Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1987, Qupperneq 12
Society veitti honum umsvifalaust 20.200 dollara rannsóknastyrk til eigin ráðstöfun- ar. Allt til þessa dags hefur bandaríska landfræðifélagið haldið áfram að styðja allt rannsóknarstarf Leakey-fjölskyldunnar í Afríku með árlegu tugþúsunda-dollara framlagi, og reynir félagið á þann hátt að tryggja sér einkarétt á þeim steingervu forn- leifum sem fínnast kunna. En sigurgöngu Louis Leakeys með boi- se/-manninn var naumast lokið í Vestur- heimi og hrifning manna þar vestra ekkert farin að réna, þegar fomleifafræðingurinn Leakey sá sig aftur tilneyddan að hafa al- gjör endaskipti á þessari nýjustu kenningu sinni um „fyrsta verkfærasmiðinn". Það sem olli þessum kollhnís var nýr fomleifafundur í Olduvai-gjánni: Elzti sonur þeirra Leakey- hjónanna, Jonathan, hafði sem sagt fundið HinnHandlagni Frummaður Þegar búið var að raða saman öllum smábrotunum af ýtrustu vísindalegri ná- kvæmni, var ljóst, að þama var búið að endurgera næstum því heila hauskúpu, og reiknaði líffærafræðingurinn Phillip Tobías út, að umfang heilans í þessum nýfundna fmmmanni hefði numið um það bil 680 rúmsentímetrum. Þetta var þá heilastærð, sem var næstum því 200 rúmsentimetrum meiri en í meðal australopithecusi, en samt minni en heilastærð þeirra homo errectus- hauskúpa, sem fundizt höfðu í heiminum fram að því — en þá vom einungis Java- og Peking-mennimir þekktir, sem reyndust um 500.000 ára við aldursgreiningu. En hvemig skyldi þá flokka þennan ný- fundna verkfærasmið úr Olduvai-gjánni? Auðvitað sem homo var umsögn Louis Lea- keys, og hann gaf honum nafnið homo habilis eða „hinn handlagni maður“. „Það sem eiginlega olli mestu uppnámi og furðu meðal fræðimanna,“ skrifar banda- ríski fomleifa-mannfræðingurinn Don Johanson, „var aldur þessa nýfundna homo. Hann reyndist nákvæmlega jafn gamall hin- um fmmstæða australopithecusi boisei, sem fundist hafði þama rétt hjá skömmu áður, eða um 1,75 milljón ára.“ í einu vetfangi hafði því Leakey-fjölskyld- unni tekizt að varpa alveg nýju ljósi á þróunarsögu mannsins með því að rúmlega þrefalda aldur homos, miðað við þá þekk- ingu, sem fræðimenn höfðu aflað sér um aldur þeirra beinagrinda úr fmmmönnum, sem fundizt höfðu fram að því. Auk þessa var með fundi þessara tveggja fmmmanna í Olduvai-gjánni sönnuð tilvist tveggja homi- mV/a-gerða, sem á þeim tíma hlutu að hafa lifað í návist hvorrar annarrar. Leakey- hjónin gátu hins vegar ekki útskýrt, hvaðan þessar fmmgerðir manna hefði borið að til Olduvai-gjárinnar. „Leg I“, þ.e. neðsta set- lagið í Olduvai-gjánni var tveggja milljóna ára gamalt; fyrir neðan það rákust vísinda- mennimir á nakta klöpp. Þáttaskil í Leitinni Að Frummanninum Frægð sú og frami, sem hinir stórmerku fomleifafundir í Olduvai-gjánni í Tansaníu færðu Leakey-hjónunum, varð þeim því miður einnig að vinslitum og batt enda á Ijúlímánuði 1959 höfðu hinir ötulu fornleifafræðing- ar, Mary og Louis Leakey frá Nairobi, Keníu, fundið á að giska tveggja milljóna ára gamla höfuðkúpu í Olduvai-gjánni í Suður-Tansaníu. Fornleifafundur þeirra þótti um margt einstæður viðburður, enda Þegar steingervingun- um hafði verið raðað saman, kom í ljós næst- um hálf beinagrind af 25 ára gamalli konu, sem verið hafði aðeins 110 cm á hæð og líklega vegið um 30 kg. Hún hafði gengið hér um fyrir þremur milljón- um ára og henni var gefið nafnið Lucy. ! ! ► ! « f > r i f I EFTIR RAINER ! KLINGHOLZ -....