greinar minnar um höfuðbólið Krýsuvík
og 14 hjáleigur þess. Nú hefur komið í ljós,
að sama grein hefur birzt fyrir nokkrum
árum í Sunnudagsblaði Tímans og er Stefán
Stefánsson skrifaður fyrir henni þar. For-
saga málsins er sú, að við Stefán unnum
þetta efni saman og greinin birtist upphaf-
lega í blaðinu Reykjanes, 6. tbl. 1943.
Birting greinarinnar í Sunnudagsblaði
Tímans er án minnar vitundar eða leyfís
og ég hafði ekki hugmynd um þá birtingu
fyrr en nú.
— Ólafur E. Einarsson
PHBLIP DAVIES ROBERTS:
HOW POETRY WORKS
The Elements of English Poetry
Penguin Books 1986
How Poetry Works er bragfræðirit. Höfund-
ur leggur áherslu á hiynjandi kvæða og þá
einföldu staðreynd að ljóð eru ekki einasta
prentsverta, þau eru ætluð til flutnings.
Svokölluð „hljóð-ljóð“, þ.e.a.s. ljóð sem
hafa einungis að geyma samofna bókstafí
sem krefjast þess að lesandi þeirra myndi
það sem líkist orðum, er líklega hreinasta
tegund ljóðs en á sér erfítt uppdráttar því
ljóðin þau kalla á miklar geiflur og upphróp-
anir og standa nærri tónlist og trúlega
léttvæg stykki á mælikvarða músikera. En
allt um það eiga þau rétt á sér og eru vel
til þess fallin að hnippa í þau skáld sem
leggja allan metnað sinn í það að „segja“
eitthvað í ljóðum sínum og vilja skiljast af
lesandanum á sama hátt nákvæmlega og
skáldin skilja afurðir sínar. Þetta rit er
kennslubók og góð sem slík. í enda bókar-
innar eru prentuð allmörg ljóð sem höfundur
ritsins hefur gefíð nýtt form á síðum til að
gefa lítt æfðum ljóðalesendum færi á því
að komast sem fljótast inn í ris og fall
kvæða.
A poem should not mean but be sagði
Archibald MacLeish og þessi orð gerði
Steinn Steinarr fleyg á Islandi þegar hann
gaf út Tímann og vatnið á þeim árum þeg-
ar formbyltingin íslenska var að slíta
bamsskónum.
Stutt saga um
óttann
EFTIR JÓN BJARMAN
Sagt er að mæðgur tvær í
Týról í Austurríki hafí falið
ungan mann, liðhlaupa úr
fyrra stríði, í kjallara undir
fellihlera. Hann var sonur
þeirrar eldri og bróðir hinn-
ar.
Sú eldri var þá þegar kerling, farin að
bogna undan dalastriti, rölti um hlíðar og
brekkur og eilífum mjólkurburði. Hin yngri
var aftur á móti eins og nýútsprungin rós,
ljóshærð undir hettunni, miðjunett og með
bústinn barm. Hún var niðurlút og roðnaöi
þegar horft var á hana.
Pilturinn ungi var lífsvon þeirra, en heig-
ull og hræddur við skotvopn, og það var
auðvelt að sannfærast um það, að best
væri að grúfa stríðið af sér og snúa sér
síðan að því, sem þau kunnu best, að hirða
kýrrassa og framleiða osta og smjör úr
blessaðri málnytjunni. Þegar spurt var um
piltinn, sögðust þær halda hann fallinn.
Hann hefði horfíð á braut í ófriðarbyijun
og ætlað að verja Týról fyrir ítalskri ásókn.
Síðan hefði enginn af honum frétt.
Og stríðinu lauk með hruni heimsveldis-
ins, gamli keisarinn dáinn og Vilhjálmur
rekinn í útlegð til Niðurlanda. Það var hung-
ur, órói og hrun um alla Mið-Evrópu, og
fáir vissu hvað morgundagurinn hefði að
gefa, nema það fákæna og fátæka fólk upp
til fjalla, sem enn átti baulur sínar, því gras-
ið greri sem aldrei fyrr og skógurinn
laufgaðist á vorin, veitull og gjöfull á skjól
og timbur til húsa.
Þær mæðgur voru enn einar karlmanns-
lausar, að því er virtist. Sú eldri var orðin
skorpnari og bognari. Roðinn í kinnum þeirr-
ar yngri hafði skotið þar rótum og beiskju-
drættir komnir í kringum augun. Hún var
ekki lengur niðurlút, en það var deyfð í
augunum eins og hún sæi ekki það sem hún
horfði á. Grannamir furðuðu sig á hve vel
þeim vannst, mæðgunum, sjaldan beiddust
þær hjálpar, samt nýttu þær slægjur og
beit um brekkur og rinda. Stúlkan stóð þar
í teignum og sveiflaði orfí sínu, rétt eins
og til þess væri hún sköpuð og ekki til að
vefja elskhuga örmum eða bera bam undir
belti. Enda fækkaði vonbiðlum, þeir leituðu
kvenfanga í öðrum sveitum og brátt var
enginn eftir sem gimtist hana. Sumir grann-
amir vom þó að hvísla því, að stundum
mætti sjá karlmann læðast í kringum bæinn
þeirra í myrkrinu, líklega væri hann að
gægjast þar inn um glugga, varla fengi
hann að koma þar inn fyrir dyr.
Og þar kom að Austurríki glataði með
öllu sjálfstæði sínu og aftur var komið stríð
með meiri ógnum og hörmungum en hið
fyrra sinni, og það teygði fíngur sína upp
til ijalladalanna í Týról. Gamla konan var
þá dáin. Sú yngri var jafnframt orðin kerl-
ing, bogin og skorpin og tennumar gisnar
og gular. En hún hélt áfram að hokra, nú
voru kýmar einungis tvær í fjósi og innlegg-
ið hennar því fremur rýrt, en samt virtist
hana aldrei í neinu skorta.
Bömin grannanna, fjarskyldir ættingjar
hennar, þekktu ekki lengur sögu þeirra og
héldu því, að í dalakoti þessu hefðu aldrei
verið fleiri en kerlingin ein, og þau viku úr
vegi fyrir henni rétt eins og þar færi nom.
Dag nokkum var hún líka dáin. Hún var
borin til grafar og sungið yfír henni eitt
síðdegi á áliðnu hausti, um þær mundir sem
ríkið var að rísa úr rústunum að nýfengnu
frelsi. Hreppstjórinn fór þangað ásamt
stefnuvotti, ungum manni. Þeir ætluðu að
skrifa búið upp og ráðstafa því, hér var
ekki eftir neinu að bíða.
Þá fundu þeir fellihlerann. Þeir héldu þar
vera ostakjallara undir eða annarskonar
geymslu og stauluðust þangað niður með
lukt í hendi. Það tók þá nokkum tíma að
átta sig á hvað þeir hefðu fundið. Fyrst
héldu þeir það vera torkennilegt dýr með
logandi augu, en þegar þeir komu nær fundu
þeir gamlan mann í hólkvíðum vaðmáls-
fötum. Þunnt hár og skegg hans vom gráar
lýjur einar og það hvítmataði alls staðar í
augun.
Þeir leiddu hann út á hlað og þorðu varla
að yrða á hann. Veður var haustmilt og
jörð enn auð. Máninn óð í skýjum í norð-
austrinu og varpaði folleitri birtu á fjalla-
tindana. Öldungurinn stóð hokinn á milli
þeirra, þeir héldu um upphandleggi hans
hvor sínu megin. Brjóst hans gekk upp og
niður af mæði og geðshræringu. Þá heyrðu
þeir hann hvísla holri röddu: „Skoteldar —
skoteldar enn yfír fjöllunum. Skoteldar yfír
fjöllunum."
Höfundurinn er prestur.
1 HOM 1
Pi w 9ETRY rORKS
PHILIP DAVIES ROBE RTS
V.S. NAIPAUL:
AMONG THE BELIEVERS.
An Islamic Joumey.
Penquin Books 1982.
Múhameð spámaður reisti í gegnum Qórt-
án himna og ræddi fjórtán sinnum við Guð
áður en hann sneri aftur í rúm sitt og hafði
tíma til að forða því að vatnskanna sem
hann hafði rekið sig í þegar förin hófst,
dytti um koll og vatnið spilltist, þvílíkur
ógnarhraði var á þessum spámanni, sem
fann upp heil trúarbrögð og átti margar
konur. Jafnt fyrir þessa för spámannsins
og eftir hafa menn laggst í ferðalög, mis-
löng og hröð, og þeir sem hafa kunnað á
penna hafa sumir hveijir skrifað bækur um
reisur sínar. Slík rit nefnast ferðasögur og
má telja verk Pásaníusar þess gríska „Hella-
dos Períegesis" það fyrsta í heiminum. Það
rit er leiðsögn um Grikkkland ætlað ferða-
mönnum 'og var skrifað á annarri öld eftir
Krists burð. Síðan þá hafa ferðasögur og
leiðsagnir komið út á öllum tungum sem
talaðar eru á jörðinni.
V.S. Naipaul er einn þeirra rithöfunda á
enska tungu sem í hvað mestum metum er
meðal bókmenntaáhugamanna. Hann fædd-
ist í Vestur-Indíum en flutti um tvítugt til
Englands, þar sem hann ánetjaðist bók-
menntaiðju og varð fljótlega þess megnugur
að lifa ekki af öðru en iðju þeirri. Hann
hefur skrifað margar skáldsögur auk nokk-
urra ferðabóka og er þessi „Among the
Believers" ein þeirra og sú nýjasta. Naipaul
ferðaðist um Islömsku ríkin í Asíu, Iran,
Pakistan, Malasíu og Indónesíu og er þetta
rit afrakstur þess ferðalags. Bókin er upp-
full af fróðleik um þessi lönd og eru lýsingar
Naipauls óhlutdrægar og verða að teljast
áreiðanlegar. Sjálfur er hann af indversku
bergi brotinn en þrátt fyrir það er hann
ómyrkur í máli þegar hann ræðir um frænd-
r
■*. * * * ' * » * * * *
* ■ * * *
* * * *
V-S/.v.
NAIPAUL
AMONGTHE
BELIEVERS
■
. tf ." . .* \V • ’ i* i
AN ISLAMIC JOURNEY
* •" ii
* . , * *■
'Thi< HhA 't jrfy-ry<.nMitwH<m <it »hí-
* í.lam'u «\iv4uii<>r> .tn<l iríA trt tm.k-(<4>nJ thr fundnnýnrjjut *
tltaf lu^rípptJrhty'K.riímjransndiKlirr Muslon ,
* * : «t1 !c * « ttM-x&sri maíttrr*- .\»öuIjí TiCTrít * *
* ■> >■ ■■■ fri í *
* * *
*. A /J ■ ■', ,■*■■ * *
A 4 .V * * x ^
* * » * ’ . ■>**'.*
ur sína í Pakistan. Pakistan er eina ríkið
af þessum flórum sem beinlínis var stofnað
sem íslamskt, hin hafa orðið það fyrir bylt-
ingar og er skemmst að minnast írans í því
sambandi.
Þessi bók hefur fengið mikið lof gagnrýn-
enda og hefur selst vel og því margir líklega
lesið hana. Hún er 400 síður að lengd.