— lögðu þau hjónin mikið kapp á að kynna öðrum vísindamönnum þessa nýjustu upp- götvun sína og færðu að því margvísleg rök, að þarna væri fundin höfuðkúpa af sennilegum en þó fremur frumstæðum for- vera homo sapiens. Olduvai-maðurinn hlaut fræðiheitið australopithecus boisei. En þrátt fyrir alla þá athygli, sem fundur þeirra vakti víða um heim, voru þau hjónin samt í talsverðri klípu með þennan Oldivai- frummann sinn: Annars vegar var hauskúp- an of frumstæð til þess að geta verið af homo, hins vegar höfðu beinin úr þessum australopithecusi boisei fundist inn á milli steinverkfæra í Olduvai-gjánni, sem einung- is homo hefði getað verið fær um að smíða. JONATHANKEMUR TilSkjalanna Louis Leakey varð því nánast að grípa til fræðilegra töfrabragða til þess að fella þeirra nýfundna australopithecus boisei á nokkum veginn eðlilegan stað inn í þróunar- feril mannsins, þótt sú staðsetning væri eiginlega andstæð hans eigin hugmyndum þar að lútandi. Keníubúinn Leakey gerði sér sem sagt lítið fyrir og flokkaði boisei sem „fyrsta verkfærasmiðinn" undir fmmgerð homo-þróunarinnar, enda þótt hveijum leik- manni í líffærafræði mætti vera augljóst, að boisei — með einungis ca. 530 rúmsenti- metra heilastærð — ætti engan veginn heima í flokki frummannsins. Óskammfeilni Leakeys átti brátt eftir að verða honum og rannsóknarstarfi þeirra hjóna mjögtil framdráttar: 5o/se/-frummað- urinn varð forsögulegur áfangi í þróun mannsins á ámnum kringum 1960. Framar öllu aflaði Louis Leakey sér frægðar, frama og flár í Bandaríkjunum, þar sem honum var boðið í víðfeðma fyrirlestraferð um forn- leifarannsóknir þeirra hjóna í Olduvai-gjánni og víðar í Afríku. Vöktu fyrirlestrar Lea- keys mikla hrifningu áheyrenda og banda- ríska landfræðifélagið National Geographic Bandaríski mannfræðingurinn Don Johanson var í sjöunda himniþegar hann rakst á handleggsbein úr mennskri veru skammt frá búðum rannsóknarleiðang- ursins íHadar í norð-austurhluta Eþiópíu ínóvember 1974. Enn einn hlekkurinn íþróunarsögu mannkynsins varþar með fundinn. hinn raunverulega verkfærasmið og faðir hans gat því umsvifalaust lækkað austra- lopithecus boisei í tign og farið að flokka hann undir kunnáttulausa og fmmstæða hliðargrein í þróunarsögu mannsins. Ungi maðurinn, Jonathan Leakey, hafði unnið sem aðstoðarmaður fomleifafræðinga í Olduvai-gjánni eftir að skólatíma hans lauk það árið, og fyrir tilviljun rakst hann þar á kjálka úr sjaldgæfu vígtanna-tígrisdýri. Við frekari leit að öðmm hlutum þessarar löngu útdauðu tígrisdýrstegundar fann Jonathan óvænt tönn úr manni í stað hauskúpu tígris- dýrsins, sem hann hafði vonast til að finna að hluta. Fornleifafræðingamir í Olduvai- gjánni tóku þá viðbragð og urðu að grafa siggegnum samtals 2158 mismunandi stein- gerða beinahluta úr villisvínum, nautgripum og hrossum. í Ijós komu við leit þeirra enn- fremur hausbein úr fiskum, beinagrindur úr fuglum og 17 steinmnnir skildir af for- sögulegum skjaldbökutegundum: En auk alls þessa hafði þeim þá loks tekizt að hafa upp á öllum steingerðum smábrotum úr höfuðkúpu af forsögulegum manni. áratugalangt samstarf þeirra við fomleifa- rannsóknir. Mary Leakey hafði þá fyrir löngu getið sér mun betri orðstír sem fram- úrskarandi vísindamaður en eiginmaður hennar. En Louis var henni aftur á móti miklu fremri í að færa sér fornleifafundina í nyt, bæði til fjár og frama. Hann var þá farinn að eyða mestum hluta ársins í að ferðast um víða veröld og halda fyrirlestra um þær forsögulegu manngerðir, sem þau hjónin höfðu grafið upp í Olduvai-gjánni. Mary hélt ein aftur til starfa í Olduvai með yngri syni þeirra hjóna, Richard, og hópi aðstoðarmanna. „A þessum tíma,“ skrifar hún í endur- minningum sínum með nokkurri angurværð, „kom skyndilega fram nýr atvinnumaður á sviði fornleifamannfræði úr okkar hópi — Richard Leakey." Þegar hann hóf rannsóknarstörf sín sem fornleifafræðingur urðu um leið þáttaskil í skipulagi rannsóknarstarfa Leakey-fjöl- skyldunnar: Tími einstaklings rannsókna á steingervingum úr þróunarsögu mannsins var liðinn. Nýir rannsóknaleiðangrar til að f i 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.